Morgunblaðið - 23.05.1987, Side 14

Morgunblaðið - 23.05.1987, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987 AF INNLENDUM VETTVANGI eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Ellefu þúsund fluttu lögheimili 1985: NÁM, ATVINNA OG BÚSETA MYND 3: NÝ STÖRF HJÁ RÍKINU 1974-84 3.000 Árs- verk 2.500 2.000 1.500 1.000 500- - iHHHHlH liiil Landsbyggðin Ei Höfuðborgarsvæðið Mennta- stofnanir Heimild: HAGSTOFA iSLANDS og BYGGÐASTOFNUN Heilbrigðis- Stjórnsýsla þjónusta ríkisins E Aðrar greinar MYND 4: BÚFERLAFLUTNINGAR INNANLANDS Nettóflutnmgar sem hlutfall al íbúafjölda landsbyggðarinnar 1971-85 Heimild: HAGSTOFA ISLANDS. Mun hærra hlutfall ungs fólks, 16 - 25 ára, stundar nám á höfuð- borgarsvæðinu en í strjálbýli. Þannig stundar 65% 18 ára Reyk- víkinga nám á sama tíma (haustið 1985) og 33% Vestfírðinga. Mörkin á milli Reykjavíkur og strjálbýlis eru svo skörp, að þessu leyti, að aðeins 43,5% 18 ára Reyknesinga, utan höfuðborgarsvæðis, stundar fram- haldsnám á þessum tilgreinda tíma, en 63,1% Reyknesinga í nágrenni Reykjavíkur, þ.e.á höfuðborgar- svæðinu. Mismuandi námssókn eftir búsetu skarast við annann veruleika stijál- býlis, svo sem fábreyttni í atvinn- ulífí, smáan hlut í nýjum störfum samfélagsins og fólksflótta til höf- uðborgarsvæðisins. Mismunandi námssókn Námssókn ungs fólks í Reykjavík og nágrannabæjum, sem heyra til Reylqaneslqördæmi, er mjög svipuð. Hlutfall ungra Reykvíkinga, sem nám stunda á þessu aldursskeiði (16 - 25 ára), er að vísu lítið eitt hærra en Reyknesinga á höfuðborgar- svæðinu í flestum tilgreindum árgöngum (en ekki öllum), en mun- ur er lítiil, vex ekki að ráði fyrr en upp úr 22 ára aldrí. Þannig eru 46,9% tvítugra Reyk- víkinga við nám haustið 1985, 44,5% Reyknesinga innan höfuð- borgarsvæðis, 30,0% Reyknesinga utan höfuðborgarsvæðis, 26,5% Vestflrðinga og 25,3% Austfírðinga, svo að dæmi séu tekin. í flóknu samfélagi líðandi stundar er persónubundið nám veigamikill hluti mannréttinda, auk þess sem alhliða þekking og einhverskonar sérhæfing til starfs teljast nánast til óhjákvæmilegra vopna í lífsbar- áttu hvers einstaklings. Fjárfesting í hverskonar menntun þjóðfélagsþegnanna kemur og heild- inni til góða þegar grannt er gáð. Á líðandi stundu og í næstu framtíð munu lífskjör þjóða ekki sízt ráðast af almennri og sérhæfðri menntun og þekkingu. Það er því ekki út í hött að velta fyrir sér ástæðum mismunandi námssóknar eftir bú- setu í landinu. Hvað veldur mismun- andi ásókn í nám? Hvað veldur mismunandi náms- sókn eftir búsetu? Ástæður hafa ekki verið kannaðar ofan í kjölinn, sem væri þó verðugt verkefiii hæfs rannsóknaraðila. Veitum samt fyrir okkur fáeinum líklegum skýringum: * Nám sem sækja þarf í annan landshluta er mun kostnaðarsamara en það sem stunda má úr foreldra- húsum. * Atvinnulíf í byggðarlögum, þar sem frumframleiðsla er ráðandi (sjávarútvegur/landbúnaður), höfð- ar fyrr til ungs fólks; sækir fastar í vinnuafl þess, jafnvel mjög ungs, en þjónustugreinar þéttbýlis. Mis- munandi námssókn Reyknesinga, eftir atvinnugrundvelli byggðar- laga, segir sína sögu hér um. * Foreldrar með ungmenni á framhaldsskólaaldri (menntaskóli/ háskóli) flytja gjaman með eða á eftir bömum sínum úr strjálbýli til höfuðborgarsvæðis. Þetta segir að einhveiju marki til sín í mælingu námssóknar á höfuðborgarsvæðinu. Þrjú