Morgunblaðið - 15.12.1988, Page 40

Morgunblaðið - 15.12.1988, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988 Irland: Neita að framselja Bretum föður Ryan Milliríkjadeila í uppsiglingu milli landanna Dyflinni. Reuter. ÍRSK stjórnvöld höfnuðu á þríðjudag beiðni breskra stjórnvalda um framsal irska prestsins Patricks Ryans sem Bretar gruna að sé félagi í írska lýðveldishemum (IRA). í 16 síðna yfirlýsingu írskra stjóm- valda um málið segir meðal annars að hverfandi likur séu á þvi að mál föður Ryans fái réttláta meðferð fyrir dómstólum i Bretlandi í kjölfar óréttmætrar umfjöllunar breskra fjölmiðla og yfirlýsinga breskra þingmanna. Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, lét svo um mælt Nýja Sjáland: Lange rek- ur fjár- málaráð- herrann Wellington. Reuter. DAVID Lange, forsætisráð- herra Nýja Sjálands, vék Roger Douglas Qármálaráð- herra úr embætti i gær vegna ágreinings um það hve hratt skuli vinna að umbótum i efnahagslífinu. „Agreiningurinn var kominn á það stig, að hann var að slíta sundur stjómina og sjálfa þjóð- ina,“ sagði Douglas á frétta- mannafundi í gær og bætti því við, að hann væri ekki fráhverf- ur því að beijast við Lange um formennskuna í Verkamanna- flokknum. Lange rak Douglas aðeins nokkrum mínútum eftir að sá síðamefndi hafði lýst því yfír opinberlega, að hann yrði ekki fjármálaráðherra áfram yrði Lange endurkjörinn formaður flokksins á næsta ári. Aður fyrr voru þeir Lange og Dougl- as miklir mátar en fyrir ári fór heldur að kólna með þeim vegna ágreinings um ákaflega stranga stefnu Douglas í pen- ingamálum. Nú eru þeir sagðir óvinir. Við fjármálaráðherraemb- ættinu tekur David Caygill heil- brigðisráðherra og mun fyrst um sinn fara með bæði ráðu- neytin. Hann hefur verið mikill stuðningsmaður Rogers Dougl- as og segist ætla að halda áfram starfí hans. á breska þinginu á þriðjudag að ákvörðun írskra stjómvalda væri „mikil móðgun við íbúa þessa lands". Af viðbrögðum Thatcher má ráða að samskipti landanna hafa beðið mikinn hnekki. John Murray, helsti ráðunautur írsku ríkisstjómarinnar í lögfræði- legum efnum, sagði að samkvæmt lögum frá 1976 megi höfða mál á hendur sakbomingi bæði á írlandi og í Bretlandi fyrir afbrot sem fram- in eru í öðru hvoru landinu. Faðir Ryan var handtekinn { Belgíu í síðasta mánuði og fór í 22 daga hungurverkfall í belgísku fangelsi. Belgar neituðu að fram- selja hann breskum yfírvöldum og sendu hann þess í stað með herflug- vél til írlands. Thatcher hefur sakað Charles Haughey, forsætisráðherra írlands, um slælega framgöngu í baráttunni gegfn alþjóðlegri hryðjuverkastarf- semi á breska þinginu. írskir stjóm- málamenn hafa vísað ummælum hennar á bug og sagt að þau jafn- gildi afskiptum af málefnum full- valda ríkis. Bretar vilja sækja föður Ryan til saka fyrir morð- og sprengjutil- ræði. Einnig saka þeir hann um að afla íjár fyrir IRA og að útvega samtökunum vopn. Faðir Ryan, sem leitað hefur skjóls í klaustri í írl- andi, hefur sagst fremur vilja deyja en fara fyrir rétt í Bretlandi þar sem eitt dagblaðanna hefur kallað hann „djöfulinn með prestflibbann". Reuter Hermaður kannar skilríki vegfaranda í miðborg Kólombó i gær. 225 pólitískra fanga, sem flýðu úr fangelsi í borginni á þriðjudag, er nú ákaft leitað. 