Morgunblaðið - 23.05.1987, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 23.05.1987, Qupperneq 59
59 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987 Ljóð um unga konu frá Súdan Það er afríkanskt myrkur í æðum hennar, sem órótt og niðandi rennur. Og göldróttur eldur í augum hennar, sem ýmist dvín eða brennur. Því gamall frumskógur sunnan úr Súdan sefur í hennar barmi, og andvirði sextíu svartra þræla sindrar á dökkum armi. Og nú situr dóttirin norður í París og næsta vor lýkur hún prófi. Hún les á daginn, dansar á kvöldin og drekkur absint í hófi. Og slöngulíkaminn liðast og svignar. Hún lyftir glösum og skálar, og dregur amríska auðmannasyni og indverska fursta á tálar. Og fátt er eftir af ömmu hennar og afa, fljótt á litið, nema augun, sem tinnusvört tindra og tennur, sem gætu bitið. Og framandi ennþá um farveg blóðsins hið foma náttmyrkur streymir, og enginn sér hvað hinn sofanda frumskóg í svarta barminum dreymir. (Tómas Guðmundsson) a) Utskýrðu líkinguna sem felst í orðinu ,,slöngulikaminn“. b) Lýstu með þinum eigin orðum útliti og innræti persónunnar sem kynnt er í ljóðinu. Láttu m.a. koma fram hvort þér finnst gæta samúðar með persónunni i ljóðinu eða andúðar. 2. Laust mál (6 stig) Lestu eftirfarandi texta með athygli og leystu verkefnin sem fylgja. Andrei Tarkovsky Meistari ljóss og lita — Kvikmyndaleikstjóri sem speglar þján- ingu mannkyns en eygir samt von. Draumar eru torráðnir og í fæstum tilvik- um skýranlegir. Myndir Tarkovskys eru sóttar í veröld draumsins, þar sem rök mega sín einskis og atburðir og hlutir verða ekki tengdir saman og settir í samhengi.. . Andrei Tarkovsky er þó ekki maður margra orða. Þögn persóna hans segir yfír- leitt meira um þær en orð fá gert. Andrei Rublov mætir grimmd og vonsku mannskepnunnar með þögninni, og litli drengurinn í Fórninni er ófær um að tala mestalja myndina vegna skurðaðgerðar í hálsi. I lok myndarinnar fær hann svo loks málið, og er það ekki síst til marks um þá von sem Tarkovsky eygir, þrátt fyrir allt, mannkyninu til handa. I barninu birtist til- gangur lífsins og von mannkynsins um bjartari framtíð. .. . Þegar leikarinn og rithöfundurinn Alexander í Fórninni stendur frammi fyrir líkani af húsi sínu, gerðu af ungum syni hans, verða straumhvörf í sögunni, við tek- ur óvissunótt, þar sem engin skýr skil eru lengur milli svefns og vöku, raunveruleika og draums. Birtu bregður og litum fækk- ar. . . Við erum ávallt velkomin að stíga fæti okkar á lausa jörð draumalandsins, ferðast með honum skamma eða lengri stund, hann krefst hins vegar frumkvæðis af okkar hálfu, að við gefum sér tíma. En það er einmitt tíminn sem við horfum svo í og eigum svo erfitt með að gefa öðrum. Tarkovsky er heiðarlegur gagnvart áhorf- endum, því hann er trúr sjálfum sér. Hann reynir eki að þóknast fjöldanum, fremur en ljóðskáld sem veit að ljóða þess verður að- eins notið ef andinn er sannur, — tónninn hreinn. Fórnin hefur þegar verið sýnd hér á landi, að vísu aðeins í fjóra daga, og óvíst er hvenær okkur gefst næst tækifæri til að upplifa þetta magnaða verk. Kannski eru fjórir dagar einmitt raunhæfur mælikvarði á þörf íslendinga fyrir siðferðilegar ábend- ingar á borð við Fórnina, sem þar að auki er ekki í eldflaugatakti samtímans. Við höf- um verið ofalin á annars konar myndmáli, annars konar hrynjandi. .. Tarkovsky á aldrei eftir að verða hvers manns hugljúfi, það þarf ekki glöggan mann til þess að gera sér grein fýrir því. Ef smekk- ur fjöldans er ávallt hinn góði og rétti smekkur, þá er ég dálítið upp með mér að hafa stöku sinnum vondan smekk.' Hins vegar eru þessar vangaveltur að sjálfsögðu óþarfar, því svo mikið tel ég mig þó vita, að í listum er ekkert til sem heitir rétt eða rangt. (Hilmar Oddsson). 