Morgunblaðið - 12.07.1988, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 12.07.1988, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988 29 Skotland: Enn logar í borpallinum Piper Alpha á Norðursjó St. Andrews, frá Guðmundi Heiðari Frimannssyni, frettaritara Morgnnblaðsins. ENN hefur ekki tekist að slökkva eldana á olíuborpallinum Piper Alpha og hefur slæmt veður gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir. í gærmorgun fundust þrjú lík til viðbótar, en komið hafa fram ásakanir um, að öryggis hafi ekki verið nægilega gætt á pall- inum. Hinna látnu var minnst við guðsþjónustu í Aberdeen og víðar um helgina. yggismálum á Piper Alpha eftir sprengingu á pallinum árið 1984. Á sunnudag var Cullen lávarður, dómari í Edinborg, tilnefndur for- maður rannsóknarnefndar, sem kanna á orsakir slyssins. Jóhannes Páll páfi II sendi að- standendum samúðarkveðju á sunnudag og var hún lesin upp við messu í Dómkirkju heilagrar Maríu í Aberdeen. Minningarguðsþjónusta um hina látnu fór fram í Aberdeen og víðar á sunnudag. Flestir þeirra, sem fórust, voru Skotar. Menn Texasbúans Red Adair komust um borð í Piper Alpha snemma á sunnudag og tókst að hreinsa nokkuð af braki af pallin- um, en aðstæður voru mjög erfiðar — stöðug hætta á sprengingum og mikill hiti vegna eldanna — og urðu þeir frá að hverfa síðar um daginn vegna versnandi veðurs. Þeir félag- ar verða að binda sig fasta með köðlum við vinnuna vegna hálku á pallinum. Þeir reyndu aftur að kom- ast um borð í gær, en hvassviðri kom í veg fyrir það. Ef Adair og mönnum hans tekst ekki að stöðva olíuna á pallinum sjálfum, er ólíklegt, að þeim takist að gera það með sérstökum örygg- islokum, sem eru á hverri leiðslu við sjávarbotninn. Þá verður þrautalendingin að bora inn í þær leiðslur, sem ekki hafa lokast. Það kostar tugi milljóna punda. Þrjú lík fundust í gærmorgun. Hafa þá alls 20 lík fundist. Enn er 146 manna saknað, en 64 var bjarg- að. Ættingjar þeirra, sem létust, hafa ásakað Occidental-olíufyrir- tækið fyrir að hafa haft viðvaranir um gasleka að engu 48 klukku- stundum áður en aðalsprengingin varð. Talsmenn fyrirtækisins hafa neitað þessum ásökunum. John Donaldson, fyrrum yfirmaður ör- yggismála hjá Occidental, hefur sakað fyrirtækið um að hafa haft að engu tillögur um úrbætur í ör- Reuter Æftfyrir Ólympíuleikana Þúsundir suður-kóreskra námsmanna og hermanna liggja kylli- flatir með málmgjallir á Ólympíuleikvanginum í Seoul, en þeir æfa stíft fyrir leikana, sem hefjast 17. september. Þessi búddíski dans, sem sjá má á myndinni, er á dagskrá við slit leikanna. Fréttin um að Sihanouk hefði sagt af sér og ætlaði að setjast að í París kom eins og þruma úr heiðskíru lofti yfír stjórnarerind- rekana, sem vinna nú að því að deiluaðilar í Kambódíu komi sam- an til viðræðna í Jakarta í Indó- nesíu 25. júlí nk. „Vegna brýnna ástæðna, sem ég get ekki skýrt frá að sinni, neyðist ég til að segja af mér sem forseti samtakanna Lýðræðislegr- ar Kambódíu," sagði í tilkynningu Sihanouks en aðstoðarmenn hans segja, að hann sé ekki þar með hættur tilraunum sínum til að koma á friði og taka aftur við völdum í landi sínu. Viðræðurnar í Jakarta áttu að fara fram á milli skæruliðahreyf- inganna þriggja í Kambódíu og núverandi stjómvalda þar og síðar með þátttöku Víetnama, Laosbúa og aðildarríkja Suðaustur-Asíu- bandalagsins. Stjómarerindrekar velta því sumir fyrir sér, að Sihanouk og Son Sann, leiðtogi Hvítra khmera, hyggist leggja fram sínar eigin tillögur um að komið yrði í veg fyrir, að Rauðir khmerar fengju nokkm sinni að komast til valda í Kambódíu, og aðrir telja, að Si- hanouk muni koma til ráðstefn- unnar í Jakarta sem einstaklingur. Hefði hann þannig ftjálsari hendur við að ræða beint við Hun Sen, núverandi forsætisráðherra í Kambódíu, og Víetnama. Norodom Sihanouk furstiá flugvellinum í Bangkok skömmu áður en hann hélt til Parísar. Á flugvellinum lýsti Sihanouk því yfir að hann væri ekki hættur friðarumleitunum í Kambódíu, þrátt fyrir að hann hefði sagt af sér forystu meðal skæruliðasveita landsins. Viðræður um frið í Kambódíu: Sihanouk fursti segir af sér forystu Bangkok. Reuter. NORODOM Sihanouk fursti, sem margir telja einan færan um koma á friði í Kambódíu, sagði í gær af sér sem formaður fyrir samsteypu skæruliða- hreyfinganna þriggja í landinu. Kom afsögnin mjög á óvart en talsmaður hans sagði hann mundu áfram leggja sitt af mörkunum í þágu lands síns og þjóðar. FLUGLEIÐIR Allar nánari upplýsingar gefa Flugleiðir ísíma 25100 og ferðaskrífstofur. HLKYNNA BROTTfÖR; TIL SALZBORGAR Flug og gisting í tvær nætur á Rosenvilla hótelinu fyrirkr. 15.990/ Helmings fluggjaldsafsláttur fyr- irbörn. Brottförfrá Salzborg á sunnudögum kl. 13.45. Komið til Keflavíkur kl. 15.25. Sunnu- daginn 17. júlí frá Salzborg kl. 12.45. og sunnudaginn 24. júlí kl. 21.45. * Verðmiðaðviðtvo íherb. Rosenvilla er 3ja stjörnu hótel. Völ er á ódýrari og dýrari gistingu. FLUGLEIDIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.