Morgunblaðið - 23.05.1987, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987
57
Kristbjörg Svein-
björnsdóttir — Kveðja
Mér fínnst ég verða að taka mér
penna í hönd og minnast nokkrum
orðum, vinkonu minnar, Kristbjarg-
ar Sveinbjörnsdóttur fyrrverandi
húsfreyju á Högnastöðum í Hruna-
mannahreppi. Hún andaðist á
heimili sínu í Reykjavík aðfaranótt
16. maí síðastliðinn. Hún verður
jarðsett í dag, í heimabyggð sinni,
að Hruna í Hrunamannahreppi við
hliðina á manni sínum, Guðmundi
Guðmundssyni bónda. Guðmundur
andaðist fyrir allmörgum árum,
langt fyrir aldur fram, úr sjúkdómi
sem ekki tókst að lækna, þótt flutt-
ur hann væri til færustu sérfræð-
inga erlendis og allt reynt til þess
að afla honum bata.
Nokkru eftir andlát Guðmundar
brá Kristbjörg búi og lét af hendi
jörð sína Högnastaði. Flestar dætur
hennar voru þá fluttar að heiman
og búnar að stofna sín eigin heim-
ili, eða á leiðinni að gera það.
Eftir að Kristbjörg brá búi á
Högnastöðum, hélt hún heimili í
Reykjavík með Halldóru yngstu
dóttur sinni, en Halldóra var þá við
nám í Hússtjómarkennaraskóla Is-
lands.
Eftir að Halldóra giftist Böðvari
Inga Ingimundarsyni og þau reistu
sér hús á Laugarvatni, fluttist
Kristbjörg til þeirra og bjó hjá þeim
í nokkur ár.
Vegna heilsubrests fluttist Krist-
björg frá Laugarvatni til Reykjavík-
ur. Það var ráðstöfun til þess að
hún gæti verið sem næst bestu fá-
anlegu læknishjálp. Hún var um
tíma rúmliggjandi vegna kölkunar
í mjöðmum og lá á Grensásdeild-
inni. Þangað kom ég til hennar.
Kristbjörg var mikið þjáð en þó
æðrulaus en ákveðin í því að kom-
ast aftur á fætur, enda tókst henni
það. Meira að segja eftir meðferðina
á Grensásdeildinni brá hún sér
óstudd til Noregs til að heimsækja
vinafólk sitt þar.
Mín fyrstu kynni af Kristbjörgu
hófust þegar við kennaramir við
Hússtjórnarskóla Suðurlands vor-
um beðnar um að keyra um
Ámessýslu til þess að safna saman
munum, gerðum af nemendum
skólans. Munimir fóm á hand-
menntasýningu sem haldin var á
Selfossi. Ingibjörg dóttir Krist-
bjargar hafði þá veturinn áður en
sýningin var haldin verið nemandi
við Hússtjórnarskólann og erindið
heim að Högnastöðum var að fá
lánaða handavinnu Ingibjargar til
að láta á sýninguna.
Ég hafði ekki komið áður að
Högnastöðum. Upp á háum hól stóð
bærinn umkringdur grænum brekk-
um, sem virkuðu sem umgjörð um
lítið en snoturt íbúðarhús. Staður-
inn kom mér ekki ókunnuglega fyrir
sjónir því við systkinin höfðum af
sérstökum ástæðum valið málverk
af þessum bæ eftir Höskuld listmál-
ara í Hveragerði til að gefa einum
bróður okkar í afmælisgjöf.
Kvöldið sem við keyrðum heim
að Högnastöðum var líkt því sem
við keyrðum beint inn í málverk
Höskuldar, svo fagrir voru litirnir
og hlýlegir.
Við húsdymar á Högnastöðum
mættu okkur mjúkleg handtök hús-
bændanna, Kristbjargar og
Guðmundar og hjá þeim og dætrum
þeirra sem heima voru nutum við
mikillar gestrisni.
Eftir að Kristbjörg kom að Laug-
arvatni jukust kynni okkar, enda
ein af dætrum hennar náinn sam-
starfsmaður minn um áraraðir.
Kristbjörg var traust og vinföst
kona. Hún var bundin Hruna-
mannahreppnum sterkum böndum
og fólkinu þar. Ég kynntist því
best í orlofunum í Hússtjómarskól-
anum. Þá kom hún ævinlega í
heimsókn, til að heilsa upp á vinkon-
umar sínar úr Hrunamannahreppn-
um og tók þær gjarnan með sér
heim á heimili Halldóru dóttur
sinnar, til að geta spjallað í næði
við^þær.
