Morgunblaðið - 02.04.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.04.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987 Hættuástand framundan? eftir Birgi ísl. Gunnarsson Stjómmálaþróun á íslandi hef- ur orðið önnur hér en víða annars staðar í kring um okkur. Á Norð- urlöndum t.d. hafa myndast öflugir flokkar á vinstri væng stjómmálanna undir merkjum sósíaldemókrata, en hin borgara- legu öfl hafa sundrast í marga smærri flokka. í öðmm ríkjum t.d. Ítalíu hafa stjómmálin ein- kennst af mörgum flokkum sem hafa átt erfítt með að vinna sam- an, stjómarskipti em tíð og pólitísk ringulreið ríkjandi í landinu. Borgaraöflin hafa verið sameinuð Á íslandi hafa hin borgaralegu öfl verið sameinuð í einum flokki, Sjálfstæðisflokknum, en á vinstri vængnum hefur verið klofningur. Vinstri flokkamir hafa átt erfítt með að vinna saman. Svokallaðar vinstri stjómir hafa verið glund- roðastjómir. Þær hafa aldrei náð neinum tökum á efnahagsmálum og alltaf skilið við efnahagslíf landsins í kaldakoli. Nú em nýjar blikur á lofti í íslenskum stjórnmálum. Stjóm- málaflokkunum er að fjölga. Til skamms tíma var vitað um 8 stjómmálaflokka sem myndu bjóða fram í þessum kosningum. Þá stóð annarsvegar Sjálfstæðis- flokkurinn og hinsvegar 7 flokkar og flokksbrot á vinstri væng stjómmálanna. Nú hafa þau tíðindi gerst að enn einn flokkur hefur bæst í hópinn, Borgara- flokkurinn undir stjóm Alberts Guðmundssonar og Helenu Al- bertsdóttur. Kjölfestan í íslenskum stjórnmálum Með þeirri flokksstofnun er reynt að kljúfa hin borgaralegu öfl í landinu. Ef það tækist myndu skapast hér ný og áður óþekkt pólitísk viðhorf. Það hefur verið sögulegt hlutverk Sjálfstæðis- flokksins að vera kjölfestan í íslenskum stjómmálum. Flokkur- inn hefur hvað eftir annað þurft að taka til hendi eftir óstjóm- artímabil annarra, oft þurft að grípa til óvinsælla og sársauka- fullra læknisaðgerða og oftast náð að koma skútunni aftur á réttan „Nú er stefnt aö því að brjóta niður þessa kjölfestu í íslensku stjórnmálalífi sem Sj álf stæðisf lokkurinn er. Stór hætta er á því að ekki verði hægt að mynda ríkisstjórn nema með samstarf i þriggja eða fjögurra flokka. Slíkar stjórnir er erf itt að mynda, þær eru ótraustar, reynsla okkar Islend- inga af þeim er slæm og aðrar þjóðir hafa liðið stórlega fyrir slíkt pólitískt ástand.“ kjöl. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þannig verið afl festu og ábyrgðar í íslensku þjóðlífí. Tökum sem dæmi pólitískt ástand árið 1983. í lok síðasta Birgir ísl. Gunnarsson kjörtímabils var ástandið alvar- legt. Verðbólgan var meiri en nokkm sinni fyrr í sögunni, kaup- máttur launa var á hraðri niður- leið, hmn blasti við í atvinnuiífínu, viðskiptahalli var mikill og lán- straust þjóðarinnar var í hættu. Hægt var að tala um upplausnar- ástand. Meiri stöðugleiki en áður Eftir kosningamar var staðan þannig að ekki var hægt að mynda ríkisstjóm án þátttöku Sjálfstæð- isflokksins. Framsóknarflokkur- inn var reiðubúinn að takast á við þessa erfíðleika með Sjálfstæðis- flokknum. Núverandi ríkisstjóm var mynduð og nú er meiri stöðug- leiki í íslensku efnahagslífi en þekkst hefur í langan tíma. Nú er stefnt að því að bijóta niður þessa kjölfestu í íslensku stjómmálalífi sem Sjálfstæðis- flokkurinn er. Stór hætta er á því að ekki verði hægt að mynda ríkis- stjóm nema með samstarfi þriggjá eða ijögurra flokka. Slíkar stjómir er erfítt að mynda, þær em ótraustar, reynsla okkar ís- lendinga af þeim er slæm og aðrar þjóðir hafa liðið stórlega fyrir slíkt pólitískt ástand. Hættuástand Ef svo fer fram sem horfir er ekkert líklegra en að ísland sé að sigla inn í þetta hættulega stjómmálaástand. Vinstri menn fagna auðvitað þessari þróun. Þeirra draumur hefur alltaf verið að Sjálfstæðisflokkurinn klofni og hægt verði að setja hin sundur- þykku borgaralegu öfl tii hliðar eins og tókst áratugum saman á Norðurlöndum. Þessa alvarlegu stöðu verða íslenskir kjósendur að athuga gaumgæfílega fyrir þessar kosn- ingar. Vilja menn kasta sér út í óvissuna? Vilja menn bijóta niður áratuga samstöðu borgaralegra afla á Islandi og gefa vinstri öflun- um tækifæri til að deila og drottna? Um þetta em þessar kosningar famar að snúast. Svar kjósenda hlýtur að vera að fylkja sér um Sjálfstæðisflokkinn. Höfundur skipar 2. sæti á fram- boðslista Sjálfstæðisflokksias í Reykja víkurkjördæmi. MAXIS FRÁ SMIÐJUVEGI Hönnun: Pétur Lúthersson innanhússarkitekt FHÍ. L , *' • , BfelfSttfeí HARRODS fÍSÉ't&SÍ - ; Dýnu - 191 cm x 100 cm A stærðir: 191 cm x 90 cm B 200 cm x 90 cm C Breidd: 95 cm Hæð: 101 cm Breidd: 95 cm Hæð: 101 cm Breidd: 95 cm Hæð: 70 cm Breidd: 51 cm Hæð: 59 cm Maxis húsgögnin hafa slegiö í gegn beggja vegna Atlantshafsins. Maxis fást á Smiöjuvegi og í stórversluninni Harrods í London, sem gerir ströngustu kröfur um gæði og útlit. Sömu kröfur gerir ungt fólk á íslandi. Maxis fæst hjá: Axis Smiðjuvegi 9, Kópavogi. Harrods Kníghtsbridge, London. Continental Imports, 3901 Main st. Philadelphia USA. AXIS Smiðjuvegi 9, Kópavogi, sími (91)43500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.