Morgunblaðið - 15.12.1988, Page 26

Morgunblaðið - 15.12.1988, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988 Landsþing Flugmálafélags íslands: Ragnar J. Ragnars- son kjörinn forseti FLUG Pétur PJohnson LANDSÞING Flugmálafélags íslands var haldið fyrir skömmu á Hótel Loftleiðum í Reykjavík. Alls mættu fjörtíu og átta fulltrúar fi-á sautján aðildarfélögum flugmálafélagsins, en alls eru aðildar- félög félagsins tuttugu og tvö. Þingstörf hófust um morgunin með aðalfundum hinna ýmsu sérgreinadeilda félagsins, en í þeim fer aðalstarf Flugmálafélagsins fram. Landsþingið sjálft hófst að lo- knu hádegishléi með því að fráfar- andi forseti Flugmálafélagsins, Friðrik Pálsson, setti þingið. Þing- forseti var kjörinn Þorgeir Áma- son, Svifflugfélagi íslands og rit- ari þingsins Höskuldur Frímanns- son úr sama félagi. í skýrslu stjómar, sem Friðrik Pálsson flutti, kom fram að margt hefur áunnist frá því að fimmtíu ára afmælisþing Flugmálafélagsins var haldið á Akureyri í október 1986. Á afmælisþinginu voru gerðar veigamiklar breytingar á lögum og starfsháttum félagsins sem gjörbyltu starfsemi þess og hafa þær auðsjáanlega náð tilætl- uðum árangri. Starfsemi deilda er nú vel skipulögð, en þær leystu af hólmi fagneftidir sem áður voru starfræktar. Það kom greinilega fram í máli Friðriks, að Flugmálafélagið er í stöðugri sókn. Félagið hefur sinnt mörgum hagsmunamálum og félagslegum þáttum þar með talið nýreist félagsmiðstöð flugá- hugamanna á Helluflugvelli. Or- yggismál hafa verið ofarlega á baugi á tímabilinu og var því ör- yggisnefnd Flugmálafélagsins sett á laggimar snemma árs 1987. Þessi néfnd, sem er undir foiystu Stefáns Sæmundssonar, hefur starfað ötullega að ýmsum mál- efnum er varða auknu öryggi í öllum greinum áhugaflugs. Stjóm félagsins lét einnig tii sín heyra á opinberum vettvangi varðandi framtíðarskipan flugkennslumála í landinu. Aðildarfélög Flugmálafélagsins eru nú tuttugu og tvö um land allt með á sjöunda hundrað félags- manna. Á þeim tveimur árum sem liðnar eru frá síðasta landsþingi hafa alls þijátíu og þijár keppnir verið haldnar í hinum flölbreyti- legum flugíþróttagreinum þar af níu íslandsmót og eitt Norður- landamót. Flugmálafélagið tekur nú virk- ari þátt en áður í samstarfi flug- málafélaganna á Norðurlöndum og hvatti Friðrik til þess að áfram yrði haldið á sömu braut en hann taldi að Flugmálafélagið og aðild- arfélögin nytu bara góðs af þess- ari samvinnu. Friðrik Pálsson lýsti því yfir að hann gæfi ekki kost á sér til end- urkjörs sem forseti Flugmálafé- lagsins, en mælti eindregið með að fundarmenn styuddu framboð Ragnars J. Ragnarssonar í það embætti. í stjóm Flugmálafélags- ins sitja alls tíu menn, forseti og Qórir aðrir eru kosnir af lands- þingi en til viðbótar þeim eru for- menn sérgreinadeilda. Við stjóm- arlcjör kom fram að auk Friðriks Ný stjórn Flugmálafélags íslands, f.v. Ragnar J. Ragnarsson, Höskuldur Frímannsson, Stefan Sæmundsson, Kristján Víkingsson, Ágúst Ogmundsson, Axel