Morgunblaðið - 23.05.1987, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 23.05.1987, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987 Edda Jónsdóttir myndlistarmaður opnar sýningu 1 Gallerí Borg í Austurstræti Morgunblaðið/Sverrir Edda Jónsdóttir myndlistarmaður við uppsetningu sýningar sinnar í Gallerí Borg f Austurstræti. Á bak við hana má sjá ætingar, sem fjalla um samskipti kynjanna. Mikil- vægtað þykja vænt um list „k þessari sýningu er um að ræða þrjú mismunandi viðfangsefni og því ber hún enga sérstaka yfirskrift, en þarna verð ég með rúmlega 20 vatnslitaþrykk og ætingar, sem unnar eru seinni hluta ársins 1986 og á þessu ári,“ sagði Edda Jónsdóttir myndlistarmaður, sem opnar sýningu á verkum sfnum f Gallerí Borg, nýja sýningarsalnum f Austurstræti 10, f dag, laugardag. „Þetta eru abstraktverk, sem túlka mínar eigin hugsanir þannig að það er ef til vill ekki svo auðvelt fyrir mig sjálfa að útlista myndimar fyrir öðrum,“ sagði Edda þegar hún var spurð nánar út í viðfangsefni sín. „Reyndar er ég þeirrar skoðunar að lista- menn eigi yfirleitt ekki að vera að útskýra myndir sínar fyrir öðrum. Með því þröngva þeir sfnum hugmyndum upp á fólk, sem fer þá að reyna að skoða verkin út frá sömu sjónarmiðum og listamaðurinn í staðinn fyr- ir að upplifa þau út frá eigin tilfínningum. Hvað varðar myndimar á þessari sýningu er tiltölulega auðvelt að sjá að vatnslita- þrykkin em af ijöllum, eins konar fjallasvíta. I ætingunum túlka ég hins vegar hugsanir mínar um samskypti kynjanna. Það sjá það kannski ekki allir í fljótu bragði að þetta eiga að vera karl og kona, en það er það í mínum huga. Þessar ætingar eru í raun tvær seríur, en aðra þeirra kalla ég „tvennd" og hina „tvenningu". Þá er ég einnig með ljósmyndaætingar sem ég kalla „Ferða- minni", og þær eru unnar út frá myndum sem ég tók á ferðalagi í Róm. Síðan em tvær ætingar í seríu sem ég kalla „Prinsinn í álögum", sem em eins kona sjálfsmyndir," sagði Edda. Sýningin í Gallerí Borg í Austurstræti er áttunda einkasýning Eddu, en hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga hér- lendis og erlendis. Hún stundaði nám við Myndlistaskólann í Reykjavík, Myndlista- og handíðaskólann og Rfkisakademíuna í Amsterdam, hlaut listamannalaun 1980—1982, starfslaun 1980, dvalarstyrk menningarsjóðs til New York-dvalar 1981 og alþjóðleg verðlaun grafíktvíæringsins í Bradford í Englandi 1982. Edda kvaðst eyða miklum tíma í að njóta listaverka og færi eins mikill tími í það og eigin sköpunarverk. „Ég skoða list annarra með opnum huga og hef ekki síður ástríðu af því en eigin verkum. Að mínum dómi er það mikilvægt fyrir listnjótanda að þykja vænt um listina og það þykir mér. Víðsýni er einnig mjög mikilvæg í þessum efnum þannig að menn bindi sig ekki á ákveðna klafa og hleypi engu öðru að. Þess vegna geri ég mér far um að njóta listarinnar, ekki bara að skapa eigin verk heldur einnig meðtaka það sem aðrir hafa fram að færa," sagði Edda. . Umræður í borgarstjórn um burðarþol bygginga: „Verulegan u gg setur að manni“ Foldaskóli var sú skólabygging, sem ekki var talin fullnægja ýtrustu kröfum um burðarþol í skýrslu Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins. Davíð Oddsson upplýsti það á fundi borgarstjóraar á fimmtu- dag, að í kjölfar ábendinga, hefði skólabyggingin fyrir all nokkru verið styrkt og fullnægði hún nú kröfum um burðarþol, samkvæmt mati Verkfræðistofnunar Háskóla íslands. - sagðiDavíð Oddsson borgar- stjóri NIÐURSTÖÐUR skýrslu Rann- sóknarstof nunar byggingariðn- aðarins um burðarþol bygginga í Reykajvík settu mikinn svip á fund borgarstjórnar síðastliðinn fimmtudag. Borgarfulltrúar voru sammála um alvöru málsins og nauðsyn þess að hert yrði á eftirliti borgaryfirvalda með þvi að reglum um burðarþol sé fram- fylgt. Meirihluti og minnihluti lögðu báðir fram ályktunartillög- ur og var þeim báðum vísað til borgarráðs til nánari umfjöllun- ar. Davíð Oddsson tók fyrstur til máls um þetta mál og mælti fyrir eftirfarandi tillögu meirihluta Sjálf- stæðisflokks um meðferð bygging- armála í Reykjavík: 1. Burðarþolsútreikningar skulu undantekningarlaust lagðir fram með uppdráttum af burðarvirkjum mannvirkja. 2. Byggingarleyfísumsókn til byggingamefndar Reykjavíkur fylgi áritun burðarþolshönnuðar. Áritun þessi felur í sér að burðar- þolshönnuður hafí tekið að sér að hanna burðarvirki mannvirkisins, að hann hafí kynnt sér uppdrættina og treysti sér til þess að hanna burðarvirki mannvirkisins, sem uppfylli kröfur byggingarreglu- gerðar og þeirra staðla, sem við eiga hveiju sinni. 