Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 22
 22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991 Sannkölluð knattspyrnuveisla Bækur Steinar J. Lúðvíksson Víðir Sigurðsson. Islensk knattspyrna 1991. 160 bls. Skjaldborg 1991. Arbók Víðis Sigurðssonar um knattspymuíþróttina á íslandi kem- ur nú út ellefta árið í röð. Þessar árbækur eru fyrir löngu búnar að vinna sér fastan sess hjá áhuga- mönnum um íslenska knattspymu, bókin virðist að mestu komin í fast form og þar er að finna hliðstæðar upplýsingar frá ári til árs. Hitt er svo annað mál að íslensk knatt- spyrna sýnir jafnan á sér síbreyti- legar myndir, þannig að efnið verð- ur aldrei hið sama, hversu margar sem bækurnar verða. Knattspyrnu- vellirnir em alltaf vettvangur nýrra ævintýra, nýrra íþróttamanna, óvæntra atburða og úrslita, þannig að söguefnið er alltaf nóg og hlýtur það að vera erfiðasta atriðið sem söguritari á borð við Víði Sigurðs- son stendur frammi fyrir að velja og hafna. Það leikur ekki á tveimurtungum að Víðir hefur hlotið almenna viður- kenningu knattspymuáhugamanna fyrir verk sín á þessu sviði. Gildi bóka hans er ótvírætt og aftur og aftur em þær gripnar úr hillum, þegar leita þarf að úrslitum eða umsögnum um knattspyrnuleiki. Bækur hans em því ekki eingöngu bækur líðandi stundar eða jólabóka- vertíðar, heldur merk heimild. Þyk- ist ég þess fullviss að margir knatt- spymugarpar, sem lagt hafa skóna á hilluna eða áhorfendur sem taka þátt í leiknum af pöllunum, hafa endalaust gaman af því að draga þessar bækur fram og ylja sér við minningarnar, einkum ef um ljúfar sigurminningar er að ræða. Auk atburða ársins 1991 rifjar Víðir einnig upp atburði enn eldri tíma og tekur fyrir árin 1970 og 1971 í bókinni — árin þegar flestir þeirra, sem nú em framúrskarandi í íþrótt- inni, vom enn í barnsskónum sínum, árin þegar Akurnesingar og Kefl- víkingar tefldu fram afbragðsgóð- um liðum sem hrepptu Islands- meistaratitilinn sitt árið hvort. Fyrirferðarmest í bókinni íslensk knattspyrna 1991 er umfjöllun um íslandsmótið í knattspyrnu. Víðir greinir frá úrslitum allra leikja í öllum deildum karla og kvenna, auk þess sem hann Ijallar um hvern einasta leik í 1. deild karla og kvenna. Það hlýtur að vera gríðar- mikið verk að safna saman öllum þeim upplýsingum sem þarna koma fram því leikjafjöldi er mikill og margir koma við sögu. Þá er einnig fjallað um keppni í yngri flokkunum og hef ég áður lýst þeirri skoðun minni í umQöllun um fyrri bækur Víðis að ’sá þáttur mætti gjarnan vera fyrirferðarmeiri í bókinni, ein- faldlega vegna þess að þeir yngri fá tæpast nógu mikla athygli fjölm- iðla. Þá er bikarkeppni KSÍ gerð skil og sérkafli er um landsleiki Islendinga en einmitt á þeim vett- vangi má segja að eftirminnilegasti knattspyrnuviðburður ársins hafi gerst, er íslendingar sigruðu Spán- veija á Laugardalsvellinum sl. haust en sá sigur er tvímælalaust eitt mesta afrek sem íslenskir knattspyrnumenn hafa unnið. Víðir fjallar einnig um leiki í Evrópubik- arkeppninni og í bókarlok er fjallað' stuttlega um þá íslendinga sem léku með erlendum liðum á árinu. Það Víðir Sigurðsson er sá kafli bókarinnar sem helst hefði mátt sleppa, enda varla vafa- mál að fjölmiðlamönnum hættir til að gera of mikið úr afrekum þess- ara leikmanna. Bókin er prýdd miklum fjölda ljósmynda og auka þær verulega gildi hennar. Þannig eru t.d. mynd- ir af öllum 1. deildar liðunum og litmyndir_ af þeim liðum