Morgunblaðið - 23.05.1987, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 23.05.1987, Qupperneq 20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAI 1987 20 f MANNESKJAN f ÖNDVEGI Myndlist Bragi Ásgeirsson Langstærsta og viðamesta sýn- ing myndlistar, sem í gangi er um þessar mundir, er sýning Einars Hákonarsonar í Vestursal Kjar- valsstaða, sem stendur til mánaða- móta. Það eru einmitt tæpir tveir ára- tugir síðan Einar kom fyrst fram á opinberum vettvangi með sýn- ingu í Bogasal þjóðminjasafnsins, sem mikla athygli vakti. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og ótrúleg framþróun átt sér stað, þannig að myndlistarvett- vangurinn er fjölbreyttur — stefn- ur og stílar hafa risið og hnigið eins og gengur, en þó með sífellt meiri hraða. Upplýsingastreymið um myndlistir er orðið miklu meira, en um leið óskipulegra, svo að jafn- vel hinar stærstu sýningar fara hjá garði, án þess að ijölmiðlar veiti þeim tiltakanlega athygli. Það er jafnvel ekki lengur fínt að halda stórar sýningar, er rífa í fólk og krefjast athygli. Hlutirnir skulu vera laufléttir og ljúfir líkt og dægurlag og rétt gára kenndir fólks. Að þessu leyti hefur þróunin orðið öfug við það, sem gerist ytra, þar sem hinir stærri listviðburðir njóta sífellt meiri athygli og vax- andi aðstreymis, en hér er það bíó og bingóið sem gildir og dregur ráðamenn og fólk að líkt og mý á mykjuskán, svo að ætla mætti, að við séum rétt að uppgötva þær list- greinar. Það er víst alveg rétt, að við búum á útskeri, sem er á leið með að verða að gósenlandi lág- menningarinnar og að Hong Kong norðursins. En nóg um það að sinni, því að þetta er listdómur, en ekki almenn- ur myndlistarvettvangur, en ég kryf þetta nánar á næstunni. Fáir, en þó nokkrir halda sínu striki og hugarró í öllum þessum umbrotum en eru þó í stöðugri en hægri gerjun. Einn af þeim verður að telja Einar Hákonarson, sem alveg frá því að hann kom fram hefur lagt rækt við manninn og sálarástand hans í heimi nútíma hremminga og firringa dagsins. Aður leitaði Einar út fyrir land- steinana og í kviku þess, sem þar var að gerast um myndefni, en á síðari árum hefur hann stöðugt orðið innlendari í þessu tilliti, og er það í fullu samræmi við nýjustu viðhorfin í heimslistinni, sem eru þó jafngömul og þau eru ný. Sem sagt að upplifa umhverfi sitt og túlka áhrifin, sem menn verða fyr- ir af því í list sinni, hverju nafni sem hún nefnist og í hvaða stíl, sem hún er framkvæmd. Nútímamaðurinn er að berjast fyrir lífi sínu og þarf að virkja alla krafta sína á heimavígstöðvum, en vera um leið alþjóðlegur og sterk- ur. Taka ekki við boðum frá alþjóðlegu fjármagni í listum, held- ur standa uppréttur og keikur í sjálfsprottinni listsköpun sinni og leiða hugsjónir sínar til sigurs, hvað sem það kostar. Hann biður einungis um að fá að lifa og vinna að list sinni, og það er eini boðlegi lúxusinn, eini raunhæfi draumurinn ... Franski málarinn Chardin sagði eitt sinn: „að vísu notast maður við litina, en maður málar með tilfinning- unni“. Hæfileikar listarinnar til að lifa og dafna er víst ekki sterkari en sú hreinskilni, sem hún er sprottin upp úr, og til að byggja upp hinn lifandi huglæga raun- veruleika, sem er aðal hvers málverks, leitar hann til hráefnis sálarinnar, til hinna ómeðvituðu strauma lifunar og skynjana. Þetta eru alþekkt sannindi og við framsláttinn má bæta, að Einar leitar hins mannlega í gegnum manneskjuna, sem hann notar sem tákn, sem svífur í tímalausu rými líkt og við gerum öll í dag með vá á næsta leiti, ef við fetum ekki einstigið rétt. Einar Hákonarson mætir fersk- ur til leiks á Kjarvalsstöðum og af vinnubrögðunum má ljóslega marka, að hann hefur getað gefið sig allan að málverkinu á síðustu árum. Litirnir í málverkum hans eru dýpri og fyllri, og hann spilar á breiðari litaskala í senn ljósra tóna sem dökkra og dularfullra, sem ekki hafa sést frá litaspjaldi hans áður. Listamaðurinn er tvímælalaust ÞYSKAN, N1PPARTS Það er sama hverrar þjóðar bíllinn er. Við eigum varahlutina. BÍLVANGUR sf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687SOO EIGUMÁ LAGER: KÚPLINGAR, KVEIKJUHLUTI/BREMSUHLUTI, STARTARA, ALTERNATORA, SÍUR, AÐALLJÓS, BENSÍNDÆLUR, ÞURRKUBLÖÐ ofl. KREDITKORTA ÞJÓNUSTA FREMSTIR í VARAHLUTUM AMERÍSKAN BÍL. JAPANSKAN, SÆNSKAN EÐA Kristskirkja: Húsavíkurkór- inn flytur Messu eftir Dvorák Tónlistarfélag Kristskirkju heldur fimmtu tónleika sína á þessu starfsári nk. laugardag kl. 17.00. Verða þeir í Kristskirkju, Landakoti, en félagið er jöfnum höndum með tónleika þar og í safnaðarheimili kaþólskra. Að þessu sinni kemur kór frá Húsavík, Húsavíkurkórinn, og mun hann flytja Messu í D-dúr op. 86 eftir tékkneska tónskáldið An- tonin Dvorák. Með kórnum syngja fjórir einsöngvarar: Margrét Bó- asdóttir sópran, Þuriður Baldurs- dóttir alt, Michael Clarke tenór og Robert Faulkner bassi. Orgel- leikari verður Björn Steinar Sólbergsson og stjórnandi Úlrik Ólason. Dvorák samdi þessa messu árið 1887 og er hún eina verkið sem Dvorák samdi sem er jafn vel fallið til flutnings í guðsþjónustum og á tónleikum. Dvorák samdi einnig Requiem messu og Stabat Mater ásamt ýmsum smærri kirkjuverkum. 4- i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.