Morgunblaðið - 15.12.1988, Page 78

Morgunblaðið - 15.12.1988, Page 78
78 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988 íiöin/viin í iifq 1 ____©1987 Umveraal Pfes» SynOiCile ,, Ég aetti ab reJezx )?ig, en ég v\L e.K.lá blanda sarnan v/jnnu ogdnægju-" Ég vil að fólk sjái hve glæsileg þú ert í brúðar- kjólnum. Með morgimkaffínu Gaurinn þarna sveik mig eitt sinn um mikla Qárhæð. Hann vildi mig ekki fyrir tengdason ... Yfírbreiðsla Silfurrefshúfa Pessir hringdu . . Óþarfur innflutningur Húsmóðir hringdi: „Hér áður fyrr var bakað til jólanna á hveiju heimili og þótti sjálfsagt. Ég spjallaði við tvær ungar konur fyrir skömmu og sögðust þær ekki nenna að baka smákökur til jólanna, það væri miklu þægilegra að kaupa þær í næstu búð. Ég er alveg hneyksluð á þessum óþarfa innflutningi, í hverri verslun eru fjallháir staflar af innfluttu kexi og smákökum. Væri ekki nær að baka heima og veija gjaldeyrirnum til þarfari hluta? Svo er verið að tala um kreppu.“ Of fá bílastæði Kristín hringdi: „Aðeins 3 eða 4 bílastæðin eru ætluð viðskiptavinum við Pósthú- sið í Kópavogi og er það allt of lítið við svo þýðingarmikla þjón- ustustofnun. Þama er fólk líka alltaf að leggja ólöglega og hljót- ast af því mikil vandræði. Eitt- hvað verður að gera í þessu máli.“ Drapplituð yfirbreiðsla með brúnum bryddingum fauk af grilli við Fellsmúla. Ef einhver hefur fundið hana er sá hinn sami beð- inn að hringja í síma 31255 e.f. kl. 17. Högni í óskilum Kona hringdi: „ Grár og hvítur högni er sestur að hjá mér en ég bý á Hvaleyrar- holtinu í Hafnarfirði. Hann gæti verið annað hvort heimilisköttur eða fyrirtækisköttur. Er ekki ein- hver sem saknar hans? Ég bið eigandann að hafa samband í síma 51690, að öðrum kosti verð- ur kötturinn sendur á Dýraspítal- ann til svæfingar. Hinn 8. þ.m. tapaðist dökk silf- urrefshúfa við Seljaveg og hefur hún sennilega fokið úr bíl. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 18466 á kvöldin. Úr Stúlka tapaði Pier Point úri í Miðbænum laugardaginn 3. des- ember. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 10539 eða 32877. Fundarlaun. Gleraugu Ljósbrún gleraugu töpðust á leiðinni frá Hótel íslandi að Ból- staðahlíð sl. föstudag. Finnandi er vinsamlegst beðinn að hringja í Hjördísi í síma 45226. Skítugt og arabalegt Til Velvakanda. Þessi orð eru úr penna kvik- myndarýnisins Arnalds Indriða- sonar á bls. 34 í Morgunblaðinu miðvikudaginn 23. nóvember síðastliðinn. Hér ritar hann um hina umdeildu kvikmynd „Síðasta freisting Krists". Setningin í heild er þessi: Þar býr ekki fallega greitt, snyrtilega klætt og stórglæsilegt fólk berandi vatnskönnur og vínber í gósenlandinu heldur fólk í lörfum, skítugt og arabalegt, laust við epískan stórstjörnusvip gömlu testamentismynda Holly- woods. Vel getur verið að skot Amalds á einhveijar Jesúmyndir fyrri tíma úr Hollywood eigi rétt á sér en minnumst þess að arabar eru mjög hreinlegt fólk og að menning þeirra og menntun er á háu stigi. Allavega á hærra stigi en mín menntun. Ég vissi til dæmis ekki hvað orðið epískur þýðir og þurfti að kíkja í orðabók til að komast að því að það merkir sögulegur. Hver var það annars sem sagði að þeir sem vilji sýnast spekings- legir .sletti útlenskunni á réttum stöðum? Það er aðeins stigsmunur á kynþáttafordómum og svo ofsókn- um og hver hefur ekki fengið um sig hroll við frétt frá Palestínu, þar sem almennir borgarar em myrtir hér um bil daglega og það í sínu eigin heimalandi? Kynþáttafordómar eru lágkúra sem við ættum ekki að láta við- gangast í fjölmiðlum, síst af öllu í útbreiddasta dagblaði lands- manna. Herdís Hallvarðsdóttir Víkverji skrifar HÖGNI HREKKVlSI ótt tíðarfar hér á Stór- Reykjavíkursvæðinu hafí verið rysjótt undanfarna daga verður ekki annað sagt, en veðurfar í haust og fyrri hluta vetrar hafi verið með eindæmum gott. Bezta vitni fyrir þessari fullyrðingu er rósin, sem mynd birtist af á baksíðu Morgun- blaðsins í fyrri viku. Víkveiji hefur fylgzt með rósinni og enn er hún með blómstur, þótt síðustu dagar hafi verið umhleypingasamir. Þótt tíðarfar hafí verið svo gott, sem raun ber vitni, aka menn mjög gjaman á negldum snjóhjólbörðum og það þótt gatnamálastjóri hafi brýnt menn til þess að spara nagla- aksturinn. Áletranir á strætisvögn- um og víðar, t.d. auglýsingar í fjöl- miðlum, virðast þar engin áhrif hafa haft. Hvað sem því líður hefur enn ekki gert það veður, að sumar- hjólbarðar hafí ekki dugað hér í Reykjavík, þótt annars staðar á landinu gildi kannski önnur lögmál. XXX En snjóleysið er kannski ekki öllum jafn kærkomið og bíleig- endum. Skíðaiðkendur komast t.d. ekki á skíði og væntanlega er lítill snjór í skíðalöndunum í Bláfjöllum og í Skálafelli. Menn skyldu þó ætla að ekki þyrfti að fara þangað upp eftir til þess að ganga úr skugga um snjóleysið, því að a.m.k. tveir aðilar auglýsa símsvara sem gefa upplýsingar um færi og þann tíma sem opið er í skíðalöndunum. En sé hringt í þessa síma nú, svara þeir ekki. Hvers vegna er ekki svar- að? Það ætti að vera auðvelt að lesa inn á símana tilkynningu um að enginn snjór sé í brekkunum. Raunar frétti Víkveiji af aðila, sem freistaði þess að fara á skíði í Hlíðarfjalli, skíðalandi þeirra Akur- eyringa. Þar var ekki nægur snjór til skíðaiðkana. XXX Kunningi Víkveija, sem flytur inn heimilistæki, kvað mikið að gera nú fyrir jólin. Allir væru að kaupa heimilistæki eða raf- magnsvörur fyrir vörugjaldshækk- unina sem væntanleg væri. Þessi sami innflytjandi kvað hins vegar ekkert hafa verið að gera fyrir síðustu jól. Þá keypti enginn raf- magnstæki til heimilisnota. Ástæð- an var, að þá biðu menn eftir niður- fellingu vörugjalds á þessa sömu vöruflokka, varan stórlækkaði um síðustu áramót. „Svona eru stjóm- málamennimir," sagði þessi inn- flytjandi og bætti við, „þetta er ekki stjómvizka, heldur hringlanda- háttur". XXX Ihinu mikla flóði auglýsinga nú fyrir jólin hafa allt í einu farið að birtast auglýsingar, þar sem boðnir eru til sölu sjálfblekungar eða lindarpennar, sem einu sinni voru svo kallaðir. Þessir pennar vom á ámm áður í hvers manns hendi, en svo kom iðnbyltingin mikla með kúlupennann eða „bíró- pennann" eins og hann var fyrst kallaður. Nú er Víkveija sagt, að sjálfblekungurinn sé aftur að kom- ast í tízku og er það vel. Um er að ræða miklu vandaðri penna, sem ættu og að stuðla að því að menn skrifi læsilegri rithönd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.