Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991
*
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Bók frá jólasveininum
Litlu jólin voru haldin á leikskólanum Flúðum í gær. gengið var í kringum jólatré og jólasöngvarnir
sungnir hástöfum og þá létu jólasveinarnir ekki bíða lengi eftir sér. Þeir komu færandi hendi og fengu
öll börnin bók með sér heim.
HIN árlega ferð björgunarsveitarinnar Stefáns í Mývatnssveit að
Kistufellsskála við Vatnajökul var farin föstudaginn 29. nóvem-
ber síðastliðinn. Megintilgangur ferðarinnar var að gera skálann
kláran fyrir veturinn og flytja bensín fyrir vélsleðamenn.
Lagt var af stað úr Mývatns-
sveit kl. 15 á þremur bílum og
voru tveir menn í hverjum bíl.
Ætlunin var að fara í Herðubreið-
arlindir í fyrsta áfanga, fljótlega
þurfti að hleypa lofti úr dekkjum
eftir að þjóðvegi sleppti, enda var
færðin frekar erfíð. Farin var hefð-
bundin leið suður með Jökulsá að
vestan að Dragarlandaá. Áin var
á ís og því tafsamt að brjóta rás
fyrir bílana yfir ána. Komið var í
Þorsteinsskála kl. 22 og gist þar.
Erfitt reyndist að hita skálann
upp og var því sleppt. Farið var
úr köldum skálanum næsta morg-
un og haldið áleiðis að Kistufelli.
Snætt var við Svartá. Þaðan var
Niðursuðuverksmiðja K. Jónssonar og Co.:
Finnsk verslunarkeðja kaupir
síld fyrir 100 milljónir króna
Fullkomin glasaframleiðslulína keypt í kjölfar samningsins
K. Jónsson og Co. á Akureyri hefur gert samning við stærstu
verslunarkeðjuna í Finnlandi um sölu á fimm tegundum síldar í
glösum. Um er að ræða eina milljón glasa að verðmæti um 100
milljónir króna. Fyrirtækið hefur vegna þessa samnings fjárfest í
fullkominni glasalínu sem nú er í smíðum í Danmörku, en er vænt-
anleg hingað til lands fljótlega eftir áramótin. Öll vöruþróun og
markaðsstarfsemi vegna þessa samnings hefur verið unnin innan
fyrirtækisins.
Einar Eyland sölustjóri hjá Nið-
ursuðuverksmiðju K. Jónssonar og
Co. sagði að unnið hefði verið að
þessu máli í alllangan tíma og því
væri afar ánægjulegt að samning-
urinn væri í höfn. Fyrirtækið seldi
á þessu ári um 300 þúsund dósir
af gaffalbitum til Finnlands að
söluverðmæti um 16 milljónir
króna, en um var að ræða þijár
N7UEC
FJÖLSKYLOULEIKTÖLVAN
Á AÐEINS 8.900,- IVI/20 LEIKJUNI
Tveir stýripinnar og þríhliða tengi fyrir sjónvarp fylgja. Frábært
úrval leikja á mjög hagstæðu verði frá kr. 1.290,- kr. íslenskur
leiðarvísir. Árs ábyrgð.
tegundir gaffalbita sem seldar voru
til næststærstu verslunarkeðju
landsins. Stefnt er að því að selja
svipað magn gaffalbita þangað á
næsta ári.
Verslunarkeðjan sem K. Jónsson
hefur nú samið við um sölu síldar
er sú stærsta í Finnlandi með um
2.000 verslanir víðs vegar um land-
ið og u.þ.b. 43% hlutdeild á mark-
aðnum þar í landi. Á næsta ári
mun fyrirtækið selja eina milljón
glasa til verslunarkeðjunnar, en
verðmætið er um 100 milljónir
króna. Gert er ráð fyrir að um 10
til 15 manns muni vinna við fram-
leiðsluna.
Fyrirtækið selur fimm tegundir
síldar í glösum til verslunarkeðj-
unnar finnsku, síld í kryddsósu,
tómatsósu, lauksósu, sinnepssósu
og hvítlaukssósu. Verður henni
pakkað í sérstök glös og hefur
fyrirtækið fest kaup á fullkominni
og mjög sjálfvirkri glasalínu í kjölf-
ar samningsins, en hún er smíðuð
í Danörku og er væntanleg til
Akureyrar fljótlega eftir áramót.
Fram til þessa hefur fyrirtækið
einungis framleitt gaffalbita og
síldarflök í dósir, sem farið hafa á
markað í Rússlandi og Svíþjóð. í
Finnlandi er aftur á móti hefð fyr-
ir því að síldarafurðir séu fram-
leiddar og seldar í glösum. Fyrsta
afhending vörunnar til Finnlands
verður í lok mars.
