Morgunblaðið - 13.10.1987, Page 37

Morgunblaðið - 13.10.1987, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987 37 r SPÆNSKU ÞOTUNNIUM 50 SJOMILUR FYRIR VESTAN LAND I Morgunblaðið/Bcnedikt Eiríksson Gúmmíbjörgunarbáturinn kemur að skipshlið og bandarisku björgunarmennirnir gera klárt. Konan um borð í spænsku þotunni: „Er tilbúin að fara með næstu vél“ „NEI, ÉG var aldrei hrædd, trúði þvi að allt myndi fara vel en þetta reyndi samt mikið á, ótrúlega, því vist var óvissan mikil um fram- haldið," sagði eina konan um borð i spænsku þotunni, Maria Jesus Sanchis. „Við reyndum að gera allt klárt fyrir nauðlending- una en þó mun pabbi hafa svikist um að spenna öryggisbeltin því hann taldi öllu lokið og taldi óþarfa að eyða tímanum í slíka smámuni. En flug- maðurinn var frábær og lendingin tókst giftusam- lega. Við opnuðum strax dyr vélarinnar þegar hún hafði stöðvast á ótrúlega skömmum tíma, skutum út björgunarbátnum og það var stórkostlegt að heyra í hjálparflugvélum um leið og við vorum að fara um borð í gúmmíbjörgunarbátinn. Á þeirri stundu vissum við að allir vildu allt gera til þess að hjálpa okkur í nauðum og ég vil nota tækifærið senda til Morgunblaðiö/RAX Maria Jesus ásamt föður sinum, Salvador, á Hótel Sögu í gær. og þakkir allra, sem aðstoðuðu okkur, flugmanna og sjó- manna, serh voru einstakir og allra sem tóku þátt í þess- ari giftu- samlegu björgun. Endirinn f þessum þætti er eins og í ævintýri. Mér líður vel, ég er hamingju- söm og þakklát og tilbúin til þess að halda ferð- inni áfram með næstu flugvél." María Jesús kveður Harald skipstjóra á Þorláki. Morgunblaðið/RAX Haraldur skipstjóri á Þorláki ÁR: Hugsaði um það eitt að ná fólkinu Morgunblaðið/Benedikt Eiríksson myndinni sést þar sem verið er Morgunblaðið/Benedikt Eiríksson it Þorláks. „ÞEGAR við áttum eftir ófarna um 300—400 faðma að gúmmí- björgunarbátnum hafði varnar- liðsþyrlan samband við okkur og bað okkur að hinkra því þeir væru að reyna björgun með að- stoð tveggja manna úr áhöfn þyrlunnar, sem höfðu stokkið í sjóinn við gúmmíbjörgnnarbát- inn,“ sagði Haraldur Benedikts- son, skipstjóri á Þorláki ÁR, í samtali við Morgunblaðið þegar togarinn kom til hafnar klukkan 6 á mánudagsmorgun með sex- menningana úr spænsku flugvél- inni. „Um það bil 10 mínútum síðar hætti þyrlan við björgun eftir að einn sexmenninganna hafði dottið í sjóinn úr björgunartauginni í hífingu. Þá báðu þyrlumennimir okkur að taka við og við komum að björgunarbátnum á kulborðið til þess að veija bátinn áföllum. Bandarísku björgunarmennimir, sem voru þá komnir um borð í björg- unarbátinn, vildu láta draga hann aftur fyrir skutinn að skutrenn- unni, en þegar var verið að draga þá fyrir skutinn kom kvika og ann- ar björgunarmaðurinn slóst í skipið og vankaðist nokkuð. Það gekk ekki að ná fólkinu um borð við skut- rennuna og var þá björgunarbátur- inn aftur dreginn að skipshliðinni hlémegin. Það tók síðan nokkrar mínútur að taka fólkið um borð til okkar og við tókum kúrsinn til hafn- ar, en eftir nokkrar vangaveltur varnarliðsmanna á björgunarþyrl- unni var ákveðið að taka slasaða manninn um borð í þyrluna og bjuggum við um hann í börum fyr- ir hífingu upp í þyrluna og einnig tók þyrlan báða sína menn um borð áður en hún hélt til Borgarspítalans með slasaða manninn. Þegar fólkið var komið um borð í Þorlák drifum við það niður í borðsal, það var nokkuð þrekað og strákarnir hlúðu að því eftir bestu getu þannig að því hitnaði strax. Fólkið fékk ,síðan kojur skipveijanna og það jafnaði sig svolftið á leiðinni til lands. Það var ánægjulegt að geta veitt þessa aðstoð. Einn eða tveir voru orðnir allkaldir, en ég var mikið feginn þegar þetta var afstaðið á svo giftu- samlegan hátt sem raun bar vitni, því það er ekki árennilegt að nauð- lenda þotu á hafínu. Eg hugsaði um það eitt að ná fólkinu, var hrein- lega æstur í að koma því um borð.“ - á.j

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.