Morgunblaðið - 15.12.1988, Side 24

Morgunblaðið - 15.12.1988, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988 Blómasalur ';i £:f‘;XN . k 1 Okkar landsþekkta víkingaskip er hlaðið gómsætum réttum þannig að allirfinna eitthvað Ijúffengt við sitt hæfi fyrir jólin. Verð pr. mann aðeins kr. 995.- Borðapantanirísíma 2 23 22. LOFTLEIÐIR HÓTEL Höft og hagsæld Békmenntir Guðmundur H. Frímannsson Jakob F. Ásgeirsson: Þjóð í hafti, Almenna bókafélagið, 1988. Það er sumum bókum gefið að varpa ljósi á samtíma sinn, svo að maður skilur hann ögn betur en áður. Þetta gera þær með ýmsum hætti og alltaf jafn skemmtilegt að rekast á slíkar gersemar. Þessi bók á þvi láni að fagna að gefa lesendum sínum skarpari sýn á samtímann, sér- staklega í ljósi þeirra atburða, sem hafa orðið í stjómmálum á síðustu mánuðum. Hún gerir það með því að segja sögu haftanna á þijátíu ára tímabili í íslandssögu þessarar aldar. Það eru kannski ekki ýkja frumlegar sögulegar rannsóknir í bókinni, en það er dregið fram ýmislegt, sem skiptir miklu máli til að skilja samtímann, og bryd- dað upp á mörgu forvitnilegu efni. Og svo er sagan sérstaklega læsi- leg og skipuleg. Mér hefur stundum orðið það umhugsunarefni af hveiju við- reisnarstjómin á sjöunda áratugn- um hefur yfir sér svo mikinn ljóma, sem raun ber vitni. Menn nefna til skýringar, að þá hafi verið meiri festa í stjómmálum en á nokkru öðru tímabili í sögu lýð- veldisins, almenn hagsæld hafi aukist verulega og ýmislegt ann- að. Þegar ég las bók Jakobs F. Ásgeirssonar skildi ég á ýmsan hátt betur en áður hvílík stökk- breyting varð í íslenskum stjórn- EINDAGI . SKILA . A STAÐGRBÐSLUFC Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reiknuðu endurgjaldi mánaðarfega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15. hvers mánaðar. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eðaeftirá. Með skilunum skal fylgja greinargerð á sérstökum eyðublöðum „skilagreinum", blátt eyðublað fyrir greidd laurt og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allarfjárhæðir skulu vera í heilum krónum. Allir launagreiðendur og sjálfstæðir rekstraraðilar eiga að hafa fengið send eyðublöðfyrirskilagrein. Þeirsem einhverra hluta vegna hafa ekki fengiö þau snúi sér til skattstjóra, gjaldheimtna eða innheimtumanna ríkissjóðs. - gerið skil fyrir fimmtánda. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI málum með valdatöku viðreisnar- stjómarinnar. Það er nánast eins og nýjar reglur taki gildi, þjóðin semji nýja sátt við sjálfa sig. Þetta á sérstaklega við um höftin og þann þankagang, sem þeim fylgdi. Það er svo merkileg staðreynd, að þessi breyting, þessi nýja sátt, stendur enn. Þótt ýmislegur háv- aði í þjóðlífinu skyggi á þessa stað- reynd, þá er hún engu að síður ljós, þegar dýpra er skyggnst. Þeir stjómmálamenn, sem reyna að ganga á þessa sátt, tefla framtíð sinni og fylgismanna sinna í tvísýnu eða verða að sætta sig við að vera homkerlingar. Þetta- er nokkuð mikil bók að vöxtum, þijátíu kaflar með út- drætti á ensku, heimildaskrá, ívitnanaskrá og skrá yfir manna- nöfn. I henni er rakin saga haft- anna frá því upp úr 1930 og þar til viðreisnarstjómin tekur við í nóvember 1959 og haftasögunni lýkur í öllum aðalatriðum. Hér er saman dreginn mikill fróðleikur, vel og skipulega settur fram. Höf- undurinn segir í inngangi að hann hafi ætlað sér að setja saman læsi- legt yfirlit um sögu haftaáranna, „þegar við sjálfír afnámum versl- unarfrelsið sem við höfðum svo ákaft barist fyrir að heimta úr höndum Dana.“ (Bls. 9.) í þessum orðum kemur fram tvennur til- gangur höfundar. Hann fer ekki í launkofa með að haftastefnan hafi í öllum aðalatriðum ekki verið á rökum reist og rekur sögu haf- tanna og telur að hún sé rök fyrir þessari skoðun. Ég get ekki metið fyllilega, hvemig til hefur tekist að segja söguna, vegna þess að ég hef engan kost á að skoða heim- ildir. En það eru engir augljósir brestir. Ivitnanir eru valdar af smekkvísi og dómgreind og falla vel inn í frásögnina. Höfundurinn stillir sig um að dæma, en lætur menn tala sjálfa og lætur lesend- um eftir að draga sínar ályktanir. Það er ágæt tillitssemi að sleppa \ því að nefna þá embættismenn, sem framfylgdu haftastefnunni. Ég get vel séð hvemig talsmenn haftanna vildu