Ég held að Kristbjörg hafi lítið
eða ekkert fundið til einmanaleika
eins og títt er með fólk á hennar
reki nú til dags. Þegar hún flutti í
bæinn tók hún á leigu litla og
snotra íbúð hjá vinkonu sinni á
Nönnugötu 7 og mun hafa haft
mikið og náið samb'and við hana.
Dætur Kristbjargar og þeirra fjöl-
skyldur skiptust á um að létta henni
stundirnar, sóttu hana í bæinn og
hjá þeim dvaldi hún sorgar- og
gleðistundum. Ommubörnunum
hennar þótti líka gaman að heim-
sækja ömmu í bænum og fá að
gista hjá henni, sem var Kristbjörgu
mikið gleðiefni.
# Fyrir stuttu var ég í fermingar-
veislu hjá einni af dætmm Krist-
bjargar. Kristbjörg var þar mætt
hress og glöð að vanda og handtak
hennar hlýtt og innilegt eins og
fyrst þegar ég heimsótti hana að
Högnastöðum. Ekki gat mig órað
fyrir því þá, að fermingarveislan
væri eiginlega hinsta kveðjustund
Kristbjargar meðal fjölskyldu henn-
ar og vina.
Merkiskonan Kristbjörg Svein-
bjömsdóttir hefur gengið sína
lífsbraut á enda. Það hefur lítið
farið fyrir henni á lífsbrautinni, en
samt skilur hún eftir djúp spor virð-
ingar og þakklætis i hugum okkar
samferðafólksins. Ég sendi öllum
ástvinum hennar innilegustu sam-
úðarkveðjur og bið Guð að blessa
allar minningar um hana.
Jensina Halldórsdóttir
María Guðmunds-
dóttir - Minning
Fædd 25. mars 1890
Dáin 9. maí 1987
María Guðmundsdóttir húsfreyja
frá Lækjarbug lést í Borgarspítala
9. mai sl.
Hún fæddist á Saurum í Hraun-
hreppi 25. mars 1890. Foreldrar
hennar voru Guðmundur Benedikts-
son frá Hjörsey og seinni kona hans,
Kristín Pétursdóttir. Guðmundur
eignaðist 19 böm, 10 með fyrri
konu sinni, Sigríði, og 9 með þeirri
seinni, Kristínu. Sjö af þeim, al-
systkinum Maríu, náðu háum aldri,
og var María yngst. Þau vom,
Sigríður, bjó í Álftartungukoti, Sig-
mundur bóndi í Fíflholtum, Guðrún,
húsfreyja á Mel, (hún varð rúmra
hundrað ára), Þorkell, bóndi á Álftá,
Magðalena, húsfreyja í Reykjavík,
Þórður, húsasmiður í Borgamesi,
María, húsfreyja í Lækjarbug. Allt
þetta fólk er fætt á síðari hluta
nítjándu aldar, það var hraustbyggt
fólk til sálar og líkama, og bar
Hótel Saga Sími 12013
Blóm og
skreytingar
við öll tœkifœri
æviárin og ellina vel allt til hins
síðasta.
Guðmundur Benediktsson flutti
frá Saurum skömmu eftir aldamót-
in, að Álftá í sömu sveit, þar sem
sonur hans, Þorkell, tók við búi og
bjó þar síðan full 60 ár rausnarbúi,
eins og þeir vita sem til þekkja.
Þar átti og María heima framan
af ævi, uns hún giftist árið 1915,
Sveinbimi Sveinssyni, en mann sinn
missti hún eftir skamma sambúð,
og flutti þá aftur að Álftá, ásamt
nýfæddri dóttur þeirra, Sigríði
Sveinbjömsdóttur, síðar hjúkmnar-
konu í Borgarspítala. 1921 flutti
svo María að Lækjarbug með dóttur
sinni, þar sem hún átti heimilisfesti
síðan, til Guðjóns Þórarinssonar
sem þar bjó ekkjumaður með þijú
böm. Var hún sambýliskona og
húsfreyja hans í 60 ár, þar til hann
lést 1970, en heimilisfang sitt hafði
hún alltaf í Lækjarbug til dauða-
dags. Þar tók hún að sér að styðja
og styrkja uppeldi jjögurra bama,
þótt hún ætti ekki nema eitt sjálf.
Kveðja þau nú með þakklátum huga
þessa konu.
