Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991
9
Þriggja mánaða ávöxtun
verðbréfasjóða:
Miðað við 1. desember 1991
Kjarabréf..8.4% Tekjubréf.....8,4%
Markbréf...8,9% Skyndibréf....6,2%
Qi>
VERÐBRÉFAMARKAÐUR
FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF
HAFNARSTRÆTI, S. (91) 28566 - KRINGLUNNI, (91) 689700 - AKUREYRI.S. (96) 11100
tfYUNDAI 2
ZOOM-1
Alsjálfvirk 35 - 70 mm aödráttarlinsa
Innrauöur sjálfvirkur fókus
Sjálfvirk stilling á filmuhraöa
(ISO 50 - 1 600)
Sjálfvirk filmuvinda þegar
filman er á enda
Sjálfvirkur tfmastillir
fyrir myndatöku
kr. 14.900,-
klFI
i
oo
C\J
SÖLUAÐILAR:
UTSEL litmyndagerð. Austurstræti 6 Rvk - FRAMKÖLLUNÁSTUNDINNI. Armúla 30 Rvk -
SlMVAL, Ármúla 32 Rvk - TÖLVUHÚSID, Kringlunni og Laugavegi 51 - AMATÖR
Ljósmyndaverslun, Laugavegi 82 Rvk - HRADFILMAN, Drafnarfelli 12 Rvk - FILMAN.
Hamraborg 1 Kóp - FOTO Ljósmyndaverslun, Baronstlg 9 Vestmannaeyjum
Atvinnulífið
krefst æ meiri
menntunar og
sérhæfingar
Hér fer á eftir loka-
kafli - niðurstaða - grein-
argerðar fjármálanefnd-
ar Iláskóla íslands um
fjárlagafrumvarp ársins
1992:
„Háskóli íslands hefur
vaxið ört á liðnum árum
vegna þeirrar þróunar
sem hefur orðið í
mcnntamálum á Islandi
og í nágrannalöndunum.
Háskóli íslands er og
verður æðsta mennta- og
vísindastofnun þjóðar-
innar. Atvinnulífið krefst
æ meiri verkaskiptingar,
sérhæfingar og mennt-
unar. Aukin meimtun
skilar sér í aukinni fram-
leiðni og bættum hag alls
þjóðfélagsins. Allar vest-
rænar þjóðir leggja mik-
ið upp úr góðu skóla-
kerfi og sérstaklega er
varið miklum fjármunum
til háskóla vegna kennslu
og rannsókna.
Svo virðist, sem skiln-
ingur ríki á þessu sjón-
armiði innan núverandi
ríkisstjóniju’ því í stefnu
og slarfsáætlun hemiar
segir orðrétt um háskóla-
nám: „Samkeppni á sviði
mennta og rannsókna
hefur aukizt samhliða því
að ljóst er orðið að af-
koma þjóða ræðst í æ
ríkari mæli af öflugu
rannsókna- og þróunar-
starfi, jafnt í undirstöðu-
greinum sem þjónustu-
greinum. Hugað verður
sérstaklega að því að
styrkja þau svið í kennslu
og rannsóknum þar sem
íslendingar hafa mögu-
leika á að skara fram úr
á alþjóðavettvangi." Enn-
fremur segir: „Sérstök
áherzla verður lögð á að
efla framhaldsnám og
þjálfun rannsóknar-
manna við Háskóla Is-
lands.“
Fjárveitingar á nemanda við HÍ1988-92
Miðað er við verðlagsforsendur fjárlagafrumvarps 1992. Þúsundir kr.
356
- Miðað við 6%
skerðingu 323
1988
1989
1990
1991
1992
Lífskjör og menntun
Staksteinar glugga í dag í forystugrein
Garðars, blaðs sjálfstæðisfólks í
Garðabæ, sem fjallar um landsmál og
lífskjör, og Fréttabréf Háskóla íslands,
sem m.a. tíundar greinargerð fjármála-
nefndar skólans um fjárlagafrumvarp
ársins 1992.