225 skæruliðar flýja úr fangelsi á Sri Lanka: Komust undan í árás vopnaðra öfgamanna Fangarnir höfðu komist yfir skotvopn og sprengiefhi Kólombó. Reuter. SVEITIR öryggislögreglu felldu um 30 manns á aðfaranótt þriðju- dags er 225 skæruliðum tókst að flýja úr einu traustasta fangelsi Kólombó, höfúðborgar Sri Lanka. í gær höfðu hermenn og lögregla haft hendur í hári um 30 manna og leit stóð enn yfir. Vopnaðir menn, sem taldir eru vögnum sem biðu þeirra. Árásar- félagar í marxískum samtökum er mennirnir leituðu hins vegar skjóls nefnast „Þjóðfrelsisfylkingin", gerðu árás á Welikade-fangelsið í höfuðborginni á þriðjudagskvöld. Á sama tíma sprengdu sakamennimir gat á fangelsismúrinn og flúðu eft- ir að hafa skipst á skotum við fangaverði. Að sögn heimildar- manna innan hersins komust fang- amir undan í bifreiðum og strætis- í pósthúsi og verslunum í nágrenn- inu og voru um 20 til 30 menn skotnir til bana á flóttanum. Bryn- varinn bíll var sendur á vettvang og hermenn lokuðu svæðinu af eft- ir að þeim hafði borist liðsauki. Utgöngubann, sem verið hefur í gildi að nóttu til undanfama fímm mánuði í Kólombó var framlengt Stjórnarmyndun í Færeyjum: Hvorki gengur né rekur Þórshöfn. Frá Snorra Halldórssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ILLA gengur að mynda nýja stjórn í Færeyjum og á skrífandi stundu eru allar likur á að það takist ekki fyrír jól. Fólkaflokkurinn fékk umboðið fyrst og um hrið leit út fyrír að honum tækist að mynda samsteypusfjórn þeirra fiokka sem vilja sjálfstæði. Ekkert varð úr þvi. Að sögn dagblaðsinS Dimmalætting afhenti Atli Dam, lögmaður og leiðtogi jafiiaðarmanna, stjórnarmyndunarumboð sitt á mánudag og tekur nú Pauli Ellefsen, formaður Sambandsflokksins, við umboð- Jafnaðarmenn hafa átt viðræður við Sambandsflokkinn og Þjóðveld- isflokkinn. Lengi var talið að helstu andstæðingar í færeyskum stjóm- málum, Sambandsflokkurinn og Þjóðveldisflokkurinn, hygðust að þessu sinni mynda sterka sam- steypustjóm ásamt jafnaðarmönn- um. Leiðtogar Sambandsflokksins voru hlynntir hugmyndinni enda þótt Þjóðveldismenn hafí krafíst þess að Færeyingar taki við stjóm nokkurra málaflokka af Dönum. En eftir að Þjóðveldismenn höfðu rætt um hugmyndina innbyrðis urðu þeir sammála um víðtækari krtöfur og var nú ákveðið að kanna hug hinna flokkanna í viðræðunum í von um að málin myndu skýrast. Atli Dam sagði á mánudag að til- raunir sínar hefðú strandað á skil- yrðum Þjóðveldisflokksins. Samsteypustjóm af ofangreindu tagi yrði mjög sterk, hefði 20 af 32 þingsætum á Lögþinginu. Mista- kist Ellefsen að mynda stjóm telja sumir að nauðsynlegt geti orðið að efna til nýrra kosninga. er öryggissveitir hófu leit í borginni og úthverfum hennar. Öryggisgæsla öll í Welikade- fangelsi þykir mjög ströng en að sögn heimildarmanna voru um 300 fangar hafðir í vörslu þar. „Þjóð- frelsisfylkingin" er talin hafa skipu- lagt að minnsta kosti sex flóttatil- raunir úr fangelsum á Sri Lanka frá því í októbermánuði og hafa ekki færri en 100 dæmdir saka- menn komist undan. í síðasta mán- uði gerðu fangar í Welikade-fang- elsi