Morgunblaðið - 23.05.1987, Page 68

Morgunblaðið - 23.05.1987, Page 68
68 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987 IÞROTTIR UNGLINGA Umsjón/AndrésPétursson • Guðmundur, Ingimar, Jóhann Már, Snorri Freyr, Sæþór, Karl Ágúst, ívar og Hákon. Hressir piltar við Þinghólsskólann. Sparkvallar menningin lifir góðu líf i Á höf uðborgarsvæðinu eru tæplega 100 slíkir vellir Á höfuðborgarsvæðinu eru hvorki meira né minna en tæplega 100 skipulagðir sparkvellir með mörkum og körfum. Þar fyrir utan eru óteljandi opin svæði sem breytast í stóra leikvanga í hugum krakkana á hverjum einasta degi. Þar hafa margar hildir verið háðar og margur glæstur sigur unnmn þótt aldrei sé minnst á það á síðum dagblaðanna. Unglingasíðan fór á stúfana í síðustu viku og heimsótti krakka á nokkrum af þessum sparksvæðum og ræddi við þá. Fyrst lá leið okkar að sparkvell- inum við Kópavogsskóla. Þar hittum við fyrir hressan strákahóp og kváðust þeir flestir koma þarna á hverjum degi. Þeir voru nokkuð hressir með aðstöðuna við skólann en vildu koma því á framfæri að fleiri körfuboltakörfur vantaði við skólann. Enginn þeirra kvaðst vera félagsbundinn í neinu sérstöku íþróttafélagi en þeir kváðust halda með Breiðabliki, ÍK, HK og einn kvaðst halda með Taflfélagi Kópa- vogs. Þar næst lá leið okkar niður í Hvamma. Á sparkvellinum við Reynihvamm hittum við Egil Tóm- asson og Tómas Áka Gestsson. Þeir sögðust koma þarna við og við, en þessi sparkvöllur er í dag- legu tali nefndur Valló. Báðir kváðust halda með Breiðabliki og voru sannfærðir um að liðinu tæk- ist að vinna sig upp í 1. deild aftur. Uppáhaldsleikmenn þeirra eru Ar- nór Guðjónsen og Maradona, en Jón Þórir Jónsson bestur í Breiða- bliki. ÞEIR ERU víst ófáir sem hafa hafið iþróttaferil sinn á svoköll- uðum sparkvöllum, túnflötum eða í húsasundum. Flestir hafa tekið þátt f því að stofna stráka- fótboltafélög og nöfn sem Þruman, Eldingin, Fálkarnir, Ern- irnir, og Gammarnir hljóta að hljóma kunnuglega í eyrum margra. Nú með hækkandi sól er sem bæjarlífið taki nýjan svip er krakkar, unglingar og jafnvel fullorðnir dusta rykið af gamla boltanum og strigaskónum og streyma út á vellina. • Árni Gunnsteinsson og Óskar Júlfus Bjarnason. Þrátt fyrir að við íslendingar kvörtum yfir lágum launum og rys- jóttu veðri megum við aldrei gleyma hinu félagslega öryggi sem fylgir því að búa hér. I mörgum af hinum stærri löndum er það óhugsandi að börn fái að leika lausum hala úti við, sérstaklega þegar kvölda tekur. Á íslandi hins- vegar er uppeldishlutverk hinna ýmsu leikvalla ómetanlegt og geta foreldrar áhyggjulaust leyft börn- um sínum að vera ein á hinum ýmsu leikvöllum og opnum svæð- um bæjarfélaganna. Morgunblaöiö/Andrés • Oft er hugarró í þvf að fara einn með bolta út á völl. Stjarnan er gott félag Nú keyrðum við sem leið liggur til Garðabæjar og niöur við sjó hitt- um við þá félaga Friðrik Ómarsson og Hauk. Þeir eru miklir Stjörnu- menn, en Friðrik viðurkenndi að vísu að Fram ætti nokkrar taugar í honum því pabbi hans hefði spil- að með Fram og m.a. oröið ís- landsmeistari árið 1972. Haukur kvaðst halda með Akranesi í 1. deildinni því Stjarnan væri enn í 3. deild. Þeir æfa báðir með 6 fl. Stjörnunnar og sögðu að mjög gaman væri að æfa fótbolta. A veturna spila þeir handbolta og fara líka á skíði. Uppáhaldsleik- maður er Bjarni Sigurðsson landsliðsmarkvörður, en Friðrik heldur upp á Platini. Báðir voru sammála að Arnór væri besti íslenski leikmaðurinn. Víkingur fer upp Við Breiðagerðisskólann var öflugur hópur stráka á fullri ferð er blaðamaður truflaði þá. En þeir gáfu sér tíma til að stilla sér upp fyrir eina mynd og svara nokkrum spurningum. Allir kváðust vera harðir Víking- ar enda úr hverfinu. Þeir sögðu það ekki spurningu að Vfkingur myndi sigra í 2. deildinni og fara upp í 1. deild aftur. Þeir vildu ekki gera upp á milli leikmanna meist- araflokks, en sögðu að liðið væri mjög jafnt. Nú lá leið okkar aftur í Kópavog- inn og á körfuboltavellinum við Kársnesskóla hittum við Árna Gunnsteinsson og Óskar Júlíus Bjarnason. Þeir eru báðir 13 ára gamlir og koma þarna 2—3 sinnum í viku. Árni æfir knattspyrnu og er það uppáhaldsíþrótt hans, en hann hefur gaman af því að leika sér í körfu. Óskar hinsvegar segist ekki æfa neina íþrótt, en kemur oft hingað í körfu. Þeir vildu koma því að að fjölga ætti körfum á svæðinu því einungis væru tveir vellir í öllum vesturbænum. Maradona og Platini eru bestir Við Þinghólsskóla var mikið um að vera enda æfingar á fullu og tennisvellirnir í fullri notkun. Þar var stór strákahópur á aldrinum 7—12 ára í æsispennandi leik. Til- þrifin voru góð og var kappið mikið í leikmönnum. Þeir gáfu sér þó tíma til að stilla sér upp fyrir eina mynd, en þeir voru æstir í að halda áfram. Hópurinn skiptist í tvennt um hvor væri betri, Platini eða Maradona, og höfðu stuðnings- menn Maradona betur. Klukkan var nú orðin ansi margt og blaðamaðurinn orðinn lúinn. En eftir þessa hringferð er ekki laust við að maður fyllist vissri öfund vegna hins fölskvalausa áhuga og gleði sem maður sér hjá krökkun- um. Það er ekki fjarri lagi aö maður hringi bara í kunningjana og smali í lið til að spila einn léttan leik eitt- hvert kvöldið að hætti krakkana. • Friðrik Ómarsson og Haukur Danfel Hrafnsson. - >

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.