Morgunblaðið - 13.10.1987, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 13.10.1987, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987 45 i Ferðafélag íslands merkir nýja gönguleið eftir Tómas Einarsson 'ActÍ'.N Allt frá stofnun Ferðafélags ís- lands hefur það verið eitt af aðalmarkmiðum þess að kynna landið, náttúru þess og sögu þjóð- arinnar. Með skipulögðum ferðum, útgáfu á landslýsingum og ýmiss konar fræðslu hefur verið unnið að þessum markmiðum. Auk þess hafa félagið og deildir þess staðið fyrir byggingu sæluhúsa á mörg- um fegurstu og vinsælustu ferða- mannastöðunum í óbyggðum. Þar geta ferðamenn og aðrir átt ör- uggt skjól og dvalið í lengri eða skemmri tíma. Nú eru alls 27 sæluhús í eigu þessara aðila viðs- vegar um landið og geta samtímis gist í þeim um 850 manns. Er ekki að efa að þar hafa margir vegfarendur, hrakir og hráðir, fengið öruggt skjól eftir volk og harðræði á löngu ferðalagi. Þegar fyrstu sæluhúsin voru reist ferðuðust menn svo til ein- vörðungu um óbyggðimar á hestum. Síðan komu bílar til sög- unnar. Allt þetta skapaði aukna umferð um hálendið. Ferðafélagið tók fullan þátt í þessum breyttu ferðavenjum og greiddi fyrir þeim á allan hátt. Þá komu sæluhúsin, sem reist höfðu verið á hálendinu, að góðum notum og svo er enn. En með aukinni og betri tækni, betri vegum og þar af leiðandi skemmri tíma sem eytt er í ferðir milli staða hefur notkun sæluhús- anna hlutfallslega minnkað frá því sem var fyrir örfáum árum. En á sama tíma hefur fjöldi fótgang- andi ferðamanna í óbyggðum aukist að mun. Þetta fólk ber á bakinu tjöld og annan útbúnað til nokkurra daga dvalar fjarri mannabyggðum. Með þeim hætti hefur ferðamennskan færst inn á nýtt svið. Fólkið sækist eftir að komast á þá staði, sem ekki eru færir ökutækjum. Þá þarf oft að Hópnum var skipt í þijá flokka. Sá fyrsti merkti leiðina frá akvegin- um við Innriskúta áleiðis að Þverbrekknamúla. Hinir tveir héldu að Fúlukvísl. Annar þeirra merkti leiðina frá brúnni að sæluhúsi, en hinn fór frá brúnni til móts við þá sem komu frá vegi. Mcð þessum hætti gekk verkið bæði fijótt og vel og var lokið stuttu eftir hádegi. fara yfír mikil og straumhörð vantsföll, klífa brött og þokusæl fjallaskörð eða fara heilar dagleið- ir um flatt og kennileitasnautt land. Þessar aðstæður geta oft valdið erfíðleikum, ekki síst óvönu fólki, sem hefur litla eða enga reynslu í ferðalögum við slíkar aðstæður. Hin síðari ár hefur það verið eitt af stærri viðfangsefnum fé- lagsins að búa í haginn fyrir þessa ferðamenn, einkum með smíði lítilla brúa, smíði göngubrúa yfír stærri vatnsföll og merkingu gönguleiða. Ifyst var tekin fyrir leiðin milli Landmannalauga og Þórsmerkur. í lok síðasta áratugar hafði félag- ið byggt á þeirri leið þijú lítil sæluhús, öll fyrir fé úr eigin sjóð- ujn, þannig staðsett að þægilegt væri fyrir sæmilega göngufært fólk að fara á milli þeirra á nokkr- um klukkustundum. Leiðin var síðan öll merkt með tréstikum þannig að á auðri jörð að sumar- lagi ætti hver sem er að geta gengið hana án þess að eiga á Hér er Valdimar að ganga frá síðustu stikunni. Þar með var verk- inu