Morgunblaðið - 15.12.1988, Síða 39

Morgunblaðið - 15.12.1988, Síða 39
PIMM^l>AQyR 15;jDgSEMBEfi 1988 Q39 Fréttaflutningur frá Afríkulöndum: Ritskoðun hamlar gegn endurbótum New York Times. HEIFTARLEGU STU óeirðir, sem stjórnvöld i Alsír hafa þurft að kljást við í 25 ár, urðu í októ- ber síðastliðnum. Samt liðu nokkrir dagar þar til PANA- fréttastofunni, sameiginlegri stofiiun fiestra Afríkuríkja sem hefur aðsetur í borginni Dakar í Senegal, bárust fregnir af átök- unum frá fréttastofu Alsír sem á aðild að PANA. Þá loks byrj- uðu Qarritar að tifa - send var opinber tilkynning stjórnvalda um málið. Fréttamaðurinn Ja- mes Brooke Qallaði nýlega um þrengingar PANA. Auguste Mpassi-Muba frá Kongó er framkvæmdastjóri PANA og fyr- ir áratug barðist hann ásamt félög- um sínum hatramlega fyrir því sem þeir nefndu „nýja skipan alþjóða- legrar fréttamennsku." Þeir kröfð- ust þess að Afríkuþjóðir yrðu fram- vegis ekki háðar vestrænum frétta- stofum er þeir sögðu að væru ávallt neikvæðar og endurspegluðu hlut- drægni fréttamanna á Vesturlönd- um. Árið 1983 var ný fréttastofa stofnuð með tæknilegri aðstoð Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) og markmiðið var háleitt: „Lagfærum þá af- skræmdu mynd sem erlendar fréttastofur hafa með hlutdrægni og neikvæðum upplýsingum dregið upp af Afríku, ríkjum hennar og þjóðum." Fimm árum eftir að fyrstu frétt- imar voru sendar frá PANA beina fréttamenn hennar enn spjótum sínum að fréttaflutningi Vestur- landabúa. Reynslan hefur þó orðið til þess að þeir ræða nú ekki síður um nauðsyn „nýrrar skipunar í afrískri fréttamennsku." „Það er sannarlega kominn tími til þess að opinber, miðstýrður, rit- skoðaður eða hlutdrægur frétta- flutningur frá Afríkulöndum víki fyrir fréttum sem aflað er með virð- ingu fyrir ólíkum skoðunum og við- horfum, með ftjálsum aðgangi að ýmsum opinberum og óopinberum heimildum," sagði Mpassi-Muba í ræðu er hann hélt í Kaíró í septem- ber. Það voru Einingarsamtök Afrík- uríkja (OAS) sem komu fréttastof- unni á laggimar og PANA byggir dagleg fréttaskeyti sín að miklu leyti á fréttum ríkisfréttastofanna í aðildarlöndunum 45. Stundum eru eyðumar í fréttaflutningnum yfir- þyrmandi. Seint í ágúst frömdu menn af Tutsi-ættbálknum, sem hefur töglin og hagldimar í smáríkinu Burundi, Qöldamorð á Hutu-mönnum. Um allan heim vom þetta forsíðufréttir en Agence Burundaise de Presse, fréttastofa landsins og þar með fréttauppspretta PANA, þagði þunnu hljóði. Stjómendur PANA eru sömuleið- is óánægðir með að stjómir Afrík- uríkjanna skuli ekki hafa fylgt bet- ur eftir ádeilum sínum á nýlendu- stefnuna með fjárframlögum. Síðustu árin hefur fréttastofan að jafnaði aðeins fengið greidd um 40% af skylduframlögum aðildarríkj- anna. Eftir neyðarfund síðastliðið sumar hækkaði hlutfallið í 75%. Stofnunin byggir afkomu sína einn- ig á fjárframlögum frá vestrænum löndum. Bretland: Aukakosningar í Epping Forest St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. AUKAKOSNINGAR fara fram í kjördæminu Epping Forest í dag. Allar lfkur eru taldar á, að íhalds- fiokkurinn haldi kjördæminu. Epping Forest er í Essex, rétt norð- ur afi Lundúnum. Það er eitt tiygg- asta kjördæmi íhaldsflokksins í öllu landinu. í síðustu kosningum hlaut frambjóðandi hans rúmlega 31 þús- und atkvæði, en frambjóðandi Banda- lagsins, sem þá var, hlaut 10 þúsund og var í öðru sæti. Fyrrum þingmaður íhaldsflokks- ins, Sir John-Biggs Davidson, lést fyrr á árinu, og vegna einmennings- kjördæmanna verður ævinlega að lqósa á ný, þegar þingmaður hverfur af þingi. Erfiðara efnahagsástand í Epping Forest virðist ekki hafa áhrif á kjós- endur. Hins vegar má greina blendna afstöðu til stjómvalda. Fólki finnst þau hafi tapað sambandi við almenn- ing og vilji að greitt sé fyrir alla hluti, jafnvel heilbrigðisþjónustuna. Talið er, að þetta dragi úr meirihluta íhaldsflokksins, en steypi honum ekki. Búist er við dræmri kjörsókn. Frambjóðendur Verkamanna- fiokksins og fyrrum Bandalagsflokk- anna, Fijálslynda lýðræðisflokksins og Jaftiaðarmannaflokksins, eiga við mun meiri erfiðleika að etja en fram- bjóðandi íhaldsflokksins. Verka- mannaflokkurinn virðist aldrei ætla að losna við sundurlyndisfiandann og erfiða steftiu í vamarmálum. Klofn- ingurinn á milli flokka Bandalagsins hefur valdið því, að kjósendur virðast ekki gera sér grein fyrir, hver er hvað. Kína: SrIr sl þroska- heftum konum Peking. Daily Telegraph. KÍNVERSKA lögreglan hef- ur komið upp um ábatasama sölu á þroskaheftum konum til bænda sem vilja undir- gefiiar eiginkonur, segir í kinverska dagblaðinu Xin- min nýlega. Þroskaheftar konur em sér í lagi dýrar, segir í blaðinu, þar sem bændumir telja að þær hlaupist síður á brott. Þá er greint frá því að lögreglan í norðurhluta Hebei-héraðs hafi haft hendur í hári tuttugu manna sem byggðu afkomu sína á kvennasölu. Kínverskir embættismenn hafa viðurkennt að sala á kven- fólki, sem talið var að hefði verið upprætt við valdatöku kommúnista seint á fimmta áratugnum, væri að færast í vöxt í sveitum landsins. Umræða um hlutskipti þroskaheftra hefur borið hátt í Kína að undanfömu. í Gansu- héraði hafa gengið í gildi lög sem kveða á um að þroskaheft- ir einstaklingar skuli vanaðir áður en þeir ganga í hjónaband. HUÓÐFÆRAHÚS REYKJAVÍKUR Stórglæsileg verslun á tveimur hæðum BJERTON sænskir, handsmíðaðir gítarar í sérgæðaflokki. fiðlur, hag- 3rð, flestar MIKIÐ ÚRVALaf nótnabókum fýrir öll hljóðfæri. Einnig öll vinsælujólalöginá nótum. LINGUAPHONE tungumálanámskeið fyrir byrjendurog lengra komna. KLASSÍSK TÓNLIST Stórkostlegt úrval á plötum, geisladiskum og kassettum. HOHNER munnhörpur fýriralla. Gott verð. m Póstkröfusími allan sólarhringinn stmsvari: 680685 Stórkostlegt úrval af jazz og nýjasta nýtt í poppinu. FÆRAH LAUGAVEGI 96 - SÍMI 13656
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.