Morgunblaðið - 15.12.1988, Síða 60

Morgunblaðið - 15.12.1988, Síða 60
Chianti. Aðaltorgið í Greve. Toscanabréf eftir Bergljótu Leifsdóttur Toscanahéraðið er í miðri Ítalíu og er Flórens stærsta borg þess. Aðrar frægar borgir eru meðal ann- ars Pisa með skakka turninn sinn og Siena. Toscana hefur upp á margt að bjóða, það er fjalllendi, strandstaði og er einna frægastur Forte dei Marmi, sem var einn af þeim vinsælustu á meðal efnaðra Itala fyrir um það bil 20 árum, en — í dag er hann sóttur heim af öllum þjóðfélagsstigum og á meðal annars fatahönnuðurinn Armani þar ein- býlishús. Þar sem veturinn er genginn í garð ætla ég að tala um helstu uppskeruhátíðirnar í Toscana sem eru haldnar á þessum árstíma. Vínframleiðsla er ein af mikil- vægustu framleiðslugreinunum í Toscana og er stærsta framleiðslu- svæðið Chianti, sem er 70.000 hekt- arar, og er það á milli Flórens og Siena, og eru yfir 6.000 hektarar af vínviði. Auk þess er ólífurækt á þessu svæði. Vínframleiðsla Ársframleiðslan á víni er metin á um það bil 2,5 til 2,65 milljarða íslenskra króna. Markaðseftir- spurnin er í samræmi við framboðið og hefur DOCG-eftirlitið (Gæðaeft- irlit vína) sett framleiðslutakmark- anir. Einnig verða vínframleiðendur að fara eftir lögum Efnahagsbanda- lagsins. Ítalía er stærsta vínfram- leiðsluland í heiminum með 7,5 milljarða Iítra á ári. A síðustu 4 árum hefur fram- leiðslan aukist á Chianti Classico- vinunum: Árið 1984 voru framleidd- ir 24.800 lítrar en árið 1987 voru þeir 32.000.000. Næstum því 90% framleiðslunnar er framleitt af fyr- irtækjum sem eru í Gallo Nero- sambandinu, sem var stofnsett árið 1924 til verndar og eflingar vínframleiðslunni. Næstum því 54% Chianti Classico-vínsins er drukkið á Italíu og eru hin 46% seld aðal- lega til Þýskalands og á eftir koma Bandaríkin, Sviss, Bretland, Hol- land, Belgía og Austurríki. Víndrykkja hefur minnkað á ít- alíu. Samkvæmt skýrslum drakk hver Itali árið 1970 dað meðaltali 110 lítra af víni á ári. Árið 1980 86 lítra og árið 1986 fór drykkjan niður í 66 lítra. Hún á líklega eftir minnka enn meir í mars 1989 þegar ganga í gildi lögin um að ekki megi aka undir áhrifum áfeng- is og verða mörkin 0,8 grömm af alkóhóli í blóðlítra og eru það um 2 glös af rauðvíni og verður refsing- in háar sektir og jafnvel ökuleyfis- svipting. Vínframleiðendur hafa hafið auglýsingaherferð með vinneyslu og hefur landbúnaðar- ráðuneytið ákveðið að sannfæra ít- ali og þá sérstaklega yngri kynslóð- ina, um að vínið sé hluti af heil- brigðum og réttum matarvenjum. Hálfur lítri af víni á dag er góður fyrir sál og líkama og maður ætti ekki að fitna, segja þeir. Greve og markaðssýning Chianti Classico-vínsins Stærsta uppskeruhátíðin á Chi- anti-svæðinu er „Markaðssýning Chianti Classico-vínsins“ sem er haldin í Greve, sem er 33 km í suð- austurátt frá Flórens og er stærsti bærinn í Chianti. Sýning þessi var haldin dagana 7. til 11. september 1988 og var hún haldin í 19. skiptið. Vínframleiðendurnir í Greve framleiða ár hvert samtals 5 millj- ónir lítra af Chianti Classico DOC- G-víni. Auk þess eru framleiddir í Greve-málmbræðsluofnar og ofnar til að hita vatn og til húsaupphitun- ar. Byggð Greve er frá 14. eða 15. öld. Greve er nákvæmlega miðja vegu frá Flórens og Siena. Á 15. og 16. öld var hún verslunarstaður. Elsti hluti hennar er í kringum markaðstorgið. Ibúar Greve eru í dag 10.800. Efnahagur Greve og nágrennis byggist ennþá að mestu á land- búnaði og þá aðallega á vín- og matarolíuframleiðslu og einnig á verslunarrekstri- Markaðurinn á laugardagsmorgnum er einn af þeim elstu og þekktustu í Toscana. Það er næstum því óþarfi að minnast á frægð vínsins, sem er framleitt á svæðinu, og í dag er þekkt undir merki „Gallo Nero“ (Svarta hanans), sem er undir gæðaeftirliti DOCG til að greina það frá hinum Chianti Classico- vínunum. Það eru til skjöl til vitnis um að vínframleiðslan sé allavega frá árinu 1398, og hafi þá verið ein af þeim frægustu. Árið 1716 var afmarkað land- fræðilega séð Chianti-svæðið og samtímis tilkynnti stórhertoginn af Toscana lög þau sem framleiðendur og seljendur urðu að fara eftir. Þetta eru elstu lög í heiminum um framleiðslu og sölu á víni. Samhliða Markaðssýningunni voru haldnar sýningar, sem höfðu það að markmiði að kynna svæðið og framleiðsluvörur