Sölvason og Gunnar Þorvaldsson. í stjórninni eru einnig Birgir Siguijónsson, Hartmann Guðmundsson og Jóhann ísberg. gáfu ekki kost á sér Davíð Jó- hannsson, annar varaforseti og Kári Guðbjömsson, fjármálastjóri. Aðeins einn listi var borinn fram og samþykktu fundarmenn kjör hans með lófataki. Stjóm Flug- málafélagsins er því nú þannig skipuð: Ragnar J. Ragnarsson, forseti, Stefán Sæmundsson, fyrsti varaforseti, Kristján Víkingsson, annar varaforseti, Ágúst Ögmundsson, ritari, Hart- mann Guðmundsson, Ijármála- stjóri, Birgir Siguijónsson, form- aður Fallhlífasambands Islands, Axel Sölvason, formaður flugmódeldeildar, Jóhann ísberg, formaður svifdrekadeildar, Hös- kuldur Frímannsson, formaður svifflugdeildar og Gunnar Þor- valdsson, formaður vélflugdeildar. Samþykkt var á landsþinginu að næst yrði það haldið að tveim- ur árum liðum«á Egilsstöðum. Morgunblaöið/PPJ Fráfarandi forseti Flugmálafélags Islands, Friðrik Pálsson (t.h.), óskar jiýkjömum forseta, Ragnari J. Ragnarssyni velfarnaðar í starfi að loknu landsþingi félagsins. Flugleiðamenn skoða Dash 8 FLUG Morgunblaðið/PPJ Elíeser Jónsson flugmaður framan við TF-ERR, Rockwell Turbo Commander-flugvél Flugstöðvarinnar hf. Ljósmyndaflug í Mið- Afríkulýðveldinu Morgunblaðið/PPJ De Havilland Canada Dash 8 flugvél sem sýnd var Flugleiðamönn- um. FLUG Pétur PJohnson ELÍESER Jónsson flugmaður og aðaleigandi Flugstöðvarinn- ar hf. lagði af stað frá Reykjavík snemma dags mánu- daginn 12. desember á flugvél sinni TF-ERR áleiðis til Mið- Afrikulýðveldisins þar sem hann dvelur fram eftir vetri við ljósmyndaflugsverkefiii fyrir kanadíska aðila. Flugstöðin hf. keypti flugvélina TF-ERR, sem er skrúfuþota af gerðinni Rockwell Turbo Com- mander, árið 1980. Gerðar voru á vélinni ýmsar kostnaðarmiklar breytingar til að gera hana hæfa til Ijósmyndaflugs vegna land- mælinga en Flugstöðin hf. hefur um árabil séð um allt ljósmynda- flug Landmælinga rikisins. Hér- lendis er einungis mögulegt að stunda Ijósmyndaflug vegna land- mælinga yfir hásumarið og því hefur Elíeser leitað fyrir sér um verkefni erlendis fyrir flugvélina sína. Frá því haustið 1981 hefur Eiíeser flækst víða um lönd við ljósmyndaflug á TF-ERR og hefur m.a. verið Qórum sinnum við verk- eftii austur í Nepal. Hann hefur einnig verið þrívegis við ljós- myndaflug í Líberíu í Afríku, nokkrum sinnum í löndum við Persíuflóann, í Gfneu í Afríku, Bretlandi, við Aruba í Karibíuhafi og sl. vor í vesturhluta Kanada. Nú í haust fór Elíeser með TF-ERR til Oklahoma-fylkis í Bandaríkjunum þar sem vélin var tekin í stórskoðun, skipt um ýmsa hluti í hreyflum og vélin öll mál- uð. Þegar heim var komið í lok nóvember héldu margir að Flug- stöðin hefði eignast nýja TF-ERR, svo glæsileg er vélin orðin. En ekki var staldrað við lengi hér heima og verða Elíeser og TF- ERR því í hlýrra loftslagi um jólin. - PPJ Pétur P. Johnson NÚ STYTTIST óðum í ákvarð- anatöku Flugleiða um kaup á væntanlegum arftaka Fokker F. 27 Friendship á innanlands- leiðum