Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991 39 Fiskimj ölsverk- smiðju mótmælt UNDIRSKRIFTALISTI með mótmælum íbúa í vesturbæ, miðbæ og Grjótaþorpi við áformum um fiskimjölsverksmiðju í Örfirisey var afhentur Eiði Guðnasyni, umhverfisráðherra, í gær. Um 3.000 manns undirrituðu yfirlýsinguna þar sem skorað var á umhverfisráðherra að veita verksmiðjunni ekki starfsleyfi því staðsetningin væri allt of nálægt íbúðabyggð og athafnalífi miðbæjarins í Reykjavík. Fulltrúar Miðbæjarfélagsins, íbúasamtaka Gijótaþrops og Ibúa- samtaka vesturbæjar afhentu ráð- herra undirskriftalistana í umhverf- isráðuneytinu, en mengunarvarnir og hollustuvernd ríkisins, svo og Reykjavíkurborg hafa þegar fengið í hendur mótmælabréf. Einnig hafa íbúasamtök vesturbæjar syðri lýst yfir stuðningi við kröfurnar. í skýrslu sem Einar Valur Ingi- mundarson, umhverfisverkfræðing- ur, hefur unnið fyrir íbúasamtökin, segir að ekki sé fulltryggt að lyktar- mengun verði fólki_ í nágrenninu ekki til óþæginda. í skýrslunni er einnig ráðist á umhverfislöggjöfina yfirleitt því hún sé ekki í samræmi við þá stefnu sem nú er unnið eftir í nágrannalöndunum. Ráðherra kvaðst munu taka tillit til þessara sjónarmiða, en að báðar hliðar málsins þyrftu að skoðast gaumgæfilega. Aðspurður hvenær búist væri við ákvörðun í málinu sagði hann að engar tafir yrðu á því af ráðuneytisins hálfu, en vildi ekki gefa upp neinar dagsetningar. Eiður Guðnason, umhverfisráðherra, tekur við undirskriftalistum úr hendi Einars Arnar Stefánssonar, formanns íbúasamtaka vestur- bæjar. Ljóð eftir Valtý Guðmundsson BÓKAFORLAG Odds Björns- sonar hefur gefið út bókina Vökulok eftir Valtý Guðmunds- son frá Sandi. Vökulok er fjórða bók höfundar og þriðja ljóðabókin. Ljóðin eru af ýmsum toga. Höfundur bregður upp ýmsum mannlífsmyndum úr nútíð og fortíð og beitir innsæi og þekkingu. Fjölbreytt ljóð bæði í hefðbundnu og óhefðbundnu formi. í bókinni eru 98 ljóð. Bókin er 110 blaðsíður. Prentun og bókband vann Prentverk Odds Björnssonar hf. Valtýr Guðmundsson Húsin við Blönduvirkjun. Starfsmannahúsið er fyrir miðju, á milli íbúðarhúss stöðvarsljóra og stjórnhúss lengst til vinstri. Blönduvirkjun: Starfsmannahús byggð fyrir 300 milljónir króna Hagkvæmara en við Búrfellsvirkj- un, segir forstjóri Landsvirkjunar FORSTJÓRI Landsvirkjunar segir að full þörf sé fyrir þau starfs- mannahús sem byggð hafa verið við Blönduvirkjun og að ekki sé gert ráð fyrir aðstöðu þar fyrir starfsmennina umfram það sem eðlilegt megi teljast. Kostnaður við íbúðarhús stöðvarstjóra og stórt starfsmannahús er rúmar 300 milljónir kr. Við Blöndu- virkjun eru 14 fastir starfsmenn. í starfsmannahúsinu er svefnað- staða fyrir 49 manns og er stærðin við það miðuð að hægt verði að hýsa alla starfsmenn við virkjunina þegar þeir eru flestir. „Það er ótvírætt mun hagkvæmara að reisa og reka starfsmanna- hús eins og Landsvirkjun gerir við Blönduvirkjun heldur en að sjá fjölskyldum starfsmanna fyrir húsnæði á virkjunarsvæðinu eins og gert var við Búrfellsvirkjun, Kröfluvirkjun og Sogsvirkj- un,“ segir Halldór Jónatansson. Hann segir að á sínum tíma liafi verið reist 14 einbýlishús við Búrfell, 11 við Kröflu og 12 við Sog, auk mötuneyta og annarrar aðstöðu. Landsvirkjun hefur byggt tvö starfsmannahús við Blönduvirkj- un, samtals 2.538 fermetra að stærð. Þar af er hús stöðvarstjóra 203 fermetrar en starfsmanna- húsið er tvær hæðir, ris og kjall- ari, samtals 2.335 fermetrar að stærð. Heildarkostnaður við bæði húsin að meðtöldum öllum hús- búnaði í starfsmannahúsið er 301,8 milljónir kr. á núgildandi verðlagi, samkvæmt upplýsingum Haljdórs Jónatanssonar. Á fyrstu hæð starfsmanna- hússins er eldhús, matsalur, fundarherbergi, setustofa, frí- stundaherbergi, aðstaða til lík- amsræktar og aðstaða til kynn- ingar á virkjuninni fyrir gesti. Á annarri hæð eru 17 herbergi fyr- ir fasta starfsmenn, hvert með sturtu og salerni, 6 herbergi fyrir lausamenn með sameiginlegri snyrtingu og 2 samliggjandi her- bergi með sér sturtu og salerni. Á rishæð eru 8 herbergi fyrir vinnuflokka, samtals 24 rúm, með sameiginlegri snyrtingu. í kjallar- anum er spennistöð og tækja- og bílageymslur fyrir