Morgunblaðið - 15.12.1988, Page 39
PIMM^l>AQyR 15;jDgSEMBEfi 1988
Q39
Fréttaflutningur frá Afríkulöndum:
Ritskoðun hamlar
gegn endurbótum
New York Times.
HEIFTARLEGU STU óeirðir,
sem stjórnvöld i Alsír hafa þurft
að kljást við í 25 ár, urðu í októ-
ber síðastliðnum. Samt liðu
nokkrir dagar þar til PANA-
fréttastofunni, sameiginlegri
stofiiun fiestra Afríkuríkja sem
hefur aðsetur í borginni Dakar
í Senegal, bárust fregnir af átök-
unum frá fréttastofu Alsír sem
á aðild að PANA. Þá loks byrj-
uðu Qarritar að tifa - send var
opinber tilkynning stjórnvalda
um málið. Fréttamaðurinn Ja-
mes Brooke Qallaði nýlega um
þrengingar PANA.
Auguste Mpassi-Muba frá Kongó
er framkvæmdastjóri PANA og fyr-
ir áratug barðist hann ásamt félög-
um sínum hatramlega fyrir því sem
þeir nefndu „nýja skipan alþjóða-
legrar fréttamennsku." Þeir kröfð-
ust þess að Afríkuþjóðir yrðu fram-
vegis ekki háðar vestrænum frétta-
stofum er þeir sögðu að væru ávallt
neikvæðar og endurspegluðu hlut-
drægni fréttamanna á Vesturlönd-
um.
Árið 1983 var ný fréttastofa
stofnuð með tæknilegri aðstoð
Menningarstofnunar Sameinuðu
þjóðanna (UNESCO) og markmiðið
var háleitt: „Lagfærum þá af-
skræmdu mynd sem erlendar
fréttastofur hafa með hlutdrægni
og neikvæðum upplýsingum dregið
upp af Afríku, ríkjum hennar og
þjóðum."
Fimm árum eftir að fyrstu frétt-
imar voru sendar frá PANA beina
fréttamenn hennar enn spjótum
sínum að fréttaflutningi Vestur-
landabúa. Reynslan hefur þó orðið
til þess að þeir ræða nú ekki síður
um nauðsyn „nýrrar skipunar í
afrískri fréttamennsku."
„Það er sannarlega kominn tími
til þess að opinber, miðstýrður, rit-
skoðaður eða hlutdrægur frétta-
flutningur frá Afríkulöndum víki
fyrir fréttum sem aflað er með virð-
ingu fyrir ólíkum skoðunum og við-
horfum, með ftjálsum aðgangi að
ýmsum opinberum og óopinberum
heimildum," sagði Mpassi-Muba í
ræðu er hann hélt í Kaíró í septem-
ber.
Það voru Einingarsamtök Afrík-
uríkja (OAS) sem komu fréttastof-
unni á laggimar og PANA byggir
dagleg fréttaskeyti sín að miklu
leyti á fréttum ríkisfréttastofanna
í aðildarlöndunum 45. Stundum eru
eyðumar í fréttaflutningnum yfir-
þyrmandi.
Seint í ágúst frömdu menn af
Tutsi-ættbálknum, sem hefur töglin
og hagldimar í smáríkinu Burundi,
Qöldamorð á Hutu-mönnum. Um
allan heim vom þetta forsíðufréttir
en Agence Burundaise de Presse,
fréttastofa landsins og þar með
fréttauppspretta PANA, þagði
þunnu hljóði.
Stjómendur PANA eru sömuleið-
is óánægðir með að stjómir Afrík-
uríkjanna skuli ekki hafa fylgt bet-
ur eftir ádeilum sínum á nýlendu-
stefnuna með fjárframlögum.
Síðustu árin hefur fréttastofan að
jafnaði aðeins fengið greidd um 40%
af skylduframlögum aðildarríkj-
anna. Eftir neyðarfund síðastliðið
sumar hækkaði hlutfallið í 75%.
Stofnunin byggir afkomu sína einn-
ig á fjárframlögum frá vestrænum
löndum.