félagsins. Sölumenn þeirra þriggja framleiðenda sem helst koma til greina, fransk-ítalska samsteypan ATR, Boeing/de Havilland frá Kanada og Fokker frá Hol- landi, eru tíðir gestir i höfuð- stöðvum Flugleiða og lofsamar hver sína flugvélategund. Sölu- mennirnir hafa ekki ládð það nægja að leggja fram súlurit og hagkvæmniútreikninga fyr- ir sinar flugvélar heldur hafa þeir einnig komið með vélarnar hingað til lands. Fyrri skömmu heimsóttu fulltrúar de Havilland Flugleiðir með Dash 8-vél sína. Þessa tilteknu vél átti að afhenda flugfélags á Formósu, en hafði hér viðdvöl og var sýnd forráðamönnum félagsins og flug- mönnum innanlandsdeildar. De Havilland Canada, sem nú er í eigu Boeing-samsteypunnar, býður tvær gerðir af Dash 8 vél- um. Minni gerðin, Dash 8 sería 100, tekur um 37-40 farþega. Þessi útgáfa er knúin tveimur 2000 hestafla Pratt & Whitney PW120A skrúfuhverflum og er farflugshraði vélarinnar um 491 km/klst., sem er ívið meiri en farflugshraði Fokker F.27. Stærri gerðin af Dash 8, sería 300, tekur um 50-56 farþega, en hún er knúin aflmeiri hreyflum, 2.380 hestafla Pratt & Whitney PW123 skrúfuhverflum. Báðar útgáfur Dash 8 geta athafnað sig frá þeim flugbrautum sem flugvélar Flug- leiða nota í dag. Farþegarými Dash 8 er bjart og rúmgott. Skipan sæta í far- þegarými er svipað því sem er í Fokker F.27 þ.e.a.s. að sætin eru fjögur í hverri röð með gangveg fyrir miðju, en yfir sætunum eru lokuð hólf þar sem farþegar geta geymt handfarangur og yfirhafn- ir. Farþegadyr eru að framan- verðu, en lestarrými fyrir farang- ur og vörur, sem tekur um 8,5 rúmmetra, er aftan við farþegarý- mið og fer hleðsla um sérstakar dyr. Ef farþegaflutningar eru litl- ir og vöruflutningar þeim mun meiri er hægt að stækka lestar- tými Dash 8 með því að fækka sætum og færa þilið sem er á milli farþega- og lestarrýmis fram eftir þörfum. Þetta fyrirkomulag þekkja margir farþegar á innan- landsleiðum Flugleiða frá gömlu F.27 vélunum, en í þeim er lestar- rýmið að framanverðu og færist þilið því aftur eftir vélinni. Fyrsta flugvélin afhent íárslok 1984 Fyrsta flugvél af gerðinni de Havilland Dash 8 var afhent frá verksmiðju í árslok 1984, en vélin sem sýnd var Flugleiðum nú er sú 111. af framleiðslulínunni. Alls hefur de Havilland selt um tvö hundruð fimmtíu og tvær Dash 8 flugvélar, en þar af eru fjörutíu og átta af stærri gerðinni. Kaup- verð minni útgáfunar af Dash 8 er 7-7,5 milljónir Bandaríkjadala, eða 318-341 milljón króna, en meðalverð stærri gerðarinnar er um 8,8 milljónir dalir, eða um 400 milljónir króna. Stjómendur Flugleiða eru nú að yfirfara rekstur innanlands- flugs félagsins. Verið er að skil- greina flugvélaþörf innanlands- flugsins miðað við flutningsmagn viðkomustaða, ferðatíðni og stærð flugvéla. Þess er að vænta að nið- urstöður þessara athugana liggjá fyrir eftir áramótin og verður ákvörðun um framtíðar flugvéla- kost innanlandsflugsins væntan- lega tekið næsta vor.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.