Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 79
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991 79 Þessir hringdu . ., Rauður trefill tapaðist Laugardaginn 14. des. tapaðist einlitur rauður ullartrefill, líklega á bílaplaninu á milli Kolaportsins og Tollstjórahússins. Gæti einnig verið á Laugavegi eða Lækjar- götu. Finnandi vinsamlega hringi í síma 98-21886. Fundarlaun. Þjófnaður í skóla Móðir hringdi og sagði að nýj- um Adidas íþróttaskóm hefði ver- ið stolið frá syni hennar í Hóla- brekkuskóla. Það gerðist fyrir þremur vikum og búið er að leita mikið að skónum enda um skó upp á 7.000 krónur að ræða. Þetta eru bláir skór með hvítum rönd- um. Móðirin skorar á foreldra að fylgjast með því hvort börn þeirra hafi komið heim með nýja skó. Og sá sem tók skóna er vinsam- Iegast beðinn að Iaumast með þá í skólann og skila þeim. Bíllyklar Bíllyklar að Mazda-bifreið töp- uðust á Seljavegi sunnudaginn 15. des. Finnandi hafi samband í síma 73361. Karlmannsúr Karlmannsúr fannst á Hverfis- götunni mánudaginn 16. des. Nánari upplýsingar í síma 11383. Tvö góð fyrirtæki Sigrún hringdi og vildi lýsa ánægju sinni með frábæra þjón- ustu í versluninni Tess á Dun- haga. Hún hefði keypt þar kjól og síðan hefði komið smávegis upp á og hún lagt leið sína í versl- unina aftur og eigandinn hefði tekið því af mikilli prýði og hún jafnvel verið leyst út með gjöf. Sigrún vildi einnig skýra frá góðri þjónustu og liðlegu starfsfólki í Efnalauginni í Hamraborg. Þjóðleikhúsið og bílahús Kona vildi koma með fyrirspurn þess efnis hvort til væru peningar í að reisa stærðar bílahús á horni Smiðjustígs og Hverfisgötu þegar á sama tíma væru ekki til pening- ar í Þjóðleikhúsið. Gefins kettlingar Tveir kettlingar, högnar, fást gefins. Upplýsingar í síma 650187 eftir kl. 14. Aðalstöðin aftur til Akureyrar Akureyringur hringdi og sagð- ■ ist vera afar sár yfir því að Aðal- stöðin væri hætt að heyrast á Akureyri. Viðkomandi sagðist vera mjög ánægður með stöðina og hefði einungis hlustað á hana. Sér fyndist það mikil skömm að Akureyringar krefðust einir hærri gjalda fyrir útsendingar stöðvar- innar en annars staðar tíðkaðist. Frábær bók Ung kona hringdi og sagðist hafa lesið bókina „Að lifa er Iist“ eftir Pétur Guðjónsson. Hún sagði hana vera aldeilis frábæra og þetta væri í fyrsta skipti sem hún hefði fundið einhvern samhljóm við skoðanir sínar. Hún hefði allt- af verið svona hálfkristin en kafli í bókinni um trúarbrögð hefði opnað augu hennar fyrir því hversu mikil blekking þetta væri allt saman. Eftir lestur bókarinnar sæi hún allt með öðrum augum en áður og höfundur svipti blekk- ingunni af hinum ýmsum sviðum þjóðfélagsins. Þessi unga kona vildi hvetja alla til þess að lesa þessa bók, einkum ungt fólk. Tapaði leikfimipoka Ungur drengur tapaði poka með leikfimidóti í námunda við Framnesveg fyrir um það bil viku. Þetta er ljósgrænn poki með skóm, handklæði og íþróttafötum. Finnandi vinsamlegast hafi sam- band í síma 616888. Vísur um mánuðina Elín hringdi og sagðist vera að leita að einhveijum sem kynni vísur um mánuðina. Hún sagðist ekki vita hver höfundurinn væri og eina vísan