Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B
290. tbl. 79. árg.
FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Þorskveiðar EB-ríkja í Norðursjó:
Veiðibann í allt
að 135dagaáári
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
Sjávarútvegsráðherrar aðildarríkja Evrópubandalagsins (EB) náðu
í gær samkomulagi um aðgerðir til að draga úr ýsu- og þorskveiðum
i Norðursjó. Gert er ráð fyrir tímabundnu veiðibanni eða öðrum
jafngildum aðgerðum. Á fundinum afgreiddu ráðherrarnir heildar-
aflamagn EB fyrir næsta ár og jöfnuðu því niður á aðildarríkin.
Þá samþykktu ráðherrarnir innflutningskvóta fyrir nokkrar afurðir
á lækkuðum tollum.
Samkvæmt tillögu framkvæmda-
stjórnar bandalagsins um aðgerðir
til að draga úr sókn á þorsk- og
ýsustofna í Norðursjó eiga útgerð-
armenn tveggja kosta völ, annars
vegar að binda skip sín við bryggju
átta daga samfleytt í hveijum mán-
uði eða að öðrum kosti a.m.k. 135
daga, að eigin vild, árið um kring.
Jafnframt er ráð fyrir því gert að
aðrar jafngildar aðgerðir stjórn-
valda geti komið í staðinn fyrir
veiðibannið s.s. stækkun möskva í
veiðarfærum.
Árlega ákveða sjávarútvegsráð-
herrar EB leyfílegan hámarksafla
fyrir helstu tegundir nytjafíska í
lögsögu bandalagsríkjanna auk
Eystrasalts og alþjóðlegra miða
undan Kanada. Þessir fundir hafa
löngum verið miklir átakafundir
sem staðið hafa sólarhringum sam-
an, oft með takmörkuðum árangri,
a.m.k. hvað varðar vemdun og upp-
byggingu fiskstofna. Manuel Marin,
sem fer með sjávarútvegsmál innan
framkvæmdastjórnarinnar, sá sér-
staka ástæðu til að fara lofsamleg-
um orðum um þá hugarfarsbreyt-
ingu sem hann telur hafa átt sér
stað hjá ráðherrunum á síðustu
ámm. Kvótafundirnir gangi nú orð-
ið greiðlega fyrir sig og sem dæmi
tiltók hann að allar niðurstöður
þessa fundar hafi verið samhljóða.
Tillögur framkvæmdastjórnar-
innar gerðu ráð fyrir niðurskurði
á veiðiheimildum frá yfirstandandi
ári. í meðförum fundarins hækk-
uðu kvótamir nokkuð en em þó
flestir lægri en í ár. Gert er ráð
fyrir að heimila veiðar á rúmlega
700 þúsund tonnum af síld, 211
þúsund tonnum af þorski sem er
tæplega 30 þúsund tonna sam-
dráttur og 83 þúsund tonn af ýsu
eða átta þúsund tonnum meira en
í ár og rúmlega 13 þúsund tonnum
meira en tillögur framkvæmda-
stjómarinnar gerðu ráð fyrir.
Sjá ennfremur frétt á bls. 2.
Reuter
Bandarískum matvælum og lyfjum komið fyrir á sovéskum vörubíl-
um á Sheremetévo-flugvelli við Moskvu. Matvæla- og landbúnaðar-
stofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) segir að í vetur verði matvæla-
skortur víða í lýðveldum risaveldisins sem nú er í andarslitrunum.
Á innfelldu myndinni er Gennadíj Búrbúlis, náinn samstarfsmaður
Borís Jeltsíns Rússlandsforseta, með mynd af væntanlegu skjaldar-
merki Rússlands. Það er nauðalíkt merki gamla keisaradæmisins.
Ágreiningur forystumanna Samveldis sjálfstæðra ríkja:
Úkraínumenn mótfallnir
einni yfirstjóm heraflans
Kravtsjúk ítrekar að kjarnavopnum á úkraínsku landi verði eytt
ANDREJ Vesselovsky, embættis-
maður í utanríkisráðuneyti Ukra-
ínu, sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær að það kæmi ekki til
greina að Úkraínumenn féilust á
einn og sameiginlegan yfirmann
alls herafla nýja samveldisins sem
reist verður á rústum Sovétríkj-
EB ætlar að viðurkenna Slóveníu og Króatíu:
Hófsöm viðbrögð Serba
vekja nýjar friðarvonir
Belgrad, Zagreb. Reuter.
CARRINGTON lávarður, sem stýrt hefur tilraunum Evrópubandalags-
ins (EB) til að koma á friði í Júgóslavíu, átti í gær viðræður við leið-
toga Slóveníu og Króatíu í borginni Graz í Austurríki en ræddi síðar
um daginn við leiðtoga Serbíu í Belgrad. Hófsöm viðbrögð Serba við
ákvörðun EB um að viðurkenna Slóveníu og Króatíu um miðjan jan-
úar hafa vakið nýjar vonir um frið í Júgóslavíu.
Carrington fer í sína friðarför
í framhaldi af þeirri ákvörðun
EB-ríkjanna að viðurkenna Slóve-
níu og Króatíu sem sjálfstæð ríki
um miðjan næsta mánuð að upp-
fylltum vissum skilyrðum. Hefur
komið á óvart hvað viðbrögð Serba
eða stjómvalda í Belgrad við yfír-
lýsingunni eru hógvær, hingað til
hafa þeir mótrhælt harðlega því,
sem þeir kalla „tilraunir til að
sundra sambandsríkinu". Vla-
dislaV Jovanovic, utanríkisráð-
herra Serbíu, sagði um yfirlýsingu
EB-ríkjanna, að með henni væri
ekki verið að hjálpa Júgóslavíu en
taldi annars of snemmt að túlka
hana nánar.
