Morgunblaðið - 19.12.1991, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991
53
Jesúítareglan bætti kaþ-
ólsku kirkjuna innan frá
- segir Philip Caraman jesúítaprestur
og höfundur bókar um Ignatius Loyola
FYRIR skömmu var staddur hérlendis Philip Caraman, enskur
jesúítaprestur sem jafnframt er sagnfræðingur og rithöfundur.
Hann var um skeið ritstjóri enska guðfræðitímaritsins The Month
og hefur skrifað fjölda sagnfræðibóka sem gefnar hafa verið út
á fjölmörgum tungumálum. Ein bóka hans kemur út hérlendis
fyrir jólin en það er ævisaga dýrlingsins Ignatiusar Loyola sem
stofnaði fyrstu jésúítaregluna (kristmunkaregluna) fyrir réttum
500 árum. Þrátt fyrir að Caraman sé kominn yfir áttrætt er
hann léttur á fæti og enn skrifandi en um þessar mundir er hann
að ljúka bók um enska jesúíta á ofanverðri sextándu öld.
Caraman segir að bókin sé
gefin út á íslensku til að minnast
þess að í ár eru liðnar fimm ald-
ir frá fæðingu Loyola og 450 ár
frá stofnun Jesúítareglunnar.
„Tilgangurinn með för minni
hingað er að auka áhuga á lífi
og starfi Loyolas og reyna að
benda á hvað við nútímafólk get-
um lært af honum. Æviskeið
Loyola var um margt merkilegt
og alls ekki svipað því sem marg-
ir gætu ímyndað sér um stofn-
anda munkareglu þar sem mein-
lætastefna er ástunduð. Sjálfur
mátti Loyola ætíð hafa sig allan
við að sigrast á eigin brestum
og einbeita sér að trúarlegri köll-
un sinni í lífinu. Hann fæddist
árið 1491 í Baskahéraðinu Gu-
ipúzcoa á Spáni og var af aðals-
fólki kominn. Hann ólst upp í
andrúmslofti þeirrar trúarlegu og
menningarlegu endurreisnar sem
ríkti á Spáni um þær mundir og
leiddi meðal annars til landafund-
anna miklu. Um hríð var Loyola
hirðmaður Spánarkonungs en
sneri síðar við blaðinu og gerðist
prestur. Ekki leið á löngu uns
Loyola hóf að predika upp á eig-
in spýtur og safnaði um sig hópi
fylgjenda sem voru flestir af lág-
um stigum. Voru ýmsir kenni-
menn kirkjunnar tortryggnir á
skoðanir hans fyrst um sinn og
efuðust jafnvel um rétttrúnað
hans. Loyola hélt því þó statt og
stöðugt fram að skoðanir hans
væru í algjöru samræmi við
kenningar kaþólsku kirkjunnar.
Á þessum tíma átti kirkjan við
miklar deilur og innbyrðis sundr-
ungu að stríða. Margir prestar
hennar, biskupar, og jafnvel
sjálfur páfinn, voru sakaðir um
margvíslega spillingu og fjár-
plógsstarfsemi. Þetta ástand
leiddi af sér kreppu innan kirkj-
unnar sem lyktaði með hinum
svokölluðu siðaskiptum í norðan-
verðri Evrópu og stofnun lút-
ersku kirkjunnar, en um svipað
leyti eða árið 1541, stofnaði Loy-
ola jesúítaregluna. Ég tel að Loy-
ola hafi ekki verið sáttur við
hvaða stefnu mál voru að taka
innan kaþólsku kirkjunnar á
þessum tíma og viljað bæta hana,
en hann taldi best að bæta hana
innan frá. I því liggur nú munur-
inn á honum og Lúter. Lúter og
Loyola sáu báðir nauðsyn endur-
bóta innan kirkjunnar. Lúter yf-
irgaf hana og stofnaði eigin
deildir eftir sínu höfði en Loyola
taldi best að breyta henni innan
frá sem tók aftur á móti tíma
og var mikið þolinmæðisverk.
Hann samdi meðal annars eins
konar handbók um trúarlegar
athafnir sem er enn í fullu gildi
meðal kaþólikka. Jesúítareglan
óx brátt og dafnaði og við dauða
Loyola hafði hún um 1.000 jesú-
íta innan sinna vébanda," segir
Caraman.