3. Burðarþolshönnun eftirtalinna mannvirkja skal fá sérstaka um- sögn: a) Öll einingarhús. b) Allar opinberar byggingar og veitumannvirki ofanjarðar. c) Öll iðnaðar-, verslunar- og þjónustuhús. Þó getur byggingar- fulltrúi veitt undanþágu frá slíkri umsögn, ef hús eru minni en 300 fermetrar að grunnfleti og eigi hærri en tvær hæðir. d) Allt íbúðarhúsnæði hærra en fjórar hæðir. Ef ástæður eru fyrir hendi að mati byggingarfulltrúa getur hann sent önnur mannvirki en að framan greinir til umsagnar. Um umsagnaraðilana segir í til- lögunni: Byggingarfulltrúi ráði a. m. k. ijóra viðurkennda þolhönnuði sem umsagnaraðila skv. framansögðu. Byggingarfulltrúi ákveður í hveiju tilviki hver verður umsagna- raðili. Verkefni þeirra skal vera að yfír- fara útreikninga og uppdrætti þolhönnuða mannvirkja og gefa byggingarfulltrúa umsögn þar um. Fyrr en sú umsögn liggur fyrir, skal óheimilt að hefja framkvæmdir aðrar en jarðvinnu. Byggingarfulltrúi skal innheimta kostnað sem af þessu aukna eftir- liti hlýst hjá þolhönnuði viðkomandi mannvirkja. Davíð taldi ekki ástæðu til þess að geta þess um hvaða byggingar væri að ræða, að öðru leyti en því, að það væri rétt, sem fram hefði komið í blöðum að ein þeirra væri Foldaskóli í Grafarvogi, enda væri ekki rétt að menn væru með neinar getgátur í því sambandi. „Það er talsvert síðan fram komu athuga- semdir varðandi þolhönnun Folda- skóla og í kjölfar þeirra var byggingin sérstaklegs styrkt." Davíð gat þess að sérlega ríkar kröfur væru gerðar til styrkleika skólabygginga, enda væru þar stað- settir saklausustu borgaramir, sem ekki kynnu að bregðast við ham- förum og Almannavamir beindu þeim borgurum sem yfirgefa þyftu húsnæði sitt í þessar byggingar. „Að mati Verkfræðistofnunar Há- skóla íslands fullnægir skólabygg- ingin nú settum kröfum," sagði Davíð. Siguijón Pétursson (Alþýðu- bandalagi) flutti framsögu fyrir tillögum minnihlutaflokkanna en þær voru svohljóðandi: 1. Á vegum embættis byggingar- fulltrúa verði gerð úttekt á þol- hönnun þeirra húsa, sem nú eru f byggingu í borginni, og allar fram- kvæmdir stöðvaðar, sem ekki uppfylla lög eða reglugerðir. 2. Gengið verði undantekningar- laust eftir því við allar burðarþols- teikningar séu til staðar í vörslu embættis byggingarfulltrúa ásamt tilheyrandi útreikningum á burðar- þoli. 3. Þeir hönnuðir, sem ítrekað sýna vanrækslu eða vankunnáttu, við þolhönnun bygginga, verði sviptir réttindum til að leggja teikn- ingar fyrir byggingamefnd. 4. Embætti byggingarfulltrúa verði tekið til gagngerrar endur- skipulagningar til að koma í veg fyrir sí endurtekna vanrækslu vegna skorts á eftirliti og aðhaldi. 5. Byggingarnefnd verði reglu- lega gefín skýrsla um framvindu mála og borgarráði a. m. k. þrisvar sinnum á ári. Fyrsta yfírlit verði gefíð fyrir 1. júlí n. k. Siguijón tók nokkur dæmi úr skýrslunni og las; „ég hrökk við oftar en einu sinni er ég las þessa skýrslu og er það ljóst að þeir sem bera ábyrgð á gæðunum hafa brugðist og þeir sem áttu hafa eftir- lit með þeim brugðust einnig. Siguijón taldi rétt að bregðast strax við; „vissulega er kostnaður þessu samfara, en betra er að fé í þetta núna, en að grafa fólk úr rústum bygginga." Miklar umræður urðu um þetta mál og voru borgarfulltrúar á einu máli um alvöru málsins og að herða yrði eftirlit borgaryfírvalda. Bjami P. Magnússon (Alþýðuflokki) vakti sérstaklega athygli á ábyrgðarþætti þessa máls; draga yrði þá til ábyrgðar, sem seldu þjónustu sína. Össur Skarphéðinsson (Alþýðu- bandalagi) taldi embætti bygging- arfulltrúa ekki standa sig í stykkinu; „mikið er um fúsk í hönn- un burðarvirkja og eftirlitsskylda embættisins því rík. Fúskaramir leggja líf og limi samborgara sinna í hættu.“ Hilmar Guðlaugsson (Sjálfstæðisflokki) formaður bygg- ingamefndar tók undir áhyggjur borgarfulltrúa og gat þess að hann hefði farið fram á skriflega greinar- gerð byggingarfulltrúa fyrir næsta fund byggingamefndar. Sigrún Magnúsdóttir (Framsóknarflokki) taldi að hér væri ekki um neinar nýjar upplýsingar að ræða og hefðu upplýsingar mátt „leka“ fyrr til borgarstjómar. Samþykkt var samhljóða að vísa báðum tillögunum til borgarráðs og mæltist borgarstjóri til þess að að reynt yrði að vinna það besta úr báðum tillögunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.