Morgunblaðið - 23.05.1987, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 23.05.1987, Qupperneq 70
r c c r i a \ >? í r TM - 70 rJ.\ '-5 i srr \ i ii ah h'm r» tr ?r . MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987 Eðvarð Þór sigraði - í 100 m baksundi á sterku móti íSvíþjóð EÐVARÐ Þór Eðvarðsson, sund- kappi úr Njarðvíkum, sigraði (100 m baksundi á sterku alþjóðlegu sundmóti í Vesteras í Svfþjóð f gœr. Ragnheiður Runólfsdóttir varð f 6. sœti f 200 m bringu- sundi. Eðvarð Þór varö einnig fyrstur í undanásunum í 100 m baksund- inu sem fram fóru í gærmorgun og synti þá á 59,10 sekúndum. ( úrslitum, sem fram fóru síðdegis, gerði hann enn betur og synti á 58,52 sekúndum og var rétt við íslandsmetið sem er 57,84 sek. Alls tóku 29 keppendur frá 8 þjóð- um þátt í þessari grein. Ragnheiður Runólfsdóttir varð í 6. sæti í 200 m bringusundi, synti á 2.45,70 mínútum. Hún náði 5. besta tímanum í undanrásum er hún synti á 2.45,20 mín. íslands- met hennar er 2.42,91 mín. Magnús Ólafsson varð 8. í 200 m skriðsundi, synti á 1.58,32 mín. Hann synti á 1.57,24 mín. í undanr- ásum og varð sjötti. Hugrún Ólafsdóttir varð í 10. sæti 200 metra flugsundi, synti á 2.25,91 mín. Ingibjörg Arnardóttir tók einnig þátt (þessu sundi, synti á 2.36,36 mín. Bryndís Ólafsdóttir átti einnig aö keppa í gær en gat ekki tekið þátt vegna veikinda. Aðstaða öll er hin besta á mót- inu og er keppt í 50 metra laug. Keppendur eru frá 8 þjóðum, Nor- egi, Finnlandi, Vestur-Þýskalandi, Póllandi, Spáni, Ástralíu auk Is- lendinga og heimamanna. Kepp- endur eru frá 29 til 80 í hverri grein. Að sögn Friðriks Ólafssonar, þjálfara liðsins, er mótið sterkt og eru Svíar með allt sitt besta sund- fólk. Hann sagðist þó sakna þess að það skuli ekki vera keppendur frá Austur-Evrópu. Hann hvaðst ánægður meö árangurinn eftir fyrsta dag keppninnar. í dag keppir Eðvarð í 200 m baksundi og fjórsundi, Ragnheiður í 200 m fjórsundi, Magnús í 100 m flugsundi og 50 metra skriðsundi, Hugrún í 100 m flugsundi og 200 m fjórsundi og Ingibjörg í 400 m skriðsundi. Mótinu lýkur á sunnu- daginn. • Eðvarð Þór Eðvarðsson sigraðl í 100 m baksundi á sterku móti í Svíþjóð í gær. Morgunbiaðiö/Bjarni • Knötturinn á leiðinni f net Vfðismarksins eftir þrumu Magna Biöndal Péturssonar langt utan af velii. Gfsli Heiðarsson markvörður kastar sér f rétt horn en nær ekki að fara fyrir knöttinn. Kópavogsvöllur 2.deild Breiðablik — Víkingur kl. 14.00 í dag _______BYKO_________ „Sá smugu og lét vaða“ - segir Magni Blöndal sem skoraði mark Vals „ÞETTA var nú ósköp venjulegt skot. Ég sá smugu og lét vaða,“ sagði Valsarinn Magni Blöndal Pétursson f samtali við Morgun- blaðið f gær, en hann skoraði jöfnunarmark Vals gegn VÍði f Garðinum í 1. umferð 1. deildar- innar f knattspyrnu f fyrrakvöld - glæsilegt mark með þrumuskoti langt utan af velli - en f Morgun- blaðinu í gær sagði að Sævar Jónsson hefðl skorað markið. Við biðjumst velvirðingar á þeim mi- stökum. Magni