Morgunblaðið - 02.04.1987, Qupperneq 71

Morgunblaðið - 02.04.1987, Qupperneq 71
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1987 71 Þessir hringdu .. Hugsa ekki um okkarhag Flensborgari hringdi: Kennaramir sögðu í upphafi verkfallsins að þeir myndu ekki auka kennslu eftir verkfallið eins og þeir gerðu eftir síðasta verk- fall. Þetta sýnir þá virkilega í réttu ljósi. Þeir þykjast hugsa um okkar hag en fara síðan svona með okk- ur. Það er ríkið sem ákveður kauptaxta þeirra — ekki nemend- ur. Þeir nota okkur sem vopn. Eigum við sem nemendur að styðja svona menn? Að mínu mati nei. Þeir hugsa ekki um okkar hag og af hverju ættum við þá að hugsa um þeirra hag. Skrýtin frétta- mennska Vinnufélagar á Landsspítalan- um hringdu: Er ekki eitthvað athugarvert við fréttamennsku okkar Islend- inga? Á meðan þjóðin stendur frammi fyrir þeim vanda að þús- undir bama og unglinga komast ekki áfram í námi sínu vegna kennaraverkfalls og sjúkrahús- starfsemi er hálflömuð vegna kjaradeilna þá em fjölmiðlar fullir frétta af peningamálum Alberts og heimkomu Helenar. Væri ekki nær að gera brýnni vandamálum betri skil? Kunnum ekki að meta þessa framkomu H.J. hringdi: Ég er alveg hissa á Albert Guðmundssyni ef hann lætur sér detta í hug að fara í framboð fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn þar sem hann og hans fólk linnir ekki lát- um við að úthúða flokknum og forystumönnum hans. Við al- mennir sjálfstæðismenn kunnum ekki að meta þess konar fram- komu af manni sem vill leiða flokkin í kosningum. Hann og dóttir hans ættu að gæta tungu sinnar betur. Og hvemig er með hinn sk. hulduher? Er það sjálf- stæðisfólk? Því var lýst yfir af mönnum þar á bæ að um 3000 manns hefðu ekki kosið flokkinn þá vegna óánægju svo þetta virð- ist vera heldur óstöðugt fylgi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Tapaði gullarmbandi Guðrún hringdi: Ég tapaði gullarmbandi sl. sunnudag einhversstaðar á leið- inni frá Hótel Sögu upp á Baldurs- götu, þaðan niður á Umferðarmið- stöð og svo með Heijólfi til Vestmannaeyja. Finnandi vinsam- legast hafí samband í síma 26823 eða 98-1679. Ingvi Hrafn frekar leiðinlegur 3169-4917 hringdi: Mér finnst Ingvi Hrafn vera frekar leiðinlegur fréttamaður. Hann bæði stamar og talar ógreinilega. Þekkjum ekki fólkið Sveinn Sveinsson og fjölskylda, Miðbraut 11 hringdu: Við höfum fengið jólakveðjúr síðasliðin þijú jól frá fjölskyldu sem við áttum okkur ekki á hver er. Fyrst kom mynd af lítilli stúlku u.þ.b. tveggja ára, sem því miður er týnd, og var tekin í stofu á heimili. Undir jólakvejuna skrifa Betsý, Halli, Randí, Elías og Guð- björg. Við vitum ekki hvar þetta fólk á heima en póststimpillinn á umslaginu er Reykjavík. Síminn okkar er 97-3165 og ef fólkið vill hringja þá mundi allt skýrast. Það er óvenjulegt að fá ár eftir ár kveðju og vita ekki hvaðan hún kemur. Þar af leiðandi ekkert svar frá okkur. Það sem höfðingjarnir hafast að M.H. hringdi: Mikið hefur gengið á hjá fjöl- miðlamönnum vegna hins sk. Albertsmáls. Sjónvarpsdagskráin fór úr skorðum kvöld nokkurt þegar Albert sat fyrir svörum. Fréttaljósmyndari var laminn af