Á þeim 450 árum sem liðin
eru frá stofnun reglunnar hefur
hún eflst jafnt og þétt og Cara-
man segir að nú. séu um 22.000
jesúítar að störfum víðs vegar' í
heiminum. „Jesúítar vinna að
mannúðarmálum um allan heim
í mjög breiðum skilningi. Trú-
boðs- og hjálparstarf hefur ætíð
skipað stóran sess innan reglunn-
ar. Allir jesúítar eru skuldbundn-
ir páfanum sérstaklega og fara
hvert á land sem er samkvæmt
boði hans. Þeir hafa meðal ann-
ars látið mikið að sér kveða í
Kína og Suður-Ameríku en í
kvikmyndinni Trúboðsförinni,
eða „The Mission", er byggt á
raunverulegum atburðum í starfi
jésúíta í þessum heimshluta. Á
síðustu árum hefur reglan æ
meira beitt sér fyrir hjálparstarfi
í Indlandi og Austur-Evrópu og
stundum er sagt að þar sem
neyðin er mest, sé jesúíti aldrei
langt undan.“
„Við jesúítar höfum einnig
ætíð lagt mikla áherslu á mennt-
un og vísindi í starfi okkar. Marg-
ir skólar voru stofnsettir af regl-
unni fyrr á öldum og á tímum
frönsku byltingarinnar voru
flestir franskir skólar og margir
þýskir undir stjóm jesúíta. Þessir
skólar lögðu grunninn að rann-
sókna- og skólastarfi í norðan-
verðri Evrópu á þessum árum og
ótrúlega margt af vísindaarfleifð
þessa tíma, til dæmis í stjörnu-
fræði, má rekja til þeirra.“
Caraman hefur víða farið og
þjónað en til dæmis var hann um
sjö ára skeið sóknarprestur í
Jesúítapresturinn Philip Cara-
man.
Noregi. Þar vann hann við sagn-
fræðirannsóknir og að kynning-
arstarfi fyrir kaþólsku kirkjuna
og sendingu trúarrita til Sovét-
ríkjanna. „Sjálfur reyndi ég einu
sinni að komast til Sovétríkjanna
en var hafnað um landvistar-
leyfi. Nú sjáum við hrun þessa
heimsveldis og neyðin innan þess
blasir alls staðar við. Hið eina
sem fólkið á eftir er trúin og hún
mun hjálpa því í gegnum þessar
þrengingar sem við blasa. Trúar-
sannfæring fólks kemur hvað
best í ljós þegar það á við hörm-
ungar að stríða og það verðum
við jesúítar ekki hvað síst varir
við á ferðum okkar og í starfi
víðs vegar um heim. Sem betur
fer búa flestir Vestur-Evrópubú-
ar við góð kjör og þurfa ekki að
kvíða morgundeginum en þrátt
fyrir það á kristinn boðskapur
fullt erindi til þeirra. Ævisaga
Loyola ætti að vera öllum kristn-
um mönnum holl lesning því í
henni er sagt frá því hve boð-
skapurinn virkaði sterkt á hann
og hve mikið hann var reiðubúinn
að leggja í sölurnar til þess að
sem flestir fengju að njóta hans,“
sagði Philip Caraman að lokum.
KMJA
Þjóðþrif
hirða dósir
o g flöskur
ÞJÓÐÞRIF, sem er í eigu Banda--
lags íslenskra skáta, Hjálparstofn-
unar kirkjunnar og Landsbjargar,
landssambands björgunarssveita,
safnar umbúðum undan gos-
drykkjum, öli og víni til ágóða
fyrir starsemi sína.
Fólk getur skilað umbúðunum í
söfnunarkúlur, sem eru við allar
bensínstöðvar og víðar, svo og í söfn-
unargáma sem eru í öllum gámaport-
um Sorpu. Þá sækir Þjóðþrif umbúð-
ir heim til fólks á höfuðborgarsvæð-
inu alla laugardaga. Hægt er að’
hringja í síma 23190 og 621390 til
að fá umbúðir sóttar heim. Tekið
skal fram að sótt verður heim til
fólks bæði 21. des. og 28. desember.
----------» ♦ ----
ASN harmar
getuleysi í
vaxtamálum
- segir í ályktun
MIÐSTJÓRN Alþýðusambands ^
Norðurlands harmar vilja- og
getuleysi ríkisvaldsins til að taka
á vaxtamálum þjóðarinnar, með
það að markmiði að lækka vexti
á eðlilegt stig og greiða þannig
fyrir samningum segir í ályktun
Álþýðusambands Norðurlands frá
því 13. desember sl.
„Náist ekki að aflétta því okur-
vaxtaálagi sem nú er að sliga bæði
fjölskyldur og fyrirtæki er ekki von
til þess að launafólk sætti sig við
„hógværa" kjarasamninga. Hið háa
vaxtastig hefur þrengt mjög afkomu .
margra fyrirtækja í framleiðslu-
greinum sem gerir þeim erfiðara en
ella að mæta kauphsékkunum. Jafn-
framt setur það vinnu fólks og lífsaf-
komu í hættu, ekki síst á landsbyggð-
inni. Því skorar miðstjórn ÁN á
stjórnvöld að grípa nú þegar til raun-
hæfra aðgerða til lækkunar vaxta.
Slík vaxtatækkun er forsenda samn-
inga sem tryggja áframhaldandi
stöðugleika."
Kennarafélag Reykjavíkur;
Ahyggjur vegna fjölgunar leiðbeinenda
EFTIRFARANDI ályktanir voru
samþykktar á fundi stjórnar
Kennarafélags Reykjavíkur 2.
nóvember 1991:
„Stjórn Kennarafélags Reykjavík-
ur lýsir yfir þungum áhyggjum vegna
Ijölgunar leiðbeinenda í grunnskólum
Reykjavíkur. Þegar skólar tóku til
starfa í haust hafði ekki tekist að
ráða kennara í allar kennarastöður
og því var ýmist gripið til þess ráðs
að ráða leiðbeinendur eða senda nem-
endur heim. Á skólaárinu 1990-1991
voru 24 leiðbeinendur í grunnskólum
Reykjavíkur en eru 52 á þessu skóla-
ári. Það er því ljóst að kennaras-
korturinn sem ríkt hefur á lands-
byggðinni hefur teygt sig inn í skóla
höfuðborgarinnar.