sem hún kynni væri vísan um desember. Þó desember sé dimmur þá dýrðleg á hann jól. Með honum endar árið og aftur hækkar sól. Jól í Þýskalandi Birgitta Vilhelmsdóttir skrifar: í aukablaði Mbl. Daglegt líf var 27. nóvember sl. sagt frá jólahaldi í Þýskalandi. Ég er af þýskum ætt- um, en íslendingur, búin að búa hér í 41 ár. Ég var ekki ánægð með hvernig sagt var frá jólahaldi í Þýskalandi, einkum um að jólin væru ekki haldin hátíðleg á að- fangadagskvöld. Ég reyndi að leið- rétta þetta í síma, en úr því varð einhver misskilningur i Velvakanda. Kjarni málsins er að í Þýskalandi höfum við sömu venju og á Islandi að halda aðfangadagskvöld hátíð- legt og borða hátíðarmat. Ég er búin að hringja bæði til nokkurra staða í Þýskalandi og fólk fullvissar mig um að þetta hafi ekkert breyst. Að tala um að Þjóðveijar borði bara pylsur eða slíkt 'á aðfanga- dagskvöld hlýtur að vera staðbund- ið í Tubingen og mér dettur í hug að það stafi af því að þar í kring hefur verið mikið af Bandaríkja- mönnum sem ekki hafa hátíðamat á aðfangadagskvöld, eins og ég kynntist þegar við hjónin vorum um jól í Bandaríkjunum. Því vil ég biðja Velvakanda að koma hinu rétta á Sigríður Sveinsdóttir hafði samband við Velvakanda vegna læðunnar Söru, sem hefur verið týnd frá því þriðjudaginn 3. des- ember. Læðan fór á fund högna nokkurs við Lindargötu, því eigendur katt- anna höfðu séð að katta-parið hefði allt til að bera til að eignast saman kettlinga. Sara er síams-læða, en sú kattartegund er ævaforn og tal- in vera upprunin í Austurlöndum ljær. Högninn sem hún heimsótti er af sömu tegund, en eftir skamma stgnd í heimsókn hjá honum, ákvað Sara að fá sér frískt loft. Ekki hef- ur spurst til hennar síðan og óvíst hvort hún hefur lent í slysi, villst á framfæri. Jólin hefjast almennt í Þýska- landi með því að hringt er inn klukk- an 6 á aðfangadag. Þá var á mínu heimili lesinn jólaboðakapurinn úr guðspjöllunum. Og klukkan rúm- lega sjö er sest að jólamáltíðinni, sem algengast er að sé gæs. Þann- ig er þetta hátíðlegt aðfangadags- kvöld líkt og á íslandi, nema hvað ekki eru eins stórar og miklar jóla- gjafir og hér. Og mér er sagt að sumir séu nú hættir að gefa jóla- gjafír. Margir fara til kirkju eftir matinn. Þannig var þetta og er enn um allt Þýskaland. Pylsuát er eng- inn herramannsmatur í Þýskalandi og því enginn jólamatur. En jólin í Þýskalandi eru hátíðleg. Samt sem áður er það svo að mín hátíðlegustu jól voru á flóttan- um undan Rússunum á stríðsárun- um. Ég er frá Köngingberg, sem nú heitir Kalinegrad. En móðir mín er frá Lettlandi. Bestu jólin í minn- ingunni voru haldin í litlu herbergi, þar sem frostið glitraði á veggjun- um, við höfðum lítið tré og tvo log- andi kertisstubba og ekkert að borða. Samt var lesið og sungið. leið heim til sín, eða fengið inni hjá kattavinum. Eigandi Söru saknar hennar sárt, og segir að hjálplegir aðilar á Dýra- spítalanum og í Kattholti hafi ekki fengið neinar upplýsingar um læð- una. Sara hafði bleika ól um hálsinn daginn sem hún hvarf. Á ólinni var tunna með merkimiða, sem segir til um hvar liún eigi heima. Sara er mjög mannelskur köttur og hænd að