sem hrepptu íslandsmeistaratitil á ár- inu. Hönnun bókarinnar er einnig vel heppnuð og á sinn þátt í því að gera hana aðgengilega og skemmtilega. Þegar á heildina er litið verður ekki annað sagt en, að Víðir Sig- urðsson vinni verk sitt af vand- virkni og samviskusemi. Hann legg- ur greinilega vinnu og alúð í það og árangurinn er sá að árbækurnar um íslenska knattspyrnu eru bækur sem knattspyrnuáhugamenn vilja eiga og varðveita. I mannkynssögnnni miðri Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Þórir Guðmundsson og Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir: Ur álögum. Mannlíf í Austur-Evr- ópu. Útg. Almenna bókafélagið 1991. Höfundar bókarinnar dvöldu samfellt í marga mánuði í Austur- Evrópu á síðasta ári þegar allt var að gerast í áenn á þessu svæði; þjóðirnar voru að losa sig undan kommúnisku stjómarfari, taka upp lýðræðislega stjórnarháttu og efna til kosninga og breyta efnahags- kerfinu. Allt varð að gerast í einu, óþreyj- an var mikil eftir löng ár ófrelsis. En auðvitað segir það sig sjálft að þetta bauð heim miklum-vanda- málúm, kannski ekki síður flóknum og kollsteypan var víða of snögg. Sum ríkin höfðu ekki neina lýðræð- ishefð að byggja á og er Rúmenía trúlega nöturlegasta dæmið enda SUPEK SETTID w CNinlendoO wn~ 3 lctoli (Suptf Marts, Tstrtj eg WúrtácutH.i stttfptuu/ bo mBOtotfltoxjn ttð 4 BtíM / elttO. Kt. Wn-2Mlt (Stvtr Marta eo Duck hottíi. t stjripUum oo tiyjsa, Kr. 992tttrifitoaar Samþykkt af Rafmagnseftirliti ríkisins. Þaðjafnast akkart t vfð (NinfendoQ jj|J flftiorgunarskllmalar fákafeni n - sími VONDUÐ VERSLUN HUÉMCO I688005 Þórir Guðmundsson og Adda Steina Björnsdóttir. hefur þar eiginlega allt gengið á afturfótunum sem hugsast getur. Það er ekki alltaf nóg að koma vondum og illa þenkjandi einræðis- herrum frá ef ekki er neinn til að taka við. Það er heldur ekki sjálf- gert að hugdjarfir andófsmenn séu sjálfkjörnir til forystu eins og má svo sjá í Tékkóslóvakíu. Þórir og Adda Steina höfðu að- setur í Búdapest alllengi en fóru vítt og breitt um þessa mánuði. Þau hafa trausta þekkingu á sögu ríkjanna og tekst að flétta þessu saman, annars vegar sögunni og undirstöðunni - eða undirstöðu- leysinu - og svo hins vegar hug- arangrinu, gleðinni, kvíðanum og flýtinum á öllum sköpuðum hlut- um. Margar svipmyndir þeirra verða minnisstæðar og velvilji í garð fólksins sem verður á vegi þeirra er augljós. Þó er ekki meira en svo að þau sætti sig við þá hlið sem þau kynntust í Rúmeníu og eru sennilega ekki ein um það. í bókinni tekst þeim sem sé það sem ég hygg að hafi vakað fyrir þeim með því að skrifa þessa sögu, að koma til lesanda hugrenningum fólksins og setja atburði í sögulegt samhengi. Ég var ekki alveg dús við nafn- ið: Þegar prinsar og prinsessur losnuðu úr álögum beið þeirra umsvifalaust björt og unaðsleg tíð en þjóðir Austur-Evrópu þurfa á næstu árum að glíma við erfiðleika og ekki er séð fyrir endann á þeim. Því er kannski of djúpt tekið í ár- inni. Ekki veit ég hvað er hvors enda skiptir það ekki öllu. Það truflaði mig að þau skrifa í fyrstu persónu og þriðju dálítið til skiptis. Hefði kannski þurft að hafa þar meira samræmi. Við fyrsta lestur fannst mér of miklu rými eytt í frásagnir af því hvernig þau fóru að því að kaupa bensín - veit ég vel að það hefur oft verið hið mesta mál en verður dálítið leiðigjarnt. Þau eru oft tvö ein á ferð en stundum í samfloti með öðrum fréttamönnum eða fólki frá