Morgunblaðið - 15.12.1988, Page 60

Morgunblaðið - 15.12.1988, Page 60
Chianti. Aðaltorgið í Greve. Toscanabréf eftir Bergljótu Leifsdóttur Toscanahéraðið er í miðri Ítalíu og er Flórens stærsta borg þess. Aðrar frægar borgir eru meðal ann- ars Pisa með skakka turninn sinn og Siena. Toscana hefur upp á margt að bjóða, það er fjalllendi, strandstaði og er einna frægastur Forte dei Marmi, sem var einn af þeim vinsælustu á meðal efnaðra Itala fyrir um það bil 20 árum, en — í dag er hann sóttur heim af öllum þjóðfélagsstigum og á meðal annars fatahönnuðurinn Armani þar ein- býlishús. Þar sem veturinn er genginn í garð ætla ég að tala um helstu uppskeruhátíðirnar í Toscana sem eru haldnar á þessum árstíma. Vínframleiðsla er ein af mikil- vægustu framleiðslugreinunum í Toscana og er stærsta framleiðslu- svæðið Chianti, sem er 70.000 hekt- arar, og er það á milli Flórens og Siena, og eru yfir 6.000 hektarar af vínviði. Auk þess er ólífurækt á þessu svæði. Vínframleiðsla Ársframleiðslan á víni er metin á um það bil 2,5 til 2,65 milljarða íslenskra króna. Markaðseftir- spurnin er í samræmi við framboðið og hefur DOCG-eftirlitið (Gæðaeft- irlit vína) sett framleiðslutakmark- anir. Einnig verða vínframleiðendur að fara eftir lögum Efnahagsbanda- lagsins. Ítalía er stærsta vínfram- leiðsluland í heiminum með 7,5 milljarða Iítra á ári. A síðustu 4 árum hefur fram- leiðslan aukist á Chianti Classico- vinunum: Árið 1984 voru framleidd- ir 24.800 lítrar en árið 1987 voru þeir 32.000.000. Næstum því 90% framleiðslunnar er framleitt af fyr- irtækjum sem eru í Gallo Nero- sambandinu, sem var stofnsett árið 1924 til verndar og eflingar vínframleiðslunni. Næstum því 54% Chianti Classico-vínsins er drukkið á Italíu og eru hin 46% seld aðal- lega til Þýskalands og á eftir koma Bandaríkin, Sviss, Bretland, Hol- land, Belgía og Austurríki. Víndrykkja hefur minnkað á ít- alíu. Samkvæmt skýrslum drakk hver Itali árið 1970 dað meðaltali 110 lítra af víni á ári. Árið 1980 86 lítra og árið 1986 fór drykkjan niður í 66 lítra. Hún á líklega eftir minnka enn meir í mars 1989 þegar ganga í gildi lögin um að ekki megi aka undir áhrifum áfeng- is og verða mörkin 0,8 grömm af alkóhóli í blóðlítra og eru það um 2 glös af rauðvíni og verður refsing- in háar sektir og jafnvel ökuleyfis- svipting. Vínframleiðendur hafa hafið auglýsingaherferð með vinneyslu og hefur landbúnaðar- ráðuneytið ákveðið að sannfæra ít- ali og þá sérstaklega yngri kynslóð- ina, um að vínið sé hluti af heil- brigðum og réttum matarvenjum. Hálfur lítri af víni á dag er góður fyrir sál og líkama og maður ætti ekki að fitna, segja þeir. Greve og markaðssýning Chianti Classico-vínsins Stærsta uppskeruhátíðin á Chi- anti-svæðinu er „Markaðssýning Chianti Classico-vínsins“ sem er haldin í Greve, sem er 33 km í suð- austurátt frá Flórens og er stærsti bærinn í Chianti. Sýning þessi var haldin dagana 7. til 11. september 1988 og var hún haldin í 19. skiptið. Vínframleiðendurnir í Greve framleiða ár hvert samtals 5 millj- ónir lítra af Chianti Classico DOC- G-víni. Auk þess eru framleiddir í Greve-málmbræðsluofnar og ofnar til að hita vatn og til húsaupphitun- ar. Byggð Greve er frá 14. eða 15. öld. Greve er nákvæmlega miðja vegu frá Flórens og Siena. Á 15. og 16. öld var hún verslunarstaður. Elsti hluti hennar er í kringum markaðstorgið. Ibúar Greve eru í dag 10.800. Efnahagur Greve og nágrennis byggist ennþá að mestu á land- búnaði og þá aðallega á vín- og matarolíuframleiðslu og einnig á verslunarrekstri- Markaðurinn á laugardagsmorgnum er einn af þeim elstu og þekktustu í Toscana. Það er næstum því óþarfi að minnast á frægð vínsins, sem er framleitt á svæðinu, og í dag er þekkt undir merki „Gallo Nero“ (Svarta hanans), sem er undir gæðaeftirliti DOCG til að greina það frá hinum Chianti Classico- vínunum. Það eru til skjöl til vitnis um að vínframleiðslan sé allavega frá árinu 1398, og hafi þá verið ein af þeim frægustu. Árið 1716 var afmarkað land- fræðilega séð Chianti-svæðið og samtímis tilkynnti stórhertoginn af Toscana lög þau sem framleiðendur og seljendur urðu að fara eftir. Þetta eru elstu lög í heiminum um framleiðslu og sölu á víni. Samhliða Markaðssýningunni voru haldnar sýningar, sem höfðu það að markmiði að kynna svæðið og framleiðsluvörur