Fulltrúar verslunarkeðjunnar
hafa skoðað verksmiðju K. Jóns-
sonar og sagði Einar að þeir hefðu
verið mjög ánægðir með alla að-
stöðu og framleiðsluvörur fyrir-
tækisins. Öll vöruþróun vegna söl-
unnar til Finnlands hefur farið
fram í tilraunaeldhúsi í rannsókn-
arstofu fyrirtækisins og hefur var-
an verið þróuð að ósk kaupandans.
Einar sagði afar ánægjulegt að öll
þekking, bæði hvað varðar vöru-
þróun og markaðsmál hafi verið
til staðar innan fyrirtækisins sjálfs
og því ekki þurft að leita til neinna
milliliða.
Einar sagði að stefna þyrfti að
því að selja sem mest af fullunn-
inni vöru héðan frá íslandi, við það
sköpuðust bæði meiri verðmæti og
einnig atvinna.
greið leið að Urriðarhálsi, en þar
þurfti að hleypa meira lofti úr
dekkjum til að komast áfram.
Komið var í skálann við Kistufell
kl. 15.30 á laugardag og gist
næstu nótt.
Á sunnudag átti að halda heim-
leiðis, en þá var skollið á kolvit-
laust veður svo ekki sá út úr aug-
unum. Um kvöldið gekk veður nið-
ur og sást í stjörnubjartan himinn
og norðurljós. Lagt var af stað
heimleiðis, en eftir skamma stund
kom svo mikill skafrenningur að
ekki sást framundan. Var því snú-
ið við og farið í skálann og gist
og tíminn leið með spilamennsku
og gamansögum.
Á mánudagskvöld viðraði vel til
heimferðar. Gekk ferðin vel í
Herðubreiðarlindar, en þar var
stoppað og snætt nesti. Lindáin
var ísilögð og þegar aka átti yfir
ána brast ísinn og einn bíllinn fór
niður og festist í krapi og ís-
hragli. Þarna var baslað í tvo tíma
við að ná bílnum upp úr ánni.
Eftir það gekk ferðin vel heim,
komið var til byggða kl. 5.30 á
þriðjudagsmorgun 3. desember.
Þótt ferðin yrði lengri en ætlað
var voru fjallafararnir allir ánægð-
ir er heim var komið.
Krislján
-------» ♦ ♦--------
Eyjafjarðarsveit:
Meiddust er
bíll valt á
hálkubletti
Ytri Tjörnum.
LÍTIL Fíat bifreið endastakkst
út af veginum neðan við Reykhús
í Eyjafjarðarsveit I gær og fór
nokkrar veltur.
Ung kona og tvö börn voru í bíln-
um og slösuðust konan og eldra
barnið nokkuð og voru flutt á Fjórð-
ungssjúkrahúsið á Akureyri til
rannsóknar. Yngra barnið slapp
ómeitt.
Líklegt má telja að nýmyndaðir
hálkublettir á veginum hafi ollið
slysinu. Bíllinn er talinn gjörónýtur.
- Benjamín
Samband fiskvinnslufólks á Norðurlandi:
Nýr kj ar asamningnr gildi
frá því sá síðasti rann út
„SAMBAND fiskvinnslufólks á Norðurlandi átelur harðlega þann seina-
gang sem orðinn er á viðræðum um sérkjaramálefni verkafólks. Sú
vísvitandi stefna vinnuveitenda að draga samningagerðina á langinn
hefur nú þegar rýrt kaupmátt launa. Desemberuppbót launafólks verð-
ur enn smánarlegri samanborið við það sem öðrum er greitt, sem
taka viðmiðun af kjörum opinberra starfsmanna," segir í ályktun frá
Sambandi fiskvinnslufólks á Norðurlandi.
í ályktunnin segir ennfremur að
sýnt sé að verkafólk þurfi ekki að
vænta neinna samninga sem bæta
kaup þess og kjör, nema það beiti
samtakamætti sínum til að knýja á
um gerð þeirra. Samband fisk-
vinnslufólks á Norðurlandi uni því
ekki að samningar séu lausir svo
mánuðum skipti og lífskjör talin nið-
ur með slíkum vinnubrögðum. „Því
eiga samtök launafólks að krefjast
þess að ný samningur gildi frá þeim
degi er síðasti kjarasamningur rann
út.“
í lok ályktunarinnar minnir sam-
bandið á samþykkt aðalfundar deild-
ar fiskvinnslufólks í Verkamanna-
sambandi íslands um löndun og
vinnslu sjávarafla í íslenskum fisk-
vinnslustöðvum. „Þessu máli verður
að fylgja eftir af fyllstu hörku við
gerð kjarasamninga, eigi fisk-
vinnslufólk að eiga aðild að þjóðar-
sátt um lífskjör á íslandi."
Björgunarsveitin Stefán:
Heildsala - smásala
RðDIONAUST
NAUST HF. • GEISLAGÖTU 14 -600 AKUREYRI • SÍMI 96-21300
Vetrarferð að Kistu-
felli í Mývatnssveit