uppreisn og þurfti að kalla til sérsveitir og hermenn til að koma á reglu. Fyrmefndir heimildarmenn sögðu í gær að enginn vafl léki á því að einhveijir starfsmanna fang- elsisins eða hugsanlega ótilgreindir embættismenn hefðu verið með í ráðum. Fangamir hefðu verið vopn- aðir og ráðið yfír sprengiefni auk þess sem sprengja hefði sprungið í verslunarhverfí í um þriggja kíló- metra fjarlægð frá fangelsinu um líkt leyti og árásin hófst. „Þjóðfrelsisfylkingin" hefur mjög látið til sín taka á undanfömum mánuðum og staðið fyrir fjölmörg- um hryðjuverkum. Samtökin krefj- ast þess að stjóm Sri Lanka segi af sér og að friðargæslusáttmáli stjómvalda og Indveija verði felldur úr gildi. Kosningar fara fram á Sri Lanka á mánudag og hafa félagar í fylkingunni hótað grimmilegum ódæðisverkum verði þeim ekki af- lýst. Krafa ríkissaksóknara Sovétríkjanna: Tsjúrbanov í fang- elsi og vinnubúðir Moskvu. Reuter. ALEXANDER Sbojev, ríkissaksóknarí Sovétríkjanna, krafðist á þriðjudag fangelsisdóms yfir Júrí Tsjúrbanov, tengdasyni Leoníds Brezhnevs, og að hann yrði að auki dæmdur til vinnubúðavistar. Sbojev sagði að „sakir einkar alvarlegra glæpa" krefðist hann þess að Tsjúrbanov yrði dæmdur í fímm ára fangelsi og til fimm ára vinnubúðavistar að því loknu. Tsjúrbanov er 52 ára, kvæntur Galínu, dóttur Brezhnevs. Hann var fyrsti aðstoðarinnanríkisráðherra í valdatíð Brezhnevs og næstæðsti yfírmaður sovézku lögreglunnar. Hann átti einnig sæti í miðstjóm sovézka kommúnistaflokksins en hafði þó ekki atkvæðisrétt. Stjómin mótar stefnu flokksins í veigamikl- um málum. Tsjúrbanov sýndi engin svip- brigði þegar Sbojev las sóknarræðu sína og lagði mál hans í dóm Hæsta- réttar Sovétríkjanna. Samkvæmt refsilöggjöf Rússlands hefði Tsjúr- banov getað hlotið dauðadóm fyrir glæpi sína. Réttarhöld hafa staðið yfir í þtjá mánuði yfír Tsjúrbanov og átta sakbomingum öðmm, sem Sbojev sagði hafa stjómað spillingarsam- tökum er teygt hefðu arma sína um Sovétríkin gjörvöll í valdatíð Brezhnevs. Þyngstrar refsingar krafðist saksóknari yfír Khaidar Jakhjajev, fyrmm innanríkisráð- herra í Mið-Asíulýðveldinu Uzbe- kistan, eða 15 ára þrælkunarvinnu. Honum er gefíð að sök að hafa mútað Tsjúrbanov og þegið sjálfur mútur frá öðmm. Sbojev sagði að Tsjúrbanov og Jakhjajev hefðu hvomgur skilað mútufé, sem þeir hefðu lagt fyrir. Hann sagði að þeir verðskulduðu þunga refsingu vegna þess tjóns, sem þeir hefðu valdið með framferði sínu. Búist er vi(J að dómur verði vart upp kvadd- ur fyrr en í fyrsta lagi um áramót. „Kartöfluætunum “ stolið Þrem málverkum eftir hollenska nítjándu aldar málarann Vincent van Gogh var stolið aðfaranótt þriðjudags af Kroller-Muellersafninu í þjóð- garði í austurhluta Hollands. Myndimar heita „Kartöfluætumar," „Visnandi sólblóm" og „Húsakynni vefara" og er hver þeirra metin á tugi milljóna Bandaríkjadala. Lögregla lokaði stóm svæði umhverfís safnið og leitar nú þjófanna ákaft, m.a. úr þyrlum. Brotist var inn um glugga og enda þótt aðvömnarkerfi virkaði greip lögregla í tómt er hún kom á staðinn. Myndin er af „Kartöfluætunum" er sýnir fá- tæka bændur að snæðingi. Reuter

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.