virkjunina. Fastir starfsmenn 14, svefnaðstaða fyrir 49 Alls er svefnaðstaða í húsinu fyrir 49 manns. „Sú stærð er miðuð við að á hverjum tíma verði hægt að hýsa alla starfsmenn við virkjunina enda verður þetta eina gistiaðstaðan á svæðinu og ekki í önnur hús að venda. Fastir starfsmenn verða í fyrstu 14 og er það varleg áætlun uns reynsla fæst af rekstri virkjunarinnar. Hver þessara starfsmanna fær til umráða eitt herbergi með salerni og sturtu. Að auki hýsir starfs- mannahúsið 24 manna vinnuhóp yfír sumarmánuðina vegna al- menns viðhalds á virkjunarsvæð- inu og unglingavinnu við tijárækt og uppgræðslu en á svæðinu hafa verið gróðursettar 67.000 trjá- plöntur og um 2.150 hektarar lands græddir upp. Að öðru leyti nýtist húsið sem hér segir: Ymsir starfsmenn Landsvirkjunar og sérfræðingar dvelja tímabundið við Blöndu- virkjun til að fylgjast með búnaði virkjunarinnar og annast sérstök viðhaldsverkefni. Blönduvirkjun er eina afdrep Landsvirkjunar á leiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur. Þar verður því bæki- stöð fyrir línuflokka þegar þeir þurfa að sinna viðgerðum og við- haldi á háspennulínum fyrir- tækisins í þessum landshluta. Landsvirkjun hefur lagt um 200 km af vegum á virkjunarsvæðinu og þarf að hýsa þar mannskap til að annast viðhald á þeim og girðingumn á svæðinu sem í dag eru um 110 km að lengd. Þá verð- ur húsið nýtt til fundahalda, m.a með heimamönnum um ýmis atriði í samskiptum við þá og til námskeiðahalds t.d. vegna endur- menntunar starfsmanna Lands- virkjunar við hinar ýmsu virkjan- ir. Húsið verður ennfremur notað til mótttöku fyrir ferðamenn og ýmsa hópa sem heimsækja virkj- unina en Landsvirkjun tekur á hveiju ári á móti fjölda ferða- langa sem áhuga hafa á að skoða virkjanir fyrirtækisins," segir Halldór Jónatansson forstjóri Landsvirkjunar. Stéttarfélög undirrita orlofsferðasamninga FULLTRÚAR sjö stéttarfélaga og sambanda, Samvinnuferðir-Land- sýn og Flugleiða undirrituðu á þriðjudag samning um orlofsferðir á næsta ári. Samkvæmt samning- unum bjóðast félagsmönnum þess- ara stéttarfélaga flugferðir til ellefu staða í útlöndum á næsta ári fyrir allt að 20% lægra verð en á þessu. Alls er um að ræða 5000 sæti og verður byrjað að selja í ferðirnar 6. janúar til allra félaganna í einu. Á myndinni, sem tekin var við und- irritun samningsins, eru Sigríður Jóhannesdóttir fulltrúi Kennara- sambands íslands, Pétur Maack fulltrúi Verslunarmannafélags Reykjavíkur, Sigurður Skagfjörð fulltrúi Flugleiða, Helgi Daníelsson fulltrúi Samvinnuferða, Hallgrímur Hallgrímsson fulltrúi BSRB, Anna Finnbogadóttir fulltrúi Sambands íslenskra bankamanna, Ólafur Karlsson fulltrúi BHMR, Þráinn Hallgrímsson fulltrúi ASÍ og Bene- dikt Valsson fulltrúi Farmanna og fiskimannasambandsins. Tíminn kemur áfram út fram á næsta ár Starfsfólki fækkað um 15 manns DAGBLAÐIÐ Tíminn verður gefið út í að minnsta kosti tvo mánuði eftir áramót, að sögn Hrólfs Ölvissonar, framkvæmdastjóra Tímans, eða þar til ljóst verður hvort að útgáfu nýs dagblaðs með þáttöku Tímans verður. Sérstakt hlutafélag í eigu einstaklinga mun standa að útgáfu Tímans, en ábyrgðarmaður verður Jón Kristjánsson alþingismaður. „Þetta gerum við til að vera betur í stakk búnir ef þetta nýja blað kemur hugsanlega út. Við þurfum að geta haft einhvern tíma til að aðlaga okkur að þvi og ætl- um í áskrifendaherferð þar sem það getur ekki gert okkur annað en gott. Þetta nýja blað er þó númer eitt, tvö og þijú í okkar huga, og við munum halda okkur við það, en við viljum þó hafa fleiri valkosti að ræða en það,“ sagði Hrólfur í samtali við Morgunblað- ið. Ollu starfsfólki á Tímanum, tæplega 50 manns, hafði verið sagt upp störfum frá 31. desem- ber, og sagði Hrólfur að við endur- ráðningar hefði því verið fækkað um 15 manns. Hann sagði að út- liti blaðsins yrði breytt að ein- hveiju leyti eftir áramót, en þó yrði reynt að hafa það sem næst því sem það er í dag. Greiðslustöðvun útgáfufélags Þjóðviljans stendur til 19. janúar næstkomandi, og að sögn Halls Páls Jónssonar, framkvæmda- stjóra útgáfufélagsins, verður blaðið að minnsta kosti gefið út allan janúarmánuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.