Morgunblaðið - 19.12.1991, Side 61

Morgunblaðið - 19.12.1991, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991 61 Breytt ákvæði um nauðungarsölu: Réttarstaða gerðarþola bætt Málsmeðferð einfaldari í sniðum, sagði Sólveig Pétursdóttir Sólveig Pétursdóttir (S-Rvk), formaður allsherjarnefndar AI- þingis, mælti nýlega fyrir sam- dóma nefndaráliti um frumvarp til laga um nauðungarsölu. Frumvarpið, sem er liður í heildarendurskoðun löggjafar um dómstólaskipan, réttarfar og meðferð framkvæmdavalds í héraði, stuðlar frekar að því en eldri Iöggjöf að sem hæst verð fáist fyrir eignir fólks sem lenda í nauðugarsölu. Frumvarpið var samþykkt sem lög frá Alþingi síðastliðinn föstudag. Réttarstaða fólks stórum bætt Sólveig Pétursdóttir sagði í framsögu að sú gagnrýni hefði „komið fram á framkvæmd nauðungarupp- boða að gerðar- þolar séu iðulega hlunnfarnir vegna þess hve lágt verð fæst fyrir eignir á uppboðum. Þótt erfitt sé að sannreyna að hvaða marki þessi gagnrýni á rétt á sér, eru vissulega til dæmi um að eign- ir séu seldar á nauðungaruppboði á verði sem er langt fyrir neðan eðli- legt markaðsverð ... í reglum frum- varpsins um framkvæmd á nauð- ungarsölu á almennum markaði er í þessum tilgangi ráðgert að leitað verði tilboða í eign með hliðstæðum hætti og við sölu í fijálsum viðskipt- um, tii dæmis fyrir atbeina fast- eignasala, þegar um fasteign er að ræða“. „Verði frumvarpið að lögum,“ sagði Sólveig, „má ætla að réttar- staða þeirra sem verða að þola að eign þeirra sé seld nauðungarsölu verði stórum bættari en nú er“. Hún sagði einnig að með frumvarpinu væri einnig stefnt að því „að draga úr þyngslum og óþörfum formsatr- iðum við framkvæmd nauðungar- sölu“. í máli framsögumanns kom fram að árlegar beiðnir um fasteignaupp- boð í Reykjavík séu yfir tuttugu þúsund talsins. Hliðstæða finnist hvergi í grannríkjum. Stærstur hluti beiðnanna sé að vísu afturkallaður. „Þetta bendir til þess að skuldarar geri sér fyrst grein fyrir alvöru vanskila þegar þeir fá tilkynningu um að beiðni um nauðungaruppboð sé komin fram. Jafnframt má ætla að eitthvað skorti á að skuldheimtu- menn reyni að innheimta kröfur sínar eftir öðrum leiðum áður en beiðni um nauðungaruppboð er lögð fram, jafnvel þótt kröfufjárhæðir séu mjög lágar ...“ í frumvarpinu er sú regla lögð til að það verði í flestum tilvikum skilyrði fyrir því að beiðni um nauð- ungarsölu verði komið fram að skuldheimtumaður hafi áður sent skuldara formlega greiðsluáskorun. Sólveig sagði að alger óvissa geti að óbreyttu ríkt um hvenær munir verði seldir á uppboði þegar gerðarþoli er sviptur þeim. í aðfar- arlögum sem gildi taka 1992 er sú leið farin að heimila aðeins vörzlu- sviptingu á lausafjármunum við fjámám ef sérstök ástæða er til að búast við spjöllum á þeim eða ólög: mætri meðferð í vörzlu skuldara. í athugasemdum með frumvarpinu var því lýst að almenna reglan í framtíðinni skyldi vera að vörzlu- taka á eignum ætti sér eingöngu stað í tengslum við nauðungarsölu. Akvæði þessa frumvarps eru sniðin að þessari fyrirætlan. „Gerðarþoli fær því strax frá byijun upplýs- ingar um hvernig framkvæmd gerð- arinnar, hvað þetta varðar, verður háttað.“ „Mörg ákvæði frumvarpsins stefna að því að bæta réttarstöðu þeirra sem verða að þola nauðung- arsölu á eignum sínum, og gera hana skýrari en hún er samkvæmt núgildandi lögum. Málsmeðferð eft- ir ákvæðum frumvarpsins verður liprari og einfaldari í sniðum en framkvæmd þessara mála er í dag,“ sagði Sóveig Pétursdóttir í fram- sögu sinni. REDSTONE s j ón varpsleiKt æki Nintendo samhafð. Stýripinnar 09 tengingar við sjónvarp iylgja.Steríó útgangur. A/V útgangur. Sýnishom úr leikjoskró: TURTLES II____kr. 2.900 TOPGUN_________kr. 2.900 SOCCER__________kr. 1.950 SIMPS0NS......kr. 2.900 Konami Olympics kr. 2.900 ÞDR H ÁRMÚLA 11 F ® 91-BB1500 Uppskriftakort fylgja hverri pakkningu maiaigciu er list og undirstaðan er úrvals hráefni 3HEUES3SSEUT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.