af hveijum fjórum nýjum störfum í Reylgavík og Reykjanesi Flytja á námið til fólksins, segir menntamálaráðherra * Langskólagengnir stijálbýlis- menn eiga takmarkaða atvinnu- möguleika í heimahögum. * Almennt viðhorf til sérhæfðrar menntunar, sem áhrif hefur á náms- val ungmenna, kann að vera mismunandi eftir byggðarlögum. Þegar þetta fléttast í samvirk áhrif verður niðurstaðan: mismun- andi námssókn. Ástæðan rekur rætur í ýmsar áttir. Þjóð á faraldsfæti! Umfjöllunarefnið, mismunandi aðsókn að framhaldsnámi, skarast MYND 2: Hvar urðu ný störf til á árunum 1981-84? LANDSBYGGÐIN HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Heimild: VINNUMARKAÐURINN. 1984. við annann vanda stijálbýlis; þjóðlífs-, atvinnulífs- og búsetuþró- un, sem hefur verið stijálbýli í óhag. Lítum fyrst til búsetuþróunar. íslendingar virðast nýjungagjam- ir. Þeir hafa sezt að í flestum heimshomum. Þeir hafa og verið iðnir við búferlaflutninga heimafyr- ir. Dæmi: Árið 1985 fluttu á tólfta þúsund manns lögheimili milli sveit- arfélaga hér á landi: 5,300 manns frá höfuðlxirgarsvæðinu, 6,400 til þess. Á árabilinu 1981-1985 hafa þessir búferlaflutningar verið höfuð- borgarsvæðinu „í hag“ um 4,300 einstaklinga. Þetta samsvarar íbúa- tölu tveggja til þriggja kauptúna eða lítilla kaupstaða. Eins og sjá má á meðfylgjandi tölfu hafa 65% nýrra starfa 1981-1984 orðið til á höfuðborgar- svæðinu og 10% á Suðumesjum. Aðeins fjórðungur nýrra starfa á þessu árabili skiptist milli Suður- lands, Vesturlands, Vestflaróa, Norðurlands og Austurlands. Hlut- deild landsbyggðar í nýjum störfum frá 1980 hefur hvergi nærri nægt til að stuðla að jafnvægi í byggða- þróun. Á árabilinu 1974-1984 fjölgaði ríkisstarfsmönnum um 8,000. Ars- verk hjá ríkinu vóra 22,600 1984. Fjölgun ríkisstarfsmanna var lang örast í heilbrigðiskerfinu. Tvö af hveijum þremur nýjum heilbrigðis- störfum féllu til á höfuðborgarsvæð- inu. Kennuram fjölgaði og veralega á þessum árum. 60% nýrra starfa á þeim vettvangi komu í hlut Stór- Reykjavíkursvæðisins. í stjómsýslu ríkisins var hinsvegar meira jafti- ræði milli landssvæða. Gjörbreyttir þjóðlífs- og atvinnu- hættir, ekki sízt vöxtur þjónustu- greina, sem setja svip á „upplýs- ingaþjóðfélag" líðandi stundar og næstu framtíðar, valda miklu um búseturöskun í landinu. Lands- byggðin á í vök að veijast. Bregðast verður við með markvissum og skipulegum hætti. Það að vopnast menntun og þekkingu á þeim svið- um, er móta framtíðina, er megin- skrefið til að breyta vöm í sókn. Raddir að vestan og norðan Pétur Bjamason, fræðslustjóri á ísafirði, sagði höfundi þessa pistils, að framhaldsnám í stijálbýlum lapdshlutum væri ýmsum erfiðleik- um bundið. Almennt framhaldsnám væri t.d. hvergi að fá í Vestfírðinga- fjórðungi nema á Isafirði. Aðgangur að öldungadeild við menntskólann þar væri takmarkaður að því leyti, að nemendur yrðu að taka allt náms- efni, sem þar væri kennt, ef þeir hyggðu á nám. Iðnskóli væri á Pat- reksfirði, sem búið hafi lengi við fjársvelti, en hafi engu að síður út- skrifað nær alla starfandi iðnaðar- menn á Vestfjörðum. Fræðslustjórinn sagði að lög um jöfnun námskostnaðar hafi verið stórt spor til réttrar áttar, þá sett vóra, en betur þurfi að gera ef duga eigi. „Utgerð" einstaklings í fram- haldsnámi, íjarri heimasveit, kosti hið minnsta eitt hundrað þúsund