þess, sem fyrir utan vínið eru: matarolía, álegg (spægipylsa, hráskinka og fleira), handsaumaðir dúkar, smíðajárn og brenndur leir til þak- og gólflagn- ingar. í nágrenni Greve eru kastalar frá 16. öld, og er ennþá búið í þeim og yfirleitt eru þeir í sambandi við vínframleiðsluna. I Seva di Greve-vínkjallaranum var hægt að skoða og kaupa „rjóm- ann“ af ýmsum árgöngum af Chi- anti Classico-vínunum, og þá ekki einungis rauðvíninu heldur einnig hvítvíni og rósavíni. Auk þess var haldin þar Ijósmyndasýning af görð- um húsanna og kastalanna í Chi- anti. Á meðan á sýningunni stóð voru haldnar hringborðsumræður um hvaða aðferðir væri hægt að nota til að koma á fót „Vín- og ólífuolíu- stofnun Toscana", og „Reynsluá- ætlun Chianti Classico 2000“. í sambandi við „Vín- og ólífuolíu- stofnun Toscana" var rætt um að hún væri nauðsynleg fyrir land- búnað Toscanahéraðsins og þá sér- staklega fyrir hágæða yín- og olíu- framleiðslu til að ná frábærum gæðum til að koma sér á framfæri á öllum heimsmörkuðum frá árinu 1992 þegar kemur Evrópumarkað- urinn, og einnig ætti stofnun þessi að heíja vísindalegar rannsóknir á þessu sviði, sem hefur vantað hing- að til. Einnig var komið á framfæri tillögunni um DOC (Gæðaeftirlit) á Toscanaolíunni, sem væri rétt og nauðsynlegt skref til að meta að verðleikum gæði Toscanaolíunnar. Á kvöldin voru ýmis konar uppá- komur. Söngkonan Anna Oxa hélt Greinarhöfimdur með afrakstur af sveppatínslu í Casentino-sveit- inni í fyrra. Sumarbústaðirnir í baksýn. tónleika á laugardagskvöldinu á Matteotti-torginu, sem er aðaltorg- ið, þar sem er einnig haldinn mark- aðurinn. Á sama stað á föstudags- kvöldinu komu fram 20 dansarar frá „Brasil Samba Show“. Einnig voru haldnar tvær tískusýningar og á sunnudeginum, sem var lokadag- urinn, var bundinn endi á Markaðs- sýninguna með flugeldasýningu. Á lista- og menningarsviðinu voru haldnar málverkasýningar eft- ir ítalska málara. I sambandi við Markaðssýning- una var kynnt sunnudaginn 11. september í Ráðhúsi Greve „Ferða- málaáætlun fyrir flórenska Chi- anti“. Chianti hefur auglýst sig sjálft í gegnum útlendingana, sem hafa heimsótt svæðið og auglýst það þannig óbeint í heimalandi sínu með því að tala um dvölina við vini og kunningja. Stjórn ferðamála í Chianti hefur ákveðið að auglýsa það upp. Þeir sem hafa helst tekið ást- fóstri við Chianti eru aðallega Þjóð- vetjar, Englendingar, Svisslending- ar og Austurríkismenn. Þeir koma ár eftir ár til að njóta náttúrunnar og borða góðan mat og drekka gott vín. Fyrir tveim árum síðan var opnuð „Móttökuskrifstofa" í Greve og tala starfsmennirnir mörg tungumál og gefa þeir upplýsingar um hvar sé hægt að gista, borða og hvað sé að skoða. Meirihluti ferðamannanna kjósa að dveljast á sveitasetrum og eru þau um 100. Þar er hægt að njóta sveitalífs án þess að neita sér um öll þægindi. Þar er hægt að eyða deginum með því að fara í reiðtúr og um kvöldið snæða konunglega máltíð. Einnig er hægt að dveljast á hótelum. Ferðamannatíminn er frá páskum til október og er aðal- mánuðurinn september, þegar er haldin „Vínmarkaðssýningin". Chi- antidvölin á sveitasetrunum eða á hótelunum er frá einni viku til tíu daga. Þeir sem hafa ekki áhuga á hestamennsku geta spilað tennis, synt, farið í göngutúr eða hvílt sig. Þeir sem eru menningarlega sinn- aðir ferðamenn getað skoðað kirkj- urnar og kastalana. Impruneta Á milli Flórens og Greve er Impruneta, sem er þekkt fyrir vínviði sína og ólífutré og helsti framleiðandi Toscana á brenndum leir. Flest þök Flórens eru úr þess- um brennda þaksteini og er þak- hvelfing Dómkirkjunnar í Flórens einnig úr honum. Þessi litli bær hefur sem mið- punkt kirkjuna, sem er á aðaltorg- inu og er frá 12. öld og er tileinkuð Heilögu Maríu, og er í rómönskum stíl. Dýrmæt listaverk eru inni í kirkjunni. Það eru haldnar tvær stórar há- tíðir á haustin í Impruneta: „Vínbeijahátíðin, sem er haldin síðasta sunnudaginn í september, og hátíð Heilags Luca í október. Vínbeijahátíðin var haldin í ár sunnudaginn 25. september. Um hádegi mættum við þangað og fengum við okkur að borða í heljar- stórum vínkjallara og voru okkur Uppstoppað villisvín fyrir utan matvöruverslun í Greve. Rauðvínsvagn á „Markaðssýningu Chianti Classico-vínsins“ í Greve.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.