Kostnaður við
háskólanám
hérlendis og
erlendis
í niðurstöðum fjái-
málanefndar Háskólans
segir áfram:
„I Bandaríkjunum eru
14 milljón nemendur á
háskólastigi og kostnað-
ur við hvern nemanda er
að meðaltali 13 þúsund
dalir (780 þúsund krón-
ur). Til háskóla er varið
3% af þjóðarframleiðslu
Bandaríkjanna. Að teknu
tilliti til stærðar þjóðanna
samsvarar þetta því, að
á Islandi Væru 14 þúsund
nemendur á háskólastigi
og að yfir 10 niilljörðum
króna væri varið til há-
skólakennslu og rann-
sókna. íslendingar eru
hér nokkuð á eftir því
fjárveiting til háskóla og
rannsókna var á árinu
1990 2,26 milljarðar
króna eða um 0,7% af
þjóðarframleiðslu það ár.
Fjáryeitingar tíl Há-
skóla Islands uxu veru-
lega á árunum 1980-
1988 í takt við fjölgun
nemenda og auknar
raimsóknir við skólann.
Eftír 1988 hafa fjárveit-
ingar staðið í stað á sania
tima og nemendum hefur
fjölgað um 21,8% og
rannsóknir hafa eim
eflst, eins og bókin Rann-
sóknir við Háskóla ís-
lands 1989-1990 ber
órækt vitni um.
Þörf er á að stjórnvöld
marki Háskóla Islands
aftur framsækna
menntastefnu líkt og
gert var á árunum 1984
-1988, þannig að stefna
stjómvalda í menntamál-
um sé í samræmi við þá
þróun sem nú er innan
Háskóla íslands og í
menntun innanlands sem
utan.“
Einstaklings-
framtakið og
lífskjörin
I forystugrein Garðars
í Garðabæ segir Bene-
dikt Sveinsson m.a.:
„Árið sem nú er senn
á enda hefur verið við-
burðaríkt bæði á innlend-
um sem erlendum vett-
vangi. Rikisstjóm Daviðs
Oddssonar hefur nú setið
við völd rúmlega hálft
ár. Vandamál þau sem
stjómin á við að glíma
em vissulega mörg og
erfið, og má þar nefna
erfiða stöðu ríkisfjár-
mála og þau vandamál
sem stafa af minnkandi
aflaheimildum. Ilagur
íslendinga hefur löngum
mótast af því hve gjöful
fiskimiðin umhverfis
landið hafa verið.
Þó ekki skuli gert lítíð
úr þeim vanda sem við
blasir í efnahagsmálum
raegum við þó ekki
gleyma því að lífskjör á
Islandi eni með því bezta
sem gerist, og höfuð
áherziu verður að leggja
á að vernda gmnnlífs-
kjör þjóðarinnar og
skapa tækifæri tíl nýrrar
sóknar tíl enn betri lífs-
kjara. Slíka sókn ber að
byggja á reynslu þeirra
þjóða sem lengst hafa
náð í sköpun þjóðartekna
með því að virkja ein-
staklingsframtakið á
gmndvelli fijálsrar sam-
keppni. Góð lífskjör þjóð-
arinnar verður að nýta
til að styðja við þá er
minna ntega sín.
Nú þegar stefnt er að
auknu samstarfi við þjóð-
ir Evrópubandalagsins er
sérstakt tilefni til að efla
kennslu i íslenzku og
sögu þjóðarinnar tíl mót-
vægis þeim erlendu
ábrifum sem við óþjá-
kvæmilega hljótum að
verða fyrir í lieimi siauk-
inna erlendra samskipta.
Ágætar greinar Ragn-
heiðar Briem um þetta
efni í Lesbók Morgun-
blaðsins að undanfömu
hafa vakið mikla athygli
og ber að fagna framtaki
hennar."
MISSIÐ EKKI AF
SKATTAFSLÆTTINUM!!
Nú fara að verða síðustu
forvöð að tryggja sér
skattafslátt fyrir árið 1991.
Kaupið ykkur hlutabréf þar
sem verðið er hagstæðast.
»
SPARISJÓÐIRNIR
BUNAÐARBANKI
ISLANDS
KAUPÞING HF
Ijöggilt verðbréfafyrirtœki
Kringlunni 5, sirni 689080