eiganda sínum og er það gagn- kvæmt. Eigandi hennar biður þá sem kynnu að vita um afdrif Söru að hafa samband við sig, þar sem óvissan um hvort Sara er lífs eða liðin, sé nánast óbærileg. Við vorum sjö systkinin, pabbi var kominn úr stríðinu og aldrei höfðum við verið eins nærri jólunum sem þá. Á flóttanum frá Köningsberg lögðu 18 skip upp í lest, en aðeins fjögur komust af og við vorum svo lánsöm að vera í einu þeirrá. Ég hefi á þessum árum þurrkað út minningarnar nema um jólin og því kom það við mig að sjá þýskum jólum lýst á þennan hátt. Og ég hefi fullvissað mig með símtölum um að þýsk jól eru enn hátíðlega haldin sem fyrr. Á íslandi hefi ég síðan átt góð jól með fjölskyldu og vinum. Eilífðar espresso vélin frá La Pavoni úr lótúni eöa kopar. Sígild vél sem endist í aldarf jórðung. Steypt og sett saman í höndunum. Lagor espresso, cappucino, te, súpur, ömmusúkkulaði o.fl. Hvergi í Evrópu ódýrari en hjó okkur. 8-20 bollo vélar fró kr. 28.000,- Fyrirliggjondi vélor fyrir veitingahús. Einkaumboð ó íslondi. KaffÍhOð, sími 621029 Höfðar til -fólks í öllum starfsgreinum! Sagan af læðunni Söru Ég vil þakka öllum þeim, sem gerðu 75 ára afmœliö mitt aö ógleymanlegum hátiöisdegi. Gitö b/essi ykkur öll og gefi ykkur gleöileg jól og farsœlt komandi ár. Björg Ellingsen. Innilegt þakklati til allra þeirra, sem glöddu mig meö heimsóknum, gjöfum og skeytum á sjötugs afmœli mímt 11. nóvember sl. Sérstakar þakkir til fjölskyldu minnar fyrir veglega veislu. Guö gefi ykkur gleÖileg jól. Jóhanna Þórhallsdóttir. GAGNLEGAR OG ÞR0SKANDI J0LAGJAFIR Gott úrval af innlendum og erlendum bókum BESTU SELDU BÆKURNAR í BETRA LÍF í DESEMBER: 1. VÍGSLAN 2. MIKAEL HANDBÓKIN 3. AUKTU STYRK ÞINN 4. HJÁLPAÐU SJÁLFUM ÞÉR 5. NOSTRADAMUS - Við upphaf nýrrar aldar 6. DRAUMATÆKNI 7. EFTIR DAUÐANN, HVAÐ ÞÁ? 8. MÖRG LlF, MARGIR MEISTARAR 9. UNAÐSDRAUMAR OG ÍMYNDANIR KYNLÍFSINS 10. ANDLEG UPPBYGGING MANNSINS — MONDIAL ARMBANDIÐ 0G SEGULARMBANDIÐ Ekki aðeins heilandi gjöf - heldur líka fallegt skart. Góður valkostur í jólapakkann. Mondial armbandið: Silfur og silfur m/gullkúlum verö kr. 2990,-Með 18 karata gullhúð verð kr. 3.990,- Segularm- bandið: Silfur- og gullhúðað verð kr. 2.590,- ALDREI MEIRA URVAL AF SKARTGRIPUM MEÐ NÁTTÚRULEGUM 0RKUSTEINUM ★ Hringarog eyrnalokkarúrsilfri með mexíkönskum ópölum ★ Hálsmen - margar útlitsgerðir ★ Eyrnalokkarmeðal annarssilfurfjaðrir ★ Stjörnumerki úr silfri og með 24 karata gullhúð með kristöllum ★ Pendúlarog margtfleira NYALDARTONLIST OG HUGLEIÐSLU- 0G SLÖKUN- ARÆFINGAR Á SNÆLDUM Nokkrir af best seldu titlunum: SilverWings Fairy Ring BrighterSide Harmony Tranquility Canyon Trilogy Earth Spirit Leiðin til innri friðar EINNIG: + Aldrei meira úrval af orkusteinum ★ Silkipokarfyrirsteinana ★ Reykelsi fyrir jólin ★ llmkerti * Tarotspilogbækur * Medicine Cards ★ Sacred Path Cards ★ Styttur og veggmyndir ★ Dagbækur’92 ★ Dagatöl’92 ★ O.m.fl. Póstkröfuþjónusta Greiðslukortaþjónusta Pantanasímar: (91)623336 og 626265 becR/wip Laugavegi 66, " 101 Reykjavik. Simar 623336. 626265 Við veitum persónulegaþjónystu og ráðgjöj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.