þessum fyrrverandi ráðherra svo hann hlaut slæm meiðsl. Sami fyrrverandi ráðherra er sakaður um svik og siðleysi í peningamál- um. Hann varði málstað sinn og sagði að slíkt væri „almennar við- skiptavenjur" og hulduherinn fær varla vatni haldið af aðdáun. Þor- steinn ráðherra og aðrir stjómar- herrar tala um að skattsvik og svoleiðis sé siðleysi. Þeir segja að siðgæði sé nauðsyn. En ýmsir afkomendur víkinganna lýsa frati á siðgæðisboðskap Þorsteins og félaga. Til dæmis sagði skörung- leg kona í Morgunblaðinu að hún væri á móti nýju siðgæði enda væru Albert og fjölskylda hans vinir hennar. Til er gamalt máltæki sem hljóðar svona: „Það sem höfðin- gjamir hafast að hinir ætla að sér leyfist það“. Barnauppeldi og nornaseiðir Jóna Sigurðardóttir hringdi: Bjamey Ólafsdóttir skrifar grein í Velvakanda sl. sunnudag þar sem hun talar m.a. um að ekki eigi að níða niður fólk. Ég vil því beina þeirri spumingu til hennar hvað hún sé að gera þeg- ar hún nefnir Ólaf Ragnar Grímsson sem dæmi í greininni? Er hún ekki að að tala þama nið- randi um þessa persónu? Hún vill ekki láta níða niður fólk og á þá ekki að gera það sjálf í sömu greininni. Einnig talar hún um nomaseið og bamauppeldi í sömu andránni. Þó margt misjafn megi segja um uppeldi fólks á bömum sínum þá held ég nú að það sé hæpið að fara að blanda einhveij- um nomaseiðum inn í umræðuna. Á að kjósa um hunda- haldið? Skúli Helgason, prentari hringdi: Þegar Davíð á sínum tíma kom því í gegn ásamt öðrum að leyft var takmarkað hundahald í Reykjavík, þá mest í þeim til- gangi að manni virtist að bjarga hundatfk frá bráðum bana, sem þáverandi forseti borgarstjómar átti, man ég ekki betur en að skýrt og skorinort hafí verið lof- að, að við næstu borgarstjómar- kosningar yrði kosið um hundahald í Reykjavík. Við þetta var ekki staðið, hefur sennilega gleymst eins og mörg önnur kosn- ingaloforð. Er ekki ætlunin að efna þetta loforð um leið og núver- andi alþingiskosningar fara fram? Sérstaklega með tilliti til þess að hundahald var leyft gegn vilja meirihluta borgarbúa. Tók frakka í misgrip- um Guðrún hringdi: Bóndi minn hefur tekið ein- hversstaðar frakka í misgripum og skilið sinn eftir. Það getur verið að það hafi verið svartir hanskar í frakkanum. Ef einhver kannast við málið er hann beðinn um að hafa samband i síma 33164. Ekkert er auðveldara en að finna fermingar- gjöfina í ár því það er svefnsófi í frískum “stæl“ litum. Mllo-sófinn Stærð 150 sm á breidd, þægilegt sæti og notalegt rúm. Verð kr. 18.850.- Útborgun 5.000.- Rest á 6 mán. Litir: Blár/svartur og rauður svartur. i r-t '53 Pax-sófinn er 190 sm á lengd og 160 sm breiður útsleginn. Pax er þægilegur að sitja í með 2 pullum. Verð kr. 29.980.- Útborgun 6.980.- Rest á 8 mán. Litir: Ijósgrátt, Ijósbrúnt, Ijósblátt. Aphrodite-sófinn er reglulegur stálsófi sem kostar kr. 27.680.- Útborgun kr. 6.000.- Rest á 7 mán. ViA bjóAum yAur stœrstu húsgagnaútstillingu landsins. Geysilegt úrval á hagstœAu verAi með góAum afborgun arkjörum. ViA tökum greiAslukortin sem útborgun og staAgreiAslu. húsgagna4iöllín REYIUAVlK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.