Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1983, Qupperneq 52

Andvari - 01.01.1983, Qupperneq 52
50 HERMANN PÁLSSON ANDVAIU Hér má taka dæmi. Eins og Einari Ólafi og öðrum mönnum var ljóst, þá virðist Njáluhöfundur hafa stuðzt við Selsbana þátt í Ólafs sögu helga, þegar lýst er brennusögu Gunnars Lambasonar einn jóladag úti í Orkneyjum. Hér má bera saman nokkrar setningar: Sigtryggur konungur spurði: „Hversu þoldi Skarpheðinn í brennunni?“ „Vel fyrst,“ segir Gunnar, „en þó lauk svo, að hann grét.“ Um allar sagnir hallaði hann mjög til og ló (laug) frá víða. Kári stóðst þetta eigi; hljóp hann þá inn með brugðnu sverði og . . . innar eftir höllinni og hjó á hál'sinn Gunnari Lambasyni; tók af svo snöggt höfuðið, að það fauk upp á borðið fyrir konung- inn og jarlana. Njála, 155. kap. . . . Þótti Ásbirni hann halla sýnt. Þá heyrði hann, að maður spurði, hvern veg Ásbjörn yrði við, er þeir ruddu skipið. Þórir svarar: „Bar hann sig ti! nokkurrar hlítar og þó eigi vel, en er vér tókum af honum seglið, þá grét hann.“ En er Ásbjörn heyrði þetta, þá brá hann sverði sínu hart og hljóp inn- ar í stofuna og hjó til Þóris, og kom höggið á hálsinn. Féll höfuðið á borð- ið fyrir konunginn. . . Flateyjarbók (1944) I, 327 Hér er óþarfi að rekja frásagnir framar: skyldleikinn er svo auðsær, að ekki verður um villzt. Á hitt ber þó einnig að líta, að skyld frásögn kemur fyrir í íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar, þótt orðalag og atvik séu engan veginn svo áþekk Njálu og frásögnin í Ólafs sögu helga. Næsta sumar eftir Flugu- mýrarbrennu fer Gizur utan, kemur við Hörðaland og fær sér þaðan far austur til Túnsbergs til Hákonar konungs. „Þórður kakali var þá í Björgyn, er skip það kom þangað, er Gizur hafði á verið. Þar voru margir íslenzkir menn á skipinu. Þá frétti Þórður þau tíðendi, er gerzt höfðu á Islandi. Og svo bar til litlu síðar, er þeir höfðu upp skipað, að Þórður og nokkrir menn gengu hjá stofu einni og heyrðu þangað mannamál. Þeir námu staðar og heyra, að sagt var frá drápi Kolbeins Dufgussonar. Sá maður sagði frá, er Þórður hét og var Steinunnarson. Þóttust þeir það finna, að hann bar allar sögur betur Gizuri en brennumönnum, kvað alla menn undrast, að Kolbeini varð ekki fyrir. Þá gengur Þórður í stofuna og mælti: ,,Nú skal sjá, hversu mikið þér verður fyrir.“ Laust hann þegar með öxi, er hann hélt á, svo að Þórður [þ. e. Steinunnarson] féll þegar í óvit.“ Við rannsóknir á efnivið sagna nægir það ekki eitt að miða við athafnir, orð og persónur, heldur skal ávallt taka einnig hugmyndir til greina. Á Sturl- ungaöld áttu margir um sárt að binda af völdum vígamanna og brennuvarga. Þótt Gizur Þorvaldsson þyldi mikinn skaða, sem kenndi honum að gleyma ekki hefndinni, þá urðu margir að þola hart af honum sjálfum. Eða var það ekki einmitt í Flugumýrarbrennu, að Kolbeinn Dufgusson segir við Árna beisk, fylgdarmann Gizurar til Reykholts 23. september 1241 og banamann skálds- ins: „Man engi nú Snorra Sturluson, ef þú fær grið.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.