Carrington sagðist í gær ekkert
sjá því til fyrirstöðu að sjálfstæði
Slóveníu yrði.viðurkennt,j)ar væru
engir minnihlutahópar. I Króatíu
eru 10% íbúa Serbar. Milan Kuc-
an, forseti Slóveníu, sagði fyrir
fundinn með Carrington, að hugs-
anleg tengsl milli júgóslavnesku
lýðveldanna í framtíðinni réðust
eingöngu af gagnkvæmum hags-
munum þeirra, um náið samband
gæti ekki orðið að ræða. Sagði
hann, að með hernaðinum í land-
inu að undanfömu væri búið að
fyrirgera því trausti, sem áður
hefði ríkt.
Tveir serbneskir drengir reyna
að halda á sér hita i frostinu.
Þeir eru frá þorpinu Mirkovci
sem varöliðar Króata réðust á
með sprengjuvörpum.
anna. Jevgeníj Shaposníkov, varn-
armálaráðherra Sovétríkjanna,
sagðist í fyrradag búast við því
að verða yfirmaður herafla sam-
veldisins. Vesselovskjj hafnaði
slíkum hugmyndum alfarið: „Við
höfum Kravtsjúk og þurfum eng-
an annan,“ sagði Vesselovskjj og
vísaði til þess að Leoníd Kravt-
sjúk, forseti Úkraínu, hefur lýst
því yfir að hann sé yfirmaður
herafla lýðveldisins. Kravtsjúk ít-
rekaði þau ummæli á blaðamanna-
fundi í gær.
James Baker, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, átti viðræður við
Kravtsjúk í Kíev í gær og kvaðst
„mjög ánægður" að þeim loknum,
samkvæmt líeuters-fréttum. Á
blaðamannafundi með Baker sagði
Kravtsjúk að Úkraína myndi styðja
alla alþjóðlega afvopnunarsamninga
sem Sovétríkin hefðu undirritað.
„Við viljum að Úkraína verði gott
fordæmi og sýni hve hratt og örugg-
Iega sé hægt að eyða kjarnavopn-
um“. Ágreinings verður nú vart milli
fyrrum Sovétlýðvelda um framtíð og
hlutverk samveldisins sem stofnað
var í Minsk í Hvíta-Rússlandi fyrir
tíu dögum. Rússneska stjórnin vill
að allur heraflinn verði áfram undir
einni stjórn og enn er óljóst hverjir
muni að lokum ráða yfír kjarnavopn-
um Sovétríkjanna. Rússar hafa gefíð
til kynna að annaðhvort verði vopn-
unum eytt eða þau geymd í Rúss-
landi. Kravstjúk sagði í gær að þótt
Rússar vildu ráða áfram yfir kjarna-
vopnum myndu Úkraínumenn eftir
sem áður láta eyða þeim sem væru
á úkraínsku landsvæði. í fyrrakvöld
sagði forseti Kazakhstans, Núrsúltan
Nazarbajev, á hinn bóginn að ef
Rússar ætluðu að halda í kjarnavopn-
in þá hlytu Kazakhar að gera það
líka. Rússar hafa einnig látið í það
skína að þeir taki við fastasæti Sovét-
ríkjanna í öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna. Vesselovskíj lagði áherslu
á að þetta væri óútkljáð mál og
Rússar hefðu formlega ekki gert
kröfu um slíkt. Nazarbajev hefur
tekið illa í þessar hugmyndir Rússa.
En klofningur er einnig innan rík-
isstjómar Rússlands. í viðtali við
blaðið Nezavisimaja Gazeta, sem tek-
ið var 5. desember en birtist í gær,
lét Alexander Rútskoj, varaforseti
Rússlands, þung orð falla um sam-
starfsmenn sína og sagði að þeir
kölluðu stjórnleysi og öngþveiti yfír
landið. Hann var einkum harðorður
í garð Gennadíjs Búrbúlis og Jegors
Gajdars, náinna aðstoðarmanna Bor-
ís Jeltsíns Rússlandsforseta. Óráð-
legt væri að gefa verðlag fijálst 2.
janúar eins og boðað hefur verið.
Fyrst yrði að einkavæða ríkisfyrir-
tæki, skipta upp opinberum jörðum
og gera breytingar á fjármálakerfi
landsins. Rútskoj sagði að það hefðu
verið mistök hjá Jeltsín að taka ríkis-
stjórnina í sínar hendur og heita því
að segja af sér ef umbæturnar tæk-
just ekki. Hann gaf til kynna að
Jeltsín hefði færst of mikið í fang;
þótt hann væri hraustur að upplagi
væri hjartað farið að bila. Rútskoj,
sem er 44 ára, yrði arftaki Jeltsíns
ef heilsa hans brysti en Jeltsín er
liðlega sextugur.
Edúard Shevardnadze, utanríkis-
ráðherra Sovétríkjanna, varaði við
því í gær að nýtt valdarán af ein-
hveiju tagi kynni að vera í aðsigi.
Hann sagði að frjáls verðlagning um
áramótin myndi auka upplausnina.
Sjá fréttir á bls. 40-41.