lokið. Á þessu svæði er fádæma sqjóþungt. Brú var byggð yfir Fúlukvisl árið 1982. Veturinn eftir sligaðist hún af snjóþyngslum. Haustið 1985 var smíðuð önnur brú yfir ána á sama stað. Er hún miklu vandaðri og sterkari en sú fyrri og stendur á mun hærri stöplum. hættu að villast. Ennfremur byggði félagið tvær göngubrýr, einnig fyrir eigin reikning, aðra yfír Syðri-Emstruá og hina yfír Kaldaklofskvísl. Með þessum hætti hefur félagið stuðlað að úti- veru fjölda manns og kynnt þeim þetta stórkostlega göngu- og úti- vistarsvæði. Án þessa framtaks væri þessi hluti landsins flestum algjörlega óþekktur. Eftir að Ferðafélag íslands hafði lokið við þær framkvæmdir sem getið er hér að framan sneri það sér að næsta verkefni, en það var leiðin á milli Hvitámess og Hveravalla á Kili. Undan Langjökli að austan fell- ur áin Fúlakvísl. Hún rennur í Hvítárvatn. Mikið vatn er í ánni að sumarlagi. Því hefur svæðið milli hennar og Langjökuls verið mjög fáförult, en þar er að fínna marga áhugaverða og fagra staði, s.s. Hrútfell, Leggjabijót, Karls- drátt og Fróðárdal, auk margra annarra. Árið 1980 var smíðað 20 manna hús sem flutt var vestur yfír Fúlukvísl og sett niður skammt frá ánni undir Þver- brekknamúla, en hann liggur í suðaustur frá Hrútfelli. Tveimur árum síðar var byggð göngubrú á Fúlukvísl skammt frá húsinu og þar með opnaðist greið leið fyrir þá sem vildu skoða þetta svæði og einnig þá sem ætluðu í hús Jöklarannsóknafélagsins við Fjall- kirlcju í Langjökli. Þótt búið væri að byggja hús og smíða brú var samt eitt eftir: að merkja gönguleið að brúnni og þaðan að húsinu. Ferðafélagið á marga ósérhlífna velunnara sem telja ekki eftir sé að eyða tíma og jafnvel fé til að vinna því sem mest gagn. Einn þeirra er Valdimar G. Valdimar- son, en hann þekkja flestir er stunda ferðalög að einhveiju ráði um óbyggðir. Valdimar tók að sér að merkja leiðina. Hafði hann sam- band við nokkra kunningja sína sem voru fúsir að slást í för með honum og vinna þetta verk. Stik- umar voru síðan málaðar og glitmerktar á nokkrum kvöld- stundum. Er því var lokið var ekkert að vanbúnaði. Föstudagskvöldið 25. septem- ber sl. var svo lagt af stað áleiðis að Hvítámesi við Kjalveg, en þar átti að gista. Farið var á 6 bílum, en þátttakendur vom alls 17. Daginn eftir var verkið unnið og gist næstu nótt í húsinu við Þverbrekknamúla. Á sunnudaginn var gengið frá húsinu undir vetur- inn og komið heim um kvöldið. Meðfylgjandi myndir vom tekn- ar í þessari ferð og segja þær meira en nokkur orð. Að veqju var gott að gista i gamla sæluhúsinu við Hvitárvatn. Menn voru árla á fótum og eftir veqjuleg morgunstörf var „lagt í'ann“. Snemma á þessari öld var Kjalvegur varðaður. Þessi myndarlega varða, ein af mörgum, hefur staðið óhögguð í nærri 7 áratugi og ekki sjáanlegt að á því verði breyting. Hún er skammt frá brúnni. HSfundur er kenuari. MMJULMMÆ* MM JtJkAUM.MMXJtl « Mm..|í||M||||i|n|||H.,...-,-.. Sæluhúsið undir Þverbrekknamúla stendur um það bil 1 km fyrir vestan brúna. Er það til mikils öryggis einkum fyrir þá sem ferðast um Kjöl að vetrarlagi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.