Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991 Er þetta öll óvætturin? Bókmenntir Guðmundur Heiðar Frímannsson Ornólfur Árnason: Á slóð kol- krabbans, Skjaldborg-, 1991. Á síðustu árum hafa menn rætt nokkuð um, hvort það væri æski- legt eða óæskilegt, að hlutabréfa- eign á ísiandi safnaðist á færri hendur en fleiri. Morgunblaðið bryddaði upp á þessu efni fyrir rúmu einu og hálfu ári að gefnu tilefni. Þá hafði aukin eign Eim- skipafélagsins í Flugleiðum vakið athygli og í átökum á milli Sjóvár- Almennra og Eimskipafélagsins hafði það síðarnefnda boðið allt að áttfalt verð fyrir hlutabréf í því fyrrnefnda. Þessi átök ollu því, að möguleiki virtist á, að hagsmunir almennra hluthafa yrðu fyrir borð bornir. Almannaheill gæti því kraf- izt þess, að settar yrðu ítarlegri reglur um hlutabréfaeign og með- ferð hennar. Nú vill svo til, að ég hef ekki dvalið í þessu landi undanfarin ár og hef því ekki átt þess kost að fylgjast náið með atburðum í samfélaginu, þótt ég hafi séð Morgunblaðið. Ég las að vísu það merka Reykjavíkurbréf, sem vitnað er til í þessari bók á blaðsíðum 15-22, en ég áttaði mig ekki á bakgrunni þess eða þýðingu. Þessi bók, Á slóð kolkrabbans, hefur reynzt mér þarfleg til að fylla upp í margvíslegar eyður í vitneskju mína um þróun og strauma í ís- lenzku viðskiptalífi alveg óháð því, hvort hún er í öllum atriðum rétt eða ekki. Þar að auki þá er bókin lipurlega samin og þægileg aflestr- ar nema fyrir þá, sem hafa ekki sérlega mikinn áhuga á ættfræði, en ættfærslur verða stundum nokk- uð fyrirferðarrniklar. Höfundurinn tekur þann kost að búa til persónu, Nóra, sem hann á öðru hvoru samtal við um efni bók- arinnar. Raunar á það að vera svo, að Nóri knýr höfundinn til að tak- ast á við það verkefni að skrifa bókina. Lýsingin á þessari persónu er nokkuð góð, þótt hún sé öll í yfirborðinu. En hún þjónar þó fyrst og fremst því hlutverki fyrir höf- undinn að koma fram með alis konar kjaftasögur og vafasama dóma um menn og málefni, sem höfundur sér svo iðulega ástæðu ti! að hafna. En aðalatriðið um Nóra er, að hann setur fram ailar þessar vafasömu fullyrðingar. En hver er svo hugsunin í bók- inni? Hver er kolkrabbinn? Það er rétt að taka það fram, að það er aidrei skýrt til hlítar, en þó verður að skilja bókina svo; að kolkrabbinn BÓKAÚTGÁFAN Skuggsjá hef- ur gefið út bókina Leiðin til and- legs þroska eftir bandaríska geð- lækninn M. Scott Peck, í þýðingu Sverris Pálssonar, Akureyri. í kynningu útgefenda segir: „í þessri bók ijallar M. Scott Peck um hvernig mönnum getur tekist að yfirvinna erfiðleika og vandamál í lífi sínu, og í umijöllun sinni styðst hann við reynslu sína af lækningu á fjölmörgum sjúkling- um sínum og nefnir dæmi þar um. Þegar reynt er að forðast vandamál- in er fólki hætt við að staðna í stað þess að læra og þroskast af því að takast á við erfiðleikana, sem við er að etja. Peck sýnir okkur leiðir til þess að mæta erfiðleikunum og hvernig við öðlumst um leið betri skilning á sjálfum okkur. Hann ræððir eðli kærleiksríkra sambanda milli fólks; sýnir hvernig greina má muninn á ást og því að vera háður; hvernig maður getur orðið sjálfs síns herra, og hvernig maður getur orðið betra foreldri. Þessi bók sýnir hvernig hægt er að horfast í augu við raunveruleikann og um leið öðl- sé ættarveldið í íslenzku viðskipta- lífi. Ástæðan til þess, að svona er eðlilegt að skilja bókina, er sú, að megnið af henni fer í að rekja eignatengsl nokkurs hóps einstakl- inga og fyrirtækja. Aðalpersónan í bókinni, fyrir utan Nóra, er Hall- dór H. Jónsson, stjórnarformaður Eimskipafélags íslands. Það er skýrt og skilmerkilega greint frá að minnsta kosti hluta af eignum hans og mynd af húsinu, sem