Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991 , Ástin á tímum flensunnar Bókmenntir Kjartan Arnason Sigrún Birna Birnisdóttir: Sag- an af gullfuglinum og Grímu. Skáldsaga, 141 bls. Útgáfa höf- undar 1991. Líkt og í fyrstu bók sinni frá í fyrra er Sigrún Birna að fást hér við ástina — þá ást sem býr á öldurhúsum og blómstrar að næt- urþeli, er ólmust þegar kuldinn er mestur, fálætið og fjarlægðin; ást sem sprettur af fegurð efnisins, fríðri snoppu, rennilegum kroppi. Ást í þessum skilningi er í besta falli hrifning, versta falli hernaður þar sem vegið er úr launsátri: sof- ið hjá einum meðan hugsað er um annan. Ást af þessu tæi er eins og hver önnur flensa sem slær sér niðrí mann með háum hita, maður brennur allur innanum sig, hugs- unin bráðnar, mann svimar; dag- inn eftir er allt búið; ef ekki, má alltaf fá eitthvað við því. Þannig er Gríma: hún fær hverja flensuna eftir aðra, hitinn er upp og niður en íjarlægðin, kuldinn er hennar læknir sem leggur til fúkkalyfin þegar flensan gerist þrálát. Gríma er fallegasta stelpan í bænum með endalausan séns: það eru Nonni og Tumi og Þórður og Gísli og fleiri og hún er prinsessan — en hamingjusöm er hún ekki. Þvert á móti örvingl- uð, hrædd. En við hvað? Minningar fortíðar elta hana á röndum, þrengja sér inní hvers- dagsleika hennar, koma upp á milli þeirra Tuma en hann er nú barnsfaðir hennar og ástríkur eig- inmaður. Minningarnar kvelja hana, ekki alltaf vegna þess þær séu leiðar heldur einmitt vegna hins að þær eru oft ljúfar en gera daglegan veruleika gi-áan, kyrr- stæðan og innantóman. Sigrún Birria fer að nokkru leyti dýpra í þetta efni en í fyrra án þess þó að bæta miklu við. í þess- ari bók er þó að finna ýmis atriði til viðbótar ástar/hrifningarþe- manu og þar er tímavíddin einna mest spennandi og hreint ágæt- lega spunnin inní vef sögunnar. Reyndar er sú fortíð sem sækir á Grímu ekki ýkja fjarlæg enda er hún varla meiren hálfþrítug. Ör- vænting hennar virðist sprottin af dauðsföllum vina hennar, slysum en einkum hverfulum samböndum unglingsáranna, söknuði eftir prinsinum Gísla — atburðum sem manni finnst kannski ekki svo ör- lagaþrungnir að þeir ættu að •Þyngja fólki um árabil. En etv. er þetta ekki ástæðan þegar allt kemur til alls, ekki samböndin sem entust illa, ekki vinirnir sem hurfu útí alheiminn — heldur hitt að Gríma gat aldrei nálgast neinn af unnustum sínum, það var alltaf eitthvað sem hélt afturaf henni, eitthvað á milli hennar og elskhug- ans; og þetta eitthvað var líklega allan tímann „ástin“, þessi ást sem dafnaði í kulda. Aðeins einusinni er eins og hún ætli að sameinast aftnarri mannveru, Tuma: Þau hoifast í augu. Eitt andar- tak stendur ekkert á milli þeirra. Eitt andartak eru þau eitt í þess- ari vissu. Svo kemur þessi sama vissa á milli þeirra. Vei ó vei, það var þá tálsýn ein! Þarna tekur Sigrún Birna á óra- miklum vanda: Því meir sem ver- öldin þjappast saman, því þéttar sem mannfólkið býr, þeim mun lengra verður á milli þess. Landa- mæri hverfa, múrar falla en menn- irnir draga um sig galdrahring sem enginn kemst inní og þeir sjálfir ekki útúr og múrarnir ósýni- legu hlaðast upp á milli þeirra. En Gríma losnar úr álögum að lokum; gullfuglinn sem virst hefur einskonar álagagripur verður fijáls; Gríma slítur sig úr neti minninganna — en verður hún fijáls einsog gullfuglinn, breytist eitthvað í hennar lífi? Sigrún Birna skrifar ekki síður vel en í bókinni í fyrra. Raunar er stíll og frásagnarháttur sá sami Sigrún Birna Birnisdóttir og þar: sagan er ekki epísk í hefð- bundnum skilningi þótt þráður hennar sé nokkuð ljós. Hinsvegar vill persónusköpun stundum verða útundan þegar þessi háttur er hafður á og svo er hér; persónur eru flestar íjarlægar — og það hæfir kannski viðfangsefninu: ein- angrun manna, en þær eru ekki íjarlægar á þann hátt heldur ein- faldlega ekki nógu skýrt dregnar. Eg var á fáeinum stöðum í vafa um hver af unnustunum væri hvað og kann þar að hafa valdið ótti höfundar við að láta of mikið uppi. Sigrún er sjálfri sér samkvæm í stíl gegnum alla bókina og heldur þannig seiðmagni textans allt til enda. Veika hliðiri er að mínum dómi nokkuð ósannfærandi ástæð- ur fyrir örvæntingu Grímu og óljóst hlutverk helsta tákns sög- unnar, gullfuglsins og þáttur hans í Iausn sögunnar. Hversvegna sættir Gríma sig við aðstæðurnar að lokum, hvað breyttist? eru í mínum huga opnar spurningar, óleystar gátur. Sigrún Birna sýnir með þessari sögu að hún á erindi sem erfiði út á ritvöilinn og við lesendur sína, hún skrifar vel og af einlægni, hefur gott vald á ljóðrænum stíl sínum og beitir málinu eðlilega. Næsta bók hennar verður vísast allt öðruvísi — en síðri verður hún ekki. ttOFUM OPNAÐ nýjan og afar hlýlegan veitingasal LINDINA, að Rauðarárstíg 18. Á aðventunni bjóðum við upp á glæsilegt íslenskt jólahlaðborð með þjóðlegum réttum. Verð kr. 1490, Taktu þér frí frá jólaönnunum og njóttu frábærrar máltíðar í hádeginu eða að kvöldinu í glæsilegum, skreyttum veitingasal Lindarinnar. Einnig bjóðum við ilmandi heimalagaða glögg og piparkökur. Starfsmannafélög og hópar, munið að panta tímanlega. Verið velkomin .VELGENGNISBÓK vifegn Aðeins með því að rækta rétta eiginleika (venjur) tekst þér að verða áhrifaríkur stjórnandi. í þessari ómótstæðilegu bók sýnir Stephen R. Covey leiðina til velgengni í óvæntu Ijósi. Náðu betri tökum á: ★ Tímastjórnun ★ Mannastjórnun ★ Innri Stjórnun 7 Venjur er bók fyrir leiðtoga núverandi og verðandi Bókaútgáfan ALDAMÓT Venjurnar 7: 1. Vertu virkur 2. í upphafi skaltu endinn skoða 3. Gerðu allt í réttri röð (4. kynslóðar tímastjórnun) 4. Hugsaðu Sigra/Sigra 5. Reyndu fyrst að skilja og farðu svo fram á skilning 6. Vertu samvirkur 7. Skerptu sögina RAUÐARÁRSTÍG I8, S: 623350
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.