Morgunblaðið - 02.04.1987, Síða 29

Morgunblaðið - 02.04.1987, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987 29 Gjörningaveður,for- dæðuskapur, — eða hvað? eftir Kjartan Ragnars Tómas Guðmundsson skáld og Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur grófu upp margvíslegan fróðleik, fornan og nýjan, og skráðu á bækur sem komu út öðru hverju á síðari árum. Þættir þeirra félaga voru þekki- lega úr garði gerðir, enda málfar með ágætum, svo sem vænta mátti; auk þess voru sagnir af ýmsum toga, margar fróðlegar og heillandi, einkum ævisögur merkra manna sem settu svip á samtíð sína. En með þáttum þessum slæddust því miður nokkrar sagnir sem máttu kyrrar liggja, — um ógæfufólk sem brotið hafði leikreglur samfélagsins og ratað í þungar raunir. Tómas rifjaði t.d. upp harmsögu sem gerðist á Langanesi skömmu fyrir síðustu aldamót, og var þá enn í minni elstu manna. En nóg var ekki að gert, og nú hefur kunnur rithöfundur gefið út bók um þennan sama atburð; lætur hann raunar ekki staðar numið á þeim vett- vangi, heldur bætir hann við sögu sína annarri voveiflegri harmsögu sem gerðist um svipað leyti og í sömu sýslu. Og enn er vegið í sama knérunn, enda þótt við hæfi að semja leikrit um harmsögu konunn- ar á Langanesi og útvarpa því landslýð til afþreyingar. — Var og óspart mælt fyrir iðju þessari á veg- um fjölmiðla. I fræðum þessum er hvergi dreg- ið af, öðru nær, — atburðimir eru raktir af nákvæmni og frásögn auk þess drýgð með æsilegum þjóð- sagnablæ, svo sem jafnan vill verða þegar váleg tíðindi fljúga um héröð. — Því er engu skeytt að þessi kona á marga niðja á lífi, bamaböm og börn þeirra. Dóttir hennar, fædd 1888, andaðist fyrir örfáum ámm; hún átti mörg böm sem em flest á lífi. Svipuðu máli gegnir um hina harmsöguna sem áður var getið; enn em á lífi náin ættmenni ógæfu- manns sem átti þar hlut að máli. Þótt mál þessi séu á engan hátt skyld mér, þá þekki ég sumt af þessu fólki og hef orðið þess var að því sárnar þetta athæfí gagnvart nánum ættingjum, látnum. Saga þjóðarinnar geymir ýmis- legt annað og geðþekkara sem rithöfundar mættu brjóta til mergj- ar, fremur en að velta sér, samtíð sinni og framtíð upp úr ógæfu lát- Kjartan Ragnars „Hví mega umkomulaus olnbogabörn lífs og dauða ekki hvíla í friði, og niðjar þeirra og náin ættmenni lifa lífi sínu án áreitni?“ inna manna sem ólu aldur sinn við miskunnarlaust harðrétti er mark- aði lífsbaráttu genginna kynslóða. Hví mega umkomulaus olnboga- böm lífs og dauða ekki hvíla í friði, og niðjar þeirra og náin ættmenni lifa lífi sínu án áreitni? Höfundur er hæstaréttarlögmað- ur og fyrrverandi sendifulltrúi. MALLORKA ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VELJA .KLASSA' HÓTEL Mll BJÓÐA UPP Á BETRIAÐBIÍNAÐ Atlantik býður viðskiptavinum sinum upp á bestu gistiaðstöðu sem hægt er að fá á Mallorka. Það eru íbúðahótelin góðkunnu í Royal-hótelhringnum. Hótelin eru vel staðsett og bjóða gestum sínum góðan aðbúnað og fullkomna aðstöðu, svo sem sundlaugar, sólbekki, bari, matsali og fleira sem gera þessi hótel svo sérstök, en hvert þeirra hefur sín persónulegu einkenni og sérstöðu. Spyrjið þá sem gist hafa hótelin, þeir vita hvað við tölum um. ATLANTIK, VILL ÞÉR VEL Ferðaskrifstofa. Iðnaðarhúsinu. Hallveigarstig 1 símar 28388 og 28580 íslenskar Brrruður! - því það er stutt úr bökunarofnunum okkar á borðíð tíl þín.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.