Morgunblaðið - 15.12.1988, Qupperneq 72
72
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988
t
Sonur minn,
ÁSMUNDUR GUNNARSSON,
lést 2. desember. Útförin hefur farið fram.
f Þökkum auðsýnda samúð.
Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda,
Hanna S. Hansdóttir.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
STEFÁN GUÐMUNDSSON,
Lækjarfit 6,
Garðabæ,
andaðist að morgni miðvikudagsins 14. desember.
Kristrún Sveinsdóttir,
börn, tengdabörn
og barnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
MÁLFRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR
frá Fremri-Hundadal,
lést í Borgarspítalanum þriðjudaginn 13. desember.
Jarðarförin fer fram Kvennabrekkukirkju mánudaginn 19. desem-
ber kl. 14.00. Ferð verður frá BSl kl. 8.00 sama dag.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskulegur sonur okkar, faðir og unnusti,
STEFÁN MAGNÚS STEFÁNSSON,
lést af slysförum þann 11. desember.
Fyrir hönd ættingja,
Esther Ásgeirsdóttir,
Stefán Sigursælsson,
Ásgeir Arnór Stefánsson,
Sigríður Matthiidur Guðjohnsen.
t
Ástkær eiginkonan mín,
STEFANÍA SIGRÚN STEINSDÓTTIR,
Hólsvegi 16,
andaöist í Landspítalanum 13. desember 1988.
Hörður Runólfsson.
t
Anna Ó. Johnsen
fyrrverandi yfirhjúkrunarkona,
Túngötu7,
andaðist að morgni 14. desember.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðríður Jónsdóttir.
t
SIGURÐUR BÁRÐARSON
bóndi,
Mýrum f Álftaveri,
verður jarðsunginn frá Þykkvabæjarkiausturskirkju laugardaginn
17. desember kl. 14.00.
Hilmar Ðárðarson,
Einar Bárðarson,
Sigrfður Bárðardóttir,
Ráðhildur Björnsdóttir.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
PÉTURSTEFÁNSSON,
Blómvangi 13,
verður jarðsunginn frá Vföistaðakirkju, Hafnarfirði föstudaginn 16.
desember kl. 13.30.
Aðalheiður Dfs Þórðardóttir,
Bjarnveig Borg Pótursdóttir, Eyjólfur Halldórsson,
Borgþór Ómar Pétursson, Elfsabet Ellerup
og barnabörn.
Konráð Gauti Finns
son — Minning
Fæddur 16. ágúst 1988
Dáinn 7. desember 1988
Ó, blíði Jesú, blessa þú
það bam, er vér þér færum nú,
tak það í faðm og blítt það ber
með bömum Guðs á örmum þér.
(Vald. Briem)
Hann var skírður sunnudaginn
4. desember og var mikið við haft
í fjölskyldunni, öllum var boðið til
veislu og þar sem fjölskyldan er
stór var tekinn salur á leigu og allt
gert til að dagurinn yrði sem
ánægjulegastur, og tókst vel til.
Konráð Gauti, fjölskyldan var
ekki farin að venjast nafninu þegar
skyndilega, tæpum þremur sólar-
hringum síðar, allt var búið. Lítill
drengur er lagður til svefns að
kvöldi hréss og kátur, að morgni
látinn. Vöggudauði. Læknavísindin
kunna engin skil á þessu fyrirbæri,
enginn veit hver er næstur, hraust-
ustu böm hljóta þessi örlög. Þetta
er ótrúlegt. Litli drengurinn með
rauða hárlubbann sinn, sem ég hélt
á í fanginu í saumaklúbbnum um
daginn og dáðist að, er farinn. For-
eldramir Sólveig Kristjánsdóttir og
Finnur Óskarsson og systkinin
Ásdís og Óskar Auðunn svo og öll
fjölskyldan standa magnvana eftir.
Áf hverju? Solla mín og Finnur, við
verðum að trú því að allt lífið hafí
einhvem tilgang. Þó svo að líf Kon-
ráðs Gauta litla hafí verið stutt, þá
hafði það tilgang. Þið eigið minn-
inguna um lítinn fallegan dreng.
Megi Guð styrkja ykkur öll í sorg
ykkar.
Solla Ax
Dáinn, horfinn, harmafrep,
hvílíkt orð mig dynur yfir.
En ég veit að látinn lifir,
það er huggun harmi gegn.
(Jónas Hallgrimsson)
Aðfaranótt miðvikudagsins 7.
desember síðastliðinn andaðist litli
frændi minn hann Konráð Gauti,
aðeins tæpra fjögurra mánaða gam-
all. Þremur dögum áður var hann
skírður og gefið nafnið Konráð
Gauti. Nafnið höfðu foreldrar hans
gefíð sér góðan tíma til að ákveða.
Konráðs nafnið er í höfuðið á móð-
urbróður hans, Jóni Konráði og
langafa hans, Konráði Árnasymi.
