Morgunblaðið - 12.07.1988, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988
29
Skotland:
Enn logar í borpallinum
Piper Alpha á Norðursjó
St. Andrews, frá Guðmundi Heiðari Frimannssyni, frettaritara Morgnnblaðsins.
ENN hefur ekki tekist að slökkva
eldana á olíuborpallinum Piper
Alpha og hefur slæmt veður gert
slökkviliðsmönnum erfitt fyrir. í
gærmorgun fundust þrjú lík til
viðbótar, en komið hafa fram
ásakanir um, að öryggis hafi
ekki verið nægilega gætt á pall-
inum. Hinna látnu var minnst við
guðsþjónustu í Aberdeen og
víðar um helgina.
yggismálum á Piper Alpha eftir
sprengingu á pallinum árið 1984.
Á sunnudag var Cullen lávarður,
dómari í Edinborg, tilnefndur for-
maður rannsóknarnefndar, sem
kanna á orsakir slyssins.
Jóhannes Páll páfi II sendi að-
standendum samúðarkveðju á
sunnudag og var hún lesin upp við
messu í Dómkirkju heilagrar Maríu
í Aberdeen. Minningarguðsþjónusta
um hina látnu fór fram í Aberdeen
og víðar á sunnudag. Flestir þeirra,
sem fórust, voru Skotar.
Menn Texasbúans Red Adair
komust um borð í Piper Alpha
snemma á sunnudag og tókst að
hreinsa nokkuð af braki af pallin-
um, en aðstæður voru mjög erfiðar
— stöðug hætta á sprengingum og
mikill hiti vegna eldanna — og urðu
þeir frá að hverfa síðar um daginn
vegna versnandi veðurs. Þeir félag-
ar verða að binda sig fasta með
köðlum við vinnuna vegna hálku á
pallinum. Þeir reyndu aftur að kom-
ast um borð í gær, en hvassviðri
kom í veg fyrir það.
Ef Adair og mönnum hans tekst
ekki að stöðva olíuna á pallinum
sjálfum, er ólíklegt, að þeim takist
að gera það með sérstökum örygg-
islokum, sem eru á hverri leiðslu
við sjávarbotninn. Þá verður
þrautalendingin að bora inn í þær
leiðslur, sem ekki hafa lokast. Það
kostar tugi milljóna punda.
Þrjú lík fundust í gærmorgun.
Hafa þá alls 20 lík fundist. Enn er
146 manna saknað, en 64 var bjarg-
að.
Ættingjar þeirra, sem létust,
hafa ásakað Occidental-olíufyrir-
tækið fyrir að hafa haft viðvaranir
um gasleka að engu 48 klukku-
stundum áður en aðalsprengingin
varð. Talsmenn fyrirtækisins hafa
neitað þessum ásökunum. John
Donaldson, fyrrum yfirmaður ör-
yggismála hjá Occidental, hefur
sakað fyrirtækið um að hafa haft
að engu tillögur um úrbætur í ör-
Reuter
Æftfyrir Ólympíuleikana
Þúsundir suður-kóreskra námsmanna og hermanna liggja kylli-
flatir með málmgjallir á Ólympíuleikvanginum í Seoul, en þeir
æfa stíft fyrir leikana, sem hefjast 17. september. Þessi búddíski
dans, sem sjá má á myndinni, er á dagskrá við slit leikanna.
Fréttin um að Sihanouk hefði
sagt af sér og ætlaði að setjast að
í París kom eins og þruma úr
heiðskíru lofti yfír stjórnarerind-
rekana, sem vinna nú að því að
deiluaðilar í Kambódíu komi sam-
an til viðræðna í Jakarta í Indó-
nesíu 25. júlí nk.
„Vegna brýnna ástæðna, sem
ég get ekki skýrt frá að sinni,
neyðist ég til að segja af mér sem
forseti samtakanna Lýðræðislegr-
ar Kambódíu," sagði í tilkynningu
Sihanouks en aðstoðarmenn hans
segja, að hann sé ekki þar með
hættur tilraunum sínum til að
koma á friði og taka aftur við
völdum í landi sínu.
Viðræðurnar í Jakarta áttu að
fara fram á milli skæruliðahreyf-
inganna þriggja í Kambódíu og
núverandi stjómvalda þar og síðar
með þátttöku Víetnama, Laosbúa
og aðildarríkja Suðaustur-Asíu-
bandalagsins.
Stjómarerindrekar velta því
sumir fyrir sér, að Sihanouk og
Son Sann, leiðtogi Hvítra khmera,
hyggist leggja fram sínar eigin
tillögur um að komið yrði í veg
fyrir, að Rauðir khmerar fengju
nokkm sinni að komast til valda
í Kambódíu, og aðrir telja, að Si-
hanouk muni koma til ráðstefn-
unnar í Jakarta sem einstaklingur.
Hefði hann þannig ftjálsari hendur
við að ræða beint við Hun Sen,
núverandi forsætisráðherra í
Kambódíu, og Víetnama.
Norodom Sihanouk furstiá flugvellinum í Bangkok skömmu áður
en hann hélt til Parísar. Á flugvellinum lýsti Sihanouk því yfir að
hann væri ekki hættur friðarumleitunum í Kambódíu, þrátt fyrir
að hann hefði sagt af sér forystu meðal skæruliðasveita landsins.
Viðræður um frið í Kambódíu:
Sihanouk fursti
segir af sér forystu
Bangkok. Reuter.
NORODOM Sihanouk fursti,
sem margir telja einan færan
um koma á friði í Kambódíu,
sagði í gær af sér sem formaður
fyrir samsteypu skæruliða-
hreyfinganna þriggja í landinu.
Kom afsögnin mjög á óvart en
talsmaður hans sagði hann
mundu áfram leggja sitt af
mörkunum í þágu lands síns og
þjóðar.
FLUGLEIÐIR
Allar nánari
upplýsingar
gefa
Flugleiðir
ísíma
25100
og
ferðaskrífstofur.
HLKYNNA
BROTTfÖR;
TIL
SALZBORGAR
Flug og gisting í
tvær nætur á
Rosenvilla hótelinu
fyrirkr. 15.990/
Helmings fluggjaldsafsláttur fyr-
irbörn.
Brottförfrá Salzborg
á sunnudögum kl. 13.45. Komið
til Keflavíkur kl. 15.25. Sunnu-
daginn 17. júlí frá Salzborg kl.
12.45. og sunnudaginn 24. júlí
kl. 21.45.
* Verðmiðaðviðtvo íherb.
Rosenvilla er 3ja stjörnu hótel.
Völ er á ódýrari og dýrari
gistingu.
FLUGLEIDIR