Morgunblaðið - 02.04.1987, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 02.04.1987, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987 Að vilja breyta eftirHöllu Eiríksdóttur Að undanfömu hefur hlutdeild kvenna í stjórnmálum verið til um- ræðu. Sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Konur á kvennalista telja að sterkasta staða konunnar sé stjómmálaflokkur skipaður konum eingöngu. Á þann hátt verði hags- munir kvenna best tryggðir. í skrifum þeirra kemur m.a. fram að þær einar setji málefni kvenna í öndvegi, samstillt aðgerð kvenna byggð á reynslu þeirra. Jafnframt geta þær þess að konum sé stillt upp á framboðslista annarra flokka aðeins sem sýnishom af tegundinni. Ámælisverð vinnubrögð Þessi tvö dæmi bera vott um vanþóknun og aðför að konum í öðmm stjómmálaflokkum. Nýstimi sjálfstæðismanna í Reykjavík, Sól- veig Pétursdóttir, notar sömu aðferð í grein í Morgunblaðinu ný- verið. Þar beinir hún spjótum sínum einungis að kvenframbjóðendum annarra flokka. Þessi vinnubrögð em ámælisverð. Endanleg markmið ættu allir að vera sammála um, þ.e. „að jafna hlutdeild karla og kvenna í stjóm- sýslu og ákvarðanatöku í þjóðfélag- inu“. í stað þess að hnýta sérstaklega í konur innan stjóm- málaflokkanna á að fagna hveiju nýju andliti. Valið er í höndum kvenna — afstöðuleysi og firring í anda Rósu Ingólfs eða virk þátttaka í stjómmálum. Skammsýni Með jafnréttislögum er tryggð lagaleg forsenda þess að áhrifa kvenna gæti. Afstaða kvennalistans er athyglisverð þar sem þær segja að nýju lögin séu harla lítil bót á aðstæðum kvenna í íslensku þjóð- félagi og málið hafi verið svæft með úttekt á aðstæðum kvenna í könnun. Þetta er afstaða sem ein- kennist af skammsýni. Framsóknarkonur Konur í Framsóknarflokknum tóku þátt í prófkjöri á jafnréttis- grunni og starfa nú af fullum krafti í kosningabaráttunni með körlun- um. Þær em margar hveijar í íorsvari fýrir flokkinn og eiga frum- kvæði að stefnumörkun í ýmsum málaflokkum. Besta dæmið er kosn- ing Rannveigar Þorsteinsdóttur lögfræðings sem vann fyrsta þing- sæti Framsóknarflokksins í Reykjavík árið 1949. Á sama tíma var hún formaður margra kvenna- samtaka. Sigrún Magnúsdóttir fulltrúi Framsóknarflokksins í borgarstjóm Reykjavíkur heldur uppi þróttmiklu andófi gegn einræðishrammi íhaldsins í borgarmálum. Valgerður Sverrisdóttir frá Norð- urlandi eystra er verðugur fulltrúi þeirra Norðanmanna og á eftir að láta að sér kveða jafnt í baráttumál- Halla Eiríksdóttir „Konur í Framsóknar- flokknum tóku þátt í prófkjöri á jafnréttis- grunni og starfa nó af fullum krafti í kosn- ingabaráttunni með körlunum. “ um kvenna sem annarra. Fleiri konur eiga möguleika á þingsetu fái Framsóknarflokkurinn byr í kosningunum. Baráttumál Framsókn- arflokksins Á nýafstöðnum aðalfundi mið- stjómar Framsóknarflokksins sem haldinn var á Selfossi voru tekin saman baráttumál flokksins fyrir næsta kjörtímabil. Varðandi félags- og fjölskyldumál skal það undir- strikað að flokkurinn hefur komið til leiðar miklum umbótum á síðasta kjörtímabili og hæst ber þar vita- skuld nýtt og róttækt húsnæðis- lánakerfi sem gerir flestum íslendingum kleift að eignast eigið húsnæði. Af mörgum baráttumál- um flokksins vil ég sérstaklega nefna: ★ að staðið verði vörð um þetta nýja húsnæðislánakerfí, ★ að dregið verði úr miðstýringu en hagkvæmni beitt í rekstri heil- brigðiskerfísins, ★ að mótuð verði opinber mann- eldis- og neyslustefna, ★ að launakerfi ríkisstarfsmanna verði endurskipulagt frá grunni, ★ að jafnaður verði aðgangur allra að heilsugæslu, ★ komið verði á launajafnrétti kynjanna, ★ að haldið skuli uppi blómlegu tónlistar- og leiklistarstarfí. Þessi mál eru hluti af þeim bar- áttumálum sem fulltrúar flokksins beijast fyrir án tillits til þess hvort þeir eru karlar eða konur. Berjumst málefnalega Ég hvet konur til að láta af allri niðurrifsstarfsemi gagnvart kyn- systrum sínum og halda sér á málefnalegum grunni. Eitt er að beina spjótum sínum að stefnum ákveðinna flokka, annað er að beina þeim eingöngu að ákveðnu kyni. Höfundur skipar 4. sæti lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. * * ♦ ♦ Brids Arnór Ragnarsson Taf 1- og brids- klúbburinn Fimmtudaginn 26. mars var næstsíðasta kvöldið í aðaltvímenn- ingi klúbbsins. Staðan eftir 19 umferðir af 25 er þessi: Ami Már Bjömsson — Guðmundur Grétarsson 167 Sæmundur Knútsson spilaði fyrir G.G. Ingólfur Böðvarsson - Jón Steinar Ingólfsson 157 Þórður Jónsson - Ragnar Bjömsson 136 Gunnlaugur Óskarsson — Sigurður Steingrímsson 105 Kristján Blöndal — ValgarðBlöndal 85 Gísli Tryggvason - Guðlaugur Nielssen 75 Siguijón Helgason - Gunnar Karlsson 48 Fimmtudaginn 2. apríl lýkur keppninni en 9. apríl verður loka- spilakvöld klúbbsins, einskvölds- tvímenningur með bókaverðlaun- um. svo verður einnig krýndur stigameistari TBK ’86—’87. NÆRINGARGII.DI; MINNAENII® ÞESSIR ERU ÚR HREINU 0
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.