Sunnudaginn 4. desember þegar
Konráð Gauti var skírður ríkti mik-
il gleði, fjölskyldan var saman kom-
in til að fagna og mikill fjöldi bama
í skímarveislunni gerði gleðina enn
stærri en skammt er milli gleði og
sorgar. Miðvikudagsmorgunninn 7.
desember líður mér seint úr minni,
þegar Solla systir mín hringdi árla
morguns í örvæntingu sinni og bað
mig að koma því að litla barnið
hennar væri dáið. Kvöldið áður var
hann frískur og kátur, engin ástæða
til að hafa áhyggjur af honum. Auk
þess hafði hann farið í hið hefð-
bundna ungbamaeftirlit föstudag-
inn 2. desember og heilbrigði ihans
staðfest. Konráð Gauti dó svoköll-
uðum vöggudauða sem er algeng-
asta dánarorsök ungbama á fyrsta
ári, að undanskildum komabama-
sjúkdómum. Læknar kunna engar
skýringar. Ýmsar kenningar hafa
litið dagsins ljós en fyrr en síðar
.hafa þær allar verið afsannaðar.
Konráð Gauti var sonur systur
minnar Sólveigar Kristjánsdóttur
kennara og Finns Óskarssonar
húsasmiðs. Auk Konráðs Gauta
eiga þau Ásdísi f. 13. janúar 1984
og Óskar Auðunn f. 6. janúar 1986.
Sorgin og söknuðurinn er mikill,
allir búast við að missa foreldra eða
aðra ástvini einhvem tímann en
aldrei böm sín.
Hugurinn myrkvast og spuming-
in um lífíð, tilvemna og tilgang
þess verður áleitin. Hvers vegna?
Lítið verður um svör en við verðum
að trúa að allt hafí sinn tilgang og
efla vonina, því sanngimin er engin.
Góður Guð, gef þú frið huggunar
þinnar og styrk til að standast þessa
þolraun, foreldrum Konráðs Gauta,
ömmum, öfum og öðmm syrgjend-
um.
Minningin um Konráð Gauta á
ævarandi sess í huga mínum. Minn-
ingin um litla rauðhærða frænda
Enn einn einstæðingurinn, sem
ég kannast við, Halldór Benjamín
Sæmundsson, er farinn yfir móðuna
miklu. Hann var Akumesingur. Um
ætt hans og upmna er mér ekki
kunnugt. Okkar fundum bar fyrst
saman er hann gekk í Ffladelfíu-
söfnuðinn árið 1959. Var hann
áhugasamur um hið kristilega starf
sem þar er unnið og sótti samkom-
umar í kirkjunni mjög reglulega,
eftir því sem hann kom því við.
Han'n leigði hjá ágætu fólki í Brú
við Suðurgötu hér í bænum. Hall-
dór heitinn var hægfara maður,
huglíf hans var hreint. Hann gerði
ekki miklar kröfur til lífsins og var
ekki margmenni að skapi. Frekar
leitaði hann eftir fámenninu.
Nokkrir vinir hans í Fíladelfíusöfn-
uði önnuðust útför hans.
Hans nánustu ættingjum og vin-
minn sem reif svo kröftuglega í hár
mitt í skímarveislunni þremur dög-
um áður en hann dó.
Fyrir hönd systkina minna og
fjölskyldna okkar kveðjum við litla
frænda okkar og þökkum honum
þær gleðistundir er hann veitti okk-
ur og bömum okkar á sinni stuttu
ævi.
Að eilífðar ljósi bjarma ber
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en augað sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Ben.)
um votta ég samúð mína og hlut-
tekningu og bið honum Guðsbless-
unar.
Þorgeir Kr. Magnússon
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur af-
mælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofu blaðsins í Hafharstræti
85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki em
tekin til birtingar frumort ljóð
um hinn látna. Leyfilegt er að
birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3
erindi og skal þá höfundar get-
ið. Sama gildir ef sálmur er birt-
ur. Meginregla er sú, að minn-
ingargreinar birtist undir fullu
nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina
gildir sú regla, að aðeins eru
birtar greinar um fólk sem er
70 ára eða eldra. Hins vegar eru
birtar afmælisfréttir með mynd
í dagbók um fólk sem er 50 ára
eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð
að handrit séu vel frá gengin,
vélrituð og með góðu línubili.
XJöfðar til
Xlfólks í öllum
starfsgreinum!
t
Útför fósturmóður minnar,
BRITT STEINDÓRSSON,
sem lést í Landakotsspítala 9. þ.m., verður gerö frá Dómkirkjunni
í Reykjavík föstudaginn 16. þ.m. kl. 13.30.
Steinn E. Steinsson.
t
Útför eiginmanns míns, föður, sonar, bróður og tengdasonar,
GUÐMUNDAR LÁRUSSONAR,
Suðurgötu 71,
fer fram frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 17. desember kl.
14.00. Þeir sem vildu minnast hans eru beönir að láta Krabba-
meinsfélagiö njóta þess.
Dagný Sigurbjörg Jónsdóttir,
Hera Guðmundsdóttir,
Sonja Andrésdóttlr,
Lárus Kristjánsson,
Kristján Lárusson,
Jón Guðbjörnsson,
Kristín Kristjánsdóttir.
Sigríður Kristjánsdóttir
Halldór B. Sæmunds-
son — Kveðjuorð
Fæddur 14. mars 1916
Dáinn 14. nóvember 1988