Morgunblaðið - 23.05.1987, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 23.05.1987, Qupperneq 1
72 SÍÐUR OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 115. tbl. 75.árg.____________________________________LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Norska stjórnin: Hvatt til endurmats á afstöðunni til EB Ósló, Reuter. NORSKA stjórnin hefur hvatt til nýrra umræðna á þingi og meðal þjóðarinnar allrar um tengslin við Evrópubandalagið. Hafa Norðmenn miklar áhyggjur af, að áætlanir um innri markað EB-ríkjanna verði þegar fram Kennedy í Póllandi Varsjá, Reuter. EDWARD Kennedy öldungadeild- arþingmaður kom í gær til Pól- lands til að afhenda þar tveimur andófsmönnum viðurkenningu fyrir starf þeirra að mannréttinda- málum. Viðurkenninguna, sem kennd er við Robert heitinn Kennedy, hljóta þeir Adam Michnik, kunnur andófs- maður í Póllandi, og Zbigniew Bujak, einn af leiðtogum neðanjarðarhreyf- ingar Samstöðu. Ætlaði Kennedy að afhenda hana í desember sl. en þá vildu pólsk stjómvöld ekki fá hann til landsins. líða stundir til að einangra þá frá mikilvægum mörkuðum í sumum landanna. Haft er eftir heimildum innan norsku stjórnarinnar, að með skýrslu, sem utanríkisráðuneytið sendi þinginu í gær, hafi verið stig- ið „fyrsta, ákveðna skrefið" í átt til endurskoðunar á sambandi Nor- egs og EB ■ „Hér er um að ræða nýtt og raunsætt mat, sem almenningur, stjórnmálamenn og fjölmiðlar geta stuðst við í umræðunni um þetta mál,“ sagði Thorvald Stoltenberg, utanríkisráðerra á blaðamanna- fundi í gær. Ahyggjur Norðmanna snúast um þær áætlanir EB að eftir 1992 verði komið á innri markaði í EB-ríkjun- um, þ.e.a.s., að þau verði öll einn markaður og engir tollmúrar á milli aðildarlandanna. Ríki utan banda- lagsins ættu um leið erfiðara með það en áður að koma sínum vörum inn á þennan markað, sem tekur til 320 milljóna manna. 65% af út- flutningi Norðmanna fara til EB og þaðan koma 40% innflutnings- ins. Vonlítil barátta við eldana Skógareldarnir í Kína, sem kviknuðu fyrir hálf- um mánuði, geisa enn og fæst ekkert við þá ráðið. Rúmlega 200 manns hafa látið lífið í eldun- um og 50.000 manns misst heimili sin. Myndin er frá Heilongjiang, af fjórum nautgripum, þeim einu, sem eftir eru af stórri hjörð, en að baki eru brunnar rústir samyrkjubús. 600.000 hektar- ar skóglendis eru nú askan ein og í gær var óttast, að miklir skógareldar í Sovétríkjunum breiddust út til Kína. Sjá „Miklir eldar...“ á bls. 35. Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, kvaddi Francois Mitter- rand Frakklandsforseta með handabandi að loknum tveggja daga viðræðum þeirra í París. Að baki þeim stendur Jacques Chirac, for- sætisráðherra Frakklands, en konan á milli þeirra er túlkur. Frakkar styðja tvö- földu núll-lausnina Vestur-þýska stjórnin tilkynnir afstöðu sína 4. júní nk. sem líður afstöðu Vestur-Evrópu- manna. Stokkhólmur: Bjartsýnn á bóluefni viðalnæmi Stokkhólmi, Reuter. EINN þeirra vísindamanna, sem fremstir fara í baráttunni við al- næmið, sagði í gær, að hann hefði sannfærst um það síðasta hálfa mánuðinn, að menn væru á réttri leið með að finna bóluefni við sjúk- dómnum. Robert Gallo, sem starfar við bandarísku krabbameinsstofnunina, sagði í viðtali við sænsku fréttastof- una TT, að vísindamenn væru nú að rannsaka „bóluefnisblöndu", sem vinna ætti bug á veirunni, sem sjúk- dómnum veldur. „Á síðustu tveimur vikum hef ég fengið upplýsingar frá vísindamönn- um um rannsóknir, sem enn hefur ekki verið skýrt frá, en leiða í ljós, svo öruggt sé, að framleitt verður bóluefni við alnæminu," sagði Gallo. Gallo sagði um sínar eigin rann- sóknir, að hann væri að vinna að bóluefni, sem verði fólk við tveimur megingerðum veirunnar og tugum tilbrigða við þær. París, Reuter. FRANCOIS Mitterrand Frakk- landsforseti sagði í gær, að Frakkar settu engin skilyrði fyr- irfram fyrir stuðningi við hugsanlegt samkomulag stór- veldanna um meðaldrægu og skammdrægu eldflaugarnar. Á fréttamannafundi, sem haldinn var eftir tveggja daga fund þeirra Helmuts Kohl, kanslara Vestur- Þýskalands, sagði Mitterrand, að það væri nú undir vestur-þýsku stjóminni komið hvenær Evrópu- þjóðimar kæmu sér saman um sameiginlegt svar við afvopnunar- tillögunum. Innan vestur-þýsku stjómarinnar er ágreiningur um þessi mál, en Kohl ítrekaði að stjómin myndi skýra frá afstöðu sinni 4. júní nk. Mitterrand veik að tvöföldu núll- lausninni svonefndu og sagði, að hún bæri vott um lofsvert frum- kvæði beggja stórveldanna. Sagði hann Frakka mundu geta fallist á hana án skilyrða, en lagði áherslu á að skynsamlegt væri að hefja við- ræður um aðrar vopnagerðir í framhaldi af samningum um eld- flaugamar. Yfirlýsing Mitterrands er ósam- hljóða yfírlýsingum Jacques Chirac forsætisráðherra, en hann hefur áhyggjur af hugsanlegum samning- um og óttast að Vesturlönd verði á eftir berskjölduð fyrir yfirburðum Sovétmanna í hefðbundnum herafla og eiturefnavopnum. Frakklands- forseti er hins vegar mjög valdamik- ill og orð hans vega þyngra en forsætisráðherrans. Leiðtogar vestrænna ríkja stefna að því að móta sameiginlega af- stöðu í afvopnunarmálunum á utanríkisráðherrafundinum í Reykjavík 11. júní nk., en Banda- ríkjastjóm hefur hins vegar gefið í skyn að hún muni ef til vill ganga til samninga við Sovétmenn hvað ftryggisráðstefnan í Vín: Er Sovétstjórnin að draga í land í mannréttindamálum? Vln, Reutcr. TALSMENN bandarísku og bresku sendinefndarinnar á ráðstefnunni um öryggi og samvinnu í Evrópu létu í gær í ljós áhyggjur af, að svo virtist sem afturkippur hefði komið í aðgerðir sovéskra stjórnvalda til að auka mannréttindi í landinu. Warren Zimmermann, formað- ur bandarísku sendinefndarinnar, sagði, að æ færri samviskuföng- um væri sleppt úr haldi, ekkert hefði gengið í tilraunum til að sameina sundraðar fjölskyldur og sendingar vestrænna útvarps- stöðva væru truflaðar sem fyrr. „Ég óttast, að sá vísir að auknu fijálsræði, sem vart varð við fyrir nokkrum mánuðum, sé verulega tekinn að visna," sagði Zimmer- mann á blaðamannafundi í gær. Laurence O’Keeffe, formaður bresku nefndarinnar, sagði á ráð- stefnunni, að Sovétstjómin væri hætt að sleppa samviskuföngum úr fangabúðum og gæti það haft áhrif á niðurstöður ráðstefnu- haldsins. Keeffe kvaðst ekki hafa heimildir fyrir, að fleiri hefðu ver- ið dæmdir eftir hinum alræmdu greinum 70 og 190 í sovésku hegningarlögunum en sagði hins vegar, að hann hefði sannanir fyrir því, að fangar, sem dæmdir höfðu verið eftir lögunum og átti að láta lausa, hefðu verið sendir aftur á sinn fyrri stað í fangabúð- unum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.