Morgunblaðið - 23.05.1987, Síða 55

Morgunblaðið - 23.05.1987, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987 55 Fyrirlestur um frásagnir og tíma PETER Kemp, lektor í heimspeki við Kaupmannahafnarháskóla, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla Islands sunnudaginn 24. maí nk. kl. 15.00 í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn fjallar um kenn- ingar franska heimspekingsins Paul Ricoeurs um frásagnir og tíma sem Sveitakeppni í skák fyrir stúlkur SVEITAKEPPNI grunnskóla í skák fyrir stúlkur verður haldin í fyrsta skipti sunnudaginn 24. maí. Teflt verður í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur á Grens- ásvegi 44 og hefst mótið kl. 14.00. hann setur fram í ritverki sem ný- lega er komið út í þremur bindum, bæði á frönsku og ensku. Peter Kemp er danskur fræði- maður og heimspekingur. Hann hefur birt greinar, meðal annars Sprogets dimensioner (1972), Ung- domsoprorets filosofi (1972), Temaer i nutidens tænkning (1975), Teologi og videnskap (1977) og Henimod et teknologisk demokrati (1980), en það var upp- haflega samið á frönsku í samvinnu við belgískan eðlisfræðing og franskan heimspeking. Hann hefur áður flutt fyrirlestra hér á landi. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum heimill aðgangur. GONGUFERÐ UM KOPA VOGSLAND Laugardaginn 23. . mai Fossvogur Kársnes Brottför 9:00 SVK . B. 10:00 og 11:00 J s Vv ✓’Borgar- / holt \ 1 Fossvogsdalur /V 11:30 SVK . i 10 v,-8h« Xt-— úigranesháls K°Pa\ '°Sur •«> Þingstaður (Kópavogsfundur) vSVK B-10:10 v' y^Kópavogsdalur íþróttavöllur B. 10:00 MorgunblaðiA/ GÓI 1000m i Kort þetta sem fylgdi fréttatilkynningu Náttúruverndarfélags Suðvesturlandsi blaðinu í gær er hér birt aftur vegna mistaka í vinnslu. Mót þetta er liður í að efla áhuga stúlkna á skák. Verðlaun verða veitt þremur efstu sveitunum. _________Brids____________ Arnór Ragnarsson Bridsfélag Breiðholts Sl. þriðjudag var spiluð firma- keppni félagsins. 16 pör tóku þátt í keppninni og var spilaður tvímenn- ingur. Tvö fyrirtæki urðu jöfn að stigum, en Bifreiðaverkstæði Steindórs Ingimundarsonar sigraði í innbirðis viðureign þeirra og telst því sigurvegari. Urslit urðu þessi: Bifreiðaverkstæði Steindórs Ingimundarsonar Steindór Ingimundarson — María Ásmundsdóttir 240 Útvegsbankinn hf., Breiðholti Guðmundur Aronsson — Jóhann Jóelsson 240 Hreyfill sf. Ragnar Ragnarsson — Bergþór Bergþórsson 231 Heimilistæki Jón Björgvinsson — Friðrik Jónsson 231 Hjólasport Eiður Guðjohnsen — Hjálmar Pálsson 225 Globus Kjartan Kristófersson — Helgi Skúlason 210 Næsta þriðjudag, 26. maí, verður síðasta spilakvöld starfsársins og verður spiluð létt rúberta. Þá verða afhent verðlaun fyrir aðalkeppnir vetrarins frá áramótum og eru þeir sem von eiga á verðlaunum sérstak- lega hvattir til að mæta. Spilað er í Gerðubergi kl. 19.30 stundvíslega. Hreyfill — Bæjarleiðir Kristinn Sölvason og Stefán Gunnarsson sigruðu í fimm kvölda tvímenningi sem lokið er hjá bílstjórunum. Þeir félagar fengu alls 639 stig. Helztu keppinautar þeirra voru Jón Sigtryggsson og Skafti Björnsson sem urðu í öðru sæti með 625 stig. Spilað var í tveimur 10 para riðlum og var meðalskor 540. Röð næstu para: Páll Vilhjálmsson — Lilja Halldórsdóttir 599 Daníel Halldórsson — Kristinn Lund 586 Anton Guðjónsson — Jón Sigurðsson 571 Um næstu mánaðamót leggja bflstjórarnir land undir fót og fer 36 manna hópur í keppnisferðalag til Malmö. Spila þeir þar á móti atvinnubflstjóra frá Svíþjóð og Nor- egi. Það vor Hreyfilsmenn sem komu þessari keppni á 1982 og er þetta í 4. sinn sem spilað er. Hing- að til hefur ætíð verið spilað erlendis en væntanlega verða Hreyfílsmenn gestgjafar í næsta hring. Þetta verður vikuferð og er eingöngu spil- aður tvímenningur. Hreyfilsmönn- um hefir gengið mjög vel í þessum keppnum og alltaf borið sigur úr býtum. Ef þú flýgur til Suður-Ameríku í viðskiptaerindum, er Nánari upplýsingar hjú Arnarflugi í síma 84477 og hjá gott að vita að KLM flýgur til 17 borga í þeim heimshluta. ferðaskrifstofunum. Þar á meðal eru Rio de Janeiro, Buenos Aires, Santiago og Caracas. Allt í beinu flugi frá Schiphol flugvelli í Amsterdam. Schiphol er vinsælasti tengiflugvöllur í heimi, enda er þar allt undir einu þaki svo það er einstaklega fljótlegt og auðvelt að skipta um vél. Ef þú til dæmis ferð með Arnarflugi frá Keflavík á mánu- dagsmorgni ertu kominn á Schiphol á hádegi. P>á er nógur tími til að ná i breiðþotu KIJVl til Rio dejaneiro kl. 13.05. í bakaleiðinni ættir þú að gefa þér aðeins meiri tíma, svo þú getir skoðað eitthvað af þeim 50.000 vörutegundum sem Anjr tímar cru staðartímar fríhöfnin á Schiphol býður uppá. Hvert sem þú ert að fara, iljúgðu þá um Schiphol í Amsterdam, vinsælasta tengivöll í heimi, og taktu tengiflug KLM til einhverrar af þeim 127 borgum í 76 löndum, sem við fljúgum til. i~t~i fl C / 1 Ætm aai ai T raust rlugrelas KLM '— --' Airiinac Royal Dutch Airlines Áætlun ARNARFLUGS til Amsterdam Brottför Lending Brottför Lending Kcflavík Amsterdam Amsterdam Keflavík Þriðjudaga 07:00 12:05 13:00 v 14:15 Miðvikudaga 07:00 12:05 13:00 14:15 Föstudaga 07:00 12:05 13:00 14:15 Laugardaga 07:00 12:05 13:00 14:15

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.