hann á við Ægissíðuna, sagt að hann snæði af gulldiskum, þegar hann vilji hafa mikið við, og sé að öðru leyti afburðamaður í háttvísi. Það kemur hvergi fram, að höfundurinn hafi orðið þess heiðurs aðnjótandi að sitja veizlu með þessum merka manni. I rauninni er höfundurinn að reyna að lýsa samsetningu gamla auðsins í íslenzku viðskiptalífi. Það, sem átt er við, er auður í fyrirtækj- um, sem hafa að -minnsta kosti staðið frá lokum seinni heimsstyij- aldarinnar. Það eru nokkur, eins og Eimskipafélagið og HBen, sem eru frá fyrri heimstyijöld. Þessi auður er ekki gamall, en á íslenzk- an mælikvarða er hann það. Það skýrist fyrst og fremst af þeirri staðreynd, að hér fór ekki að mynd- ast neinn auður, sem talandi er um, fyrr en á þessari öld. Ég er ekki í neinni aðstöðu til að meta, hvort rétt er farið með allar staðreyndir né heldur hvort lýsing höfundar gefur rétta mynd af þessum þætti íslenzks þjóðlífs. En hún er ekki ósennileg og ég gat ekki fundið neinar villur. En nú er varla ástæða til að taka sér fyrir hendur að lýsa sam- setningu þessa auðs til þess eins að lýsa honum. Það er ekki að sjá af lýsingunni, að höfundurinn telji þann efnahagslega ójöfnuð, sem kemur fram í henni, ranglátan. Enda er ég ekki viss um, að auð- velt sé að gera slíka skoðun senni- lega um ísland, sérstaklega þegar þróun auðdreifingar er skoðuð sög- ulega. En það, sem höfundur vill bersýnilega segja, er að þetta ætt- arveldi samtryggi sig með því að láta fyrirtæki sín stunda innbyrðis viðskipti og beiti áhrifum sínum í stjórnmálum til að koma alvöru keppinautum á kné. Og þetta er nokkuð krassandi skoðun, reynist hún vera rétt. Það er rétt að taka eftir nokkrum hlutum, sem segja má, að mæli með þessari skoðun. Það fyrsta er, að ýmsir þessir einstaklingar, sem greint er frá í þessari bók, hafa auðgast vegna sambanda sinna í stjórnmálum, viðskiptin, sem þeir hafa stundað hafa annað hvort verið háð leyfum eða verið við ein- M. Scott Peck ast rósemi og aukna lífsfyllingu." Bókin er 349 bls. Hún er unnin í Prentsmiðju Árna Valdemarssonar og einnig bundin þar. Kápu hann- aði Auglýsingastofa Guðrúnar Önnu, Hafnarfirði. hveija hluta ríkisvaldsins. Þetta á til dæmis við um öll viðskipti í kringum herinn á Keflavíkurvelli. Það er alveg ljóst um þau við- skipti, að það hafa ekki allir lands- menn haft jöfn tækifæri til að bjóða í vinnu fyrir bandaríska herinn og íslenzkir aðalverktakar haft þar óeðlilega aðstöðu. í öðru lagi þá er starfsemi sumra fyrirtækja háð ieyfum frá ríkinu. Þetta á við um Flugleiðir, svo eitt augljóst dæmi sé nefnt. í þriðja lagi þá tengjast sumir stjórnmálamenn fyrirtækjum með þeim hætti til dæmis, að þeir sitja í stjóm þeirra. Það á við um alla starfsemi, sem er á mörkum stjómmála og við- skipta, að hún er afar vandmeðfar- in. Þar er alltaf hætta á spillingu. Ef ekki er aðgangur að upplýsing- um um slíka starfsemi, þá býður það ailtaf heim grunsemdum, og breytir þá engu, hvort starfsemin er fullkomlega eðlileg eða ekki. Þetta held ég, að sé aðalástæðan til þess, að stöðugar grunsemdir eru uppi um viðskipti við banda- ríska herinn, hvort sem það eru Eimskip, íslenzkir aðalverktakar eða einhveijir aðrir, sem um er að ræða. Nokkrar slíkar grunsemdir eru nefndar í þessari bók, en engin þeirra er sérlega sannfærandi og Samtíð í Bókmenntir Erlendur Jónsson ÍSLENSK samtíð. 