Á yngri ámm var María með
glæsilegri konum, fríð á vöxt og
mjög vel verki farin. Þau einkenni
bar hún nokkuð vel fram á elliár.
Alla tíð var hún óhlutdeilin og orð-
vör, en traust.
Síðustu misserin var hún í umsjá
dóttur sinnar hjúkmnarkonunnar,
sem annaðist hana af sérstakri
umhyggju og nærgætni meðan
líkamskraftar hennar þurm smátt
og smátt. Skyldulið og góðir vinir
þakka fyrir það.
Langri ævi fylgja oftast örlög
lítilla steina sem lotið hafa kröfum
straumkastsins í fjöruborðinu, öld-
unnar sem vakir þar nætur og daga,
allar stundir, þeir em núnir og fág-
aðir af fangbrögðunum í fjörunni
þegar á líður tímann. Orðlaus saga
liggur að baki hvers og eins. Segir
þar fátt af einum.
Valtýr Guðjónsson
t
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför eiginmanns mins, fósturföður, tengdaföður, afa og langafa,
ÓLA S. HALLGRÍMSSONAR,
Stórholti 24,
Guðrún Ólafsdóttir
Ólafur Lárusson,
Hulda Lárusdóttir, Stefán Jónasson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför eiginmanns míns, föður, fósturföður, tengdaföður, afa og
langafa,
ÓLAFS INGIBERSSONAR
bifreiðastjóra,
Miðtúni 1,
Keflavik.
Sérstakar þakkir sendum við læknum og hjúkrunarfólki Landspítalans.
Marta Eiríksdóttir,
Ingiber M. Ólafsson,
Eiríkur G. Ólafsson,
Stefán Ólafsson,
Sverrir Ólafsson,
Hulda Ólafsdóttir,
Jóhann E. Ólafsson,
Albert Ólafsson,
Reynir J. Ólafsson,
Hjördís Ólafsdóttir,
Ólafur Már Ólafsson,
Sveinn Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Auður Brynjólfsdóttir,
Hrafnhildur Gunnarsdóttir,
Herdís Hjörleifsdóttir,
Hrönn Albertsdóttir,
Sverrir Guðmundsson,
Guðrún Þ. Einarsdóttir,
Eygló Sörensen,
Helga Ragnarsdóttir,
Sigurður E. B. Karlsson,
Sædís Guðmundsdóttir,
Svanhvft Tryggvadóttir,
t
Þökkum auðsýnda samúö og hlýhug við andlát og útför
HALLDÓRS JÓNSSONAR
frá Jarðbrú,
Birkilundi 11, Akureyri.
Sérstakar þakkir til lækna og annars starfsliðs Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri. Lifið heil.
Ingibjörg F. Helgadóttir,
Rannveig Sigurðardóttir,
Atli Rúnar Halldórsson, Guðrún Helgadóttir,
Jón Baldvin Halldórsson, Svanhildur Arnadóttir,
Helgi Már Halldórsson, Regína Rögnvaldsdóttir,
Oskar Þór Halldórsson,
Jóhann Ólafur Halldórsson,
Inga Dóra Halldórsdóttir,
Andri Már Helgason,
Elva Benediktsdóttir,
Þórir Jónsson og fjölskylda.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu,
SIGRÍÐAR JÚNÍU JÚNÍUSDÓTTUR,
Skólavegi 36,
Ve8tmannaeyjum.
Jóhann Eysteinsson,
Selma Jóhannsdóttir, Gunnar Jónsson,
Elfn Bjarney Jóhannsdóttir, Svavar Sigmundsson,
Ástráður Magnússon
og barnabörn.
t
Alúöarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
FINNBOGA EYJÓLFSSONAR
bifreiðastjóra.
Rannveig Pótursdóttir,
Guðmundur Finnbogason, Erla Olgeirsdóttir,
Ásdfs Finnbogadóttir, Þór Oddgeirsson,
Bragi Finnbogason, Guðbjörg Sngólfsdóttir,
Jakobína Finnbogadóttir, Þórir Kr. Þórðarson
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
ÓSKARS JÓSEFSSONAR,
Faxabraut 10, Keflavík.
Ólafía Guðmundsdóttir,
Sólveig Oskarsdóttir, Júlfus Guðmundsson,
Sigrfður Óskarsdóttir, Bragi Finnsson,
T rausti Óskarsson,
Jónas Óskarsson, Jóhanna Long,
og barnabörn.
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavik og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek-
in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð
eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir
ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist
undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af-
mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð
og með góðu línubili.