Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 81
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991
81
ÍÞRÓTTIR UNGLINGA
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Stúlkurnar úr Breiðholtsskóla sem sigruðu í Landsbankamóti ÍR í minnibolta.
Morgunblaðið/Jón SVavarsson
Piltarnir úr Breiðaholtsskóla sem sigruðu í Landsbankamótinu. Á myndunum eru einnig starfs-
menn mótsins og útibússtjóri Landsbankans í Breiðholti, Bjami Magnússon.
Hjörvar varði
mark HK af snilld
Landsbankamót ÍR í minnibolta:
Breiðholtssköli vann tvöfalt
I irslitakeppni Landsbankamóts
ÍR í minnibolta fór fram í
íþróttahúsi Fjölbrautaskólans í
Breiðholti laugardaginn 14. þ.m.,
en áður hafði farið fram undan-
keppni. 175 piltar og stúlkur tóku
þátt í keppninni í 14 liðum frá skól-
unum 5 í Breiðholti.
Keppt er um farandbikar í pilta-
og stúlknaflokki, sigurliðin fá bik-
ara til eignar, einnig „maður móts-
ins“ í báðum flokkum.
Úrslit urðu sem hér segir:
í piltaflokki sigraði Breiðholts-
skóli 6A, í öðru sæti varð Selja-
skóli 60S, en lið Seljaskóla hefur
verið sigursælt í keppninni vann,
1989 og 1990 og tvíegis áður.
Maður mótsins í piltaflokki var
Unnar Elías Bjömsson, Breiðholts-
skóla 6A.
í stúlknaflokki sigraði Breið-
holtsskóli 6A, eins og í piltaflokki
og Seljaskóli 6HH varð í öðru sæti.
Maður mótsins Gréta María Grét-
arsdóttir, Seljaskóla 6HH.
Að keppni lokinni fór fram verð-
launaafhending í Breiðholtsútibúi
Landsbankans, en útibúið gefur öll
verðlaun. Bjarni Magnússon, úti-
bússtjóri, afhenti sigurvegurUnum
bikara og verðlaunapeninga. Hver
og einn þátttakandi var síðan leyst-
ur út með gjöf frá bankanum og
viðurkenningu fyrir þátttökuna og
að lokum þáðu keppendur og starfs-
lið veitingar í boði bankans.
Umsjónarmaður af hálfu ÍR var
sem fyrr Einar Ólafsson, íþrótta-
kennari.
h
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Bestu leikmenn mótsins; Unnar Elías Björnsson og Gréta María Grétars-
dóttir ásamt Bjarna Magnússyni, útibússtjóra Landsbankans í Breiðholti.
Framarar sigursælir
Íslandsmeistarar Fram í fimmta
flokki hafa verið mjög sigursæl-
ir í ár og um síðustu helgi bættu
þeir einni rós í
Frosti hnappagatið þegar
Eiösson þeir sigruðu í fyrsta
skrifar innanhússmóti vetr-
arins, Gróttumótinu
sem haldið var í íþróttahúsi Selt-
jarnarness um síðustu helgi.
Sex félög sendu lið á mótið,
Fram, HK, Haukar, Stjarnan,
Leiknir auk gestgjafanna Gróttu.
Keppt var bæði í flokki a- og b-liða.
Fram sigraði í keppni a-liða eftir
mikla baráttu við HK. Liðin skildu
jöfn í innbyrðis viðureign 2:2 en
unnu alla aðra leiki sína á mótinu.
Bæði liðin hlutu níu stig en marka-
mismunur Fram var einu marki
hagstæðari og því hreppti liðið sig-
urinn. Fram skoraði 24 mörk og
fékk á sig fimm, HK skoraði 23
mörk og fékk á sig fimm mörk og
munurinn gat því ekki verið minni.
„Leikurinn við HK var erfiðast-
ur,“ sagði Bjarni Þór Pétursson,
varnarmaður Fram. „Við erum með
góðan hóp en ég held samt að þjálf-
arinn, Lárus Grétarsson, eigi
stærstan þátt í árangri okkar,“
sagði Bjarni.
I flokki b-liða stóð baráttan á
milli sömu liða. Fram sigraði HK
3:2 og sá sigur vó þungt þegar upp
var staðið. Fram tapaði aðeins einu
stigi í flokknum, með jafntefli við
Stjörnuna, 0:0. Liðið hlaut því ellefu
stig, stigi meira en HK sem varð
að sætta sig við annað sætið.
Knattspyrna:
Morgunblaðið/Frosti
HJÖRVAR Hafliðason, mark-
vörður HK, var útnefndur besti
leikmaður a-liða á Gróttumót-
inu. Þjálfarar félaganna stóðu
fyrir valinu á besta leikmannin-
um og þeir voru allir sammála
um að velja hann sem besta
leikmanninn.
Hjörvar var einn aðalburðarás-
inn í skemmtilegu liði HK og
hann sýndi oft á tíðum ævintýralega
markvörslu. „Eg hef tekið miklum
framförum frá því að ég fór að æfa
mark fyrir þremur árum. Það kem-
ur þó fyrir að ég á slaka leiki en
mér gekk vel að þessu sinni, sérs-
taklega í leiknum við Fram sem var
erfíðasti leikurinn,“ sagði Hjörvar
en hann ásamt öðrum leikmönnum
liðsins léku nú í fyrsta sinn undir
merkjum HK þar sem ÍK var Iagt
niður í haust. Aðspurður sagði Hjör-
var það ekki vera neitt öðruvísi að
leika með nýju félagi. „Þetta er
nákvæmlega sama mennirnir og
þess vegna skiptir það ekki máli.“
Morgunblaðið/Frosti
Hjörvar Hafliðason, markvörður
HK, var kosinn besti leikmaður
Gróttumótsins. f
Þjálfarar félaganna gátu ekki
komið sér saman um það hver hefði
staðið sig best í keppni b-liða. Fór
svo að tveir voru valdir bestu menn
og reyndust það vera tvíburarnir
Hafþór og Eyþór Theodórssynir úr
Fram.
Unglinganefnd ÍSÍ og
Osta- og smjörsalan semja
Nýlega undirrituðu Unglinga-
nefnd ÍSÍ og Osta- og smjör-
salan sf., samstarfssamning sem
kveður á um að vinna að ákveðinni
viðhorfa- og hugarfarsbreytingu fyr-
ir barna- og unglingaíþróttir á ís-
landi. Einnig kveður á um í samning-
um að koma á framfæri upplýsing-
um til barna og unglinga um mikil-
vægi hollustu í mataræði.
Unglinganefnd ÍSÍ vinnur nú að
gerð bæklings sem ætlaður er börn-
um á aldrinum 7-10 ára og mun
verða dreift til allra barna á þessum
aldri á landinu.
Einnig eru fyrirhugaðar ráðstefn-
ur um þessi mikilvægu málefni sem
víðast á lanoinu. Einkum verði leit-
ast við að fá foreldra bama á fund-
ina svo og þjálfara, íþróttakennara
og fóstrur.
Samningur þessi er sá fyrsti sem
nefnd innan ÍSÍ gerir við aðila (inn-
an) atvinnulífsins.