Morgunblaðið - 02.04.1987, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 02.04.1987, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987 53 HÁÞRÝSTI- VÖKVAKERFI SérhæfÓ þjónusta. Aóstoóum vió val og uppsetningu hvers konar háþrýstibúnaóar. = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRPANTANIR-ÞJÓNUSTA greinar hafði ég naumast heyrt nefndar fyrr en þama. Og eðlis- fræði, hana kenndi Sigurkarl okkur líka, eftir danskri bók sem var góð svo langt sem hún náði, en Sigur- karl jók við bókina ómældum fróðleiksskömmtun. í öllum þessum greinum lauk hann upp fyrir okkur dýrlegum heimi rökvíslegra vísinda. Aldrei hef ég haft annað eins jmdi af nokkru námi. Ég hlakkaði til í hvert skipti sem Sigurkarl birtist í dyranum. Hann smeygði sér úr jakkanum með sínu hóglátlega fasi, hengdi hann á stólbakið, gekk að töflunni, greip krítarmolann og byijaði að skrifa eða teikna með fimu handbragði. Allt rann inn í mann viðstöðulaust og greyptist í minni, allt sem hann sýndi á skóla- töflunni eða skýrði með sinni kliðmjúku rödd. Eg held að hann hefði getað gert úr mér stærð- fræðing og jafnvel eðlisfræðing ef það hefði átt fyrir mér að liggja — og þá raunar hverjum nemanda sem vera skyldi. Hann var brautryðjandi við skól- ann gamla í alþýðlegu viðmóti og viðhorfi til nemenda. Hann þúaði okkur strax sem þá var fremur óvenjulegt af menntaskólakennara og sakir nýlundunnar færði það okkur sjálfkrafa nær honum. Ég lái honum ekki þótt hann væri stund- um þreytulegur síðar meir, þegar hann var að tosa mér og bekkjar- systkinum mínum gegnum stærð- fræðina í máladeildinni. Þá hafði námsefnið ekki sama ferskleik sem á vormánuðum 1939, og málafólkið gekk með þá grillu að það gæti ekki lært stærðfræði — eða vildi ekki gera það. En alltaf var Sigur- karl vinur okkar og félagi, þreytti kúluvarp með strákunum í ftnmínút- um og ók með okkur austur f Skólasel þar sem hann skemmti okkur með kveðskap sínum. Hann er sem þjóð veit snjall hagyrðingur og margar stökur hans landfleygar. Ég held að mér þyki einna skemmti- legust stafsetningarvísa hans, af því að hún er svo dýrleg skopstæl- ing á æfingum þeim sem við voram látin glíma við í menntaskólanunu Sá er ekki ónýtur í stafsetningu sem kann að skrifa hana rétt: Yxu víur ef ég hnigi og önd mín stigi í himininn, fyrir þvi að það er lygi að Þráinn flygi á Skarphéðin. Nú hef ég lært réttritun til nokk- urrar hlítar, en týnt að mestu þeim stærðfræðum sem Sigurkarl kenndi mér ungum, og fundir okkar hafa stijálast eftir að námi lauk í menntaskólanum. Þess er heldur engin von að Sigurkarl hafi dagleg skipti við allan þann skara fólks senv hann hefur kennt á langri starfs- ævi, en ekki er trútt um að ég öfundi þá sem verið hafa í nánu samneyti við hann. Og ég veit að hann hefur sjálfur verið sæll af hjónabandi sínu og mörgum þjóð- nýtum niðjum og venslamönnum. Þessum fáu orðum var ekki ætlað segja neina ævisögu. Þau eiga að- eins að flytja þakkir og árnaðar- óskir 'frá öldraðum skólasveini til handa ungum lærimeistara og vini. Megi ævikvöld hans verða milt og bjart. Jónas Kristjánsson Vökvamótorar Afmæiiskveðja: Signrkarl Stefánsson fv. menntaskólakennari Einn bjartan síðvetrardag fyrir nær fimm tugum ára safnaðist hóp- ur ungmenna í skólastofu í gamla Menntaskólanum í Reykjavík. Þarna skyldi hefjast námskeið til að kenna okkur að taka próf upp í þriðja bekk skólans. Mágur minn og fóstri, Sigurður Thorlacius skólastjóri, hafði komið mér fyrir á þessu námskeiði, og skyldi ég hefja það sem mundi kallað „framhalds- nám“. Þetta var mín fyrsta ferð út í veröldina, ég var dauðfeiminn og þorði naumast að líta upp. Hnipraði mig saman á stól við hliðina á strák sem mér sýndist heldur í mein- lausara lagi. Einn af kennuram skólans kom inn og kannaði liðið, hæglátur maður og svo góðlegur að mér varð strax nokkra hug- hægra. Strákurinn við hlið mér reyndist heita Þráinn Löve. Og kennarinn var Sigurkarl Stefánsson sem er hálfníræður í dag. Á námskeiði þessu kenndu mest- megnis hinir „gömlu." kennarar skólans, geystust jrfir námsefni tveggja til þriggja ára á þremur mánuðum. Aldrei hef ég numið svo mikið nám á jafn skömmum tíma. Ekki tjáði annað en duga eða drep- ast, fyrir mig og ýmsa aðra sem þama voru saman komnir. Og kenn- aramir vissu hvers með þurfti, en aðferðir þeirra vora misjafnar. Sumir reyndu að troða í okkur fróð- leiknum, aðrir höfðu heldur þá aðferð fjármanna að láta skepnum- ar sækja í fóðrið. Ég hafði sama sem ekkert lært í ensku áður en þama kom, enda frammistaðan eft- ir því. „Þér þama litli strákur," urraði Bogi gamli. „Yður væri nú nær að snúa heim til föðurhúsa og moka flórinn!" Þegar mágur minn spurði Boga um horfur á því að ég næði prófinu, taldi hann ekki blása byrlega ef kunnáttan í öðram grein- um væri viðlíka sem í enskunni. Á prófinu þóttist ég fá góða einkunn í ensku og fóstri minn varð forviða. En seinna skildi ég að blessaður karlinn hann Bogi hafði bara gefið mér þessa góða einkunn í ensku til að hjálpa mér áfram á námsbraut- inni. Það var vissara, ef þar færa aðrar greinar eftir! Én ég er jafn hreykinn af einkunninni eftir sem áður. Sigurkarl hafði aðra aðferð við kennsluna og hún var engu síður áhrifarík. Hann laðaði okkur að námsefninu. Nú skyldum við læra algebra og geómetríu — sem Sigur- karl gaf heitið rúmfræði, en þessar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.