Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1983, Side 77

Andvari - 01.01.1983, Side 77
ANDVAHI EFNAHAGUR 1 ÖLDUDAL 75 Innlend framvinda Hér á landi urðu sem kunnugt er á liðnu ári snögg umskipti til hins verra. Þjóðarframleiðsla minnkaði í fyrsta sinn frá 1975, og nam minnkunin um 2%. Vegna rýrnandi viðskiptakjara var afturkippur í þjóðartekjum heldur meiri, eða tæplega 2xk%. Verðbólga jókst að mun og var um 60% frá upphafi til loka árs. Viðskiptahaili varð um 10% af þjóðarframleiðslu, en honum olli fyrst aflabrestur á loðnuveiðum og síðar bann við þeim, þverrandi þorskafli og ónóg eftirspurn eftir íslenzkum útflutn- ingsvörum, einkum áli og kísiljárni, og loks lokun skreiðarmarkaðar í Nígeríu, því að sjaldan er ein báran stök. Horfur á þessu ári eru heldur dökkar. Nýendurskoðuð þjóðhagspá, sem í ljósi aflafrétta síðustu vikna verður að telja að reist sé á bjartsýni um aflabrögð, bendir til, að sjávarvöruframleiðslan dragist saman eða haldist í bezta falli óbreytt. Af þessum sökum, og vegna samdráttar í fjárfestingu og almennri kaupgetu, er talið, að þjóðarframleiðsl- an muni dragast saman um nær 5% á árinu. Batnandi viðskiptakjör munu milda þennan afturkipp nokkuð, þann- ig að samdráttur þjóðartekna ætti að verða minni, eða um 3-4%. Reiknað á hvern vinnufæran mann yrðu þá raun- verulegar þjóðartekjur á þessu ári litlu meiri en á árunum 1976-1977. Horfur eru á, að kaupmáttur ráðstöfunartekna dragist saman á þessu ári um það bil sem svarar afturkippnum í þjóðartekj- um á þessu og liðnu ári. Hins vegar er nauðsynlegt að benda á, að á árinu 1981 var verulegur viðskiptahalli, þannig að enn skortir á, að viðunandi jafnvægi hafi náðst milli þjóðarútgjalda og tekna, enda er spáð viðskiptahalla á þessu ári, sem nemur 4% af þjóðar- framleiðslu. Viðskiptahalla á síðustu árum hefur fylgt mikil aukning skulda erlendis, og greiðslubyrði vaxta og afborgana af er- lendum lánum hefur aukizt að mun. Hlutfall erlendra skulda af þjóðarfram- leiðslu var í árslok um 48%, en var 34-37% síðastliðin fimm ár. Greiðslu- byrðin sem hlutfall af útflutningstekj- um fór í fyrra yfir 20% og virðist munu verða svipuð á þessu ári. Að nokkru valda hér tímabundnar aðstæður, hækk- un vaxta erlendis og afturkippur í út- flutningi, sem von er til >að lagist nokk- uð á þessu ári, en enginn vafi er þó á, að heildarfjárhæð skulda og greðislu- byrði hefur náð þeim mörkum, þar sem mikillar aðgæzlu er þörf. Greiðslubyrð- in takmarkar vitaskuld einnig beinlínis svigrúm fyrir þjóðarútgjöld og innflutn- ing á þessu og næstu árum. Vaxandi verðbólga er þó ef til vill gleggsta merkið um það jafnvægisleysi, sem hrjáir íslenzka þjóðarbúið um þess- ar mundir. Eftir hjöðnun 1981 niður undir 40% úr 60% árið áður, magn- aðist verðbólga að nýju í fyrra í 60% í árslok og hefur síðan farið vaxandi að undanförnu og er nú án efa um eða yfir 80% miðað við tólf mánaða tíma- bil. Horfur eru á því taldar, að hækkun framfærsluvísitölu verði yfir 20% frá febrúar til maí. Að óbreyttu mun fylgja þessari hækkun svipuð launahækkun hinn 1. júní næstkomandi. Þar með væri verðbólgan komin á hærra stig en dæmi eru um frá því mælingar hófust. Með slíkri þróun er atvinnuöryggi og afkomu þjóðarbúsins teflt í tvísýnu, því að vand- séð er, hvernig rekstur fyrirtækja verð- ur fjárniagnaður til lengdar í svo örri
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.