Menntamál


Menntamál - 01.04.1962, Page 86

Menntamál - 01.04.1962, Page 86
76 MENNTAMÁL náist, ef unglingar eru aðgreindir á aldrinum 14—15 ára, þ. e. til dæmis inn í 2. eða 3. bekk íslenzkra gagnfræða- skóla. Eindregið á þessa sveif lagðist t. d. dr. Wolfle. Eigi að síður væri nauðsynlegt að rannsaka greind og aðra námshæfileika barna sem fyrst, fylgjast með þró- un þeirra og námi og veita þeim námsskilyrði við þeirra hæfi. Þar með höfðu umræðurnar beinzt að skólakerfinu og þeim áhrifum, sem það hefur á lausn þessa vandamáls. Thorsten Husén, prófessor í uppeldisfræði við Stokk- hólmsháskóla, flutti síðasta stóra framsöguerindi þings- ins: EcLucational Structure and the Development of Abi- lity. Taldi hann, eins og Dael Wolfle, að ekki kæmi ótví- rætt fram, hvað í einstaklingnum býr, fyrr en á ungl- ingsaldri, og ættu öll börn því að hafa sameiginlega skóla- göngu fram á unglingsár. Tók hann sænska skólakerfið til dæmis um þetta, en svo sem kunnugt er, greinist menntaskólalínan miklu fyrr frá hinu almenna námi hjá ýmsum öðrum þjóðum, og hefur sú tilhögun jafnan verið umdeild. Tók þingið að nokkru leyti undir þá gagnrýni, einkum að ákveðin aðgreining námsbrautanna hjá ung- um börnum yki á aðstöðumun ólíkra stétta til þess að koma börnum sínum til æðra náms. Verður stuttlega drepið á það síðar. Út frá þessu spunnust margþættar umræður og gerðu þingfulltrúar grein fyrir þeim atriðum í fræðslukerfi landa sinna, sem snertu þetta mál. Sveinbjörn Sigurjóns- son skýrði frá meginþáttum íslenzka fræðslukerfisins og sýndi m. a. fram á, að það opnaði góðum hæfileikum, úr hvaða stétt sem þeir kæmu, tiltölulega auðvelda leið til menntunar. Ein aðalhindrunin á fullnýtingu hæfileikanna er mis- jöfn aðstaða stétta til menntunar. Frú Jean Floud, lektor í félagsfræði við Lundúnaháskóla, gerði grein fyrir þessu í snjöllu framsöguerindi. Aðalvandinn er sá, sagði frú
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.