Morgunblaðið - 12.07.1988, Side 62

Morgunblaðið - 12.07.1988, Side 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1988 Kodak veitir styrk til íslenskra Ólympíufara Vinningstölurnar 9. júlí 1988. Heildarvinningsupphæð: Kr. 4.398.744,- KODAK Express gæðaframköll- un á íslandi hefur ákveðið að styrkja íslensku ólympíufarana til Seoui. Kodak Express gæðaframköllun eru framköllunarstaðir sem Kodak stendur að og tryggir gæði fram- leiðslunnar. í dag eru 15 slíkir stað- ir um allt land, en þeir eru Verslan- ir Hans Petersens hf., Bókaverslun Jónasar Tómassonar ísafirði, Ped- rómyndir og Nýja Filmuhúsið Akur- eyri, Bókaverslun Andrésar Níels- sonar Akranesi, Vöruhús KÁ Sel- fossi, Kaupstaður í Mjódd, Hljómval Keflavík, Radíóröst, Dalshrauni og Linnetstíg Hafnarfirði og Veda Hamraborg Kópavogi. Kodak, stærsti ljósmyndavöru- framleiðandi í heimi, er einn af stóru styrktaraðilum Ólympíuleik- anna í Seoul. Kodak fílmur verða hinar opinberu filmur leikanna. Reyndar hefur Kodak lengstum verið á einhvern hátt tengt Ólympíuleikum nútímans t.d. er að fmna auglýsingu frá Kodak í bók um úrslit frá fyrstu nútímaleikun- um, en jjeir voru haldnir í Aþenu 1896. A þeim leikum voru 285 keppendur frá 13 þjóðum. Í Seoul verða 10.000 keppendur frá 160 þjóðum. (Fréttatilkynning) Sýning í Bókakaffi CHRISTINE Attensperger opn- aði sýningn á vatnslitamyndum í Bókakaffi, Garðastræti 17, laug- ardaginn 9.júlí. Christine er fædd í Mnchen árið 1962 þar sem hún lauk stúdents- prófi 1982. Þá hóf hún nám í blóma- skreytingum og á sama tíma byij- aði hún að mála. Christine kom til íslands í sept- ember 1987 til að kynnast landinu á annan hátt en sem ferðamaður. Allar myndimar á sýningunni eru unnar hér og endurspegla áhrif dvalarinnar á hana. Sýningin verður opin mánudaga til laugardaga frá ld. 10 til 19. Henni lýkur 22. júlí. (Fréttatilkynning) Morgunblaðið/Hanna Hjartardóttir Verðlaunahafi í A flokki, Sleipnir frá Klaustri, knapi er Kristin Lárusdóttir. Kirkjubæjarklaustri: Kappreiðar á Sól- völlum í Landbroti Kirkj ubæjarklaustri. Hestamannafélagið Kópur hélt sínar árlegu kappreiðar á Sólvöll- um í Landbroti, laugardaginn 2. júlí sl. Var þar margt um manninn og fjöldi hesta, enda veður mjög gott. Helstu úrsiit urðu þau að í 300 m brokki sigraði íslandsmethafinn neisti frá Hraunbæ á 30,5 mín. og er það undir núgiidandi íslandsmeti. I flokki unglinga, yngri, sigraði Ólafur Fannar Vigfússon á Heru og fékk hann bikar tii eignar, þar sem þetta var þriðja árið í röð sem hann sigrar í þessum flokki. í eldri flokki unglinga sigraði Erlingur Sigurgeirs- son á Greifa. í A flokki gæðinga var stigahæst- ur Sleipnir frá Klaustri með einkunn- ina 8,17 og í B flokki Sindri frá Nikhól með einkuninn 8,20. Þá var einnig keppt í 150 og 250 m skeiði og 250 og 300 m stökki. Þá var það nýmæli á kappreiðum Kóps að unglingar sem hafa verið í reiðskóla félagsins voru með sýningu og þótti áhorfendum ánægjulegt og athyglisvert að sjá u.þ.b. 20 knapa framtíðarinnar sýna þar reiðskjóta sína. - HFH 1. vinningur var kr. 2.202.746,- Aðeins einn þátttakandi var með fimm réttar tölur. 2. vinningur var kr. 660.060,- og skiptist hann á milli 190 vinningshafa, kr. 3.474,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.535.938,- og skiptist á milli 6.047 vinn- ingshafa, sem fá 254 krónur hver. Miiljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingarsími: 685111 Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags °g loka ekki fyrr en 15 mínútum -3 fyrir útdrátt. Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasími: 685111 Ný og end- urbætt leiðabqk fráBSI FYRIR skömmu kom út ný Leiðabók hjá Bifreiðastöð ís- lands hf. Breytingar hafa verið gerðar á bókinni og er hún efn- ismeiri en áður. Bókin hefur komið út í hálfa öld. Auk kafla um áætlanir sérleyf- isbifreiða eru allar ferðir sem farn- ar eru með leiðsögn í bókinni en slíkar ferðir eru nefndar sérferðir. Þessar ferðir eru um 30 talsins, allt frá stuttum skoðunarferðum til nokkurra daga hálendisferða. I bókinni er einnig sérstakur kafli um gistiþjónustu í landinu svo og ferjur og svokallaðar flugrútur sem gefa fólki kost á að aka aðra leið til áfangastaðar en fljúga hina. Bókin fæst í Umferðamiðstöð- inni og á helstu ferða- og upplýs- ingamiðstöðvum um land allt. MERKI UM GÓÐAN ÚTBÚNAÐ VEIÐIKASSAR OG STANGAHÓLKAR Fást í nœstu sportvöruverslun. Frá fundi Kodak Express gæðaframköllunar með Ólympíunefnd. Frá vinstri: Örn Eiðsson formaður fjáröflunarnefndar, Sveinn Björnsson forseti ÍSÍ, Elín Agnarsdóttir frá Hans Petersen hf. full- ^trúi Kodak Express gæðaframköllunar og Gísli Halldórsson formað- ur Ólympíunefndar. pVJ Nýja Leidabókin. nicoií>v oív

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.