Morgunblaðið - 02.04.1987, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 02.04.1987, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRIL 1987 VINNUSTÁÐAFUNDIR STJÓRNMÁLAFLOKKANNA FYRIR ALÞINGISKOSNINGARNAR1987 Frambjóðendur Sjálfstæðisflokks hjá starfsmönnum Eimskips í Sundaskála: Fj ölflokkaríkisstj óm- ir skapa glundroða STARFSMÖNNUM Eimskips í Reykjavík var tíðrætt um upp- lausn og glundroða i heimi íslenskra stjórnmáia, er þeir voru heimsóttir í hádegisverð- arhléi þeirra í Sundaskála sl. þriðjudag. I heimsókn á vinnu- staðafundi voru þau Birgir Isleifur Gunnarsson, annar maður á lista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík og Sólveig Pétursdóttir, sem skipar sjöunda sæti sama lista. Þá var nafn Alberts Guð- mundssonar oft nefnt, en mjög skiptar skoðanir virtust vera um ástæðu þess að Al- bert sagði af sér sem ráðherra og stofnun Borgaraflokksins. Þau Birgir og Sólveig fluttu fyrst stuttar framsöguræður, gáfu síðan orðið laust til fyrir- spurna, en eyddu langstærstum hluta hádegisverðartímans í að rabba við starfsmenn yfir kaffi- bolla og skiptast á skoðunum. Sólveig tók fyrst til máls og rakti nokkuð ástand þjóðmála eins og Morgunblaðið/Ámi Sæberg Birgir ísleifur, lengst til vinstri á myndinni, og Sólveig, fyrir miðri mynd á bak við, tala við starfs- menn Eimskips í Sundaborg. það var þegar núverandi ríkis- stjórn tók við. Sagði hún stórátak hafa verið gert á mörgum svið- um. Þá sagði hún það áberandi í kosningabaráttunni, að sumir flokkanna lofuðu gulli og græn- um skógum. Hún varaði við afleiðingum þess að sumt af þessu næði í gegn og benti til að mynda á, að hugmynd Al- þýðuflokksins um kaupleiguíbúð- ir kæmu til með að kosta skattgreiðendur ómælda fjár- muni. Hún minnti og á kjörorð sjálfstæðismanna, stétt með stétt, og fjallaði í lokin nokkuð um fjölskyldu- og félagsmál. Birgir gerði fjögur atriði að umtalsefni. í fyrsta lagi efna- hagsástandið fyrir fjórum árum og hvemig tekist hefði að ná nið- ur verðbólgunni. í öðm lagi aukið frjálsræði, sérstaklega hvað varð- ar fjölmiðla og afnám ríkiseinok- unar á útvarpi og sjónvarpi. Þá ræddi hann árangur á félags- málasviði og í lokin gerði hann ástandið í stjómmálunum að umræðuefni. Hann sagði íslend- inga hafa verið heppna því hér hefðu oftast aðeins verið fjórir stjórnmálaflokkar en nú virtist sem verið væri að snúa á ógæfu- hliðina, þar sem flokkar yrðu t.d. níu í Reykjavík og tíu í Norður- landaskjördæmi eystra fyrir komandi alþingiskosningar. Fjöl- flokkakerfi sagði hann hafa reynst mjög illa, erfitt væri að mynda ríkisstjómir, eins og til dæmis hefði sýnt sig í Danmörku og á Italíu. Hann sagði því um- hugsunarefni, hvort ekki væri rétt að halla sér að stómm og sterkum flokki, eins og hann orð- Fundur Alþýðuflokks í íslenska álverinu við Straumsvík: Alþýðuflokkurinn á nú tæki- færi á að verða stærstur - að minnsta kosti næststærstur, sagði Jón Baldvin Hannibalsson m.a. Morgunblaðið/Bára Kristinsdóttir. „Atburðimir innan Sjálfstæðisflokksins era eins og í sápuóperunum Dallas og Dynasti" sagði Jón Bald- vin, en honum lá hátt rómur og var mikið niðri fyrir á fundinum. ÞAÐ VAR auðheyrt á þeim Jóni Baldvini Hannibalssyni formanni Alþýðuflokksins og Kjartani Jó- hannssyni efsta manni á lista flokksins í Reykjaneskjördæmi, að þeir líta á Þorstein Pálsson og Sjálfstæðisflokkinn sem höf- uðandstæðing sinn í komandi kosningum. Þetta kom fram á vinnustaðafundi þeirra félaga í íslenska álverinu við Straumsvík, sem haldinn var í hádeginu á föstudag í síðustu viku. Þá voru þeir harðorðir í garð núverandi ríkisstjórnar og ráðamanna, svo harðorðir að einn starfsmann- anna, Jón Magnússon, spurði í lok fundarins, hvort það væri skoðun forustumanna Alþýðu- flokksins að þeir sem hefðu set.ið við stjórnvölinn í landinu undan- farið væru „bara algjörir aular“. Á meðan fyrsti hópurinn af þrem- ur sótti mat sinn og gekk til sæta spiluðu þeir félagar „átján rauðar rósir“ af segulbandstæki, en þeir sögðu að lagið yrði helgað kosn- ingabaráttu Alþýðuflokksins að þessu sinni. Þeir skiptust á að flytja tölur og gáfu orðið laust til fyrir- spurna á milli. Jón Baldvin ræddi m.a. síðustu atburði innan Sjálf- stæðisflokksins og líkti þeim m.a. við atburðarrásina í bandarísku „sápuóperunum Dallas og Dynasti. Hann sagði