356 bls. Ititstj. Vilhelm G. Kristinsson. Vaka-Helgafell hf. 1991. Tæknilega hliðin vekur strax at- hygli þegar bók þessari er flett. Hér er nýjustu prenttækni beitt til hins ýtrasta. Hvaðeina, sem að prentun og bókagerð lýtur, hefur tekist hér sem besý má verða. Svo varð og að vera. Á því byggist rit þetta að hálfu leyti. Úrslit Alþingis- kosninganna síðustu — svo dæmi sé tekið — þau eru til að mynda útskýrð þarna með súluritum, auk meðfylgjandi talna að sjálfsögðu, og kostir litprentunar nýttir til hins ýtrasta. Pólitíska litrófið er að sjálf- sögðu í heiðri haft. Sjálfstæðis- flokkurinn er skærblár. Fijálslyndir fá líka blátt. En hjá þeim er blám- inn sýnilega farinn að upplitast og dofna. Framsókn er auðvitað græn. Þjóðarflokkur er einhvers konar sambland af bláu og grænu að því er virðist. Annars er sneið hans svo þunn að erfitt er að greina það nákvæmlega. Dömuliturinn er vit- anlega bleikt. Alþýðubandalagið er rautt eins og vera ber. Alþýðuflokk- urinn er líka rauður. Þó er sýnt að rauði liturinn hans hefur orðið fyrir einhvers konar íblöndun. Erfitt er að greina hvaðan hún er runnin, en sennilega er það sitt lítið af hvoru, bláu og grænu sem skolast hefur saman við upprunalega roð- ann. Allt er þetta samkvæmt hefð. Hvort litir þessir eru í raun og veru lýsandi fyrir stefnur þessara flokka nú í andartakinu? Það er svo allt annað mál og hvorki í verkahring íslenskrar samtíðar né undirritaðs að dæma um þá hlið málanna. Línurit, þar sem þau eru notuð, eru líka afar skýr. Sama máli gegn- ir raunar um allt myndefni bókar- innar. Til umbrots hefur og verið vandað. Hér situr tæknin í fyrir- rúmi; með henni stendur og fellur svona rit. Hér hafa tæknimenn fengið að sýna hvað þeir gátu og staðið sig með ágætum. Titlarnir: Alfræðiárbók og /s- lensk samtíð segja svo til um inni- hald. Bókin nær frá miðju síðasta ári til miðs þessa sem nú er brátt á enda runnið og getur efnið naum- ast nýrra verið. Greint er frá öllum helstu viðburðum á þessu tólf mán- aða tímabili. Fréttamat líðandi Bók M. Scott Pecks Örnólfur Árnason kannski sú sízt, sem rakin er til Richard Perle (hann heitir ekki Pearl, eins og sagt er í bókinni) um að ótrúlegar upphæðir renni til Eimskipafélagsins vegna flutning- anna fyrir varnarliðið. Þetta á reyndar við um aðrar grunsemdirn- ar, sem raktar eru hér um þessi og svipuð efni, til dæmis Hafskips- málið, Arnarflugsmálið og fleira, að það er eiginlega ekkert annað en kjaftasögur, sem borið er á borð, grunsemdir, sem ómögulegt er átta sig á, hvort eiga við rök að styðj- ast eða ekki. Þetta á við tengsl viðskipta og stjórnmála yfirleitt og samtryggingarkerfi ættarveldisins. Ég sé því ekki, að nein vel rök- studd skoðun komi fram um ólög- legt eða siðlaust aðstöðubrask. Ég fann engar alvarlegar villur í bókinni, en rétt er þó að nefna þijár. Á bls. 279 er sagt, að Hann- es Hólmsteinn Gissurarson hafí tekið að sér ritstjórn blaðs Eim- reiðarhópsins, Frelsið. Þetta er nokkuð vandræðaleg villa, því að Eimreiðarhópurinn í Sjálfstæðis- flokknum var kenndur við tímaritið Eimreiðina,_sem hópurinn gaf út um skeið. Á bls. 103 er sagt, að Eyjólfur Konráð Jónsson hafi verið formaður utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins. Það er hann ekki en hann hefur verið formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Á þessum stað er vikið að síðustu kosningu Eyjólfs Konráðs sem formanns, en um hana er fjallað með sérkennilegum hætti á bls. 252. Á bls. 46 er kolkrabbanum líkt við skrýmsli í Loch Lomond- vatninu rétt norður af Glasgow. Ég þykist nokkuð viss um, að höf- undur hafi 'ætlað að nefna Loch Ness-skrýmslið í samnefndu vatni suður af Inverness í Skotlandi. Mér vitanlega hefur ekki frétzt af skrýmsli í Loch Lomond. Eitt er að sýna fram á ættar- veldi í viðskiptalífi Islendinga, ann- að að leiða í ljós, að auðvaldinu hafi verið misbeitt. Mér virðist höf- undurinn engu bæta við þær upp- lýsingar, sem fram hafa komið annars staðar. Það segir svo ekk- ert um, hvort ástæða sé til að hafa áhyggjur af samþjöppun