þess, sem fyrir utan vínið eru: matarolía, álegg (spægipylsa, hráskinka og fleira), handsaumaðir dúkar, smíðajárn og brenndur leir til þak- og gólflagn- ingar. í nágrenni Greve eru kastalar frá 16. öld, og er ennþá búið í þeim og yfirleitt eru þeir í sambandi við vínframleiðsluna. I Seva di Greve-vínkjallaranum var hægt að skoða og kaupa „rjóm- ann“ af ýmsum árgöngum af Chi- anti Classico-vínunum, og þá ekki einungis rauðvíninu heldur einnig hvítvíni og rósavíni. Auk þess var haldin þar Ijósmyndasýning af görð- um húsanna og kastalanna í Chi- anti. Á meðan á sýningunni stóð voru haldnar hringborðsumræður um hvaða aðferðir væri hægt að nota til að koma á fót „Vín- og ólífuolíu- stofnun Toscana", og „Reynsluá- ætlun Chianti Classico 2000“. í sambandi við „Vín- og ólífuolíu- stofnun Toscana" var rætt um að hún væri nauðsynleg fyrir land- búnað Toscanahéraðsins og þá sér- staklega fyrir hágæða yín- og olíu- framleiðslu til að ná frábærum gæðum til að koma sér á framfæri á öllum heimsmörkuðum frá árinu 1992 þegar kemur Evrópumarkað- urinn, og einnig ætti stofnun þessi að heíja vísindalegar rannsóknir á þessu sviði, sem hefur vantað hing- að til. Einnig var komið á framfæri tillögunni um DOC (Gæðaeftirlit) á Toscanaolíunni, sem væri rétt og nauðsynlegt skref til að meta að verðleikum gæði Toscanaolíunnar. Á kvöldin voru ýmis konar uppá- komur. Söngkonan Anna Oxa hélt Greinarhöfimdur með afrakstur af sveppatínslu í Casentino-sveit- inni í fyrra. Sumarbústaðirnir í baksýn. tónleika á laugardagskvöldinu á Matteotti-torginu, sem er aðaltorg- ið, þar sem er einnig haldinn mark- aðurinn. Á sama stað á föstudags- kvöldinu komu fram 20 dansarar frá „Brasil Samba Show“. Einnig voru haldnar tvær tískusýningar og á sunnudeginum, sem var lokadag- urinn, var bundinn endi á Markaðs- sýninguna með flugeldasýningu. Á lista- og menningarsviðinu voru haldnar málverkasýningar eft- ir ítalska málara. I sambandi við Markaðssýning- una var kynnt sunnudaginn 11. september í Ráðhúsi Greve „Ferða- málaáætlun fyrir flórenska Chi- anti“. Chianti hefur auglýst sig sjálft í gegnum útlendingana, sem hafa heimsótt svæðið og auglýst það þannig óbeint í heimalandi sínu með því að tala um dvölina við vini og kunningja. Stjórn ferðamála í Chianti hefur ákveðið að auglýsa það upp. Þeir sem hafa helst tekið ást- fóstri við Chianti eru aðallega Þjóð- vetjar, Englendingar, Svisslending- ar og Austurríkismenn. Þeir koma ár eftir ár til að njóta náttúrunnar og borða góðan mat og drekka gott vín. Fyrir tveim árum síðan var opnuð „Móttökuskrifstofa" í Greve og tala starfsmennirnir mörg tungumál og gefa þeir upplýsingar um hvar sé hægt að gista, borða og hvað sé að skoða. Meirihluti ferðamannanna kjósa að dveljast á sveitasetrum og eru þau um 100. Þar er hægt að njóta sveitalífs án þess að neita sér um öll þægindi. Þar er hægt að eyða deginum með því að fara í reiðtúr og um kvöldið snæða konunglega máltíð. Einnig er hægt að dveljast á hótelum. Ferðamannatíminn er frá páskum til október og er aðal- mánuðurinn september, þegar er haldin „Vínmarkaðssýningin". Chi- antidvölin á sveitasetrunum eða á hótelunum er frá einni viku til tíu daga. Þeir sem hafa ekki áhuga á hestamennsku geta spilað tennis, synt, farið í göngutúr eða hvílt sig. Þeir sem eru menningarlega sinn- aðir ferðamenn getað skoðað kirkj- urnar og kastalana. Impruneta Á milli Flórens og Greve er Impruneta, sem er þekkt fyrir vínviði sína og ólífutré og helsti framleiðandi Toscana á brenndum leir. Flest þök Flórens eru úr þess- um brennda þaksteini og er þak- hvelfing Dómkirkjunnar í Flórens einnig úr honum. Þessi litli bær hefur sem mið- punkt kirkjuna, sem er á aðaltorg- inu og er frá 12. öld og er tileinkuð Heilögu Maríu, og er í rómönskum stíl. Dýrmæt listaverk eru inni í kirkjunni. Það eru haldnar tvær stórar há- tíðir á haustin í Impruneta: „Vínbeijahátíðin, sem er haldin síðasta sunnudaginn í september, og hátíð Heilags Luca í október. Vínbeijahátíðin var haldin í ár sunnudaginn 25. september. Um hádegi mættum við þangað og fengum við okkur að borða í heljar- stórum vínkjallara og voru okkur Uppstoppað villisvín fyrir utan matvöruverslun í Greve. Rauðvínsvagn á „Markaðssýningu Chianti Classico-vínsins“ í Greve.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.