Bretland:
Aukakosningar
í Epping Forest
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
AUKAKOSNINGAR fara fram í
kjördæminu Epping Forest í dag.
Allar lfkur eru taldar á, að íhalds-
fiokkurinn haldi kjördæminu.
Epping Forest er í Essex, rétt norð-
ur afi Lundúnum. Það er eitt tiygg-
asta kjördæmi íhaldsflokksins í öllu
landinu. í síðustu kosningum hlaut
frambjóðandi hans rúmlega 31 þús-
und atkvæði, en frambjóðandi Banda-
lagsins, sem þá var, hlaut 10 þúsund
og var í öðru sæti.
Fyrrum þingmaður íhaldsflokks-
ins, Sir John-Biggs Davidson, lést
fyrr á árinu, og vegna einmennings-
kjördæmanna verður ævinlega að
lqósa á ný, þegar þingmaður hverfur
af þingi.
Erfiðara efnahagsástand í Epping
Forest virðist ekki hafa áhrif á kjós-
endur. Hins vegar má greina blendna
afstöðu til stjómvalda. Fólki finnst
þau hafi tapað sambandi við almenn-
ing og vilji að greitt sé fyrir alla
hluti, jafnvel heilbrigðisþjónustuna.
Talið er, að þetta dragi úr meirihluta
íhaldsflokksins, en steypi honum
ekki. Búist er við dræmri kjörsókn.
Frambjóðendur Verkamanna-
fiokksins og fyrrum Bandalagsflokk-
anna, Fijálslynda lýðræðisflokksins
og Jaftiaðarmannaflokksins, eiga við
mun meiri erfiðleika að etja en fram-
bjóðandi íhaldsflokksins. Verka-
mannaflokkurinn virðist aldrei ætla
að losna við sundurlyndisfiandann og
erfiða steftiu í vamarmálum. Klofn-
ingurinn á milli flokka Bandalagsins
hefur valdið því, að kjósendur virðast
ekki gera sér grein fyrir, hver er
hvað.
Kína:
SrIr sl
þroska-
heftum
konum
Peking. Daily Telegraph.
KÍNVERSKA lögreglan hef-
ur komið upp um ábatasama
sölu á þroskaheftum konum
til bænda sem vilja undir-
gefiiar eiginkonur, segir í
kinverska dagblaðinu Xin-
min nýlega.
Þroskaheftar konur em sér
í lagi dýrar, segir í blaðinu, þar
sem bændumir telja að þær
hlaupist síður á brott. Þá er
greint frá því að lögreglan í
norðurhluta Hebei-héraðs hafi
haft hendur í hári tuttugu
manna sem byggðu afkomu
sína á kvennasölu.
Kínverskir embættismenn
hafa viðurkennt að sala á kven-
fólki, sem talið var að hefði
verið upprætt við valdatöku
kommúnista seint á fimmta
áratugnum, væri að færast í
vöxt í sveitum landsins.
Umræða um hlutskipti
þroskaheftra hefur borið hátt í
Kína að undanfömu. í Gansu-
héraði hafa gengið í gildi lög
sem kveða á um að þroskaheft-
ir einstaklingar skuli vanaðir
áður en þeir ganga í hjónaband.
HUÓÐFÆRAHÚS REYKJAVÍKUR
Stórglæsileg verslun á tveimur hæðum
BJERTON sænskir,
handsmíðaðir gítarar
í sérgæðaflokki.
fiðlur, hag-
3rð, flestar
MIKIÐ ÚRVALaf
nótnabókum fýrir öll
hljóðfæri. Einnig öll
vinsælujólalöginá
nótum.
LINGUAPHONE
tungumálanámskeið
fyrir byrjendurog
lengra komna.
KLASSÍSK TÓNLIST
Stórkostlegt úrval á
plötum, geisladiskum
og kassettum.
HOHNER
munnhörpur
fýriralla.
Gott verð.
m
Póstkröfusími
allan sólarhringinn
stmsvari: 680685
Stórkostlegt úrval
af jazz og nýjasta
nýtt í poppinu.
FÆRAH
LAUGAVEGI 96 - SÍMI 13656