er hógvær en allir eru sam- mála um að markið sem hann skoraði hafi verið sérlega glæsi- legt. Og þetta er ekki fyrsta markið sem Magni skorar með þessum hætti. Mörgun er enn í fersku minni er hann skoraöi gegn Keflvíkingum í næst síðustu um- ferð íslandsmótsins 1980 í Keflavík. Hann þrumaði að marki af löngu færi og boltinn festist á milli nets og innri sláarinnar í mark- inu! „Nei, ég er nú ekki vanur því að skora svona mörk,“ sagði Magni í gær er hann rifjaði upp þrumumarkið gegn Keflvíkingum, - „en maöur hefur „potað" fleirum í gegnum árin," sagði hann. Jafnt á Sigluf irði KS og Einherji gerðu jafntefli, 1:1, í 2. deildinni f knattspyrnu á Siglu- firði f gærkvöldi. Einherji leiddi f leikhlái en Siglfirðingum tókst að jafna skömmu eftir leikhló. Vopnfirðingarnir voru betri í fyrri hálfleiknum og Viðar Sigurjónsson skoraði mark þeirra á 31. mín. Eft- ir þvögu skammt utan vítateig Siglfirðinga barst boltinn inn í teig- inn til Viðars sem skoraði örugg- lega undir markvörð Siglfirðinga. Heimamenn voru síöan betri í síðari hálfleiknum. Jakob Kárason jafnaði leikinn á 53. mín. með fal- legu marki. Eftir hornspyrnu hrökk knötturinn út að vítateigslínu til hans og hann þrumaöi í markið. Óverjandi fyrir annars góðan mark- vörð Vopnfirðinga. Siglfirðingar sóttu mikið eftir þetta og fengu all þokkaleg færi, en vopnfirski markvörðurinn, Hreggviður Ágústsson, stóð sig vel og náði alltaf að verja. Hreggviður markvörður og Kristján Davíðsson voru bestir Vopnfirðinga en af heimamönnum voru Mark Duffield og Ólafur Ólafs- son bestir. Maður leikslns: Mark Ouffield, KS. -RÞ/SH. Knattspyrna helgarinnar Eftirtaldir leikir verða á íslandsmótinu f knattspyrnu um helgina: Laugardagur 23. maf 2. deildka. ísafjarðarvöllurÍBÍ — Selfoss kl. 14.00 2. deild ka. Laugardalsvöllur (R — Þróttur R. , kl. 14.00 2. deildka. KópavogsvöllurUBK — VikingurR. kl. 14.00 2. deildka. Ólafsfjarðarvöllur Lelftur — (BV kl. 14.00 3. deildka. AGrindavíkurvöllurGrindavík —Njarðvík kl. 14.00 3. deild ka. A Leiknisvöllur Lelhnir R. — Afturelding kl. 14.00 3. deild ka. A Stjörnuvöllur Stjarnan — (K kl. 16.00 3. deild ka. A Sandgerðisvöllur Reynir S. — Skallagrímur kl. 14.00 4. deildka. A Stokkseyrarvöllur Stokkseyri — Augnablik kl. 14.00 4. deild ka. B Gróttuvöllur Hvatberar — Reynir Helliss. kl. 14.00 4. deild ka. D Bolungarvikurvöllur Bolungarvík — Reynir Hn. kl. 14.00 4. deild ka. D Bíldudalsvöllur Bíldudalur — Badmint. (safj. kl. 14.00 4. deild ka. D Hólmavlkurvöllur Geisllnn — Höfrungur kl. 14.00 4. deildka. E Hofsósvöllur (þróttafól. Neisti — Hvöt kl. 14.00 4. deild ka. F Lundarvöllur Núpar — HSÞ c kl. 14.00 4. deild ka. F Svalbarðseyrarvöllur Æskan — Austri R. kl. 14.00 Sunnudagur 24. maf 4. deildka. AGervigrasvöllurÁrvakur—Ármann kl. 14.00 4. deild ka. C Keflavíkurvöllur Hafnir — Hveragerði kl. 14.00 4. deild ka. C Gervigrasvöllur Víkverji — Léttir kl. 16.00
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.