Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 81

Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 81
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991 81 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA Morgunblaðið/Jón Svavarsson Stúlkurnar úr Breiðholtsskóla sem sigruðu í Landsbankamóti ÍR í minnibolta. Morgunblaðið/Jón SVavarsson Piltarnir úr Breiðaholtsskóla sem sigruðu í Landsbankamótinu. Á myndunum eru einnig starfs- menn mótsins og útibússtjóri Landsbankans í Breiðholti, Bjami Magnússon. Hjörvar varði mark HK af snilld Landsbankamót ÍR í minnibolta: Breiðholtssköli vann tvöfalt I irslitakeppni Landsbankamóts ÍR í minnibolta fór fram í íþróttahúsi Fjölbrautaskólans í Breiðholti laugardaginn 14. þ.m., en áður hafði farið fram undan- keppni. 175 piltar og stúlkur tóku þátt í keppninni í 14 liðum frá skól- unum 5 í Breiðholti. Keppt er um farandbikar í pilta- og stúlknaflokki, sigurliðin fá bik- ara til eignar, einnig „maður móts- ins“ í báðum flokkum. Úrslit urðu sem hér segir: í piltaflokki sigraði Breiðholts- skóli 6A, í öðru sæti varð Selja- skóli 60S, en lið Seljaskóla hefur verið sigursælt í keppninni vann, 1989 og 1990 og tvíegis áður. Maður mótsins í piltaflokki var Unnar Elías Bjömsson, Breiðholts- skóla 6A. í stúlknaflokki sigraði Breið- holtsskóli 6A, eins og í piltaflokki og Seljaskóli 6HH varð í öðru sæti. Maður mótsins Gréta María Grét- arsdóttir, Seljaskóla 6HH. Að keppni lokinni fór fram verð- launaafhending í Breiðholtsútibúi Landsbankans, en útibúið gefur öll verðlaun. Bjarni Magnússon, úti- bússtjóri, afhenti sigurvegurUnum bikara og verðlaunapeninga. Hver og einn þátttakandi var síðan leyst- ur út með gjöf frá bankanum og viðurkenningu fyrir þátttökuna og að lokum þáðu keppendur og starfs- lið veitingar í boði bankans. Umsjónarmaður af hálfu ÍR var sem fyrr Einar Ólafsson, íþrótta- kennari. h Morgunblaðið/Jón Svavarsson Bestu leikmenn mótsins; Unnar Elías Björnsson og Gréta María Grétars- dóttir ásamt Bjarna Magnússyni, útibússtjóra Landsbankans í Breiðholti. Framarar sigursælir Íslandsmeistarar Fram í fimmta flokki hafa verið mjög sigursæl- ir í ár og um síðustu helgi bættu þeir einni rós í Frosti hnappagatið þegar Eiösson þeir sigruðu í fyrsta skrifar innanhússmóti vetr- arins, Gróttumótinu sem haldið var í íþróttahúsi Selt- jarnarness um síðustu helgi. Sex félög sendu lið á mótið, Fram, HK, Haukar, Stjarnan, Leiknir auk gestgjafanna Gróttu. Keppt var bæði í flokki a- og b-liða. Fram sigraði í keppni a-liða eftir mikla baráttu við HK. Liðin skildu jöfn í innbyrðis viðureign 2:2 en unnu alla aðra leiki sína á mótinu. Bæði liðin hlutu níu stig en marka- mismunur Fram var einu marki hagstæðari og því hreppti liðið sig- urinn. Fram skoraði 24 mörk og fékk á sig fimm, HK skoraði 23 mörk og fékk á sig fimm mörk og munurinn gat því ekki verið minni. „Leikurinn við HK var erfiðast- ur,“ sagði Bjarni Þór Pétursson, varnarmaður Fram. „Við erum með góðan hóp en ég held samt að þjálf- arinn, Lárus Grétarsson, eigi stærstan þátt í árangri okkar,“ sagði Bjarni. I flokki b-liða stóð baráttan á milli sömu liða. Fram sigraði HK 3:2 og sá sigur vó þungt þegar upp var staðið. Fram tapaði aðeins einu stigi í flokknum, með jafntefli við Stjörnuna, 0:0. Liðið hlaut því ellefu stig, stigi meira en HK sem varð að sætta sig við annað sætið. Knattspyrna: Morgunblaðið/Frosti HJÖRVAR Hafliðason, mark- vörður HK, var útnefndur besti leikmaður a-liða á Gróttumót- inu. Þjálfarar félaganna stóðu fyrir valinu á besta leikmannin- um og þeir voru allir sammála um að velja hann sem besta leikmanninn. Hjörvar var einn aðalburðarás- inn í skemmtilegu liði HK og hann sýndi oft á tíðum ævintýralega markvörslu. „Eg hef tekið miklum framförum frá því að ég fór að æfa mark fyrir þremur árum. Það kem- ur þó fyrir að ég á slaka leiki en mér gekk vel að þessu sinni, sérs- taklega í leiknum við Fram sem var erfíðasti leikurinn,“ sagði Hjörvar en hann ásamt öðrum leikmönnum liðsins léku nú í fyrsta sinn undir merkjum HK þar sem ÍK var Iagt niður í haust. Aðspurður sagði Hjör- var það ekki vera neitt öðruvísi að leika með nýju félagi. „Þetta er nákvæmlega sama mennirnir og þess vegna skiptir það ekki máli.“ Morgunblaðið/Frosti Hjörvar Hafliðason, markvörður HK, var kosinn besti leikmaður Gróttumótsins. f Þjálfarar félaganna gátu ekki komið sér saman um það hver hefði staðið sig best í keppni b-liða. Fór svo að tveir voru valdir bestu menn og reyndust það vera tvíburarnir Hafþór og Eyþór Theodórssynir úr Fram. Unglinganefnd ÍSÍ og Osta- og smjörsalan semja Nýlega undirrituðu Unglinga- nefnd ÍSÍ og Osta- og smjör- salan sf., samstarfssamning sem kveður á um að vinna að ákveðinni viðhorfa- og hugarfarsbreytingu fyr- ir barna- og unglingaíþróttir á ís- landi. Einnig kveður á um í samning- um að koma á framfæri upplýsing- um til barna og unglinga um mikil- vægi hollustu í mataræði. Unglinganefnd ÍSÍ vinnur nú að gerð bæklings sem ætlaður er börn- um á aldrinum 7-10 ára og mun verða dreift til allra barna á þessum aldri á landinu. Einnig eru fyrirhugaðar ráðstefn- ur um þessi mikilvægu málefni sem víðast á lanoinu. Einkum verði leit- ast við að fá foreldra bama á fund- ina svo og þjálfara, íþróttakennara og fóstrur. Samningur þessi er sá fyrsti sem nefnd innan ÍSÍ gerir við aðila (inn- an) atvinnulífsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.