þjóðina eiga að draga af þessum atburðum kalda ályktun og hún væri: „Við eigum að nota tækifærið núna, þegar Sjálfstæðis- flokkurinn er að bresta, til að efla hér til valda og áhrifa og stjórn- málaforustu stóran jafnaðarmanna- flokk." Hann sagði ennfremur, að Alþýðuflokkurinn ætti nú tækifæri á að verða stærsti, að minnsta kosti næststærsti flokkur landsins. Kjartan Jóhannsson gerði fyrst að umtalsefni fjölda framboða í landinu og sagði að þessi tíu fram- boð enduðu áreiðanlega með upplausn stjómmálanna. Hann sagði alþýðuflokksmenn sameinaðri nú en nokkru sinni fyrr og rakti síðan stöðuna í öðrum flokkum. Hann kvað Framsóknarflokkinn í þremur hlutum, Sjálfstæðisflokkinn hafa klofnað í tvennt um Ieið og tönn í ljósmyndara Þjóðviljans. Inn- an Alþýðubandalagsins sagði hann stöðuna þá, að þingmennimir gætu helst ekki talast við og lykillinn að breyttri stjórnarstefnu væri því að Alþýðuflokkurinn fengi góða kosn- ingu. Hvatti hann menn til að efla Alþýðuflokkinn þannig að hann fengi fjóra þingmenn í Reykjanes- kjördæmi. Með því myndi Gunnar G. Schram af lista Sjálfstæðisflokks falla. Þeim Kjartani og Jóni vartíðrætt um skattamál og sagði Jón skatta- kerfíð svívirðu þar sem 8.200 fyrirtæki af 11.000 í landinu bor- guðu engan tekjuskatt. Hann sagði Þorstein Pálsson varðengil eða varðhund þessa skattkerfís og færi honum því illa að ræða um siðferði og siðgæði. Kjartan sagði að oddvit- inn í Kjósinni hefði tjáð sér, að þar væru námsmenn hæstu skattgreið- endumir. Bændumir í Kjósinni borguðu ekki tekjuskatt, þrátt fyrir stór og myndarleg býli. Nokkrar fyrispumir komu í lok fundarins og verða þær raktar hér: Hvað tryggir að ekki fari eins hjá Alþýðuflokknum og eftir kosning- amar 1978? Kjartan: „Það, að við emm reynslunni ríkari.“ - Hvaða möguleika á Alþýðu- flokkurinn á að mynda stjóm eftir næstu kosningar? Mér fínnst að lítið hafi borið á ykkar mönnum undan- farið, sérstaklega Jóni Baldvin. Er hann núna að sækja í sig veðrið? Kjartan svaraði þessu á þann veg að það væri rétt að Jón Baldvin væri að sækja í sig veðrið og ætti hann eftir að gera það enn frekar. Hvað varðar það að mynda stjóm þá væri allt hugsanlegt í þeim efn- um. Spumingu um, hvort þeir teldu Albert geta tekið fylgi af þeim og hvort Albert gæti náð oddastöðu við myndun ríkisstjórnar svaraði Kjartan á þá vegu, að þeir óttuðust ekki Albert og að þeir myndu í það minnsta ekki leita til Alberts eftir kosningar með eitt eða neitt. Þá kom fram sú spurning af hverju ekki væri minnst á utanríkis- mál í þeim kosningabæklingi sem dreift var á fundinum og hver stefna flokksins væri í þeim málum. Kjart- an svaraði og sagði m.a., að alþýðuflokksmenn væru fylgjandi varnarsamstarfi okkar við Banda- ríkin og verunni í Atlantshafs- bandalaginu því reynslan hefði sýnt að þannig hefðum við fengið að njóta friðar. Hann kvaðst síðan vilja nota tækifærið til að ræða nokkuð um kjamorkuvopnalaus Norðurlönd og tillögur í þeim efnum, en þar hefðu Alþýðubandalagsmenn og ýmsir aðrir viljað rangtúlka skoðan- ir þeirra. Hið rétta væri að þeir hefðu nákvæmlega sömu skoðun og aðrir jafnaðarmannaflokkar á Norðurlöndum, eins og komið hefði í ljós á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda hér fyrir skemmstu. Hann sagði utanríkisráðherra Svíþjóðar og Noregs báða jafnaðar- menn og að hann hefði rætt við þá báða nýverið. Kjartan sagði síðan: Þeim er það fyllilega ljóst jafnaðar- mönnum á hinum Norðurlöndunum, eins og okkur, að einhliða yfirlýsing eins og Alþýðubandalagið og ýmsir aðrir eru að heimta, kæmi ekki til gangs, en hún gæti orðið til ógagns. Auðvitað eru hér engin kjarnorku- vopn og ekki til umræðu að þau komi hingað. En það að gefa sér- staka yfírlýsingu þarf að vera liður í stærra samhengi, - til að draga almennt úr spennu í Evrópu. Af- greiðsla ráðherra Norðurlandanna kemur því vel heim og saman við skoðanir okkar í Alþýðuflokknum." Einn fundarmanna vitnaði í orð frummælenda um skattsvik og spurði hverja þeir teldu helstu skattsvikarana, hvort þeir héldu að það væru launamenn. Kjartan svar- aði og sagðist ekki telja að svo væri, langstærstu upphæðimar lægju hjá sjálfstæðum atvinnurek- endum. Hann sagði ennfremur: „Þið munið kannski eftir því, að Jóhanna Sigurðardóttir og Þór-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.