Morgunblaðið - 02.04.1987, Side 24

Morgunblaðið - 02.04.1987, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987 Að vilja breyta eftirHöllu Eiríksdóttur Að undanfömu hefur hlutdeild kvenna í stjórnmálum verið til um- ræðu. Sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Konur á kvennalista telja að sterkasta staða konunnar sé stjómmálaflokkur skipaður konum eingöngu. Á þann hátt verði hags- munir kvenna best tryggðir. í skrifum þeirra kemur m.a. fram að þær einar setji málefni kvenna í öndvegi, samstillt aðgerð kvenna byggð á reynslu þeirra. Jafnframt geta þær þess að konum sé stillt upp á framboðslista annarra flokka aðeins sem sýnishom af tegundinni. Ámælisverð vinnubrögð Þessi tvö dæmi bera vott um vanþóknun og aðför að konum í öðmm stjómmálaflokkum. Nýstimi sjálfstæðismanna í Reykjavík, Sól- veig Pétursdóttir, notar sömu aðferð í grein í Morgunblaðinu ný- verið. Þar beinir hún spjótum sínum einungis að kvenframbjóðendum annarra flokka. Þessi vinnubrögð em ámælisverð. Endanleg markmið ættu allir að vera sammála um, þ.e. „að jafna hlutdeild karla og kvenna í stjóm- sýslu og ákvarðanatöku í þjóðfélag- inu“. í stað þess að hnýta sérstaklega í konur innan stjóm- málaflokkanna á að fagna hveiju nýju andliti. Valið er í höndum kvenna — afstöðuleysi og firring í anda Rósu Ingólfs eða virk þátttaka í stjómmálum. Skammsýni Með jafnréttislögum er tryggð lagaleg forsenda þess að áhrifa kvenna gæti. Afstaða kvennalistans er athyglisverð þar sem þær segja að nýju lögin séu harla lítil bót á aðstæðum kvenna í íslensku þjóð- félagi og málið hafi verið svæft með úttekt á aðstæðum kvenna í könnun. Þetta er afstaða sem ein- kennist af skammsýni. Framsóknarkonur Konur í Framsóknarflokknum tóku þátt í prófkjöri á jafnréttis- grunni og starfa nú af fullum krafti í kosningabaráttunni með körlun- um. Þær em margar hveijar í íorsvari fýrir flokkinn og eiga frum- kvæði að stefnumörkun í ýmsum málaflokkum. Besta dæmið er kosn- ing Rannveigar Þorsteinsdóttur lögfræðings sem vann fyrsta þing- sæti Framsóknarflokksins í Reykjavík árið 1949. Á sama tíma var hún formaður margra kvenna- samtaka. Sigrún Magnúsdóttir fulltrúi Framsóknarflokksins í borgarstjóm Reykjavíkur heldur uppi þróttmiklu andófi gegn einræðishrammi íhaldsins í borgarmálum. Valgerður Sverrisdóttir frá Norð- urlandi eystra er verðugur fulltrúi þeirra Norðanmanna og á eftir að láta að sér kveða jafnt í baráttumál- Halla Eiríksdóttir „Konur í Framsóknar- flokknum tóku þátt í prófkjöri á jafnréttis- grunni og starfa nó af fullum krafti í kosn- ingabaráttunni með körlunum. “ um kvenna sem annarra. Fleiri konur eiga möguleika á þingsetu fái Framsóknarflokkurinn byr í kosningunum. Baráttumál Framsókn- arflokksins Á nýafstöðnum aðalfundi mið- stjómar Framsóknarflokksins sem haldinn var á Selfossi voru tekin saman baráttumál flokksins fyrir næsta kjörtímabil. Varðandi félags- og fjölskyldumál skal það undir- strikað að flokkurinn hefur komið til leiðar miklum umbótum á síðasta kjörtímabili og hæst ber þar vita- skuld nýtt og róttækt húsnæðis- lánakerfi sem gerir flestum íslendingum kleift að eignast eigið húsnæði. Af mörgum baráttumál- um flokksins vil ég sérstaklega nefna: ★ að staðið verði vörð um þetta nýja húsnæðislánakerfí, ★ að dregið verði úr miðstýringu en hagkvæmni beitt í rekstri heil- brigðiskerfísins, ★ að mótuð verði opinber mann- eldis- og neyslustefna, ★ að launakerfi ríkisstarfsmanna verði endurskipulagt frá grunni, ★ að jafnaður verði aðgangur allra að heilsugæslu, ★ komið verði á launajafnrétti kynjanna, ★ að haldið skuli uppi blómlegu tónlistar- og leiklistarstarfí. Þessi mál eru hluti af þeim bar- áttumálum sem fulltrúar flokksins beijast fyrir án tillits til þess hvort þeir eru karlar eða konur. Berjumst málefnalega Ég hvet konur til að láta af allri niðurrifsstarfsemi gagnvart kyn- systrum sínum og halda sér á málefnalegum grunni. Eitt er að beina spjótum sínum að stefnum ákveðinna flokka, annað er að beina þeim eingöngu að ákveðnu kyni. Höfundur skipar 4. sæti lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. * * ♦ ♦ Brids Arnór Ragnarsson Taf 1- og brids- klúbburinn Fimmtudaginn 26. mars var næstsíðasta kvöldið í aðaltvímenn- ingi klúbbsins. Staðan eftir 19 umferðir af 25 er þessi: Ami Már Bjömsson — Guðmundur Grétarsson 167 Sæmundur Knútsson spilaði fyrir G.G. Ingólfur Böðvarsson - Jón Steinar Ingólfsson 157 Þórður Jónsson - Ragnar Bjömsson 136 Gunnlaugur Óskarsson — Sigurður Steingrímsson 105 Kristján Blöndal — ValgarðBlöndal 85 Gísli Tryggvason - Guðlaugur Nielssen 75 Siguijón Helgason - Gunnar Karlsson 48 Fimmtudaginn 2. apríl lýkur keppninni en 9. apríl verður loka- spilakvöld klúbbsins, einskvölds- tvímenningur með bókaverðlaun- um. svo verður einnig krýndur stigameistari TBK ’86—’87. NÆRINGARGII.DI; MINNAENII® ÞESSIR ERU ÚR HREINU 0

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.