færa fram máls- bætur vegna ýmissa atriða í sög- unni, en ég held að engum bland- ist hugur um, að niðurstaða sög- unnar sé rétt: Höftin voru mistök frá rótum, margfölduðu vandann miðað við þann, sem þau leystu. Það er raunar til marks um við- reisnarsáttina, að ég hygg að eng- um dytti í hug í alvöru nú að mæla höftunum bót eða reyna að taka þau upp aftur. Mér virðist að orsakasamhengið sé hugsað eitthvað á þennan veg. í kreppunni í upphafí fjórða ára- tugarins varð verðfall á útfluttum afurðum. Sjávarújtflutningsfyrir- tæki, sem voru áðalútflutnings- fyrirtækin, fengu því færri krónur en áður fyrir vöruna.jSamsvarandi minnkun á kostnaoi varð ekki. Útflutningur landsins í heild varð verðminni, en ekki dró úr eftirsókn í erlendan gjaldeyri. Það olli gjald- eyrisþurrð, sem í fyrstunni var mætt með iánum í útlöndum, en síðan með höftum til að koma í veg fyrir streymi gjaldeyris úr landinu. Orsökin fyrir höftunum er of lágt verð á erlendum gjald- eyri, sem skapar jafnvægisleysi í efnahagslífínu. Einnig þurfti að beina fjármagni til útgerðar vegna skráningarinnar á gjaldeyrinum. Það er snöggur blettur á lýsing- unni í bókinni, að þar er talað um rétta gengisskráningu á fleiri en einum stað. Þetta hefði þurft að skýra. Er til dæmis átt við gengi, sem gerði útgerðinni kleift að bera sig? Er átt við gengi, sem skapað hefði jafnvægi í efnahagslífinu? Þetta tvennt getur farið saman, en þarf ekki nauðsynlega að gera það. Svipaðir hlutir áttu sér stað á fjórða áratugnum og á árabilinu Jakob F. Ásgeirsson frá 1945-1959, nema að þá bætist við það lygilega oflæti yfírvalda og hagfræðinga, að mögulegt sé að skipuleggja efnahagslífið í smæstu smáatriðum. Verstu haft- atímabilin eru 1934-1939 og 1947-1949. Dauðateygjur hafta- stefnunnar er vinstri stjómin, sem sat frá 1956-1958. íslendingar fóru ekki að rétta úr kútnum eftir kreppuna fyrr en á stríðsárunum seinni, vegna þess að haftastefnan kom í veg fyrir endurreisn efnahagslífsins. Ný- sköpunarstjórnin eyðir síðan á ör- skömmum tíma gjaldeyrisvara- sjóðum, sem safnast höfðu á stríðsárunum, enda ótrúleg eyðslustjóm. Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt, að eftir aðrar eins hörmungar og seinni heimsstyij- öldin var, að það taki nokkur ár, jafnvel áratug, að afnema þau höft og afskipti, sem em óhjá- kvæmileg á stríðstímum. En á ís- landi var líka við þá áráttu að kljást, að stjómmálamenn vildu vera með nefið ofan í hvers manns koppi í stað þess að stjórna landinu. Og merkir hagfræðingar reyndu að rökstyðja þá skoðun, að það væri einmitt listin við að stjóma landinu. Afleiðingin varð síðan það efnahagslega stórslys, sem Fjárhagsráð var. Það er margt merkilegt við þessa bók. í henni má sjá rætur margra þeirra deilna, sem enn setja svip á íslensk stjórnmál. Ég hygg að hárin rísi á fleiri lesendum en mér, þegar þeir lesa frásögnina af uppgangi SÍS í skjóli valds Framsóknarflokksins. Frásögnin af beitingu höfðatölureglunnar og rökstuðningnum fyrir honum er reyfaralegri saga en margan grunar. Hún er reyfaraleg vegna þess að hún er svo augljóst rang- læti. Annað dæmi er úr því fræga Áliti hagfræðinganefndarinnar frá 1946: „Innflytjendur og aðrir, sem hafa erlend viðskiptasam- bönd, hafa, þrátt fyrir gjaldeyri- seftirlitið, aðstöðu til að koma fé undan í stómm stíl, og mun það aðallega gért á tvennan hátt: 1) Erlendum umboðslaunatekjum er ekki skilað til bankanna, 2) Vömr frá útlöndum og þjónusta þaðan, er, eftir samkomulagi við erlenda viðskiptavini, fært á sölureikninga með hærra verði en rétt er.“ (Bls. 172.) Draugagangur í íslenskum stjómmálum er tíðari en margur hyggur. Ýmislegt fleira mætti tína til úr bókinni. Það er einn kosturinn við fijálsa verslun að maður þarf ekki að trúa neinum flóknum kenriingum um frelsið til að skilja hana og rökstyðja, þótt4 það skaði ekki. Kostir hennar einfaldlega segja sig sjálfír af staðreyndum sögunnar öllum, sem vilja óbrenglaðir sjá þá. Þetta á sérstaklega við um Islendinga vegna þeirrar sögulegu arfleifðar, sem einokunarverslunin og baráttan gegn henni var. Þessi bók er verðug málsvörn viðskipta- frelsisins og öflugrar innlendrar athafnamannastéttar með því einu að segja sögu haftanna vel og skilmerkilega.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.