krónur vetrarlangt, oft meira, en Jöfnunarframlag“ hafi verið frá 10 - 17 þúsund krónur. Pétur taldi lausnina helzt þá, „ef kennaramál leystust", að byggja upp framhaldsnám fram að háskóla- stigi á heimaslóðum, og nefndi héraðsskólana í því sambandi. Efni- viðurinn væri til staðar vestra, nálægt 200 nemendur í hveijum „árgangi". Merk tilraun yrði gerð með tveggja ára framhaldsnám við Núpsskóla á komandi vetri og leitað yrði stuðnings vestfirzkra sveitarfé- laga við það framtak. Þessi mál verða til umræðu á fundi fræðslu- ráðs Vestfjarða nú um helgina og væntanlega á fjórðungsþingi Vest- firðinga í haust. Áskell Einarsson, framkvæmda- stjóri Fjórðungssambands Norð- lendinga, sagði mismunandi námssókn eftir búsetu, sem og „heimtur“ fólks, sem farið hafi úr héraði í langskólanám, á heimaslóð- ir („samanber hafbeit"), ofarlega í huga landsbyggðarfólks. Áskell sagði rætt um tvær leiðir: bætta aðstöðu til framhaldsnáms í einstök- um landshlutum sem og hitt að hækka styrk til jöfnunar á náms- kostnaði, sem væri langt frá raunkostnaði, þann veg að hann yrði virkt stjómtæki til að auka námssókn. Það er fullt eins athug- andi, sagði Áskell, að gera styrki til jöfnunar náms mikilvirkari, svo nemendur eigi þess kost að fara í beztu skólana strax og þurfí ekki að skipta um skóla í miðju fram- haldsnámi. Gæði skóla og kennslu skiptir nemendur miklu, einnig hvað varðar ,jafnrétti til náms“. Áskell sagði aðstöðu stúlkna í stijálbýli, sem hyggðu á nám utan heimasveitar, til tekjuöflunar lakari en pilta. Hann tók og dæmi af heim- ili í byggðarlagi, hvar framhalds- nám er ekki til staðar, með tvo, jafnvel þijá unglinga á framhalds- skólaaldri. Þessir unglingar stæðu mun verr að vígi, hvað framhalds- nám áhrærir, en þeir sem hefðu skólann handan götunnar. Réttur- inn til náms væri ekki hinn sami hjá öllum. „Jafnrétti til náms undirstöðuatriði" Sverrir Hermannsson, mennta- málaráðherra, sagði efnislega þegar þetta mál var borið undir hann: Jafnrétti til náms er undirstöðu- atriði. Ég dreg mjög í efa að við getum með styrkjakerfi einu saman tryggt jafnstöðu til náms sem verð- ugt væri. Það er höfuðatriði að flytja námið út & landsbyggðina . Það er undirstöðuatriði. Þessvegna sæki ég framhaldsmenntun á Akur- eyri eins fast og ég geri. Þeir sem fylgja fram byggðastefnu með mestum árangri með öðram þjóðum, en byggðaröskun segir víða til sín, segja áhrifaríkustu leiðina að flytja námið, þ.e. kennslu í.þeim fræðum sem mestu skipta í samtíð og framtíð, út á landsbyggðina, til fólksins. Þetta er meginmálið í öllum landshlutum, öllum byggðarlögum, sem undir geta risið. (Heimildir: Hagtíðindi, Skýrsla byggðanefndar þingflokkanna o.fl.) VESTFIRÐIR NORÐURLAND VESTRA NORÐURLANDEYSTRA Frávik frá landsmeðaltali Frávik frá landsmeðaltali Frávik frá landsmeöaltali 9.41 |Z‘; -7.0 r 3ára ^ i ara |-j tu -6.2Í jáfa LiM i.T.< -6.3| iz; "Ö'UI lara VESTURLAND Frávik frá landsmeðaltali -5'4f .r/ia'ra —i,e| -7.8—1; SKÓLA- SÓKN EFTIR BÚSETU HAUSTIÐ 1985 REYKJAVIK Frávik frá landsmeðaltali 16 ára 20 ára 24 r araL REYKJANES (Hofuðborgarsvæðið) Frávik frá landsmeðaltali '6| J+4,9 áraL 20 r áraL 24 ára! □+2,8 REYKJANES (Án hofuðborgarsv) Frávik frá landsmeðaltali -9.5f .........Jám 10'9 CZZZZZZZIL11:' 138,7°/o 123,0% % af hverjum árgangi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.