Morgunblaðið - 15.12.1988, Side 83
MORGUNBLAÐH) IÞROTTIR FEMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1988
83
HANDKNATTLEIKUR / ISLANDSMOTIÐ 1. DEILD
Sigurður kom fram
hefndum gegn Alfreð
Sigurður Sveinsson - vinstrihandarskyttan snjalla úr Vai, kom svo
sannarlega fram hefndum gegn Alfreð Gíslasyni, þegar hann lék
við hvem sinn fíngur með Valsliðinu. Sigurður skoraði sjö mörk og
átti fjórar sendingar sem gáfu mörk gegn KR-ingum.
Þetta er nokkuð sem Sigurður gat ekki framkvæmt í V-Þýskalandi
þegar hann lék með Lemgo gegn Alfreð Gíslasyni og félögum hans
hjá Essen. Alfreð fékk yfirleitt það hlutverk að leika í vöminni gegn.
Sigurði - og stöðvaði hann Sigurð, sem skoraði aldrei mörg mörk
gegn Essen. Nú kom Sigurður fram hefndum - náði oft að leika
Alfreð grátt.
M org u nblaöið/Sverrir
Gfsll Felix Bjarnason fylgist með félögum sínum, þungur á brún.
Óheppnin eltir
Gísla Felix
Missir af fyrstu leikjunum eftir áramót
GÍSLI Felix Bjarnason, mark-
vörður KR, horfði á leikinn frá
áhorfendapöllunum enda í
gipsi eftirað hafa ristarbrotn-
að. Reyndar hefði Gísli átt að
vera laus úr gipsinu fyrir nokkr-
um vikum en síðan þá hefur
óheppnin elt hann.
ísli ristarbrotnaði í haust og
var þá reiknað með að hann
missti af fimm fyrstu leikjum móts-
ins. En brotið greri ekki og því var
hann skorinn upp að nýju og nagli
settur til að haída brotunum sam-
an. En sjúkrasögu Gísla var ekki
lokið því hann fékk blóðeitrun í
fótinn og mun missa af tveimur til
þremur leilgum eftir áramót.
„Ég hafði sett stefnuna á lands-
liðið fyrir B-keppnina en nú reikna
ég ekki með að fara að æfa fyrr en
í mars," sagði Gísli. „Annars hefur
Leifur staðið sig mjög vel og var
góður í þessum leik. Það verður
gaman að keppa við hann þegar
ég hef náð mér.
Það var vissulega slæmt að tapa
þessum leik, en vendipunkturinn
var í fyrri hálfleik. í stað þess að
dæma línu á Valdimar létu dómar-
amir leikinn ganga áfram. Upp úr
því fengu Valsmenn hraðaupphlaup
og Qögur mörk og tveir brottrekstr-
ar fylgdu í kjölfarið. —
Annars voru Valsmenn betri og
áttu sigurinn skilið," sagði Gísli.
Morgunblaöiö/Júlíus
Sigurður Svelnsson átti mjög góðjn leik með Valsmönnum. Hér sést hann þruma knettinum fram hjá Konráð
Olavsyni og Jóhannesi Stefánssyni - og siðan þandi knötturinn út netamöskvana í KR-markinu.
Atfreð rekinn af
velli - og Einar
lokaði markinu
Það var þá sem úrslit leiks KR-inga og Valsmanna
réðust. Valsmenn breyttu stöðunni úr 8:7 í 13:7
VALSMENN áttu ekki í erfið-
leikum með að leggja KR-inga
að velli í Laugardalshöllinni.
Þeir gerðu út um leikinn undir
lok fyrri hálfleiksins, þegar allt
var á suðupunkti. Þegar KR-
ingar náðu að minnka forskot
Valsmanna úr, 3:7, Í7:8, þoldu
þeir ekki spennuna - Valsmenn
skoruðu fimm mörk í röð áður
en flautað vartil leikshlés og
gengu til hvfldar með sex
marka forskot í pokahorninu,
13:7.