Stjórn Kennarafélags Reykjavíkur
Bandarískt
rokk á Tveim-
ur vinum
BANDARÍSKA rokkhljómsveitin
„The Russtics“, sem er frá Fílad-
elfíu spilar í kvöld í Tveimur Vin-
um og spila þeir „Rokkabilly".
Hljómsveitin hefur nýlega verið á
ferðalagi víða um Bandaríkin, en
þeir hafa einnig fárið í hljómleika-
ferð um Evrópu. Hún er nú fyrsta
sinni hérlendis. I kvöld verður hljóm-
sveitin með sérstaat dansleikjadag-
skrá.
Næstkomandi laugardag mun
„Loðin rotta“ skemmta á Tveimur
vinum og sunnudags- og mánudags-
kvöld munu Bandaríkjamennirnir
aftur troða upp.
mótmælir því harðlega að í frum-
varpi til laga um ráðstafanir í ríkisfj-
ármálum á árinu 1992 er gert ráð
fyrir að fresta eða fella úr gildi
ákvæði um málsverði í skólum, fjölg-
un vikulegra viðmiðunarstunda nem-
enda og fækkun nemenda í bekkjar-
deildum. Kennarar fögnuðu nýjum
grunnskólalögum í vor, m.a. vegna
þessara ákvæða því þar með var
komið til móts við breyttar þarfir
nútímaþjóðfélags. Stjórnin mótmælir
harðlega þeim vinnubrögðum sem
felast í því að samþykkja lög á einu
þingi og ógilda á því næsta. Slík
vinnubrögð eru ekki til að styrkja
skólastarfið.
Stjórn Kennarafélags Reykjavíkur
heitir á alþingismenn að standa vörð
um skólastarfið í landinu og tryggja
að grunnskólar starfi í anda laga um
grunnskóla frá 1991.“
björn lóðs sjósettur.
Hornafjörður:
Morgunblaðið/Albert Kemp
Nýr lóðsbátur sjósettur
Sjósettur var 30 rúmlesta lóðs-
bátur, sem byggður er hjá Vél-
smiðju Seyðisfjarðar fyrir Höfn í
Hornafirði, síðastliðinn föstudag.
Lóðsbáturinn, sem fengið hefur
nafnið Björn lóðs, er 16.5 m stál-
skip. Hann er með tvær aðalskrúfur,
tvær hliðarskrúfur, tvö stýri og
skrúfuhringi; í honum er 2 caterpill-
ar aðalvélar, 260 kílóvött hvor.
Björn lóðs er 31. báturinn sem
Vélsmiðja Seyðisfjarðar smíðar og
annar báturinn á árinu. Stefán Jó-
hannsson, eigandi Vélsmiðjunnar,
sagði að hinn báturinn hefði fengið
nafnið Baldur og væri gerður til sjó-
mælinga fyrir Landhelgisgæsluna.
Nú taka við bátaviðgerðir í smiðj-
unni. Albert. Kemp
Morgunblaðið/Silli
Væntanlegpr stúdentar ásamt Björgvin Leifssyni, kennara.
Framtíðarhorfur Fram-
haldsskólans á Húsavík
Húsavík.
SKÓLAMEISTARI og skóla-
nefnd Framhaldsskólans á
Húsavík hefur unnið áætlun
um starfsemi og uppbyggingu
skólans næstu tíu árin.
Þar er gert ráð fyrir að 1996,
verði fjöldi nemenda orðinn 220
og 265 árið 2004, en nemendur
eru nú 159 við skólann. Gert er
ráð fyrir að árið 2000 verði risið
nýtt heimavistarhús fyrir 100
nemendur en undanfarin ár hef-
ur Hótel Húsavík hýst heimavist-
arnemendur til bráðabirgða. Þá
eru settar fram hugmyndir um
nýjar námsbrautir við skólann.
Þar er lögð áhersla á verklegar
greinar svo sem hefðbundnar
tré- og málmiðngreinar, mat-
vælagreinar og þjónustustörf.
Að sögn skólameistara Guð-
mundar Birkis Þorkelssonar er
enn mikil vinna eftir við að full-
móta þessar hugmyndir. Þá hafa
viðbrögð menntamálaráðuneyt-
isins og fjárveitingavalds mikil
áhrif á hvernig til tekst með
framkvæmd þessarar sóknará-
ætlunar, en þær eru ekki kann-
aðar.
Nú á haustönn ljúka átta nem-
endur stúdentsprófi á þremur og
hálfu ári og má af því sjá að
dugnaður og metnaður til að
standa sig vel er enn til staðar
hjá æsku Húsavíkur. Jafnframt
verða útskrifaðir tólf nemendur
af ýmsum öðrum greinum.
- Fréttaritari.