Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 84
0¥$tmÞlfKfctfe EIMSKIP VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ MORGUNBLADID, ADALSTRÆTI 6. 101 REYKJA VÍK SÍMI 691100, FAX 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRsETI 85 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Fæ ekki séð hvemig komist verður hjá upp- sögnum á Laudakoti - segir formaður framkvæmdastjómar HOSKULDUR Olafsson, formaður framkvæmdastjórnar Landakotsspít- ala, segir að ákvörðun heilbrigðisráðherra um niðurskurð á framlögum til spítalans á næsta ári sé mikið áfall fyrir spítalann og hafi í för með sér að gjörbreyting verði á þjónustu hans. Segist hann ekki sjá hvern- ig komist verði hjá uppsögnum starfsfólks ef tillögurnar nái fram að ganga en menn eigi enn eftir að gera sér grein fyrir hvaða afleiðing- ar þær hafi. Að sögn Þorkels Helgasonar, að- stoðarmanns heilbrigðisráðherra, er samtals um að ræða tæplega þriðj- Mjólkurduft; Mjólkuriðn- aður beri 40 til 60 millj. kr. kostnað Landbúnaðarráðuneytið hefur —fóst stuðningi sínum við að niður- greitt heildsöluverð á nýmjólkur- dufti verði hið sama hér á landi og í Noregi, eða um 209 kr. kiló- ið. Verð á niðurgreiddu mjólkur- dufti til sælgætisiðnaðarins nú er sem næst heimsmarkaðsverð eða um 70 kr. á kílóið. Hækkuninni verður mætt með því að samtímis verður tekið upp jöfnunargjald á innflutt sælgæti og hliðstæðar matvörur til að bæta samkeppnis- stöðu innlendu framleiðslunnar. I því samkomulagi sem nú liggur fyrir er gert er ráð fyrir að mjólk- uriðnaðurinn taki á sig 40-60 millj- óna króna kostnað til að ná niður verði á mjólkurdufti, en útgjöld ríkis- sjóðs vegna niðurgreiðslna verði 'V30-40 milljónir króna. Niðurgreiðsl- urnar í ár kosta hins vegar ríkissjóð um 100 milljónir króna. Samkvæmt þessu er miðað við að niðurgreiðslur vegna mjólkurdufts verði 146 kr. á kílóið. Landbúnaðar- ráðuneytið leggur áherslu á að nauð- synlegt sé að koma á almennri hag- ræðingu innan mjólkuriðnaðarins til að iækka framleiðslukostnað á unn- um mjólkurvörum, en til framleiðslu mjólkurdufts til dæmis verði óhjá- kvæmilegt að verðjafna á milli ein- stakra vinnsluvara eins og gert sé í nálægum löndum. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins liggur fyrir samkomulag allra viðkomandi aðila í þessu rnáli, . Í^S-nnig að væntanlega kemur ekki til innflutnings á mjólkurdufti í neinu formi, en hvað varðar niðurgreiðsl- umar er málið nú til umíjöllunar í fjárlaganefnd Alþingis. ungslækkun á rekstrarfjárveitingu ríkisins til spítalans á næsta ári. 21 læknir á Landakoti sendi heil- brigðisráðherra viljayfirlýsingu í gær þar sem þeir lýsa sig reiðubúna að hefja viðræður á ný um sameiningu Borgarspítala og Landakots. Vilja þeir að skipuð verði ný viðræðunefnd af hálfu spítalans. Sigurður Bjömsson, varaformaður læknaráðs Landakots, segir að niður- skurðartillögur ráðherra muni hafa í för með sér að starfsemi spítalans leggist nánast niður og búast megi við uppsögnum 150-200 starfs- manna strax á næsta ári ef ekki verði breyting á. Hann segir að full- trúar í nefndinni sem skilaði tillögun um sameiningu spítalanna í síðustu viku hafi ekki borið hagsmuni spítal- ans fyrir brjósti. Vilja læknarnir að Haraldur Olafsson, formaður yfír- stjómar Landakots, verði formaður nýrrar viðræðunefndar. Sjá einnig miðopnu. Morgunblaðið/Þorkell Vel hugsað um jólasveininn Jólasveinarnir eru önnum kafnir um þessar mundir við að setja í skóinn bamanna. Bömin hugsa því til jólasveinanna með þakk- læti, og Gylfi Þór Sigurbjörnsson, 3 ára, vildi gleðja þennan jóla- svein, sem hann hitti á dögunum, og launa honum fyrir gjafirnar í skónum með því að gefa honum nammið sitt. 37% hækk- im á bláref milli ára FYRSTA Ioðskinnauppboð á yfirstandandi framleiðsluári var haldið í Kaupmannahöfn í þess- ari viku, og á því fékkst 37% hærra verð fyrir blárefaskinn miðað við fyrra söluár, og 43% hærra verð fyrir silfurrefaskinn. Meðalverð á minkaskinnum lækkaði hins vegar um 7% frá fyrra söluári. Á uppboðinu voru boðin upp 24 þúsund blárefaskinn og tvö þúsund silfurrefaskinn, og seldust þau öll. Meðalverð blárefaskinnanna var liðlega 4.000 kr., og meðalverð silfurrefaskinnanna rétt tæplega 4.000 kr. Um 1,8 milljón minka- skinna var boðin upp, og seldust 64% þeirra á 1.325 kr. meðalverði. Lést eftir umferðarslys Nítján ára gamall piltur sem slasaðist er bifreið hans lenti í árekstri við strætisvagn á Höfða- bakkabrú í fyrrakvöld lést á sjúkrahúsi í gærmorgun. Ekki er unnt að greina frá nafni piltsins að svo stöddu. Þátttaka sveitarfélaga í lausn á vanda ríkissjóðs: Aðhald í rekstri í Reykja- vík en útsvar hækkar ekki Félagsmálaráðherra gagnrýnir útsvarshækkun í Hafnarfirði og Mosfellsbæ MARKÚS Örn Antonsson borgarstjóri segir að kostnaðarauka vegna aðstoðar Reykjavíkurborgar við ríkisvaldið verði ekki mætt með skattahækkun. Útsvar í Reykjavík verði því óbreytt, 6,7% af skatt- stofni, en sparað verði og skorið niður í rekstri borgarinnar. í Hafnar- firði og Mosfellsbæ hafa bæjaryfirvöld hins vegar ákveðið að hækka útsvarið í 7,5%. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra gagnrýn- ir þá ákvörðun, þar sem með þessu öðlist bæjarfélögin rétt til fram- laga úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Þar með skerðist framlög til smærri byggðarlaga. Guðmundur Árni Stefánsson, bæj- arstjóri í Hafnarfirði, sagði.J. -sam- tali við Morgunblaðið að útsvars- hækkunin skilaði bæjarsjóði um 104 rnilljónum. Útgjaldaaukinn vegna skattlagningar ríkissjóðs væri 67 milljónir króna. Einnig væri lækkað sorphirðugjald, sem leggja hefði átt á, um 23,5 milljónir. Þetta þýðir að hagnaður Hafnarfjarðarbæjar af út- svarshækkuninni er um 13 milljónir. Með því að hækka útsvarið í 7,5%, sem er hæsta leyfílegt hlutfall, öðl- ast Hafnarfjörður rétt til framlags úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga þar sem meðaltekjur bæjarins af hverj- um bæjarbúa eru undir meðaltali. Guðmundur Árni sagði að ákvörð- '>w Upplýsingar símaþjónustunnar: Metdagur á mánudag SÍÐASTLIÐINN mánudagur var metdagur hjá upplýsingaþjónustu símans í 03 þegar um 30.000 manns gerði tilraun til að fá sam- ^Dand við númerið í þeim tilgangi að fá upplýsingar um símanúm- er, póstnúmer og heimilisföng. Aðeins færri, eða milli 28-.000 og 29.000 manns, völdu númerið á þriðjudag. Guðrún Þorvaldsdóttir, annar en 28-29.000 á þriðjudag. tveggja varðstjóra á 03, sagði að álagsdagana tvo hefði tekist að afgreiða 26-28.000 viðskiptavini á dag en 16-18% hefðu ekki náðst. ,Reiknað væri með að um 30.000 manns hefðu gert tilraun til hafa samband við númerið á mánudag Aðspurð sagðist hún ekki efa að mánudagurinn hefði verið met- dagur í afgreiðslu en tók fram að með bættum tölvubúnaði væri hægt að sinna fleiri viðskiptavin- um. Guðrún sagði að álagið væri nokkuð jafnt allan ársins hring en fyrir jólin ykist það töluvert. Mikið væri þá spurt um bæði póstnúmer og heimilisföng en þess má geta að hægt er að fletta póstnúmerum upp í símaskránni. 32 starfsmenn vinna við 18 tölv- ur á 03. Þjónustusíminn er opinn milli kl. 8 á morgnana til kl. 22 á kvöldin. Þrefalt dýrara er að hringa í svokölluð 0-númer síma- þjónustunnar en önnur almenn símanúmer. un um hækkun útsvars hefði verið tekin á grundvelli skattlagningar ríkisins, en ekki til að ná í framlög úr jöfnunarsjóði. „Þetta fylgir hins vegar greinilega, miðað við núgild- andi lög,“ sagði hann. Er hann var spurður hvort ekki hefði verið hægt að hækka útsvarið aðeins minna, sagði hann: „Það var tekin pólitísk ákvörðun um að hækka þetta og við förum út af fyrir sig ekkert í laun- kofa með það.“ Við atkvæðagreiðslu í bæjarstjórn var útsvarshækkunin samþykkt með 6 atkvæðum Alþýðu- flokks gegn 5 atkvæðum minnihlut- ans. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra sagði í samtali við blaðið að ef öll sveitarfélögin á höf- uðborgarsvæðinu, sem ekki hafa fullnýtt heimild til álagningar út- svars, hækkuðu útsvar í 7,5% myndi þurfa 300 milljónir til viðbótar í Jöfn- unarsjóð sveitarfélaga til að önnur sveitarfélög héldu sínum hlut. „Þetta er verulegt áhyggjuefni. Það er ekki rétt, sem fram hefur komið hjá bæjarstjóranum í Hafnarfirði að hann hafí þurft að hækka útsvar í 7,5% vegna þátttöku þeirra i að við- halda hér stöðugleika,“ sagði Jó- hanna. „Hann hefði ekki þurft að fara í nema 7,1%. Það er mjög bil- legt að setja upp svona myndir. Ég hygg að með þessari aðferð sinni fái Hafnfírðingar 80 til 90 milljónir umfram það, sem þeir leggja til þess- ara aðgerða." Jóhanna sagði að eins og staða jöfnunarsjóðs væri nú, myndu Hafn- firðingar fá 43 milljónir úr honum. „Það er það sama og þeir þurfa að leggja í sinn þátt í löggæzlunni,“ sagði hún. Félagsmálaráðherra sagði að í tímabundnum efnahagslegum þrengingum ættu sveitarfélög að hagræða og spara í stað þess að hækka útsvar. Hún sagðist telja að hækkun útsvars hjá umræddum sveitarfélögum myndi þrýsta á nið- urfellingu aðstöðugjalds. Sveitarfé- lög myndu fá hana bætta í útsvari með hærri hlut í staðgreiðslu skatta og tekjur af hverjum íbúa myndu hækka verulega. Sjá fréttir á bls. 38 og á miðopnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.