Morgunblaðið - 02.04.1987, Síða 35

Morgunblaðið - 02.04.1987, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987 35 Jóhannes Páll páfi: Kirkjan í Chile láti mannrétt- indi til sín taka Montevideo, Reuter, AP. JÓHANNES Páll páfi II hvatti í gær Chilebúa til að taka virkan þátt í því að koma breytingum á i landi sínu í þágu mannréttinda og frelsis. Jafnframt sagði páfinn, að það væri hlutverk kirkjunnar að láta málefni eins og réttlæti og mannréttindi til sín taka, eins og hún hefði gert á Filippseyjum áður en Ferdinand Marcos var rekinn frá völdum þar. „í Chile er vissulega stjómkerfi nú, sem byggir á einræði," sagði páfinn við fréttamenn, sem vom með honum í flugferðinni frá Róm til Úruguay. „En þetta stjórkerfi er samkvæmt sinni eigin skilgreiningu tímabundið." Því væri ekki unnt að bera það saman við lönd Austur- Evrópu, þrátt fyrir einræðisstjórn Augusto Pinochets hershöfðingja. í löndum Austur-Evrópu er „engin vonarglæta" í þá vem, að einræðis- stjórnir láti af völdum, sagði páfinn. Hann hvatti jafnframt kaþólska menn í Chile til að halda áfram barát- tunni fyrir auknum mannréttindum þar. Reuter LÖGREGLANILONDON HJOLAR A NY Tilkynnt hefur verið í London, að lögregluþjón- ar þar muni á ný fara að nota reiðhjól til þess að komast um borgina, en þann farkost hafa þeir ekki notað í vinnu sinni þar frá árinu 1965. Mynd þessi var tekin í gær, er tveir vaskir lög- regluþjónar sýndu hve hratt má komast á reiðhjólum. Aðal rökin fyrir því að innleiða reið- lijólin aftur eru þau, að með því muni lögreglu- menn hafa betri og nánari samskipti við íbúana á hverjum stað fyrir sig í hinum ýmsu hverfum heimsborgarinnar. Neytendasamtök Evrópu ákæra hollensk flugfélög Frá Eggerti H. Kjartanssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Hollandi. NEYTENDASAMTOK Evrópu (CCE) hafa ákveðið að kæra hol- lensku flugfélögin KLM, Martina- ir, Air Holland og Transavia fyrir Evrópuráðinu í Brtissel fyrir óleyfilega hringamyndun. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Sljórnmál og sagnfræði stangast á: Gaf Lenin Finnum sjálfstæði? Helsinki, frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunbiaðsins. ÞAÐ ER ekki bara í Sovétríkjun- um sem menn eru teknir að gagnrýna hefðbundnar skýring- ar og skoðanir á sögu Sovétríkj- anna og Rússlands. I Finnlandi eru menn farnir að velta fyrir sér hvort það sé starf sagnfræð- inga eða stjórnmálamanna að túlka „sögulegar staðreyndir" um samskipti við Sovétmenn. Góð samskipti Finna við Sovét- menn eftir seinni heimsstytjöldina, einkum á valdatíma Kekkonens for- seta, hafa byggst á að undirstrika hve einhuga stjórnir landanna hafa verið um stöðu Finnlands. Fyrir rúmri viku varði maður að nafni Eino Ketola doktorsritgerð í sagnfræði við Helsinki-háskóla. Helsta kenning hans er sú, að Finnar eigi ekki rússneska bylting- armanninum Lenin að þakka að Finnar hlutu sjálfstæði 1917. Það var einkum Kekkonen forseti sern ítrekaði þráfaldlega hve mikilvægur Lenin hefði verið í sjálfstæðisbar- áttu Finna. Sendiherra Sovétríkjanna var fljótur að mótmæla Ketola. Sam- kvæmt sendiherranum hafa Sovét- menn, þar með talinn Lenin á sínum tíma, alltaf stutt sjálfstæði Finna. V.M. Sobolev sendiherra sagði í finnska sjónvarpinu á miðvikudegi fyrir viku að alltaf væri gaman þegar sagnfræðingar grúskuðu í gömlum skræðum, en ekki mætti gleyma sannleikanum. „Sannleikur- inn“ er í augum Sovétmanna sá að rússneskir byltingarsinnar voru fús- ir til að gefa öllum smáþjóðum í ríki fyrrum Rússakeisara sjálfstæði. Á dögum Kekkonens forseta réði ríkjum í stjórnmálasamstarfi Finna og Sovétmanna kenning um að Lenin (og ráðstjórn hans) hefði ve- rið ánægður með að Finnland skyldi öðlast sjálfstæði. Þessi kenning byggðist á þeirri staðreynd að bylt- ingarstjórnin í Rússlandi var meðal fyrstu erlendu ríkisstjórna sem við- urkenndu sjálfstæði Finnlands. Hins vegar var á dögum Kekkonens búið að gleyma því að stefna Lenins fól í sér að gefa smáþjóðunum sjálf- stæði til þess að þær gætu gert byltingu og síðan sameinast sam- bandsríki öreiganna, þ.e.a.s. Rúss- landi. Nokkuð mörg svæði, sem voru undir stjórn Rússakeisara, voru innlimuð í Sovétríkin eftir borgarastyrjöldina og ennþá fleiri eftir seinni heimsstyijöld. Eino Ketola segir í sinni doktors- ritgerð að stefna Lenins hafi verið að láta fínnska kommúnista um að gera byltingu heima fyrir og sam- einast svo Sovétríkjunum þegar allt væri afstaðið. Finnskir sósíalistar gerðu uppreisn í febrúar 1918 en bylting þeirra mistókst og úr henni varð blóðug borgarastyijöld þar sem byltingarstjórnin í Rússlandi aðstoðaði svokallaða rauðliða og Þjóðvetjar komu til liðs við stjórnar- herinn, hvítliða. neytendasamtök Hollands (Konsu- menten Kontact) héldu í Haag. Samkvæmt upplýsingum fram- kvæmdastjóra hollensku neytenda- samtakanna, hr. B. Donia, viðurkenridi Evenhuis undirráðherra í viðskiptaráðuneytinu að í öílu falli hefðu Transavia, Air Holland og Martinair komið sér saman um verð- myndun á ákveðnum flugleiðum og í leiguflugi. Slíkt er brot á lögum varðandi fijálsa samkeppni innan Evrópubandalagsins og getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir flugfélög- in ef rétt reynist. Hvað KLM viðkemur neitaði Even- huis að fullyrða að það flugfélag væri með i spilinu. Viðskiptaráðuney- tið viðurkenndi að um ákveðna „fylgni" væri að ræða í verðmyndun fyrirtækjanna, en sagði þó að það þyrfti ekki að vera brot á lögum varðandi fijálsa samkeppni. Nú þeg- ar ljóst er að samkeppnin innan EB á hinum ýmsum flugleiðum mun aukast og að samgöngumálaráð- herrar landanna munu smátt og smátt veita flugfélögunum aukið frelsi til verðmyndunar er það litið mjög alvarlegum augum í Brússel að flugfélögin skuli stunda verðföls- un og grafa þannig undan fijálsri markaðsstefnu Evrópubandalagsins. aerðarmenn Allt á einum stað. Kaupleigusamningar. Euro og Visa kredit. Skuldabréf. Benco Lágmúla 7, s. 91-84077.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.