þeim stöðum sem þau vitja hveiju sinni. Oft og einatt lenda þau í útistöðum við lögreglu eða hermenn sem vilja meina þeim för og er kanriski stundum gert of mikið úr þeim vanda. Þó skal ekki gert lítið úr honum enda fá þau oft „hnút í magann“ - ofnotuð lýsing. Þessar útásetningar eru fjarri því að vera neitt meginatriði. Meginatriðið er að þau hafa skrifað eftirtektarverða og einlæga sögu þegar mannkynssagan var að ger- ast fýrir augum þeirra næstum því daglega. Það eru ekki allir svo miklir lukkunnar pamfílar að upp- lifa slíkt, og heldur ekki allra að koma því til skila svo lesandi verði bæði fróðari eftir og hafi áreiðan- lega meiri skilning á atburðum og mannfólkinu. Það hefur þeim te- kist svo til fyrirmyndar er. SKILNAÐARBARN Bókmenntir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir Gunnhildur Hrólfsdóttir: Sara, ísafold, Reykjavík 1991. Sara gerist í Reykjavík og segir frá samnefndri 13 ára stelpu sem býr með móður sinni í lítilli blokkaríbúð eftir skilnað foreldra sinna en heimsækir öðru hvoru föður sinn og bræður í aðra blokk- aríbúð ekki fjarri. Fljótlega kemur í ljós að Sara á erfitt með að sætta sig við skilnaðinn og aðlaga sig nýju umhverfi en hið síðarnefnda breytist þegar hún kynnist þeim Evu, Ásu Björk, Val og Grími og leiðist út í óreglu og hnupl með fjórmenningunum. Hér verður staðar numið að rekja söguþráðinn en skemmst er frá því að segja að atburðarás er afar hröð og að ósekju hefði mátt leggja meiri áherslu á að gera fé- lögum Söru betri skil og hægja um leið á atburðunum. Sara, aðal-- persónan, er í rauninni eina persón- an sem hægt er að fá nokkra sam- úð með. Hún er margþætt og tek- ur á trúverðugan hátt út andlegan þroska í sögunni. Aftur á móti verður því ekki neitað að höfundur hefði mátt víkja frekar' að þeim umbrotum sem fylgja aldri krakk- anna og gaman hefði verið ef far- ið hefði verið nánar út í samband Söru og Grímsa sem virðist varla byggjast á öðru en hann kreisti hana hér og þar þegar kostur er, oftast í óþökk hennar sjálfrar. Höfundur er alvitur og sér í hug þeirra persóna sem honum þóknast í sögunni. Þessu bragði er þó aðal- lega beitt í upphafi, að því er virð- ist til þess að gera með skjótum hætti grein fyrir öllum aðstæðum til þess að hægt sé að hrinda at- burðarásinni af stað. Mér virðist þessi laiisn frernur ödýr og oft óþörf. Má þar nefna línur þar sem höfundur telur sig knúinn til að segja frá ástæðum skilnaðarins án þess að þær virðist koma málinu við. Um Gísla, föður Söru, segir sem dæmi. „Hann hafði orðið þreyttur á frekrí kerlingu, biluðum bíl, stjórninni í lándinu og bak- verknum sem hrjáði hann. Hann var því að sumu leyti feginn að vera laus en fannst samt fjárí hart að koma í kalt bólið og éta lítið annað en súrmjólk ef hann fór ekki á yfirfulla matsölustaði og ekki hefði stjórnin lagast eða bak- verkurínn horfið." (Bls. 6.) Sjón- armiði móður Söru er komið á Gunnhildur Hrólfsdóttir framfæri aðeins seinna en báðir kaflamir skjóta dálítið skökku við í frásögninni. Hvað stíl sögunnar varðar virðist höfundur hafa gott vald á tungumálinu að öðru leyti, en því að talsmáti krakkanna er oft og tíðum dálítið fullorðinslegur. Eitt er víst að Gunnhildur Hrólfsdóttir hefur valið sér verðugt umfjöllunarefni í sögu sinni, þ.e. skilnað foreldra sein æ fleiri böm þurfa að kljást við í íslensku þjóð- félagi. Þau ættu að finna stuðning í bókinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.