Morgunblaðið - 23.05.1987, Page 27

Morgunblaðið - 23.05.1987, Page 27
27 ur- og frystihús reist 1947. Á fyrsta Fjórðungsþingi Austfirðinga, sem haldið var á Seyðisfirði 1943, var samin ítarleg greinargerð um stofn- un kauptúns á Héraði og send ríkisstjórninni. Einnig var skorað á ríkisstjórnina að kaupa hæfilegt land til afnota fyrir þorpsbúa. Þess- ari málaleitan var vel tekið af þáverandi félagsmálaráðherra, Birni Þórðarsyni, sem fól Skipu- lagsnefnd ríkisins að fjalla um það á þann hátt sem farið var fram á. Á árinu 1944 brann læknisbústað- urinn á Brekku í Fljótsdal, jafn- framt hafði verið læknislaust um alllangt skeið á Hjaltastað á þessum tíma. Þetta ár var því ákveðið að sameina læknishéruðin á Fljótsdals- héraði í Egilsstaðalæknishérað og skyldi læknabústað og sjúkrahúsi valinn staður á miðju Fljótsdals- héraði nálægt Lagarfljótsbrú, en hún var vígð haustið 1905 og þá strax ljóst að við hana yrðu vega- mót. Á þeim árum sem undirbúningur að stofnun kauptúnsins fór fram var þegar byijað að myndast hér þorp. Sjúkrahús var reist 1944. Búvélaverkstæði Steinþórs Eiríks- sonar tók til starfa 1945 og Kaupfélag Héraðsbúa reisti versl- unarhús 1946 og slátur- og frysti- hús 1947. Einstaklingar hófust líka fljótt handa við byggingu íbúðar- húsa, einkum starfsmenn ofantal- inna fyrirtækja og iðnaðarmenn. Fyrsta íbúðarhúsið í Egilsstaða- kauptúni byggði Osvald Nielsen smiður árið 1944. Síðan þá hefur Egilsstaðakauptún vaxið með undraverðum hraða og fólksfjölgun verið ótrúlega ör eins og sést á eftir- farandi tölum um íbúafjölda. Árið 1947 eru íbúar 110. Árið 1950 eru íbúar 140. Árið 1960 eru íbúar 280. Árið 1970 eru íbúar 718. Árið 1980 eru íbúar 1.133. Árið 1986 eru íbúar 1.323. Björn Sveinsson frá Eyvindará. Hann átti sæti í fyrstu hrepps- nefnd Egilsstaða. Verklegar framkvæmdir tóku líka sinn tíma. Þegar ákveðið var að hér skyldi kauptúnið rísa var hér ekki neitt til neins og allt varð að byggja frá grunni. í upphafi kost- aði ríkissjóður hluta af þessum framkvæmdum eins og lögin gerðu ráð fyrir og fjármagn var fyrir hendi. Þetta var einkum á sviði gatnakerfis og lagna um elsta hluta þorpsins. Þá óraði engan fyrir jafn örri uppbyggingu hér og raun hefur orðið á. í upphafi voru menn að tala um lítið sveitaþorp og sam- vinnubúskap. Þá sáu menn ekki fyrir þá miklu fjölgun atvinnutæki- færa sem orðið hafa í þjónustu- greinum allskonar, sagði Björn Sveinsson að lokum. — Björn MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ1987 ...___________ • MIÐ-EVROPA Ertu með? Flug, bdl, sumarhús! Viltu njóta lífsins við fagurt vatn í friðsælu fjallaþorpi þaðan sem stutt er í stórborgarmenninguna? Ertu kannski einn þeirra fjallhressu sem alltaf þurfa að glíma við ný og stærri fjöll og endalaust þurfa að kanna eitthvað nýtt / gamalt? Dreymir þig e.t.v. um að drífa þig á seglbretta- námskeið og skora svo á íslandsmeistarann þegar heim kemur eða liggja á vel völdum vatnsbakka, grilla þig í sólinni og taka þátt í keppninni „Hver er brúnastur"? Ertu sælkerinn sem þýðir ekki að bjóða nema það besta í mat og drykk? Þá eru Biersdorf í Þýskalandi, Walchsee eða Zell am See í Austurríki staðir fyrir þig Þú getur haft bílaleigubíl til umráða og ekið hvert sem þú vilt eða tekið þátt í skipulögðum skoðunar- ferðum með okkar traustu og reyndu fararstjórum. FLUGLEIDIR __fyrir þíg__ Viltu fara þínar eigin leiðir? Sértu einn þeirra ferðavönu eða þeirra sem geta ekki hugsað sér að ferðast eftir fyrirfram gefinni áætlun er það að sjálfsögðu engin spurning hvað þú gerir. Þú hlýtur að velja flug og bfl. Spumingin er bara: Hvar viltu byrja? í Lux, Frankfurt, París eða Salzburg? Það er auðvitað þitt mál en staðreyndin er sú að bílaleigubflarnir í Lux em þeir ódýmstu í Mið-Evrópu. Leiðsögumappan og Mið-Evrópu bæklingurinn Flug, bíll og sumarhús em komin. Komdu við á söluskrifstofum okkar eða ferðaskrifstofunum, fáðu þér eintak og lestu þér til um sumardvalarstaðina okkar í Mið-Evrópu. Dragðu fram gamla landakortið, ræddu málin við Qölskylduna í ró og næði og hringdu svo í okkur. LUXEMBORG: Hug+bfll í 2 vikur frá kr. 11.903 á tnann. SUPER-APEX verð. Miðað við 2 fullorðna og 2 böm, 2ja—11 ára, og bfl í B-flokki. WALCHSEE: Elug±JLbúð.á llgerhQf .í .2 vikur frá kr. ,18.260* á mann. Flogið til Salzburg. ZELL AM SEE: Hug+íbúð í Hagleitner í 2 vikur frá kr. 18.395* Hogið til Salzburg. BIERSDORF: Hug+íbúð í 2 vikur frá kr. 13.321* á mann. Hogið til Luxemborgar. •Medaltalsverd á mann miðad við 2 fullorðna og 2 böm, 2ja—11 ára. Nánari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn um allt land og ferðaskrifstofumar. FLUGLEIÐIR Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Álfabakka 10. Upplýsingasími 25 100

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.