Morgunblaðið - 23.05.1987, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 23.05.1987, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987 67 • VELVAKANDI SVARAR í SÍMA ,691100 KL. 13-14 I FRÁ MÁNUDEGI |TIL FÖSTUDAGS „Dýrin hafa líka tilfinning-ar og skilning þó mennirnir séu ekki færir um að skynja hvemig þeim líður og hvað þau hugsa.“ Málleysingjar: Við þurfum að læra að skilja - án þess að einblína of mikið á hið talaða orð Kæri Velvakandi Það er langt því frá að það sé í frásögu færandi þó maður fari í kvöldkaffi úti í bæ í fallegum maí- mánuði. En það er teyjanlegt hugtak hvað er frásöguvert. Því ætla ég að segja lesendum frá því áhugaverða umræðuefni, að mínum dómi, sem ég hlustaði á þetta um- rædda kvöld. Bæði þótti mér það gaman og áhugavert að hlusta á þessar samræður sem fram fóru. Umræðuefnið var það hvort og hversu mikið dýrin hefðu af viti og skynsemi. Aðalræðumenn kvöldsins voru tvær manneskjur, ungur sjó- maður og fullorðin sjómannskona. Þau deildu hart. Ungi sjómaðurinn stóð fast á þeirri skoðun að dýrin væru heimsk og skyni skroppin, og benti á kindumar sem hlaupa yfir veginn þegar bíll nálgst aðeins til að láta keyra yfir sig. Sjómannskonan var málsvari dýranna. Hún talaði um tilfinningar þeirra og skilning. Sagði hún frá kú sem hún átti fyrir mörgum árum. Hún tók sig út úr hópnum úti í haga og kom til hennar þegar hún kom heim eftir langa fjarveru. Það er vitað mál að sumir fuglar geta hermt eftir töluðu máli manna. En ætli þeir skilji það ekki álíka mikið og mennimir skilja mál dýranna. Það er ekki mikill skiln- ingur. Við mennirnir höfum nefninlega fest okkur of mikið í því að skilja menn og dýr gegnum tungumálið. Nú til dags er þögnin talin vandræðaleg af mannanna bömum. Nú er talið mikilvægast að tala sem mest aðeins til þess að ijúfa þögnina. Áður þurfti maður að hafa eitthvað að segja. En nú er málæðið númer eitt. Það skiftir nánast engu hvað sagt er, bara ef maður þegir ekki. Það má skilja og finna á svo margan hátt. Áugnaráð og svipur segja svo margt. Að ég tali ekki um það sem finna má af tilfinning- um manna þó þeir segi ekki eitt einasta orð. Við mennimir emm á miklum villigötum hvað þetta varðar. Við metum allt í gegnum hið talaða orð. Hvemig væri að reyna að hlusta meir á mál hjartans og skynja þær tilfínningar sem geisla frá hveijum og einum. Meðan ég sat á skólabekk í Há- skóla íslands og bar í hendi minni um götur borgarinnar skólatösku með mörgum vísdómsorðum og ímyndaðri speki þjóðfélagsins voru köngulær í skotum húsa að spinna vefi af mikilli þekkingu og ná- kvæmni, þó þær hefðu aldrei lært um rúmfræði og bylgjuföll og önnur hugtök stærðfræðinnar. Eða hvað? Býflugur úti í heimi vom að byggja átta horna hýbýli úr vaxi þó þær hefðu ekki blað uppá próf f bygg- ingalist, eða flygju um loftin með skólatösku undir öðrum vængnum. En þær höfðu þekkingu og skiln- ing. Svo mikinn skilning að þær stofnuðu ekki lffskilyrðum heimsins í hættu með varhugaverðri tækni eins og mennimir. Við þurfum að komast meir í samband við náttúruna og allt sem lifir kring um okkur. Við þurfum að læra að skilja aðra eftir tilfinn- ingum þeirra án þess að einblína of mikið á hið tataða orð. Dýrin hafa líka tilfinningar og skilning þó mennirnir séu ekki fær- ir um að skynja hvernig þeim líður og hvað þau hugsa. En við getum ræktað með okkur þann eiginleika að vera, finna og sjá, og komist í samband við dýrin, eins og annað fólk sem hefur bundist sterkum böndum. Samræður sjómannskonunnar og unga sjómannsins voru ekki ýkja langar, en þær voru innihaldsríkar og vöktu mann til umhugsunar. Sérstaklega fannst mér lofsvert þegar ég fann hve sjómannskonan hélt fast fram málsvara „málleys- ingjanna". Þessi kona vissi hvað hún sagði. Dýrin voru engar skyn- lausar skepnur í hennar huga. Ég sá hvernig henni vöknaði um augun þegar hún minntist aftur á sinn foma vin, og heyrði vantrú unga sjómannsins sem talaði um heimsku kúnna og kindanna. Einar Ingvi Magnússon Þessir hringdu . . Ég dansa við þig • • • - stórkostleg sýning Sóley hringdi: ,Mig langar til að vekja athygli á sýningu ís- lenska dansflokksins, Ég dansa við þig .... Þessi sýning er það skemmtilegasta sem ég hef séð í langan tíma. Ég vil hvetja fólk til að drífa sig að sjá þessa sýningu." Blár Adidaspoki Blár Adidaspoki með skólabók- um tapaðist í leið 4 fyrir nokkur. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 1 66 71. Atriði í uppfærslu íslenska dansflokksins á Ég dansa við þig . . . BMX-reiðhjól Hvítt BMX-reiðhjól með rauð- um dekkjum og rauðum púðum hvarf frá Mávahlíð 31 um síðustu helgi. Þeir sem hafa orðið varir við hjólið vinsamlegast hringi í síma 1 40 26. Blár frakki Miðvikudaginn 13. maí vartek- inn í misgripum blár karlmanns- frakki með merktum silfurskildi í Domus Medica en skilinn var líkur frakki eftir með sígarettupökkum í vasananum. Sá sem hlut á að máli er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 3 99 65. Lítið gullúr Lítið gullúr tapaðist á leiðinni Laugavegur, Vitastígur, Grettirs- gata, Barónstígur. Úrið er með svartri skífu og pínulítil steini í skífunni miðri. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 2 04 62. við Eidistorg Sfmi 611811. Urvalaf jogginggöllum fyrir smáfólk, ungt fólk, fullorðið fólk Bolirfrá kr.368.- Gallabuxurfrá kr. 1.295.- Bama gallabuxur frá kr. 998.- Góðarvörurágóðuverði. Opið laugardag kl. 10-4. Sunnudagkl. 1-5.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.