1. Hver eftirtalinna skýringa lýsir best merkingu orðanna að vera ekki í eld- flaug-atakti samtímans (lína 48) eins og þau koma fyrir í textanum? ( ) Að fara ekki á nýjar ævintýrakvikmynd- ir. ( ) Að fylgja ekki hraða nútímans. ( ) Að vera ekki taktfastur. ( ) Að vera ekki hraðskreiður. 2. Hver eftirtalinna fullyrðinga kemst næst skoðun greinarhöfundar á Tarkovsky og verkum hans? ( ) Tarkovsky vill ekki þóknast fjöldanum. ( ) Tarkovsky virðist falla mörgum í geð og vera hvers manns hugljúfi. ( ) .Verk hans koma ekki til með að verða vinsæl öllum almenningi. ( ) Hann býr ekki til myndir sem fólk vill horfa á. 3. Hvað á höfundur greinarinnar við með orðunum: „Ef smekkur fjöldans er ávallt hinn góði og rétti smekkur, þá er ég dálítið upp með mér að hafa stöku sinnum vondan smekk"? (línur 55-58). ( ) Ég hreyki mér af mínum smekk á kvik- myndum sem er hinn rétti. ! ( ) Eg er nokkuð hreykinn að hafa ekki alltaf sama smekk á kvikmyndum og fjöldinn. ( ) Ég viðurkenni með ánægju smekk minn þó að hann gefi til kynna að ég sé nokk- ; uð skrýtinn. Vondur smekkur er ekki réttur mæli- kvarði á gæði kvikmynda. 4. Hver eftirfarandi setninga skýrir best merkingu undirstrikuðu orðanna ... verða straumhvörf í sögvnni (línurv 23—24) eins og þau koma fyrir í text- anum? ( ) Sagan tekur nýja stefnu. ( ) Sagan markar tímamót. ( ) Sagan leysist upp. ( ) Sagan gerist í draumi. 5. Hvert finnst þér vera samband fyrir- sagnar og ljósmyndar? 3. Útdráttur (9 stig) Skrifaðu útdrátt úr eftirfarandi texta. Komdu aðalefni hans til skila en notaðu ekki fleiri en 50—60 orð (skrifaðu fjölda orðanna sem þú notar). Vandaðu málfar og frágang. í dag virðist helst sem hinn vestræni meðaljón vegi salt á milli heilsu- og skyndi- bitafæðis. Engin furða. Við sitjum uppi með heilan upplýsingabanka yfir hvað skal telj- ast hollt og hvað óhollt. Óhollustulistinn lengist stöðugt eða þá að eitt er þar í dag en er sett á hollustulistann á morgun. Hangi- kjöt er bráðdrepandi einn daginn en allt í lagi í hófi hinn daginn. Smjör og mjólk stíflar allar æðar eitt árið en eru allra meina bót það næsta. Slík ósamkvæmni. . . ruglar óneitanlega í ríminu það fólk sem hyggst gæta sín í mataræði. Þar við bætist flýtirinn alkunni, tíma- skorturinn, sem skapast ekki síst af óhóf- legri vinnu á þessu annars ágæta skeri. Þrátt fyrir góðan vilja er fólki hreinlega oft um megn að velja ofan í sig það sem það telur heillavænlegast. Þá er gjaman gripið ,til samlokunnar, hamborgarans og einnar 'með öllu, sem vissulega eru ekki bráðdrep- andi en varhugaverð til lengdar. Ekki bara fyrir líkamann heldur einnig sálartetrið því skyndibita er alltaf neytt í hasti, hvort sem það er ein með öllu ... eða bakaðar baunir sem vissulega eru handhægar ef maður er alveg að missa af þeim Eddu og Ingva Hrafni á skjánum. (Jóhanna Sveinsdóttir) CHEVROLET MONZA er framhjóladrifinn og rúmgóður fjölskyIdubílI, hannaður af vesturþýsku hugviti og tækni, með mýkt og snerpu Chevroletsins. Auk þess er hann sérlega styrktur, með hlífðarpönnu, stærri hjólbarða og fjölmargt annað er hentar sérstaklega íslenskum akstursaðstæðum. Chevrolet Monza er ríkulega búinn aukahlutum, en verðið er þó broslega lágt. Verð frá kr. 453.000. Góðir greiðsluskilmálar. BíLVANGUR sf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.