Morgunblaðið - 23.05.1987, Page 17

Morgunblaðið - 23.05.1987, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987 17 Þórbergur Þórðarson trúði á framhaldslíf og hvers kyns dulræn fyrirbrigði eins og kunnugt er. Það geri ég eiginlega ekki núorðið, þó margt varla einleikið hafi fyrir mig borið í seinni tíð. Sérfræðingar mínir á öðrum heimi fullyrða að ég standi í sambandi við astralplanið, en ég slæ sífellt þann vamagla að ég sé kannski bara brjálaður. Nema hvort tveggja sé. Hvað um það. Einn góðviðrisdaginn á þorra, er ég gekk framhjá Bergshúsi á leið heim til mín, kom sjálfur Þórbergur allt í einu í gegn og sagði formála- laust: „Farðu og skoðaðu Bergs- hús“; Og í sömu svipan var eins og mér væri feykt af heljarafli eins og segir í alvöru draugasögum að dyrum hússins. Ég athugaði neðri hæðina og sá að ekki var það gott. Hér réði bissness ríkjum. „Skoðaðu líka Baðstofuna", skipaði Þórberg- ur. Ég fékk leyfi til að fara upp á loft. Og þarna var þá Baðstofan í heilu lagi svo heyra mátti — greini- lega — nið aldanna, skóhljóð tímans, hjartslátt dáinna daga og hvað þetta heitir allt saman sem þeir heyra nú aldrei sem eru í biss- ness. „Þarna sérðu“, sagði Þórberg- ur, sigri hrósandi: „Skrifaðu nú góða grein og hvattu til að Bergs- hús verði varðveitt og ekki rifið“. „Æ, góði láttu ekki alltaf svona," svaraði ég. „Ég veit að þú ert löngu dauður." „Þar skjátlast þér góði,“ sagði Þórbergur stríðnislega. „Ytra hylkið er að vísu orðið að moldu en innra hylkið sem ég skrifaði bækumar með lifir og deyr aldrei. Og hróður minn vex með hveiju ári og hverri öld.“ í þeim töluðum orðum rofnaði sambandið við astral- planið. En það var ekki laust við að ég yrði hissa. Og ég er svo hjá- trúarfullur á mínu lága plani, að ég þori ekki fyrir mitt litla líf að láta þessa áskomn meistarans sem vind um eyru þjóta, mjög minnugur þess hvernig fer fyrir slíkum peyj- um í þjóðsögunum. Og ég efast alls ekki um afdrif þeirra er lifa á svo upphöfnu plani að láta sér ekki segjast þrátt fyrir allt og forherðast í að eyða Bergshúsi. Niðurrifsöflin verður að kveða niður Jæja. Þá hef ég gert hreint fyrir mínum dymm og fer senn að ljúka máli mínu. Ég biðst afsökunar ef hér em einhveijar missagnir. En ýmislegt sem her hefur verið rætt á ekki aðeins við um Bergshús held- ur öll gömlu góðu húsin sem stendur til að uppræta í miðbænum á næst- unni. Einu sinni var meiningin að afmá Torfuna, Gijótaþorpið, Hegn- ingarhúsið og jafnvel húsin í Tjarnargötu. Hefðu þeir glæpir ver- ið framdir hefðu illvirkjarnir aldrei fengið uppreisn æru fyrir dómstól sögunnar. Og það er fullkomlega víst að þeir sem ábyrgir verða fyrir tortímingu húsa eins og Aðalstræti 7 og 16, Austurstræti 8 og 20, Hafnarstræti 21, Lækjargötu 4, 6a, 6b og 8, Kirkjustræti 8—10, Hótel Vík og gamla kvennaskólans við Austurvöll þurfa engar áhyggjur að hafa af orðstír sínum í framtíð- inni. Hann mun aldrei deyja. Hvað er að þessum mönnum? Skilja þeir engin menningarleg rök? Þeir stæra sig af því að þessar fyrirætlanir hafi verið vel kynntar almenningi. Það má rétt vera. Þetta og þetta og þetta héma ætlum við að rífa hvort sem ykkur líkar betur eða verr kæru samborgarar, segja þess- ir niðurrifsmenn á bak við teikni- borðin. Ibúamir fá engu að ráða og eru ekki um neitt spurðir. Ef þetta er ekki valdahroki þá veit ég ekki hvað er valdahroki. Hveijir ráða þessari borg? Eru það ein- hveijir laufdalagosar sem eiga peninga eins og skít en engan innri kúltúr? Eða eru það þeir sem em hér fæddir og uppaldir og hafa haft þessi gömlu hús fyrir augunum frá því þeir muna eftir sér? Reyk- víkingar og aðrir eiga ekki að láta bjóða sér þetta. Torfunni var bjarg- að með almannasamtökum og baráttu og er nú fegursti blettur miðbæjarins. Björgun þessara húsa er nú mál málanna fyrir þjóðina, því Reykjavík er höfuðborg allra landsmanna. Það stríð verður blátt áfram að vinnast ef búandi á að vera áfram í gömlu og góðu borg- inni við sundin. Matareitrunin í Búðardal: Ekki hafa allir komið til vinnu ATVINNULÍF er að komast r eðlilegt horf í Búðardal eftir matareitrunina sem þar kom upp hjá fjölda fólks eftir pá- skana. Að sögn Ólafs Sveinsson- ar, kaupfélagsstjóra hjá Kaupfélagi Hvammsfjarðar, eru flestir þeir sem veiktust orðnir rólfærir, en nokkrir af þeim sem unnu við matvælavinnslu hjá kaupfélaginu hafa enn ekki fengið að snúa til fyrri starfa. Olafur er einn af þeim sem veikt- ist. Hann sagði að margir væru enn slappir, þó tæpur mánuður væri frá því þeir veiktust. Hann sagði að matareitrunin hefði valdið fyrirtækjum og einstaklingum á staðnum miklu tjóni. Sem dæmi nefndi hann að aukakostnaður kaupfélagsins skipti hundruðum þúsunda. Málið gengi svo langt að ferðamenn virtust hræddir við að kaupa sér pylsur í söluskála á staðnum. Höfundur er ríthöfundur. Fallegar i gatóirn Þessa helgi leggjum við sérstaka áhersiu áfjölaerar garðplontur. Mælum meöt.d. Prímul^um, Hiartasteinbrjóti.Fjaöume^Ku Gullhnappi, Fingurbjargarblomi, Alpaf ítli og fleiri tegundum. Eigumætíöfyrirliggjandi garðáburð og mosaeyoi. Komiö í Blómaval. Skoöið plöntuúrvaliö viö góðar aðstæður. Fáið góð ráð hjá fagfolki. Lífrænn áburöur í blómabeð, matjurtagarðaog ágrasflatir. Tilbuinn garðáburöur í 5,10 og 50 kg. pokum. Mosaeyöir (1,5 kg á37,5 m2)- Fagleg þekking, - fegleg Þiónusta K Blómum inZtlora VÍÓa VeröW Gróðurhúsinu við Sigtún: Símar 36770-686340

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.