Þýðingamesta augnablik leiks-
ins var á þessum tíma. Þegar
Valsmenn voru yfir, 8:7, fengu
KR-ingar knöttinn og brunuðu fram
í sókn. Mikil
stemmning var í
Höllinni, enda allt í
jámum. Hinir ungu
KR-ingar voru ragir
í sókninni - treystu á Alfreð Gísla-
son. Þegar dómarar leiksins voru
að fara að flauta töf á KR-inga,
skaut Alfreð úr þröngu færi -
knötturinn fór í vamarvegg Vals-
manna, sem brunuðu fram í skyndi-
sókn. Alfreð hljóp á eftir Jóni Kristj-
ánssyni og braut á honum. Hann
var rekinn af leikvelli og Sigurður
Sveinsson skoraði, 9:7, úr víta-
kasti, sem var dæmt á Alfreð.
Réft á eftir vár Sigurði Sveins-
SigmundurÓ.
Steinarsson
skrifar
syni, KR, vísað af leikvelli og léku
KR-ingar þá fjórir gegn sex leik-
mönnum Vals. Það var nokkuð sem
Valsmenn kunnu að meta og Einar
Þorvarðarson varði vel í markinu —
þijú skot og kórónaði síðan þátt
sinn með að veija vítakast frá Al-
KR-Valur
21 : 23
Laugardalshöllin. íslandsmótið í 1.
deild, miðvikudagurinn 14. desember
1988.
Gangur leiksins: 0:3, 1:3, 1:5, 3:6,
4:8, 7:8, 7:13. 7:14, 9:16, 10:18, 12:19,
14:20, 17:23, 21:23.
Valur: Sigurður Sveinsson 7/2, Valdi-
mar Grímsson 5, Júlíus Jónasson 3,
Geir Sveinsson 3, Jón Kristjánsson 3,
Jakob Sigurðsson 2. Þorbjöm Jensson,
Theodór Guðfínnsson, Gísli óskarsson
og Sigurður Sœvarsson.
Varin skot: Einar Þorvarðarson 13/1.
Páll Guðnason.
Utan vallar: 8 mínútur.
KR: Alfreð Gíslason 8/2, Sigurður
Sveinsson 5, Páll ólafsson 3, Konráð
Olavson 2, Stefán Kristjánsson 2, J6-
hannes Stefánsson 1. Páll ólafsson
(yngri), Þorsteinn Guðjónsson, Guð-
mundur Pálmason, Guðmundur Al-
bertsson.
Varin skot: Leifur Dagfmnsson 9.
Ámi Harðarson.
Utan vallar: 8 mínútur.
Áhorfendur: 2.410.
Dómarar: Sigurður Baldursson og
Bjöm Jóhannesson, sem dœmdu ágœt-
lega.
fireð Gíslasyni. Á þessum tíma skor-
aði Sigurður Sveinsson með lang-
skoti, Jón Kristjánsson og Geir
Sveinsson eftir hraðupphlaup og
Július Jónasson með gegnumbroti
eftir snjalla sendingu Sigurðar
Sveinssonar.
Sigurður Sveinsson opnaði seinni
hálfleikinn með marki úr vítakasti
fyrir Val, 14:7, og síðan var eftir-
leikurinn auðveldur. Þó að KR-
ingar hafi klórað í bakkann undir
lokin og minnkað muninn í tvö
mörk, 23:21, gefa þær tölur ekki
rétta mynd af gangi leiksins. Yfir-
burðir Valsmanna voru miklir -
þeir gátu leyft sér ýmis mistök í
seinni hálfleiknum.
Sigurður Sveinsson, Einar Þor-
varðarson og Valdimar Grímsson
voru bestu menn Valsliðsins. Sig-
urður lék sinn besta leik með Val
- skoraði glæsileg mörk og átti
snjallar sendingar, sem gáfu mörk.
Jakob Sigurðursson og Valdimar
lokuðu homunum lengst af í leikn-
um, þannig að KR-ingar komust
ekki inn.
Aifreð Gíslason var yfírburðar-
maður hjá KR og þá var Leifur
Dagfinnsson friskur í markinu. Sig-
urður Sveinsson átti skemmtilegan
sprett undir lokin. Páll Ólafsson
náði sér ekki á strik í leiknum,
enda búinn að vera veikur.