auðs í ís- lenzku viðskiptalífi. máli og myndum stundar setur svip á efnið. Furðu- fréttir ýmsar, sem oft eru sagðar til gamans og gleymast jafnharðan, verða þó útundan. Hefur ritstjórnin sýnilega valið úr það sem ætla má að bæði samtíð og framtíð láti sig varða. Til dæmis eru hveiju og einu, sem að stjórnsýslu iýtur, gerð ýtar- leg skil. Alþingi fær nákvæma umfjöllun, bæði vegna þess að það starfar nú eftir breyttri skipan og eins sakir hins að kosningar eru nýafstaðnar. Þar eru því mörg ný andlit. Og svo ný ríkisstjórn sem einnig þarf að gera skil. Getið er um komur erlendra fyrir- manna. En þess háttar heimsóknir eru meira en viðhöfnin einber. Þær gefa vísbendingu um hvers aðrir meta þetta land. Hvort heldur ís- lendingar kalla sig smáríki, eins og sagt hefur verið fram undir þetta, eða dvergríki, eins og farið er að segja nú, ræður ísland atkvæði sínu hjá alþjóðasamtökum. íslendingar byggja stærra land en flest önnur smáríki. Og lega landsins skapar því vissa sérstöðu. Ennfremur býr landið yfir auðlindum sem ríku ná- grannarnir kunna öðrum betur að verðleggja. Þjóðhöfðingjar, sem hingað koma, vita af öllu þessu. Ræður, sem haldnar eru við þess háttar tækifæri, eru alltaf með sama sniðinu. Þar er einatt sagt eitthvað jákvætt og fallegt. Þveröf- ugur er hins vegar tónninn í stjórn- málaumræðunni. Ætli hvort tveggja blandist svo ekki saman í hugarfylgsnum almennings sem einatt vill trúa en veit þó sjaldnast hveiju eða hveijum trúa skal? Ef höfð er hliðsjón af öllu þessu, en einnig af fortíð þjóðarinnar — að ógleymdri veðráttunni — er síst að furða þó lunderni og framkoma íslendinga sveiflist á milli stærilæt- is og vanmetakenndar sem oftar en ekki brýst út í undarlegustu við- brögðum. Framar öðru minnir /s- lensk samtíð á að í landi þessu býr sundurleit þjóð sem talar að sönnu sama tungumálið en horfir á hlutina frá mismunandi sjónarhorni; hefur enda mismunandi hagsmuna að gæta. Af útliti bókarinnar mætti t.d. ætla að hér byggi hátæknivædd þjóð. Þegar hugleitt er hversu styrkar eru stoðir þær sem bera uppi þennan glæsileika verður ann- að uppi á teningnum. Enginn hlutur er búinn til á landi hér sem heimur- inn sækist eftir. Það aftrar þó ekki íslendingnum frá að hafa á sér heldri manns brag á ytra borði. Vilhelm G. Kristinsson Ætli megi ekki líkja þessari þjóð við farþegana á Titanic, sem héldu áfram að spila og drekka í þeirri sælu trú að skipið gæti ekki sokk- ið, þrátt fyrir sívaxandi slagsíðu. En nú er maður víst kominn út fyrir efnið og farinn að lesa út úr þessari ágætu bók annað og meira en það sem í henni stendur. Og þó er manni vorkunn. Því vissulega er hún útleitin, vekur spurningar sem kreljast svars en erfitt er að svara. Hún heitir þó alltént íslensk sam- tíð. Og kaflarnir um fjármál og atvinnumál eru ekki eintómur skemmtilestur. Bjartara er t.d. yfir kaflanum um íþróttir. Spurning er hvort íslend- ingar leggja sig ekki fram svo mjög sem raun ber vitni á sviðinu því til að bæta upp það sem vantar á ímynd þjóðarinnar vegna einhæfra atvinnuvega og frumstæðs stjórn- arfars. Og það sem meira er: Ein- huga getur landinn fagnað sigur- vegurum, hvort heldur þeir hafa sigrað í líkamlegum eða andlegum íþróttagreinum. Og er víst hið eina sem sem þjóð þessi getur komið sér saman um! Skal svo ekki látið hjá líða að þakka ritstjóranum, Vilhelm G. Kristinssyni, svo og öllum sem að gerð þessarar bókar hafa starfað, höfundum jafnt sem tæknimönnum, fyrir vel unnið verk. Vegna þess sem áður var sagt um tæknilegu hliðina skal ekki látið hjá líða að taka fram að textinn er vel og skipulega unninn, gagnorður og greinargóður, og hvergi of eða van.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.